Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 29 við þurfum að fylgja, ætlum við að eiga möguleika á því að taka upp evruna. Það fer ekki á milli mála að svigrúm ríkja, sem eru á jaðri evrusvæðisins og stunda mikil viðskipti við það, til að reka sjálf- stæða efnahags- og peningamálastefnu hefur minnkað með tilkomu EMU og sameiginlega gjaldmiðilsins. Eins og áður sagði hefur tilkoma evrunnar bætt samkeppnisstöðu fyrirtækja í ríkjum EMU. Meginmarkmið Seðlabanka Evr- ópu er að viðhalda verðstöðugleika. Eigi íslenzk fyrirtæki að geta staðizt keppinautum sínum á evrusvæðinu snúning, verða þau jafnframt að búa við stöðugt verðlag og litlar launahækkanir. Menn deila í vaxandi mæli um gagnsemi geng- islækkana til að jafna sveiflur í þjóðarbúskapn- um. Þótt tekjur útflutningsfyrirtækja hækki t.d. við gengislækkun, eru fyrirtæki í vaxandi mæli orðin skuldsett í erlendri mynt vegna hinna háu vaxta á Íslandi og gengislækkanir þyngja því skuldabagga þeirra. Rétt eins og evruríkin – og kannski enn frekar – þarf Ísland að leitast við að hafa stöðugleika í gengismálum, viðhalda lágu vaxtastigi og hafa borð fyrir báru í ríkisfjármál- um til þess að geta nýtt þau til sjálfvirkrar sveiflujöfnunar ef áföll skekja efnahagslífið. Um miðjan síðasta áratug uppfyllti Ísland öll þau formlegu efnahagslegu skilyrði, sem sett voru fyrir aðild að EMU í Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins, önnur en að hafa sjálfstæð- an seðlabanka og eiga aðild að myntsamstarfi ESB og halda þannig gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart myntum annarra bandalagsríkja. Nú lítur dæmið öðruvísi út. Ísland uppfyllir reyndar með prýði skilyrðin um jafnvægi í ríkisfjármál- um, þar sem hér er ríkissjóður rekinn með af- gangi. Sama á við um skilyrðið um hæfilegar skuldir hins opinbera – þær eru hér um 40% af vergri landsframleiðslu en mega vera 60% sam- kvæmt Maastricht. Verðbólga er hins vegar miklu hærri hér en í þeim aðildarríkjum EMU, sem ber að miða við samkvæmt sáttmálanum, var 7,2% í júní en þyrfti að vera undir 3,5%. Þá eru langtímavextir hér rúmlega 9% en þyrftu að vera lægri en 7% til að uppfylla Maastricht-skilyrðin, samkvæmt útreikningum Seðlabankans. Frá árs- byrjun 1999, þ.e. undanfarna 18 mánuði, hefur krónan lækkað um 7,7% gagnvart evrunni. Það eru með öðrum orðum verðbólga, vextir og gengi, sem þarf að ná tökum á til þess að uppfylla skilyrði fyrir EMU-aðild og fáir deila víst um að það er æskilegt hvort sem er. Alþjóðlegir fjár- festar, sem á annað borð beina sjónum að okkar heimshluta, eru t.d. líklegir til að leggja þessa þætti til grundvallar þegar þeir meta þá áhættu, sem fylgir því að fjárfesta á Íslandi. Mismunandi efnahags- sveiflur Þeim ávinningi sam- eiginlegs gjaldmiðils, sem áður var lýst, fylgir hins vegar kostnaður eða áhætta, sem felst í því að fórna genginu sem hagstjórnartæki. Hagsveiflur geta komið mismunandi við einstök ríki innan mynt- svæðisins og hættan er sú, eins og Davíð Oddsson lýsti í áðurnefndu Morgunblaðsviðtali, að pen- ingamálastefnan taki alltaf mið af hagsmunum þeirra stærstu, einkum Þýzkalands, en ekki af efnahagsástandinu í minnstu aðildarríkjunum. Efnahagsástandið er enn talsvert mismunandi eftir svæðum innan EMU, en þróunin undanfarin ár hefur þó verið til vaxandi samleitni hagkerf- isins, sem þýðir að auðveldara verður að reka peningamálastefnu, sem hentar öllu svæðinu. Því er líka gjarnan haldið fram að efnahags- og mynt- bandalagið sem slíkt stuðli að aukinni efnahags- legri samleitni. Helzta sveiflujöfnunartækið, sem einstök að- ildarríki eiga eftir, þegar búið er að fjarlægja möguleikann á gengisbreytingum, eru ríkisfjár- málin. Einmitt