Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMBOÐSMAÐUR Alþingis gagn- rýnir Landspítala – háskólasjúkra- hús fyrir að hafa ekki veitt um- sækjanda um stöðu deildarstjóra Hreiðursins á kvenlækningasviði leiðbeiningar um rétt sinn til að fá ráðninguna rökstudda. Fjórar ljós- mæður sóttu um stöðuna á vor- mánuðum og eftir viðtöl við stjórn- endur spítalans stóð valið á milli tveggja þeirra. Sú er var ekki ráðin kvartaði til Umboðsmanns Alþingis í október sl. yfir ófullnægjandi rökstuðningi á ráðningunni og taldi að framhjá sér hefði verið gengið. Í álitinu kemur fram að skýrari grein hafi þó mátt gera fyrir helstu atriðum um þann umsækj- anda sem var ráðinn deildarstjóri. Er það niðurstaða umboðsmanns að ekki verði annað séð en að ákvörðun spítalans hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum, þó að sú ljósmóðir sem ekki var ráðin hafi haft meiri stjórnunarreynslu og menntun en hin. Frekar hafi ákvörðunin verið byggð á hug- myndum umsækjenda og framtíð- arsýn þeirra um rekstur deildar- innar. Í rökstuðningi spítalans fyrir ráðningunni segir m.a. að sú ljós- móðir sem var ráðin hafi verið lík- legust til að efla starfsemi deild- arinnar enn frekar og stuðla að framþróun hennar á komandi ár- um. Erindisbréf hjúkrunarfor- stjóra verði endurskoðað Þá beinir umboðsmaður í áliti sínu þeim tilmælum til Landspít- alans að endurskoða texta erind- isbréfs hjúkrunarforstjóra, sem hafði með ráðninguna að gera, um framsal á valdi forstjóra. Hjúkr- unarforstjórinn var þó til þess bær að taka ákvörðun um ráðninguna, að mati umboðsmanns, en sam- kvæmt lögum hafði forstjóri spít- alans einnig ótvírætt ákvörðunar- vald um ráðninguna. Beinir umboðsmaður því til spítalans að framvegis verði tekið mið af þeim sjónarmiðum sem rakin eru í álit- inu. Þess skal getið að lokum að í áliti umboðsmanns kemur ekki fram berum orðum að um Hreiðrið sé að ræða innan spítalans en af málsatvikum má auðveldlega finna út úr því. Í Hreiðrinu er starfrækt svokölluð MFS-eining, sem stend- ur fyrir meðgöngu, fæðingu og sængurlegu, ljósmæðrateymi og fjölskyldumiðuð sængurlega. Umboðsmaður Alþingis Landspítal- inn gagn- rýndur BYGGINGARFULLTRÚI Reykjavíkurborgar hefur fyrirskip- að tafarlausa stöðvun framkvæmda við breytingar á lóð og íbúðarhúsi í Stigahlíð 93 þar sem ekki hafi ver- ið sótt um tilskilin leyfi til fram- kvæmdanna. Var þetta ákveðið í kjölfar krafna sem nágrannar settu fram um að framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar. Kaupandi hússins hyggst koma á fót teiknistofu í húsinu. Hinn 12. júlí sl. sendi Dögg Páls- dóttir hæstaréttarlögmaður bygg- ingarfulltrúa bréf, þar sem hún krafðist þess fyrir hönd íbúa húsa- raðarinnar í Stigahlíð 87 til 97, sem er í efsta botnlanga Stigahlíðar, að framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar tafarlaust. Í bréfinu segir m.a. að um umfangsmiklar breytingar á umræddu húsi sé að ræða og á lóð við húsið. Jafnframt hafi nágrann- arnir fengið upplýsingar um að breyta eigi notkun hússins. Hyggjast reka teiknistofu í húsinu Í gögnum málsins kemur fram að kaupandi umrædds húss sendi nágrönnunum í Stigahlíð bréf 11. júlí þar sem hann gerði grein fyrir framkvæmdunum, sem hann sagði m.a. felast í endurnýjun stoðveggja við hæðarmun á lóð, að steyptir veggir við götu yrðu fjarlægðir, hellulögn endurnýjuð og aukin, gluggi stækkaður á neðri hæð, sett opnanlegt fag í glugga á efri hæð, og endurnýjun klæðningar og þak- kants. Jafnframt kemur fram í bréfinu að eigendurnir, sem eru hjón, ætli að búa áfram í húsinu. Þau séu grafískir hönnuðir og hyggist jafn- framt reka teiknistofu í húsinu, með þremur starfsmönnum. Þegar þau hafi leitað að húsnæði hafi þau kannað hvort leyfi þyrfti til að hafa teiknistofu í íbúðarhúsi. Þeim hafi verið tjáð að ekki þyrfti leyfi til þess og ekkert mælti á móti því. Fjölmörg dæmi væru og um slíkt. Fyrri eigandi hússins hafi verið með skrifstofu í húsinu og fjöldi arkitekta, hönnuða, verkfræðinga, tæknifræðinga, endurskoðenda, lögfræðinga og annarra sérfræð- inga reki vinnustofur í íbúðarhús- um. Í bréfi lögmanns nágrannanna kemur hins vegar fram að skv. upplýsingum Borgarskipulags sé í gildi deiliskipulag fyrir svæðið um að þar sé eingöngu íbúðabyggð. Nágrannar telji því að breyting á húsnæðinu í atvinnuhúsnæði að hluta sé óheimil nema með sér- stakri breytingu á deiliskipulagi. Ekkert byggingarleyfi verið samþykkt Í erindi byggingarfulltrúa til eig- enda hússins 17. júlí sl., segir að svarað hafi verið jákvætt að upp- fylltum skilyrðum