Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 27
því í hús. Þá fóru tveir þeirra Hlíð- arbræðra að leita að Kjartani. Fóru þeir austur fyrir Námafjall og fundu þar slóð Kjartans og röktu hana vest- ur yfir skarðið. Þar sáu þeir af för- unum, að Kjartan mundi hafa verið orðinn villtur og haldið suður með Námafjalli, eftir að hann var búinn að týna hestinum. Leituðu þeir, uns þeir urðu frá að hverfa vegna hríðar og náttmyrkurs. Hestinn fundu þeir ekki. Var nú sent á næstu bæi, Voga, Geiteyjarströnd og víðar og mönnum safnað til leitar næsta dag. III Á laugardagsmorguninn 29.2. lögðu tólf menn upp að leita Kjart- ans. Þá var veður orðið gott. Hestinn fundu þeir fljótlega neðan við Náma- fjallið sunnan við Bjarnarflag. Var hann uppi standandi, en mjög þjak- aður. Einnig fundu þeir för Kjartans, og lágu þau suður þvert úr leið. Dreifðu leitarmenn sér nú á all breiða spildu. Við og við fundu þeir för Kjartans og lágu þau niður í brunann niður frá Jarðbaðshólum, suður fyrir neðan Hverfjall og upp sunnan við það, upp í Lúdentsborgir. Lágu þau þar fram á barminn á hraungjótu einni níu álna djúpri (5.64 m). Jónas Hallgrímsson í Vogum var sá sem fann Kjartan og þegar hann sá spor Kjartans hverfa fram af brúninni á hann að hafa sagt: „Héðan hefur hann ekki farið út aftur.“ Er leitarmenn skyggndust þar niður, sáu þeir Kjartan liggja þar hreyfing- arlausan í fönninni og hafði hann sveipað að sér yfirhöfninni. Kallar nú Jónas til hans, en hvorki tók hann undir né bærði á sér. Kallar nú Jónas til hans aftur, en allt fór á sömu leið. Næst kallar Axel Jónsson í Ytri-Nes- löndum (1888-1981) en hann var með rómsterkari mönnum þar í sveit og spratt þá Kjartan upp og tók undir við leitarmenn. Kvaðst hann eigi hafa tekið undir við þá fyrr, því að svo oft hefði sér verið búið að heyrast kallað, sem ávallt hefði reynst ímyndun ein, að hann hefði verið vonlaus um, að þetta gæti verið rétt. Leitarmenn höfðu með sér eitt reiptagl, en það nægði ekki. Bundu þeir við það háls- treflum sínum og létu fyrst mjólk og aðra hressingu síga niður til Kjart- ans. Síðan fór einn leitarmanna í þessum vað niður í gjótuna. Batt hann Kjartan í vaðinn, og var hann því næst dreginn upp úr þessari dýfl- issu. Hresstist Kjartan skjótt og gekk stuðningslítið niður að Vogum við Mývatn. IV Ekki var Kjartan kalinn eða skemmdur nema lítilsháttar á eyrum og á fingurgómum, en hann hafði reynt með berum höndum að klifra upp úr gjótunni, en bergið svo hált og slútandi, að það reyndist með öllu ókleift, og urðu allar tilraunir hans árangurslausar. Taldi hann því alla lífsvon úti, hafði lagst fyrir og breytt yfir sig kápuna, er hann fannst. Þennan sama dag, sem Kjartan fannst, lögðu tveir bræður hans af stað, ásamt Sigurði bónda í Hólsseli, að leita hans. Fengu þeir slæma ferð á öræfunum, gátu ekki notað skíði og komu ekki niður að Reykjahlíð fyrr en klukkan tíu um kvöldið. Fréttu þeir þá, að Kjartan væri fundinn og urðu alls hugar fegnir. Kjartan dvaldi skamma hríð í Vogum og hresstist fljótt. Hélt hann síðan heimleiðis með hestinn og sleðann og varð samferða pósti. Póstur á þess- um tíma hefur líklega verið Kristján Jóhannesson á Jódísarstöðum (1863- 1931) á póstleiðinni Akureyri-Gríms- staðir, þar sem hann mætti Austur- landspósti. Heimferðin gekk vel. Kjartan kvæntist Halldóru Krist- veigu Jónsdóttur (1890-1915) þann 24. apríl 1912, en hún hafði lokið ljós- mæðraprófi 29.03. 1912 og var ljós- móðir í Fjallahreppi 1913-1915. Þau eignuðust tvö börn: Emilíu (1912- 1945) og Halldóru (1915-1983). Hall- dóra Kristveig dó af barnsförum 24.7 1915. Síðari kona Kjartans var Sal- ome Sigurðardóttir (1885-1964) frá Miðhúsum í Álftaneshreppi í Mýra- sýslu. Gengu þau í hjónaband 27. júní 1917. Synir þeirra voru fimm: Ragn- ar Þór, f. 1918, nú búsettur á Húsa- vík, Kristján (1920-1993), Sigurður Gústaf (1922-1995), Arnbjörn Árni, f. 1925, nú búsettur í Keflavík (Reykja- nesbæ), Garðar Örn, f. 1927, búsett- ur í Reykjavík. Kjartan bjó á Víði- rhóli 1913-1916, Grímsstöðum 1917-1927, Grundarhóli 1927-1953, síðan búsettur á Húsavík í tvö ár, uns hann kaupir Birnunes (síðar Brim- nes) á Árskógsströnd. Hann dó 24. júlí 1967 á Akureyri og var jarðsettur á Víðirhóli. V Kaflar I-IV eru að mestu byggðir á III. bindi Ódáðahrauns eftir Ólaf Jónsson, svo og Ingólfi og Lögréttu frá 1908. En þar kemur ekki fram, hvernig Kjartan skildi við björgunar- menn sína, tólfmenningana. Fyrst lét hann steypa tólf minnispeninga úr silfri, þar sem öðrum megin á pen- inginn var letrað: „Þökk fyrir daginn 29/2. 