Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 53  AI MBL  ÓHT Rás2  Kvikmyndir.is EÓT Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. ATH. myndin er sýnd óklippt B. i. 16. Myndin segir sögu tveggja kvenna sem hafa orðið utan- veltu í þjóðfélaginu sem hittast fyrir tilviljun og halda í blóðugt ferðalag um Frakkland. ( ) Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Dýrvitlaus og drepfyndinn Með Rob Schneider úr Deuce Bigalow: Male Gigolo Framleitt af hinum eina sanna Adam Sandler Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.  Strik.is  Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2  DV Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Vit nr 236.Sýnd kl. 6 og 9.30. B.i. 12. Vit nr 235. Sýnd kl. 1.45. Mán kl. 4. Vit nr 246 EÓT Kvikmyndir.is PEARL HARBOR 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. r , i r r tti lífi irr ilíf . www.sambioin.is Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. Vit 255. Á þessum hraða eru það eðlishvötin sem ráða! Frábær kappakstursmynd í leikstjórn Renny Harlin (Die Hard 2, Cliffhanger, Deep Blue Sea) Spenna á yfir 380 km hraða! Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 249 Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Strik.is HL.MBL Sýnd kl.10. B.i.14. Vit nr 220. 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. www.sambioin.is Sýnd kl. 6 og 8. Vit 242. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit 255. Á þessum hraða eru það eðlishvötin sem ráða! Frábær kappakstursmynd í leikstjórn Renny Harlin (Die Hard 2, Cliffhanger, Deep Blue Sea) Spenna á yfir 380 km hraða! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 249 ÞAÐ ER kannski ekki svo mikið stuð í Suð- mönnum en engu að síð- ur er hér á ferð metnaðarfull ung hljómsveit sem framkvæmir hlutina með sínu nefi og á sínum hraða. Hljómsveitin var stofnuð af bræðr- unum Kjartani og Helga Benedikts- sonum árið ’96. Kjartan plokkar bass- ann á meðan yngri bróðirinn hans sér um söng og gítarleik. Trommarinn Magnús Magnússon bættist fljótlega við og þríeykið gaf út sína fyrstu breiðskífu, Hugsunarvélina, árið ’98. „Við byrjuðum mjög hægt, en við erum svona að reyna að finna okkur, hvað við erum í rauninni, hvernig tón- list við viljum spila og hvernig við vilj- um koma henni á framfæri,“ útskýrir Helgi. „Ég held að næsta skref sé svo að átta okkur á hvernig við viljum hljóma á plötu. Það er líka hluti af því að finna réttu lögin. Við semjum kannski alveg fullt af lögum sem eru svo ekki Suð-lög. Á endanum kemst maður að því hvernig lög við viljum hafa á heilsteyptri plötu. Einlita plötu sem hefur ákveðið andrúmsloft.“ Í lok síðasta árs bættist svo gítar- leikarinn Vagn Leví við en hann kannast íslenskir rokkunnendur við úr hljómsveitinni Brain Police þar sem hann syngur og leikur á gítar. „Hann má ekkert syngja í þessari hljómsveit,“ segir Helgi í góðu gríni. Vilja vera sáttir við sitt Það er greinilegt að sveitin hefur verið í mikilli mótun frá því að þeir gáfu út frumraun sína og verður því spennandi að fylgjast með framhald- inu. „Við viljum ekkert vera að flýta okkur, við ætlum fyrst að vera sáttir við það efni sem við erum með,“ segir Helgi. „Svo ákveðum við hvort við viljum gefa út og hvernig. Við ætlum bara að byrja á því að taka upp nokk- ur lög og sjá svo hvar við stöndum. Við ætlum ekkert að vera að hendast út í einhverjar skuldbindingar strax. Það vantar ekki lögin, en við viljum bara bæta nokkrum við í viðbót og vinsa síðan út. Bara til þess að tryggja það að við séum allir sáttir við öll lögin sem við gefum út.