þess vegna er svo rík áherzla lögð á jafnvægi eða afgang af rekstri ríkissjóða aðild- arlanda ESB – að þeir séu í stakk búnir að auka útgjöld og mæta þverrandi tekjum ef gefur á bát- inn. Ráðherraráð ESB hefur raunar heimild til að refsa ríkjum, sem reka ríkissjóð með viðvarandi halla, með háum sektum. Evrópska seðlabank- anum er bannað að lána aðildarríkjum beint til að aðstoða þau í niðursveiflu. Eigin sjóðir ESB, sem hugsanlega mætti nota til sveiflujöfnunar innan svæðisins, eru a.m.k. ennþá ósköp smáir í sam- anburði við fjárlög aðildarríkjanna en sumir telja mikilvægt að auka umsvif Evrópusambandsins sjálfs til þess að það geti jafnað út sveiflur með því að beina fjárveitingum til illa staddra aðild- arríkja. Um slíkt ríkir þó engin pólitísk samstaða og telja margir að slíkar aðgerðir myndu ein- göngu tefja fyrir aðlögun efnahagslífs viðkom- andi ríkja að breyttum aðstæðum. Það liggur fyrir að hagsveiflan á Íslandi er a.m.k. ennþá talsvert ólík því, sem gerist í ríkjum evrusvæðisins og af þeim sökum er ekki víst að Ísland ætti vel heima í myntsamstarfinu. Á móti kemur það, sem áður sagði, að þátttaka í mynt- samstarfi getur stuðlað að efnahagslegri sam- leitni, ekki sízt ef innbyrðis viðskipti á svæðinu eru mikil. Í því sambandi skiptir máli að þrjú af helztu viðskiptalöndum Íslands innan ESB, Bret- land, Svíþjóð og Danmörk, eiga ekki aðild að myntsamstarfinu. Í öllum tilfellum eru þó póli- tískar kringumstæður meginástæðan fremur en að efnahagsleg rök ráði. Almenningur í Dan- mörku hefur tvisvar sinnum hafnað EMU-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og bæði í Svíþjóð og Bret- landi er almenningsálitið andsnúið aðild. Í Dan- mörku leikur raunar enginn vafi á því að EMU- aðild myndi henta efnahagslífinu; það eru sér- sjónarmið dansks almennings varðandi fullveldi og táknræna merkingu eigin gjaldmiðils, sem vega þyngra. Bæði í Bretlandi og Svíþjóð hafa stjórnvöld hins vegar lýst því yfir að efnahagslífið þurfi að ná betri samleitni með evrusvæðinu, áður en hægt sé að taka ákvörðun um að ganga inn. Sumir telja að með því séu viðkomandi ríkis- stjórnir aðallega að reyna að færa umræðuna af hinu tilfinningaþrungna pólitíska sviði og yfir í kalda, efnahagslega röksemdafærslu. Viðskiptin við þessi þrjú ríki eru um 30% af ut- anríkisviðskiptum Íslands. Viðskiptin við ríkin ellefu á evrusvæðinu eru aðeins örlítið hærra hlutfall, en samtals vegur Evrópusambandið um 60% í utanríkisviðskiptum Íslands. Það er þess vegna ljóst að afstaða Bretlands, Svíþjóðar og Danmerkur skiptir afar miklu um það hvort EMU-aðild væri Íslandi hagfelld eður ei eins og raunar kom skýrt fram í skýrslu ríkisstjórnarinn- ar um þetta mál fyrir nokkrum misserum. Danir munu ekki taka forystu í málinu eftir að þjóðin felldi EMU-aðild á síðasta ári og augu manna beinast þess vegna fremur að því hvaða stefnu brezk stjórnvöld móta á næstu mánuðum og misserum. Svo gæti farið að evran kæmi í stað gjaldmiðla þessara ríkja að einhverju leyti í utanríkisvið- skiptum, jafnvel þótt þau gengju ekki inn í EMU. Rétt eins og hér á landi eru mörg fyrirtæki í lönd- unum þremur, sem munu kjósa að færa bókhald sitt í evrum. Þegar evran festir sig í sessi er ekki óhugsandi að hún komi í auknum mæli í stað doll- ara og annarra mynta í milliríkjaviðskiptum. Fari svo, lítur dæmið e.t.v. öðruvísi út en um slíkt er engan veginn tímabært að fullyrða. Sveigjanleiki launa og vinnu- markaðar Fleira kemur til en samleitni efnahagslífs hér og í EMU-ríkjun- um. Horft hefur verið til getu efnahagslífs- ins til að jafna sjálft út sveiflur, t.d. með lækkun nafnlauna þegar illa ár- ar eða með því að fólk flytjist á milli landa fremur en að