Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HERBERT er staddur íPortúgal sem stendurog er að taka upp mynd-bönd vegna plötunnar bráðkomandi. Afráðið var því að taka vænt og gott símaspjall og það var maður afslappaður sem svaraði í símann, sleikjandi sólina og súpandi á vatni. Hvort sem það er búddism- anum að þakka eður ei – en Herbert hefur fetað slóðir þeirra lífsspeki í 17 ár – er hann óvanalega ljúfmann- legur viðmælandi. Lífsgleðin umlyk- ur hvert orð og maðurinn er sýnileg a sáttur með lífið sem hefur oft tek- ið á sig margvíslegar kynjamyndir í hans tilviki. Jarðaður Fyrirsögn greinarinnar vísar í nýtt lag Herberts, Svaraðu, sem er að finna á safnplötunni Svona er sumarið. Þetta er einlæg kraftball- aða, á ítalska poppvísu, og hiklaust einn af hápunktum þeirrar plötu. Vinnsla við breiðskífuna er á loka- stigi um þessar mundir en á dög- unum stóð yfir hljóðblöndun í Stúd- íó Sýrlandi. Afskipti Herberts af tónlist hófust fyrir margt löngu. „Ég byrjaði í skólahljómsveit í Laugalækjarskóla 12 ára,“ segir Herbert. „Lærði svo á gítar hjá Þóri Baldurssyni og síðan fór maður að syngja með hljómsveitum kornung- ur. Leiðin lá svo bara inn í popp- bransann en ég fór að syngja með hljómsveit sem hét Tilvera. Það var svona fyrsta alvöru bandið.“ Herbert segist svo hafa verið til sjós í nokkur ár og flust síðan til Bolungarvíkur þar sem hann kynnt- ist núverandi konu sinni. Þetta var á árunum 1982 til 1984. „Þar var ég í bandi sem hét Kan. Við spiluðum svona sveitaballapopp/ rokk eins og Greifarnir og svona bönd eru að gera í dag.“ Herbert kom svo suður aftur og gaf út einherjaskífuna Dawn of the Human Revolution. Sú plata dró dár af nýrómantísku tónlistinni sem tröllreið vinsældalistum þeirra tíma. Á henni má finna lagið „Cańt Walk Away“ sem sló heldur en ekki í gegn og hefur lifað góðu lífi allar götur síðan. Eftir nokkurt hlé sneri Herbert aftur árið 1993 með plöt- unni Being Human sem varð nokk- uð umdeild; gagnrýnendur flestir ekki par hrifnir. „Þá fór ég til Bandaríkjanna og gerði tvö mynd- bönd í Kaliforníu. Fyrsta gagnrýnin var eftir dr. Gunna og þar var ég jarðaður. Ég var gagnrýndur fyrir að hafa ekki breyst neitt öll árin, eins og ég hefði verið tekinn og frystur á sínum tíma, settur í snjó- skafl og svo afþýddur. Þá sögðu vin- ir mínir: Þetta er bara hrós; þú hef- ur ekkert elst og ekkert breyst. Það þýðir bara að þú haldir þér vel (hlær). En þetta varð ekkert til að slá mig af. Enda seldi ég helling af þessari plötu (hlær aftur).“ Platan Faith kom svo út árið 1998, 20 laga diskur með 5 nýjum lögum. „Þar er lagið „I Believe in Love“ sem gerði það ansi gott, skapaði mér þónokkra vinnu. Það er nú yfirleitt það sem maður fær út úr þessum plötum; maður fær vinnu út á þetta. Maður er sléttur eftir þetta 2800 til 3000 eintök.“ Eftir Being Human vatt Herbert kvæði sínu í kross og fluttist búferl- um til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu. „Það var kominn ferðahugur í okkur og okkur langaði til að prufa eitthvað annað en klakann. Og það sem kom náttúrlega út úr því var að maður lærði að meta landið sitt. Ís- land er besta land í heimi.“ Herbert var í Svíþjóð í þrjú ár. „Ég uppgötvaði fljótlega að þar (Herbert bjó í Norrköping) var eng- in almennileg ísbúð þannig að konan mín sagði við mig: „Þú verður þá bara að opna ísbúð, drengur, ef þú ætlar að fá einhvern almennilegan ís!“ Og það varð úr.