Morgunblaðið - 14.07.2001, Síða 44
FÓLK Í FRÉTTUM
44 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ VAR LÁGT til lofts í Ox-
ford. Þungbúin skýin kysstu
kirkjuturnana og gráir skýja-
bunkarnir sveimuðu yfir risa-
vöxnu tónleikasviðinu. Radiohead
hefur ekki haldið tónleika í
heimabæ sínum í nokkur ár og
var eftirvæntingin því mikil. En
við Íslendingarnir á hátíðinni bið-
um spenntir eftir að fá að sjá og
heyra Sigur Rós.
Það rigndi stanslaust á leiðinni
frá London og þegar við nálg-
uðumst Oxford tók umferðin að
þyngjast. Endalausar bílalestir
skriðu eftir götunum og alls-
staðar var fólk á gangi, flestir á
leiðinni á tónleikana, og hver ein-
asti pöbb fullur út úr dyrum.
Spiluðu einungis fjögur lög
Talað var um að þrjátíu þúsund
manns hefðu þegar keypt miða
og þegar við komum að tónleika-
svæðinu var fólk enn að tínast
inn. Andrúmsloftið var afslappað
og fólk skolaði niður japönskum
núðlum og hamborgurum með
volgum bjór í pappamálum. Uppi
við sviðið hafði þó myndast stór
og þéttur hópur af hörðum aðdá-
endum sem voru tilbúnirað þola
troðninginn svo að þeir gætu bar-
ið goðin sín augum.
Frá því um hádegi höfðu hljóm-
sveitir úr ýmsum áttum stigið á
stokk, lítt þekktar breskar sveit-
ir, en um fimmleytið hófust aðal-
tónleikarnir. Og fyrst á sviðið var
Sigur Rós.
Það er augljóst að hljómsveitin
er orðin mörgum kunn í Bret-
landi og fögnuðu tónleikagestir
innilega þegar þeir félagar birt-
ust á sviðinu. Sérstaklega
létu áheyrendur í sér
heyra þegar Jónsi Birg-
isson, forsprakki sveit-
arinnar, dreif upp fiðlu-
bogann og lagði yfir
rafmagnsgítarstrengina.
Sigur Rós á best heima í
mykri en það var enn
bjart þegar kafbáta-
hljóðin frá „Svefn-g-
englum“ byrjuðu að
óma og sveitin náði
aldrei upp almennilegri
stemmningu, enda spil-
aði hún aðeins fjögur
lög.
Eins og að fara svangur
heim úr matarboði
Sigur Rós hefur fengið þó
nokkra umfjöllun í bresku tónlist-
arpressunni og The Economist
fjallaði meðal annars um sveitina
í heilsíðugrein ekki alls fyrir
löngu. Það er augljóst að tengslin
við Radiohead hafa hjálpað til og
flestallir Radiohead-aðdáendur
kunna vel að meta tónlist Sigur
Rósar. En að þessu sinni tókst
þeim ekki nógu vel upp. Í eitt
skiptið leit helst út fyrir að sveit-
in hefði yfirgefið sviðið. Jónsi
hafði sest niður og aðrir meðlimir
hópast saman, þannig að lítið fór
fyrir þeim. Það var því engu lík-
ara en að maður væri að hlusta á
tónlistina af geisladiski. Þegar
basslínan í „Olsen Olsen“ tók að
hljóma fann maður fyrir þessum
rólega, en jafnframt magnaða
krafti sem einkennir tónlist Sigur
Rósar. Því miður var það bara
ekki nóg og manni fannst ein-
hvern veginn að maður væri að
fara svangur heim úr matarboði
þegar þeir félagar stigu niður af
sviðinu.
Blúsað fyrir blauta
tónleikagesti
Næstir á sviðið voru Super-
grass. Við höfðum lagt bílnum
ólöglega og um leið og Sigur Rós
hætti að spila hlupum við til
baka, út af svæðinu, til þess að
finna nýtt bílastæði. Eftir þó
nokkurt basl tókst okkur loks að
koma bílnum fyrir á öruggum
stað og héldum aftur í áttina að
South Park, garðinum sem not-
aður var til tónleikahaldsisins.
Það heyrðist í Supergrass langar
leiðir og flest lögin virtust vera
af fyrstu plötu sveitarinnar, I
Should Coco, sem er dúndurplata
og því súrt að missa af.
Hann hafði hangið þurr hingað
til en um leið og Beck steig á
sviðið og tók að syngja um rign-
inguna, raulandi „ . . . the sun is
setting on me“, opnuðust him-
ingáttirnar og það tók að rigna
þessi ósköp. Tónleikagestir létu
það þó ekki á sig fá og skemmtu
sér konunglega, að því er virtist.
Beck var órafmagnaður, kom
einn fram með kassagítar og
blúsaði fyrir blauta tónleikagesti.
Það var þó augljóst að fólk var
hingað komið til þess að sjá og
heyra Radiohead og það var tekið
að rökkva. Þegar Beck hafði lok-
ið sér af var biðin loks á enda.
Rokkað af
krafti
Tónleikar þessir voru þeir einu
sem Radiohead mun halda á Bret-
landseyjum á þessu ári en sveitin
hefur haldið af stað í heimsreisu
til þess að fylgja eftir nýjustu
skífu sinni, Amnesiac. Þó að síð-
ustu tvær skífur hljómsveit-
arinnar, Amnesiac og Kid A, séu
fremur þungar var létt yfir fólki
og þegar hljómsveitin birtist á
upplýstu sviðinu ærðist mann-
fjöldinn.