sitja atvinnulaust heima. Raunlaun hér á landi hafa oft lækkað í niðursveiflu vegna verð- bólgu og gengisfellinga en nafnlaun hafa alla jafna ekki lækkað. Ef horft er á launahækkanir undanfarinna missera, sem eru miklu meiri en í samkeppnislöndum okkar í ESB eins og fram kemur í frétt í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, má líklega spyrja hvort launabreytingar hér á landi taki yfirleitt nokkurt mið af greiðslugetu fyrirtækjanna. Hins vegar má ekki gleyma því að á síðasta áratug náðist mikilsverður árangur með svokallaðri þjóðarsátt, sem sýndi að aðilar vinnu- markaðarins geta horfzt í augu við efnahagslegan raunveruleika og tekið ákvarðanir sem stuðla að stöðugleika. Enn og aftur er kannski ekki rétt að einblína á stöðuna eins og hún er nú – málið gæti litið öðruvísi út ef evran væri í notkun hér og möguleikinn til gengisfellinga ekki fyrir hendi; slík staða myndi þrýsta á aðila vinnumarkaðarins að ná skynsamlegri niðurstöðu um launabreyt- ingar til þess að forðast atvinnuleysi. Íslenzkur vinnumarkaður er að mörgu leyti sveigjanlegri en í ríkjum Evrópusambandsins. Þegar horft er á tölur um fólksflutninga til og frá landinu, er ljóst að í niðursveiflu, t.d. á árunum 1969-1970, 1989-1990 og um miðjan síðasta ára- tug, flutti talsverður fjöldi fólks úr landi í atvinnu- leit, ekki sízt til Norðurlandanna, þar sem Íslend- ingar hafa átt sömu réttindi og heimamenn vegna samnorræna vinnumarkaðarins. Í uppsveiflu hef- ur þetta fólk komið aftur, ásamt útlendingum sem hafa komið til að vinna hér, eins og gerzt hef- ur á seinustu árum. Þessar hreyfingar vinnuafls eru meiri en í ýmsum ríkjum evrusvæðisins en þó má draga í efa að þær hafi haft úrslitaáhrif til þess að jafna sveiflurnar í þjóðarbúskapnum. Svo mikið er þó víst að burtséð frá kostum okkar í gjaldmiðilsmálum er ástæða til að varðveita sveigjanleika íslenzks vinnumarkaðar til þess að fyrirtæki eigi auðveldara með að bregðast við breytingum í umhverfi sínu. Niðurstaðan af öllu þessu er sú, að evran er engin skammtímalausn. Það er ekki gefið eins og staðan í íslenzkum efnahagsmálum er nú, að kost- ir myntsamstarfs myndu vega upp hugsanlega ókosti. Aukinheldur er ákvörðun um að taka upp evruna miklu meira en efnahagsleg ákvörðun; hún er pólitísk ákvörðun um að ganga í Evrópu- sambandið með því sem slíkri aðild fylgir. Að óbreyttum aðstæðum eru ekki rök fyrir slíkri ákvörðun eins og Morgunblaðið hefur margoft undirstrikað. Hins vegar blasir það við að skyn- samleg efnahagsstefna, sem miðar að styrkingu efnahagslífsins með erlendum fjárfestingum, lágri verðbólgu, lækkun vaxta og stöðugleika í gengismálum, er eftirsóknarverð, hvort sem Ís- land kýs að standa utan myntsamstarfs eða taka þátt í því. Einmitt til þess að geta áfram haldið öllum kostum okkar opnum, þurfum við að leggja ofuráherzlu á að endurheimta stöðugleikann. Það má ekki verða neitt afturhvarf til tíma víxlhækk- ana verðlags og launa og stöðugra gengisfellinga. Og svo mikið er víst að þetta verkefni leysir eng- inn annar af hendi fyrir okkur. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Í Nauthólsvík „Hins vegar er það kannski umhugs- unarverð þversögn, að sú stefna sem við þurfum að fylgja til þess að geta staðið utan EMU og verið án evrunnar, er að mörgu leyti sama stefna og við þurf- um að fylgja, ætlum við að eiga mögu- leika á því að taka upp evruna. Það fer ekki á milli mála að svigrúm ríkja, sem eru á jaðri evru- svæðisins og stunda mikil viðskipti við það, til að reka sjálf- stæða efnahags- og peningamálastefnu hefur minnkað með tilkomu EMU og sameiginlega gjald- miðilsins.“ Laugardagur 21. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.