1908,“ en hinum megin upp- hafsstafir hans „K.K.“ Slíkir pening- ar voru lengi til í Mývatnssveit og á Mývatnsárum mínum 1936-1941 var oft minnst á villu Kjartans og minn- ispeninginn. Aldrei sá ég slíkan grip og hélt satt að segja að slíkur myndi ekki finnast, þótt eftir væri leitað. En undrið skeði, Kristín Jónasdóttir Hallgrímssonar í Vogum II á slíkan pening í fórum sínum og hér birtist mynd af. Líklegast er, að Kjartan hafi boðið öllum þeim leitarmönnum, sem heimangengt áttu til sín austur að Grímsstöðum og afhent þeim þar minnispeningana, því lengi mundu menn þá veislu. Hvaða silfursmiður sló eða steypti peningana er heldur ekki vitað, en ég get mér til að það hafi annað hvort verið Kristján Benediktsson (1886-1966) eða meist- ari hans, Björn Pálsson (1854-1944) á Refstað í Vopnafirði. Kristján var bróðir Bjarna Benediktssonar (1877- 1964) kaupmanns og póstafgreiðslu- manns á Húsavík. VI Ég átti þess kost að skoða Kjart- ansstamp eins og hann hefur verið kallaður allt frá 1908. Kristján Þór- hallsson í Björk ók okkur hjónum þangað sumarið 1981 ásamt Önnu konu sinni. Hann braust þetta á Landrover sínum yfir allar vegleys- ur. Síðan hefur frásögnin af villu Kjartans verið mér ofarlega í huga svo og sú staðreynd, að ég hefi þekkt ellefu af þeim tólf leitarmönnum sem fundu Kjartan. Gjarnan ber ég sam- an viðbrögð Kjartans og þeirra mörgu fjallagarpa og rjúpnaskyttna, sem týnst hafa á undanförnum ára- tugum og hundruð leitarmanna úr björgunarsveitum hafa reynt að koma til hjálpar, ásamt þyrlum og flugvélum. Kjartan Kristjánsson mat líf sitt það mikils, að hann ákvað, að hinir tólf leitarmenn skyldu aldrei gleyma þakklæti hans. Hvað hefði orðið um Kjartan Kristjánsson, ef hann hefði ekki fallið niður í Kjartansstamp? Hefði hann kannske hrakist suður með Bláfjalli þar sem hvergi var skjól að finna og orðið úti? Þá hefði aldrei verið haldið eitt fjölmennasta niðjamót, sem um getur, þegar afkomendur hans minntust þess, að 90 ár voru frá villu ættföðurins, en mót þetta var haldið að Skjólbrekku í Mývatnssveit 3.–5. júlí 1998 og myndskreytt rit með ættarskrá gefið út af því tilefni. Ör- lagadísirnar spinna oft sinn sérstæða vef. Þær ætluðu Kjartani Kristjáns- syni lengra líf. Heimildir: 1. Ódáðahraun eftir Ólaf Jónsson, III, bindi, bls. 119-122, Norðri POB 1945. 2. Ingólfur, VI. árg. 13. tbl. 1908. 3. Lögrétta, III. árg., 16. tbl. 1908. 4. Ættir Þingeyinga, I–IX., Indriði Indriða- son og Brynjar Halldórsson. 5. Hraunkotsættin, Skúli Skúlason frá Hóls- gerði, 1977. 6. Reykjahlíðarætt, Líf og saga-bókaforlag, Reykjavík 1993. 7. Byggðir og Bú, B.S.S.Þ., 1963, POB, Ak- ureyri. 8. Ljósmæður á Íslandi, I. bindi, útg. Ljós- mæðrafélag Íslands, Reykjavík 1984. 9. Borgfirzkar æviskrár, IX. bindi, Sögu- félag Borgarfjarðar, 1994. 10. Niðjamót Kjartans Kristjánssonar, bónda á Gundarhóli á Fjöllum haldið að Skjól- brekku í Mývatnssveit 3.-5. júlí 1998 – fjölrit. 11. Baldur Ingólfsson: Niðjar Kristjáns Sig- urðssonar óðalsbónda á Grímsstöðum á Fjöll- um og Niðjar Páls Jóhannessonar bónda og hreppstjóra á Austaralandi í Öxarfirði, Reykjavík 1987– fjölrit. 12. Kirkjubækur Víðirhólssóknar á Hóls- fjöllum á Þjóðskjalasafni. Ljósmynd/Úr Landinu þínu Lúdentsborgir. Ljósmynd/Úr bókinni Lake Mývatn Námaskarð og Bjarnarflag. Kort af leiðinni frá Námaskarði um Bjarnarflag, Jarðbaðshóla, suður fyrir neðan Hverfjall og sunnan við það, upp í Lúdentsborgir, þar sem hann fannst í Kjartansstampi. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 27 þakrennukerfi Söluaðilar um land allt BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fag men nska í fyrir rúm i Toppárangur með þakrennukerfi !"#                           !       ( ' $)  $%#    !  "    *)      !   #     ,'    ( +   -  $%  &      "  #" $ % &'(     )$* + *#" $ %  ! ," -#$ %  - #$ %  .##" / $  /' (             0"!#"  12 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.