Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 52
Tónlist á sunnudegi Arnar Eggert Thoroddsen VIÐ UPPHAF áttunda ára-tugarins var fremur eyði-legt um að litast í rokk-heimum. Hippadraumurinn hafði brotlent með látum í lok þess sjöunda og svo virtist sem flestir iðkendur rokklistarinnar væru hálfvankaðir og ættu erfitt með að ná áttum á ný. Ljóst var orðið, a.m.k. í hugum flestra, að það væri líklega ekki hægt að bjarga heim- inum með þessari eðlu list. Þetta ný- tilkomna raunsæi leiddi af sér hálf- gert metnaðarleysi beggja vegna Atlantshafsins og flestir poppfræð- ingar eru á því að fyrri partur átt- unda áratugarins sé um margt dap- urlegasti tími rokktónlistarinnar. Vestur í Bandaríkjunum einbeittu menn sér að „búggí“-rokki og kráar- blús að mestu en í Bretlandi var það kraftmikill rokkblús og meldingar með framsækna rokktónlist þar sem hver plata varð torræðari en sú sem á undan kom – engu líkara en menn væru í endalausum og oft og tíðum ómarkvissum tilraunum til að toppa Sgt. Pepper Bítlanna. Á sama tíma var hins vegar margt merkilegt á seyði í Þýskalandi, af öll- um stöðum. Þýskaland er nú ekki beint þekkt sem einhver gróðrarstöð rokktónlistar þótt hljómsveitin Rammstein hafi að vísu gengið langt í að sanna hið gagnstæða síðustu fimm árin eða svo. Engu að síður urðu nokkrar hljómsveitir þýskar, sem áttu sitt blómaskeið á árunum 1970- 1975 eða þar um bil, í forvígi þess að endurreisa rokktónlistina þannig að hún yrði á ný vettvangur fyrir hug- myndaríka og skapandi einstaklinga. Hljómsveitir þessar hafa verið kenndar við súrkálsrokk ellegar geimrokk („kraut-rock“, „kosmische musik“) og voru Can, Faust og NEU! í fararbroddi þessarar bylgju. Af öðr- um sveitum má nefna Kraftwerk (á fyrri hluta ferilsins), Amon Düül II, Tangerine Dream og Popol Vuh. Einkanlega hefur NEU! verið áhrifa- rík sveit og í raun ótrúlegt að fyrst núna séu þeirra löngu ófáanlegu verk orðin aðgengileg tónlistaráhuga- mönnum. Kalt Þrátt fyrir að Bítlarnir og Pink Floyd hafi daðrað við og orðið fyrir áhrifum frá „avant-garde“ tónlist, urðu súrkálsrokkarnir fyrstir til að fullnýta þannig hluti í tónlist sinni. Í tilfelli NEU! og annarra súrkálssveita er t.d. leitað fanga hjá framúrstefnu- tónskáldinu Karlheinz Stockhausen, sem hafði mikil áhrif á þýskar fram- úrstefnusveitir þessa tíma. Einnig voru frumstæð raftæki og tól nýtt til hins ýtrasta. Ítökum þessara tilrauna gætir enn í dag og hafa snert við ólíklegustu stefnum og straumum. Áhrifin eru lík- lega ekki auðheyranleg enda var súr- kálsrokkið fremur jaðarbundin stefna. Síðpönkssveitir eins og Joy Division, Pere Ubu og P.I.L. voru undir miklum áhrifum og David Bowie, Julian Cope og Sonic Youth sömuleiðis. Ein gróskumesta neðanjarðarrokksstefna dagsins í dag, síðrokkið, á í raun alla sína tilveru undir NEU! og félögum og má sérstaklega heyra tónlistina enduróma hjá sveitum eins og Tor- toise og Stereolab. Fyrsta plata NEU!, samnefnd sveitinni, kom út árið 1971. Liðsmenn sveitarinnar, þeir Michael Rother og Klaus Dinger, höfðu áður verið með- limir í Kraftwerk og var tónlistin á þessari fyrstu plötu meira og minna spunnin á staðnum. Opnunarlagið þar, og í raun allt það sem NEU! tók upp, er fast í tímalegu tómarúmi – allt hljómar eins og það hafi verið tekið upp í gær, jafnvel á morgun. Engir skræpóttir hippahljómar, eng- inn sveittur þriggja gripa blússpuni, engin mikilfengleg orgelsóló – tónlist NEU! minnir ekki á neitt sem í gangi var í kringum 1970. Andrúmsloftið er kalt og uppbygging laga naum- hyggjuleg. Umslagið er í sama stíl; gæti verið fyrsta smáskífa einhverrar anarkískrar pönksveitar. Skap Árið 1973 kom út önnur plata sveit- arinnar, titluð NEU!2 og þar var höggvið í sama knérunn og á þeirri fyrstu. Áhugasamir ættu að bera fyrsta lagið saman við verk