Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í HVERJU ertu – „Hot Sex“?gæti verið verið tilvitnun ísamtal barns og fullorðinnarmanneskju. Ekki endilega í fá-förnu húsasundi, í miðborg- inni að næturlagi eða einhvers staðar í úti í hinum stóra heimi. Ef marka má nýlega bandaríska rannsókn gæti barnið allt eins fengið tilboðið heima hjá sér og jafnvel inni í barnaher- bergi án vitneskju annarra í fjöl- skyldunni. Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á því um hvað er rætt er með dæminu vísað til Netsins og spjallrásanna (irkisins) sérstaklega. The Journal of the American Medical Association greindi nýlega frá síma- könnun á tíðni kynferðislegrar áreitni gagnvart bandarískum net- notendum á aldrinum 10 til 17 ára, sem nota Netið reglulega. Niðurstöðurnar komu á óvart því að í 1.500 manna úrtaki töldu hátt í 300 ungmenni – tæplega eitt af hverj- um fimm – sig hafa orðið fyrir kyn- ferðislegri áreitni á Netinu minnst einu sinni á síðasta ári. Við nánari at- hugun kom í ljós að ákveðnir þættir virtust auka líkurnar á því að ung- mennin hefðu orðið fyrir kynferðis- legri áreitni. Stelpur voru í meiri áhættu heldur en strákar. Líkurnar á kynferðislegri áreitni á Netinu juk- ust með hækkandi aldri, vaxandi net- notkun og samskiptum inni á svoköll- uðum lokuðum rásum irkisins. Af öðrum börnum voru sérstaklega nefndir til sögunnar viðkvæmir hóp- ar eins og þunglynd börn, skilnaðar- börn, misnotuð börn og börn í sorg vegna dauðsfalla í fjölskyldunni. Lokaðar rásir varhugaverðar Rannsakendurnir létu ekki þar við sitja heldur veltu því fyrir sér hvaða þættir virtust draga úr líkunum á því að ungmennin yrðu fyrir kynferðis- legri áreitni á Netinu. Mestu virtist skipta að börnin hefðu varann á sér í samskiptum við ókunnuga á Netinu og héldu sig fjarri lokuðum rásum á irkinu. Aðrir þættir tengdust beint eftirliti foreldra með netnotkun barna sinna. Ef börn þurftu leyfi til að fara inn á Netið, fylgdu ákveðnum reglum um hámarkstímalengd á Netinu og val á efni dró verulega úr líkunum á kynferðislegri áreitni. Af hópnum sem varð fyrir kynferðis- legri áreitni á Netinu sögðust 25% hafa fundið fyrir hræðslutilfinningu eða verið í uppnámi í kjölfarið. Yngri börn voru líklegri heldur en eldri börn til að líða illa. Ef börn höfðu samskiptin í tölvu utan heimilisins voru líkurnar meiri og síðast en ekki síst ef börnin reyndu að hafa samb- and við viðkomandi. Ekki er síður athyglisvert að álíka hátt hlutfall og orðið hafði fyrir kyn- ferðislegri áreitni á Netinu hafði orð- ið fyrir slíku af hendi fullorðinna al- mennt á sama tíma, þ.e. óþægilegu kynferðislegu tali, ásókn í upplýsing- ar eða tengsl af því tagi. Ef gerður er sá fyrirvari að stundum getur reynst erfitt að skera úr um hvort fullorðinn eða unglingur á í hlut á Netinu virð- ast börn í aldurshópnum 10 til 17 ára því fyrst og fremst upplifa kynferð- islega áreitni á Netinu samkvæmt bandarísku rannsókninni. Áreitið verður í fæstum tilfellum alvarlegt, þ.e. aðeins í 3% tilvika er ítrekað reynt að nálgast barnið með póst- sendingu eða símtali. Aðeins um 10% af kynferðislegu áreitninni í garð barnanna í úrtakinu voru kærð til netþjónustu, lögreglu eða annars