fyrirspurn eig- endanna um hvort leyft yrði að klæða vegg á norðurhlið hússins, stækka glugga o.fl. ,,Ekki hefur borist umsókn vegna þessara breytinga, né annarra sem nú virð- ist unnið að og því enginn bygging- arstjóri né meistari skráð sig á verkið enda hefur ekkert bygging- arleyfi verið samþykkt vegna þess- ara framkvæmda, sem þó ber skil- yrðislaust að sækja um sbr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/ 1997, sbr. einnig 11. gr. bygging- arreglugerðar nr. 441/1998,“ segir í bréfinu, þar sem jafnframt er til- kynnt að framkvæmdirnar skuli stöðvaðar tafarlaust. Byggingarfram- kvæmdir stöðvaðar Nágrannar kvarta vegna breytinga á íbúðarhúsi HREINN Sigfússon íbúi á Rauf- arhöfn, hefur hannað og smíðað nokkuð óvenjulegt orf, til að slá garðinn við heimili sitt. Verkfærið er knúið rafmagni og er að uppi- stöðu gamalt orf sem Hreinn festi gamla borvél á, en framan á borinn settti hann hjólsagarblað. Rofinn er svo fótstig úr gamalli saumavél og handfangið er málningarrúlla. „Þetta er óttalegur mói, garð- urinn hjá mér, og því erfitt að slá þarna,“ sagði Hreinn í samtali við Morgunblaðið. „Það eru helst orf sem geta slegið í kringum svona þúfur og steina. Mér tókst ekki að útvega mér orf þannig að ég bjó það bara til sjálfur.“ Hreinn segist gjarnan smíða hitt og þetta, fái hann skemmtilegar hugdettur, svo framarlega sem honum takist að útvega efnivið. „Ég bý yfirleitt til það sem mig vantar, þegar ég bjó til orfið bjó ég líka til hrífu, úr nöglum og spýtu. Eins tek ég gjarnan sundur ýmiss konar tæki og bý til eitthvað nýtt úr þeim,“ sagði Hreinn. Morgunblaðið/Erlingur Orf smíðað úr borvél og gamalli saumavél MAÐUR braust inn í mynd- bandaleigu við Arnarbakka í Breiðholti í fyrradag. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík urðu íbúar í ná- grenni leigunnar varir við ferðir mannsins og kölluðu til lögreglu. Þegar lögreglu bar að var maðurinn hlaupinn á brott en náðist í hverfinu skömmu síðar. Hann var ekki með þýfið á sér en vísaði lög- reglu á það. Brotist inn í mynd- bandaleigu RÍFLEGA 2.000 manns frá Hjalt- landseyjum og öllum Norðurlönd- unum nema Grænlandi hittust við Hallgrímskirkju í gærdag. Blaða- maður og ljósmyndari rákust á þennan dansandi flokk í marg- menninu en hann kemur frá borginni Turku í Finnlandi. Frá Hallgrímskirkju hélt hers- ingin, sem er hér á landi vegna norræna þjóðdansa- og þjóðlaga- mótsins Barnlek 2001, í skrúð- göngu niður Skólavörðustíg og síðan var ætlunin að dansa frá hafnarbakkanum upp Laugaveg- inn fram eftir degi. Nokkrir dropar féllu úr lofti en hópurinn lét það ekki á sig fá og dansaði í rigningunni. Norræna þjóðdansa- og þjóð- lagamótinu lauk í gærkvöldi. Morgunblaðið/Jim Smart Þjóðdansahópurinn frá Finnlandi átti ekki í vandræðum með dans- sporin og vakti mikla athygli vegfarenda. Þjóð- dansar í mið- bænum VEGNA fornleifauppgraftar á Gás- um í Eyjafirði, sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær, liggur fyrir hjá menntamálaráðuneyti stjórn- sýslukæra frá 18. júlí sl. Stjórnsýslukæran var send inn til ráðuneytisins af lögmanni dr. Margrétar Hermanns Auðardóttur. Í kærunni er m.a. bent á yfirtöku þjóðminjavarðar og safnstjóra Minjasafns Akureyrar á vel kynnt- um rannsóknaráformum hennar og innlendra og erlendra samstarfs- aðila á Gásum í Eyjafirði. Undanfari kærunnar er formleg beiðni lögmanns Margrétar til menntamálaráðuneytis frá 2. júlí þess efnis að framkvæmdir á Gásum verði stöðvaðar þar sem stjórnsýslu- kæra sé væntanleg til ráðuneytisins. Í samtali við Morgunblaðið sagði Margrét að það vekti athygli í frétt blaðsins að breskur fornleifafræð- ingur væri stjórnandi rannsóknar- innar á Gásum, en sá sem sótti um leyfið væri Orri Vésteinsson, dr. í sagnfræði. „Þar sem Orra er veitt leyfið fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands mætti þar af leiðandi ætla að hann væri stjórnandi rannsóknarinnar,“ sagði Margrét. Stjórnsýslukæra vegna uppgraftar á Gásum lögð fram ♦ ♦ ♦ TVEIR farþegar fólksbifreiðar voru fluttir á slysadeild eftir umferðar- óhapp við gatnamót Breiðholts- brautar og Miðskóga snemma í gær- morgun. Fólksbíllinn lenti í árekstri við strætisvagn og þurfti að kalla á tækjabíl slökkviliðsins til þess að koma öðrum farþeganum út, en hurðar bílsins voru fastar eftir áreksturinn. Jafnframt var götunni lokað fyrir umferð um tíma. Farþegarnir sluppu með minni- háttar áverka en þurftu aðhlynningu á slysadeild. Tveir á slysadeild eftir árekst- ur í Mjódd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.