“ Við tóku síðan tilheyrandi tækja- kaup og meðal annars fór Herbert til Ítalíu til að verða sér úti um þekkingu í ísfræðunum. „Og þetta á ég allt saman ennþá inni í bílskúr, öll þessi tæki og tól. Sem sagt litla ísbúð og ísgerð. Þetta stefni ég á að opna fljótlega. Ég skal lofa þér því að þegar ég opna verð ég með besta ísinn á Íslandi!“ Herbert segir að reksturinn hafi gengið vel og það hafi verið af fjöl- skylduástæðum sem þau ákváðu að flytja heim aftur. „Við vorum þá með stráka á skólaaldri, einn sex ára og einn átta ára. Þá var spurningin hvort við ætluðum að láta þá verða Svía eða Íslendinga. Þeir voru nefnilega farnir að tala saman á sænsku þeg- ar þeir voru að leika sér tveir saman úti í garði. Þá ákváðum við bara að skella okkur heim. Ég var alltaf með heimþrá og var farinn að vera meira og minna heima því að ’96 sló „Can’t Walk Away“ í gegn aftur og ég var eins og jó-jó á milli að syngja hingað og þangað.“ Þau eru ófá störfin sem Herbert hefur komið að í gegnum tíðina, m.a. er hann víðfrægur sölumaður og hefur ferðast um allt land í því skyni. „Ég er búinn að gera ótrúlegustu hluti,“ segir Herbert styrkri röddu. „Ég hef grafið skurði hjá Raf- magnsveitunni, ég hef unnið hjá Landsbankanum, handmjólkað belj- ur, unnið hjá Rafmagnsveitunni við að skipta um ljósaperur í ljósastaur- um Reykjavíkur (hlær). Ég hef ver- ið sölumaður, poppari, matsveinn. Ég er búinn að prófa ansi margt um ævina.“ Hann segist hafa byrjað í bóka- sölu árið 1987. „Það lá svona rosalega vel fyrir mér – það er svo gaman að hitta fólk. Ég var svo gæfusamur að ég vann hjá Erni og Örlygi allan minn bókasöluferil og þeir voru með það góð verk; þetta var Ensk-íslenska orðabókin og Alfræðiorðabókin t.d. Þetta voru bækur sem allir vildu eiga þannig að það var mjög gaman að fara um landið og selja þetta. Þá hafði ég líka tækifæri til að selja diska í leiðinni. Núna starfa ég hjá Vátryggingamiðluninni og líf- og sjúkdómatryggi fólk. Og það er enn meira gaman. Þá er maður að gera eitthvert gagn.“ HG-klúbburinn Þeir eru ekki margir poppararnir hérlendis sem eiga sér aðdáenda- klúbb en því er nú svo farið í tilviki Herberts, jafnframt því sem nokkr- ar heimasíður eru starfræktar hon- um til heiðurs. „HG-klúbburinn hringdi í mig á sínum tíma og bauð mér að syngja á árshátíð klúbbsins. Þar voru 240 gestir sem sungu hvert lagið af öðru, kunnu alla texta. Maður átti ekki til orð! Krakkarnir í klúbbnum héldu líka HG-hátíð á Laugarvatni eitt sumarið, létu búa til boli með myndum af mér o.s.frv.“ Eins og áður er getið er vinna í fullum gangi fyrir nýju plötuna. „Það er búið að taka tvö ár að vinna plötuna og hún spannar í raun minn feril í tónlist. Á þessari plötu er eiginlega öll sú tónlist sem ég hef verið að fást við. Þarna verður venjulegt popp og rokk, nýróman- tík, rokk í ætt við það sem var að gerast á áttunda áratugnum og ball- öður. Svo verður dansútgáfa af Svaraðu þannig að þeir sem líkar þess háttar tónlist verða ekki svikn- ir.“ Öll lögin eru eftir Herbert fyrir utan þrjú lög sem eru eftir portú- galska höfunda. „Ég fékk til liðs við mig það sem ég kalla landsliðið: Jói Ásmunds er á bassa, Ingólfur Sigurðsson á trommum, Þórir Úlfarsson leikur á hljómborð og Jón Elvar Hafsteins- son sér um gítarinn.