konar yfirvalda og reyndar kom í ljós að 69% foreldra og 76% barna vissu ekki hvert ætti að tilkynna áreitnina. „Öruggt spjall“ í haust Ekkert barnanna úr úrtakinu varð fyrir beinni kynferðislegri misbeit- ingu í kjölfar áreitninnar á Netinu. Þó eru mýmörg dæmi um að slíkt hafi gerst úti í hinum stóra heimi eins og greint er frá á vefjum á borð við chatdanger.com og childnet-int.org og dæmi eru um að börn hafi beinlín- is horfið eftir að hafa myndað tengsl við ókunnuga í gegnum Netið. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að lög- reglunni í Reykjavík hafi borist 4 til 5 tilkynningar um að karlar hafi lokkað börn, bæði stráka og stelpur, til fund- ar við sig í gegnum irkið á síðustu 3 árum. Rannsókn þótti í engu tilvik- anna gefa tilefni til kæru. Tilkynn- ingarnar bárust ýmist frá foreldrum eða barnaverndaryfirvöldum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í Reykjavík, segir að með tilliti til reynslu annarra Norð- urlandaþjóða hafi verið ákveðið að ýta úr vör sérstöku forvarnarverk- efni í tengslum við örugga netnotkun barna hér á landi. „Við erum í sam- starfi við afbrotavarnarráð hinna Norðurlandanna og þar skiptast þjóðirnar gjarnan á góðum hug- myndum. Forvarnarverkefni Dan- anna undir yfirskriftinni sikerchat (öruggt spjall) vakti athygli mína fyr- ir tveimur árum. Hugmyndin hefur reyndar verið útfærð á öllum hinum Norðurlöndunum. Þótt vandamálið sé enn ekki útbreitt á Íslandi ákvað ég, með tilliti til reynslu hinna þjóð- anna, að stuðla að því að verkefnið yrði tekið upp hér á landi.“ Karl Steinar segir að verkefnið sé að stærstum hluta á tölvutæku formi og afar myndrænt. „Um leið og börn- in fara inn á Netið í skólanum birtast á skjánum ákveðnar leiðbeiningar um Netið, hvað beri að varast og hvernig sé eðilegt að bregðast við óeðlilegum samskiptum. Í framhaldi af því birtast síðan af og til á skjánum rammar til að minna börnin á ein- staka liði í leiðbeiningunum,“ sagði hann og tók fram að kennarar fengju veggspjöld til að styðja við leiðbein- ingarnar. „Foreldrar fá síðan sér- stakan upplýsingapakka, t.d. um hvernig hægt sé að setja upp svokall- aðar síur á heimilistölvunum og jafn- vel samsvarandi búnaði og í skólan- um.“ Að verkefninu koma auk lögregl- unnar í Reykjavík, Ríkislögreglu- stjóri, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Íslenska menntanetið og umboðs- maður barna. Stefnt er að því að við- eigandi búnaður vegna verkefnisins verði settur upp í skólum í haust. Eins og hver annar miðill Bent hefur verið á að irkið sé ekki slæmt í sjálfu sér enda aðeins miðill með sama hætti og sími, sjónvarp og önnur fjarskipti. Cormac Callanan, formaður evrópskra regnhlífasam- taka neyðarlína gegn barnaklámi INHOPE, viðurkennir að á Írlandi sé öfgakennd hræðsla foreldra við klám á Netinu ákveðið vandamál. „Netið er aðallega jákvæður miðill. Með því að nýta þennan miðil er hægt að afla sér dýrmætrar þekk- ingar og tengsla við fólk úti um allan heim. Að kenna Netinu um allt sem miður fer í heiminum er alltof mikil einföldun. Þrettán ára bandarísk stúlka fer á Netið, kynntist karl- manni á irkinu, ákveður stefnumót með tölvupósti og farsíma og afleið- ingarnar eru skelfilegar. Hverju er um að kenna? Yrkinu? Tölvupóstin- um eða farsímanum? Allir þessir miðlar eru hluti af nútímanum, geta gert lífið fjölbreyttara og máð út fjar- lægðir.