“ Hljómsveitin hefur hingað til hald- ið tónleika með mánaðar millibili en í sumar hafa þeir verið duglegri við að sýna sig. Í kvöld gefst svo tónlistar- áhugamönnum kostur á að bera hljómsveitina augum og hlýða á tóna hennar á Gauki á Stöng en þar halda þeir svokallaða „Geimverurokkstón- leika“ ásamt sveitunum Lúnu, Nátt- fara og Kjartani. „Við ætlum að spila nýju lögin okk- ar aðallega,“ svarar Helgi aðspurður. „Við sjáum oft á tónleikum hvort þau eru að virka eða ekki. Maður er samt með það á bak við eyrað hvað séu góð lög og hvaða lög eru ekki nægilega góð, en síðan kannski kynnist maður öðru á tónleikum. Þetta skekkist að- eins af því að við erum kannski búnir að heyra þessi lög þúsund sinnum. Aðrir eru að heyra þetta í fyrsta skiptið.“ Áhugasömum er bent á heimasíðu hljómsveitarinnar www.sud.is, þar sem m.a. er hægt að nálgast Hugs- unarvélina í heild sinni. Gaukurinn verður opnaður í kvöld kl. 21:30 og aðgangseyrir er 500 krón- ur. Suð (f.v.) Helgi Benediktsson, Vagn Leví, Kjartan Benediktsson og Magnús Magnússon. Suð- lög Geimverurokk á Gauknum Morgunblaðið/Ásdís Í DAG færast sólin inn í ljónsmerkið og þá á afmæli fólkið sem er mik- ilvægast og framar öllu vill tjá sig, fólk sem blómstrar í sviðsljósinu, fólk sem vill taka af skarið og leiða aðra fram til afreka. Þetta er lifandi, einlægt og góðhjartað fólk. Því finnst gaman að segja sögur og brandara og láta álit sitt í ljós á öll- um hlutum. Til að njóta sín til hins ýtrasta ráð- leggja stjörnurnar ljónum að berjast fyrir málefni sem þau hafa trú á eða vinna að skapandi verkefnum. Ljón- um er sérlega illa við að vera hunsuð og verða að vera í miðju allrar at- hygli ... alltaf. Einnig eiga þau aga- lega erfitt með að þola litlaust um- hverfi og að takast á við hversdagslegar „rútínur“. Þess vegna ættu öll ljón, stór sem smá, að einbeita sér að verkefnum þar sem skapandi sjálfstjáningin skiptir öllu, einsog í frumlegum viðskiptaháttum eða í skemmtanabransanum. Annars er á hættu að lífsneistinn hreinlega slokkni. Þá er líklegra að neikvæðar hliðar ljónanna komi í ljós, en þau eiga það til að vera kæfandi, sjálf- hverf, kröfuhörð, frek, löt, hávaða- söm og dónaleg. En skemmtileg eru þau. Það engin furða að mikið af kvik- myndastjörnum og liði í skemmtana- bransanum eru einmitt ljón. Í dag verður þýska leikkona Franka Pot- ente, sem flestir þekkja sem æpandi rauðhausinn í Hlauptu Lóla hlauptu 27 ára gömul. Velski leikarinn Rhys Ifans sem sló í gegn í Notting Hill verður 33 ára, David Spade úr Just Shoot Me verður 37 ára, og sjálfur Willem Dafoe verður 46 ára. Í Los Angeles þar sem þetta ágæta fólk allt býr skreið sólin inn í ljónsmerkið kl. 11.24 í morgun. Það hefði þó verið mun betra að þjóf- starta afmælishöldunum í gærkvöld, því þá var tunglið ennþá í ljóni, en það fer inn í meyjuna kl. 3.28 í dag. Stjörnurnar segja að tunglið hafi mikil áhrif á skapferli fólks. Þegar tunglið er í ljóni er fólk kraftmikið, fullt af eldmóði og til í hvað sem er. Meyjan hefur hins vegar þau áhrif á mannskapinn að hann dregur sig meira tilbaka, verður umhugað um heilsuna, nákvæmur og vill helst hugsa um vinnuna. Það verður því lítið gaman í fertugsafmælinu hans Woodys Harrelsons á morgun, en sama dag verður Philip Seymor Hoffman 34 ára. Á þriðjudaginn kl. 4.08 færir tunglið sig yfir í vog og fólk aftur orðið samkvæmishæft, kurteist, félagslynt, skynsamt og heillandi. Það verður því sjálfsagt allt í góðu hjá Jennifer Lopez sem verður 31 árs daginn þann. Allir þangað! Ljónin stór og smá Reuters Woody á von á skapvondu fólki til sín á morgun. Reuters David er kom- inn í sparifötin. Philip Seymor spilar bara Abba í sínu partýí. Rhys tekur á móti þér með viský í ann- ari og pitsu í hinni. Willem býður upp á vindla. Stuðið verður hjá Jennifer.  „Gerðu það, komdu í afmælið mitt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.