Síðan frumburður þeirra
Radioheadmanna, Pablo Honey,
leit fyrst dagsins ljós hefur
hljómsveitin þreifað fyrir
sér og hafa fáar hljóm-
sveitir náð að ferðast jafn
vítt og breitt um skala
popptónlistarinnar. Og í
þetta sinn fengu áhorfendur
að njóta alls hins besta sem
hljómsveitin hefur upp á að
bjóða. Í laginu „My Iron
Lung“ sýndi Radiohead
fram á það að hljómsveitin
getur rokkað af krafti. En
tölvukeimurinn, sem ein-
kennir „Everything in its
Right Place“, gefur það til
kynna að hljómsveitin hefur
kafað dýpra í tónlistarhafið.
Thom Yorke sagðist
vera stressaður
Þegar myrkrið helltist loksins
yfir Oxford magnaðist stemningin
enn frekar. Thom Yorke, söngv-
ari sveitarinnar, viðurkenndi það
fúslega að hann væri á nálum
vegna þess að þetta væru einu
tónleikar Radiohead í Bretlandi í
ár og því nauðsynlegt að standa
sig. Og það gerðu Radiohead svo
sannarlega. Jafnvel lög sem mað-
ur kynni að halda að erfitt væri
að leika á sviði með hefðbundnum
hljóðfærum endurfæddust í
breyttum búningi og teknóaf-
brigði, eins og „Idioteque“, lifn-
uðu við á ný. En Thom Yorke og
félagar blönduðu líka gömlu efni
saman við lög af seinni skífum
sveitarinnar. Þegar „Lucky“ byrj-
aði að leka út úr hátölurunum
ætlaði allt vitlaust að verða og
áhorfendur voru ekki lengi að
rífa upp gaskveikjarana þó að
það rigndi eins og hellt væri úr
fötu og veifuðu þeim í takt við
„Fake Plastic Trees“. Og þegar
það leit út fyrir að hljómsveitin
ætlaði ekki að stíga aftur á svið-
ið, þrátt fyrir kröftugt lófatak
áhorfenda, birtist hún aftur og
lék gamlan gullmola af Pablo
Honey. „Creep“ fullkomnaði
kvöldið.
Gítarhljóðin voru sem byssu-
hvellir og með því að spila lagið
sem kom Radiohead á poppkortið
lagði sveitin lokahönd á tón-
leikana og sýndi um leið, svo ekki
verður um villst, fram á gíf-
urlegan fjölbreytileika sveit-
arinnar.
Fiðluboginn hans Jónsa er í miklu uppáhaldi hjá unnendum Sigur Rósar. Thom Yorke varð stressaður yfir því að leika fyrir nágranna sína.
HEIMA
ER BEZT
Stemmningin á tónleikum Radiohead var rafmögnuð.
Radiohead hélt á dögunum stórtónleika í heimabæ sínum, studd af góðum vinum
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Nýverið efndu liðsmenn Radiohead til
tónlistarhátíðar í Oxford, heimabæ sveit-
arinnar. Þar kom einnig fram íslenska
hljómsveitin Sigur Rós, Supergrass og
Beck ásamt fleirum. Gunnlaugur Árna-
son skellti sér til Oxford og hlýddi á.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Á leikferð um landið:
8 $ !:;< ' 9
!1;<#
!" #" $% $&''()&
% *+ "" ,% &-- ..'//**!""0+1!2/!
333 & ( $4 & (
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Í KVÖLD: Lau 14. júlí kl. 20 – NOKKUR SÆTI
Lau 21. júlí kl. 20 – LAUS SÆTI
Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI
SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU
Fi 19 júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Su 22. júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fi 26. júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Ath. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
Í HLAÐVARPANUM
Ungir menn á UPPLEIÐ
í kvöld, lau. 14. júlí kl. 20
fim. 19. júlí kl. 20
5
5//*2"//
%6333 ' (
Sumarsöngleikurinn
HEDWIG KL. 20.30
Fös 20/7 örfá sæti laus
Lau 21/7 AUKASÝNING örfá sæti laus
Lau 28/7 nokkur sæti laus
Lau 11/8
Fös 17/8
Lau 25/8
Fös 31/8
Ath. aðeins sýnt í sumar!
„í einu orði lýst meistaraleg“ S.H. Mbl
„stjarna er fædd“ DV
„hvergi er slegið af trukkinu“ A.E. DV
„óborganleg“ S.S. Fréttablaðið
Barinn opnar kl. 19.30, tveir fyrir einn tilboð til kl. 20.
Plötusnúðar leika fyrir sýningu og í hléi.
Hádegisleikhúsið
RÚM FYRIR EINN
Sýningar hefjast aftur 15. ágúst
Miðasalan er opin frá kl 10-14 í Iðnó og 14-18 í
Loftkastalanum alla virka daga og frá kl. 14 fram
að sýningu á sýningarkvöldum.
Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er
530 3032 eða 530 3037.
midasala@leik.is — www.leik.is
Miðasölusími er 530 3030
Í kv
öld
Vesturgötu 2, sími 551 8900
Nýr matseðill,
léttir og spennandi réttir
Hljómsveitin
Hunang