Stereo- lab. Þeir fóstbræður Dinger og Rother áttu víst aldrei skap saman en svo virðist, þegar tónlistarsköpun er ann- ars vegar, sem hæfileg spenna manna í millum geri gott fremur en hitt. Það sannast a.m.k. þrælvel á verkum NEU! En svo fór að leiðir skildi við þriðju og síðustu plötuna, NEU! 75, en þar áttu Dinger og Rother hvor sína hliðina á plötunni. Árið 1990 var byrjað að íhuga end- urútgáfu á þessum þremur plötum enda sveitin þá umtöluð af fjölda jað- arrokksveita sem vísuðu sýknt og heilagt í NEU! sem áhrifavalda. Nú, ellefu árum og ógrynni lögsókna og lagaflækja síðar, eru kaleikarnir loks komnir í hillur þar sem þeir bíða þol- inmóðir eftir því að verða uppgötv- aðir að nýju, aftur og aftur og aftur. Er það ekki það sem þeir kalla sígilda tónlist? Framþróun og frumlegheit NEU!: Michael Rother og Klaus Dinger. Loksins er búið að endurútgefa hljómplötur þýsku sveitarinnar NEU! en þessi tímamótaverk litu dags- ins ljós fyrir meira en aldarfjórðungi. Arnar Eggert Thoroddsen segir frá sögu sveitarinnar og áhrifum hennar á dægurtónlist samtímans. arnart@mbl.is 52 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is  strik.is  KVIKMYNDIR.is 1/2 Hugleikur Heilsuviðvörun: Ef þú tekur upp lífshætti Bridget Jones þá gæti það skaðað heilsu þína. Nýjasti rómantíski gamanmyndasmellurinn frá framleiðendum Notting Hill & Four Weddings And A Funeral. Með Renée Zelweger (Jerry Maguire, Nurse Betty), Hugh Grant (Notting Hill, Four Weddings And A Funeral) og Colin Firth (Shakespeare in Love og Fever Pitch). Kemur báðum kynjum í gott skap. Sýnd kl. 8.10 og 10.10. Vit nr. 250 Kvikmyndir.com DV Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 243. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit 255. Sýnd kl.8. Vit 235. B.i. 12.  strik.is Sýnd kl. 2, 4 og 6. Vit nr. 249 Ísl tal. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 245 Enskt tal. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 244 Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. FRUMSÝNING Græna tröllið SHREK hefur allstaðar heillað heimsbyggð alla og nú er röðin komin að Íslandi. Sjáið eina skemmtilegustu og stærstu kvikmynd ársins. Með íslensku og ensku tali. Sýnd kl. 2 og 3.45. Vit nr. 213. Spenna á yfir 380 km hraða! Sýnd kl. 3.50 og 6. Vit 234 Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit nr. 231 Kvikmyndir.com  Ó.H.T.Rás2 HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Hluti myndarinnar var tekinn upp á Íslandi Frábær hasarmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Stærsta ævintýri sumarsins er hafið TILLSAMMANS betra er að borða grautinn saman en steikina einn Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15 Mán kl. 4, 6, 8, 10.15. B.i. 12. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Mán kl. 4, 6, 8, 10.15. B.i. 12. 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 10.30. Kvikmyndir.com DV  strik.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15. Mán kl. 4, 6, 8, 10.15. Sýnd kl.2, 4, 6 og 8. Mán kl. 4, 6, 8, 10. Ísl tal Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6 og 8. Enskt tal Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. FRUMSÝNING Græna tröllið SHREK hefur allstaðar heillað heimsbyggð alla og nú er röðin komin að Íslandi. Sjáið eina skemmtilegustu og stærstu kvikmynd ársins. Með íslensku og ensku tali. Heilsuviðvörun: Ef þú tekur upp lífshætti Bridget Jones þá gæti það skaðað heilsu þína. Nýjasti rómantíski gamanmyndasmellurinn frá framleiðendum Notting Hill & Four Weddings And A Funeral. Með Renée Zelweger (Jerry Maguire, Nurse Betty), Hugh Grant (Notting Hill, Four Weddings And A Funeral) og Colin Firth (Shakespeare in Love og Fever Pitch). Kemur báðum kynjum í gott skap. Kvikmyndir.com  Ó.H.T.Rás2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.