Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 45 DAGBÓK BOBBY Levin var með spil vesturs í keppni á OK-brids fyrir nokkrum árum. Levin var í vörn gegn fjórum hjörtum og sýndi mikla framsýni: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ K9643 ♥ ÁG65 ♦ 8 ♣ 853 Vestur Austur ♠ 1085 ♠ DG ♥ 3 ♥ 972 ♦ Á75 ♦ G109432 ♣ DG10764 ♣ ÁK Suður ♠ Á72 ♥ KD1084 ♦ KD6 ♣ 92 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta 3 lauf 4 hjörtu Pass Pass Pass Levin kom út með lauf- drottningu og austur tók þar tvo slagi og skipti síðan yfir í tígulgosa. Sagnhafi dúkkaði lymskulega, en Levin sá við honum – hann yfirdrap með tígulás og spilaði hálaufi. Hvers vegna í ósköpunum? Levin lá á að eyðileggja laufhótunina í borði, því annars þvingast hann í svörtu litunum í lokin: Norður ♠ K9 ♥ – ♦ – ♣ 8 Vestur Austur ♠ 108 ♠ D ♥ – ♥ – ♦ – ♦ 109 ♣ G ♣ – Suður ♠ Á7 ♥ 4 ♦ – ♣ – Lokastaðan yrði þessu lík og vestur getur enga björg sér veitt þegar suður spilar síðasta trompinu. En með því að gefa sagnhafa tvo tíg- ulslagi (sem hann gat ekki notað) tryggði Levin vörn- inni spaðaslag í lokin. Glæsi- legt. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT ÞRYMSKVIÐA Reiðr var þá Vingþórr, er hann vaknaði ok síns hamars um saknaði: skegg nam at hrista, skör nam at dýja, réð Jarðar burr um at þreifask. Ok hann þat orða alls fyrst um kvað: „Heyrðu nú, Loki, hvat ek nú mæli, er eigi veit jarðar hvergi né upphimins: áss er stolinn hamri!“ Gengu þeir fagra Freyju túna, ok hann þat orða alls fyrst um kvað: „Muntu mér, Freyja, fjaðrhams léa, ef ek minn hamar mættak hitta?“ - - Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag, 24. júlí, verður sjötug Anna Mar- grét Albertsdóttir, Fells- múla 18, Reykjavík. Af því tilefni taka hún og eiginmað- ur hennar, Hildiþór Kr. Ólafsson, á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Grensáskirkju frá kl. 17–21 á afmælisdaginn. Ljósm. Myndrún ehf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Akureyrarkirkju 14. júlí sl. af sr. Svavari A. Jóns- syni Kolbrún Sjöfn Magnús- dóttir og Kristján Gísli Gunnarsson. Á myndinni með þeim er dóttir þeirra, Magnea Björg. Heimili þeirra er á Akureyri. Hlutavelta Morgunblaðið/Sverrir Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 4.560 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Tinna Hrönn Óskarsdóttir og Magðalena Björk Birgisdóttir. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú gengur hreint til verks og það kunna menn að meta, þótt sumum þyki framkoma þín fullharkaleg. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú kemst aldrei neitt áleiðis ef þú ert of hræddur til þess að stíga fyrsta skrefið. Það má margt gera án þess að taka of mikla áhættu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það reynir sérstaklega á þol- inmæði þína í dag. Vertu því á varðbergi gegn hvers kyns óþoli og vertu stimamjúkur við börn og gamalmenni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú er tími athafna. Blástu í herlúðra og vertu hvergi smeykur við að hrinda áætl- unum þínum í framkvæmd. Hlutirnir geta ekki annað en gengið upp. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sýndu sérstaka ráðdeild í fjármálum; gerðu fjárhags- áætlun og stattu svo á henni eins og hundur á roði. Láttu aðra engin áhrif hafa á þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Verður er verkamaður launa sinna og nú er komið að þér að hljóta umbun erfiðis þíns. Gleymdu því bara ekki að þú varst ekki einn um hituna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú nærð engan veginn að klára verkefnalista þinn í dag. Gakktu í þau verk sem mestu skipta og kláraðu þau, en leyfðu smáhlutunum að dragast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú verður að haga málum svo að þú sjáir skóginn fyrir trjám. Vertu sjálfstæður og hlauptu ekki upp til handa og fóta eftir duttlungum ann- arra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Um sinn skaltu varast að beina athyglinni að þér, nema þú sért með það á tæru hvernig þú ætlar að taka á hlutunum. Undirbúðu þig af kostgæfni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Lánið leikur við þig ef þú bara leyfir sjálfum þér að stýra ferðinni og lætur ekki athugasemdir annarra hrekja þig af leið. Sýndu nú dug. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt fólk bjóði af sér góðan þokka og þú viljir treysta því umsvifalaust, skaltu fara þér hægt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það verða engar breytingar í lífi þínu nema þú sért sjálfur staðráðinn í að svo verði. Vertu djarfur, því enginn get- ur unnið hlutina fyrir þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu nöldur samstarfs- manns þíns lönd og leið. Hann gefst upp þegar hann sér að orð hans hrína ekki á þér. Gerðu þér dagamun í kvöld. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STAÐAN kom upp á EM einstaklinga sem haldið var í Ohrid í Makedóníu. Ser- gei Tivjakov (2603), sem teflir nú fyrir Holland, hafði hvítt gegn Smbat Lputjan (2607). 22.Re5! Áhrifaríkt og snoturt. Svartur má engan veginn þiggja riddarafórnina þar sem hann yrði mátaður eft- ir 22...fxe5 23.Bxe5+ Kg8 24.Dg4+ Kf7 25.Dg7#. 22...Had8 23.Bh4! Tafl- mennska hvíts er frábær. Svartur getur engum vörn- um komið við. 23...Bc6 24.Rg4 Hxd1+ 25.Hxd1 Rd7 26.Hxd7! Dxd7 27.Bxf6+ Kg8 28.Rh6+ Kf8 29.Dg4 og svartur gafst upp enda stutt í að hann verði mátaður. Skák- in telfdist í heild sinni: 1. e4 e6 2.d4 d5 3.Rd2 Be7 4.Bd3 c5 5.dxc5 Rf6 6.De2 Rc6 7.Rgf3 a5 8.O-O O-O 9.a4 Rd7 10.Rb3 Rxc5 11.Rxc5 Bxc5 12.c3 Bd7 13.Bf4 Re7 14.e5 Rg6 15.Bg3 f5 16.exf6 gxf6 17.c4 dxc4 18.Bxc4 De7 19.h4 Hfe8 20.Hfd1 Kh8 21.h5 Rf8 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.        MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF Í DAG sér Þorvaldur Halldórsson um tónlistina í Þingvallakirkju við guðsþjónustu kl.14, ásamt organist- anum Guðmundi Vilhjálmssyni. Þor- valdurhefur verið ráðinn til tónlist- arflutnings í kirkjum landsins þetta árið. Í sumar ætlar hann að ferðast um og vera prestum til halds og trausts við helgihaldið. Hann hefur á und- anförnum árum helgað krafta sína trú sinni og eru þau hjónin Margrét Scheving ásamt syninum Þorvaldi yngra þekkt fyrir vandaðan flutning léttrar tónlistar við helgihald. Að lokinni guðsþjónustu í Þingvalla- kirkju mun Þorvaldur sjá um tónlist- arflutning í helgistund í Grunnskól- anum á Laugarvatni, kl. 16.30. Með Þorvaldi á báðum stöðum þjónar settur sóknarprestur á Þingvöllum og Mosfellsprestakalli í Grímsnesi, séra Þórey Guðmundsdóttir. Báðar athafnirnar verða með léttara sniði en hefðbundið er. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið, tónleikar kl. 20. Felix Hell frá Þýskalandi leikur verk eftir J.S. Bach, F. Mendelssohn-Bartholdy, N. Schneider, J.G. Reinberger og F. List. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkj- unni alla daga frá kl. 9–17 í síma 587- 9070. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Al- menn samkoma kl. 20. Lofgjörðar- hópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðu- maður Vörður L. Traustason, forstöðumaður. Allir hjartanlega velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þingvallakirkja Sumarkirkja Snertilinsur - fyrir siglingarmenn - 6 linsur í pakka, prófun, meðferðarkennsla, vökvi og box. frá 7.500.- kr. sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945 Antik bara batnar, batnar og batnar UPPBOÐSHÚS JES ZIMSEN, Hafnarstræti 21, sími 511 2227, gsm 897 4589, fax 511 2228. Húsgögn, listmunir, málverk og skrýtnir og skemmtilegir munir. Bjóðum upp, seljum, kaupum og skiptum. Kollsvík Við sem tengjumst Kollsvík eða Kollsvíkingum ætlum að hittast í Þjórsárveri helgina 27.-29. júlí, skemmta okkur og rifja upp gamla tíma. Upplýsingar gefa Valdi í síma 486 3406, Árni í símum 435 1391/863 6131 og Snæbjörn í síma 899 2154.                        !"            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.