“ Engu að síður telur Carmac fulla ástæðu til að foreldrar hafi eftirfar- andi reglur í huga í tengslum við net- notkun barna sinna.  Hafið tölvuna ekki inni í svefn- herbergi heldur í sameiginlegu rými til að auðveldara sé að fylgj- ast með notkuninni.  Gerið ykkur far um að hafa sam- skipti við börnin ykkar á meðan þau eru á Netinu. Hvetjið þau til að segja frá óþægilegum tölvu- samskiptum.  Bannið börnunum að gefa upp persónulegar upplýsingar á borð við nafn, heimilisfang og heimilis- aðstæður án leyfis. Gefið þeim aldrei upp greiðslukortanúmer til að versla á Netinu.  Talið við börnin ykkar um hverja þau eru í samskiptum við á Net- inu. Ef þau vilja hitta vini af irk- inu látið þau aldrei fara ein á fyrsta stefnumótið.  Kynnið ykkur sjálf grundvallarat- riðin í notkun Netsins.  Spyrjist fyrir um hvers konar hugbúnað er hægt að fá til að verja börnin ykkar gegn óæski- legu efni á Netinu.  Tilkynnið viðeigandi yfirvöldum um vafasamt efni/samskipti á Netinu (Barnaheill eru að koma upp neyðarlínu gegn barnaklámi hér á landi). Ungt fólk í meirihluta Hér eins og í flestum löndum bendir ýmislegt til að flestir notend- ur irkisins séu ungt fólk, allt niður í 10 ára. Jafnlíklegt er að stór hópur foreldra ungra irk-notenda hafi aldr- ei farið inn irkið eða hafi jafnvel ekki hugmynd um hvað við er átt. Skemmst er frá því að segja að grundvallarforsendan fyrir því að komast inn á irkið (Internet Relay Chat) er að hafa yfir að ráða tölvu og netaðgangi. Eftir að hvorttveggja er til reiðu þarf notandinn aðeins að sækja sér irk-forrit af Netinu og tengjast irkinu í gegnum ákveðinn irk-þjón. Á Íslandi eru tveir irk-þjón- ar, þ.e. irc.ircnet.is og irc.simnet.is, og tengjast þeir fleiri þjónum í svo- kölluðu irk-neti. Notendur irk-þjón- anna á irk-netinu geta síðan átt sam- skipti sín á milli í gegnum irkið og er vert að taka fram að ótölulegur fjöldi irk-neta breiðir sig út um allan heim. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hversu margir Íslendingar stunda alla jafna irkið og eru ástæðurnar einkum tvær. Annars vegar að not- endur geta skipt um notendanöfn eða notað mörg notendanöfn í einu. Hins vegar að ekki fara allir Íslendingar á irkið í gegnum íslensku irk-þjónana Kynferðisleg áreitni í garð barna á Netinu vaxandi vandamál í nágrannalöndunum Eftirlit foreldra getur skipt sköpum Nýleg bandarísk rannsókn gefur til kynna að einn af hverjum fimm reglulegum notendum Netsins í aldurs- hópnum 10 til 17 ára hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á Netinu á síðasta ári. Anna G. Ólafsdóttir komst að því að eftirlit for- eldra getur skipt sköpum. Lögregla og félagasamtök líta vandann alvarlegum augum og vinna að ýmsum forvarnarverkefnum í tengslum við börn og Netið. Morgunblaðið/Billi Mestu virtist skipta að börnin hefðu varann á sér í samskiptum við ókunnuga á Netinu og héldu sig fjarri lokuðum rásum á irkinu. Aðrir þættir tengdust beint eftirliti foreldra með netnotkun barna sinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.