“ Einnig er þarna gospelkór og strengjakvartett. „Þannig að ég spara ekkert í þessa plötur,“ segir Herbert. „Ég hef alltaf reynt að leggja allt sem ég get í þessar plötur. Þetta eru horn- steinar sem maður er að skilja eftir sig og ef maður fer eitthvað að spara í því á maður eftir að sjá eftir því eins lengi og maður lifir. Þessi tónlist á eftir að lifa miklu lengur en ég þannig að ég reyni að hafa þetta vandað þótt það kosti mig mikið.“ Herbert segir að allt sem hann geri sé vegna ánægjunnar. „Ég er í tónlist af því að mér finnst gaman að því. Ég kokka af því ég hef gam- an af því o.s.frv. Þetta gefur mér eitthvað.“ Þessi jákvæðni hefur alltaf fylgt Herbert að eigin sögn en einnig sækir hann styrk í búddismann sem hann segir vera afar rökrétta speki. „Ef þú sáir vel þá uppskerð þú vel. Og ef þú ert jákvæður við fólk þá færðu eitthvað jákvætt til baka – þetta er ósköp einfalt mál.“ Herbert Guðmundsson ræðir um lífið og tilveruna Herbert að störfum við plötuna nýju ásamt Samúel J. Samúelssyni og strengjakvartett, skipuðum meðlimum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ég er í tónlist af því að mér finnst gaman að því,“ segir allrahandamað- urinn Herbert Guðmundsson. Svaraðu Her- bert, svaraðu! Herbert Guðmundsson gefur út sína áttundu einherjaskífu, Á íslenskri tungu, í haust. Það má með sanni segja að ýmislegt hafi drifið á daga Herberts í gegnum tíðina eins og Arnar Eggert Thoroddsen komst að. arnart@mbl.is Brotajárn (Bodywork) S p e n n u m y n d Leikstjórn Gareth Rhys Jones. Að- alhlutverk Hans Matheson, Beth Winslet. (92 mín.) Bretland 2000. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. ÞESSI mjög svo breska smá- mynd fjallar um ungan mann – hálf- gerðan klaufabárð sem kemur sér í vonlausa og hreint lífshættulega stöðu. Áður en hann veit af er hann blásaklaus hundeltur af lög- reglunni, sem vill hann bak við lás og slá, og óprúttnum náungum sem vilja hann feigan. Allt fer þetta prýðilega af stað og stefnir í að verða ágætis krimmi, sem sver sig í ætt við myndir Guys Ritchies. En grænjaxlinn Jones, sem situr í leik- stjórastólnum, gæti aldrei heillað Madonnu með henni þessari. Þráð- urinn fer fljótlega út um þúfur og maður situr eftir rammvilltur við sögulok. Þó er nokkuð heillandi hve mynd- in er hrá, og frammistaðan góð hjá aðalleikurunum Winslet (systir Kate) og Matheson, en hann ætti al- veg að geta náð lengra – það er að segja bjóðist honum betri hlutverk. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Einn í klípu Molly Molly d r a m a Leikstjórn John Duigan. Aðalhlutverk Elisabeth Shue, Aaron Eckhart. (98 mín.) Banda- ríkin 1999. Skífan. Öllum leyfð. BARRY Levinson gaf okkur, að virtist, ansi góða og raunsanna inn- sýn í heim einhverfra í Rain Man þar sem Dustin Hoffman fór mik- inn í Óskarsverð- launahlutverki sínu sem hinn viðkunn- anlegi Raymont Babbitt. Sú ágæta mynd getur vart annað en komið upp í hugann þeg- ar maður horfir á Molly eftir ástr- alska leikstjórann John Duigan en honum hefur gengið æði misjafnlega eftir að hann yfirgaf heimalandið í leit að frekari frama. Samanburð- urinn er svo sláandi að það tekur því varla að reifa söguþráðinn fyrir þeim sem sáu Rain Man. Kærulaus og sjálfselskur bróðir (Eckhart) ein- hverfrar og sætrar stelpu (Shue) neyðist til þess að taka hana að sér, er tregur og pirraður í fyrstu en fellur svo fyrir manneskjunni sem hún hefur að geyma. Ófrumleg, yf- irborðskennd og undarlega illa leik- in mynd. Skarphéðinn Guðmundsson Aumingja Molly ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.