Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÁMSKEIÐ voru allmörg haldin á Siglu- fjarðarþjóðlagahátíðinni í ár líkt og í fyrra, eða níu alls. Þegar hafa verið nefnd nám- skeið Steindórs Andersens í rímnakveðskap og dansnámskeið Pouls Høxbros og Miriam Anderséns. Þar að auki voru námskeið um notkun þjóðlaga, þulna og kvæða í skóla- starfi (Kristín Valsdóttir), jurtalitun (Þor- gerður Hlöðversdóttir), silfursmíði þjóðbún- ingsins (Davíð Jóhannesson og Karl Davíðsson), náttúru og sögu Siglufjarðar (Valgarður Egilsson), leiklistarspuna úr þjóðsögu (Theodór Júlíusson) og leiki og úti- vist yngri barna (Ungmennafélagið Glói). Úr áformuðu námskeiði djasstríósins Flísar í þjóðlagaspuna gat ekki orðið af óviðráð- anlegum ástæðum. Árangur af nokkrum fyrrtaldra námskeiða kom fyrir almenningssjónir á sýningum og hátíðartónleikum á laugardagskvöldið, þegar undirritaður hafði yfirgefið staðinn. Aftur á móti fengu gestir og gangandi að heyra hvað úr kórstjórnarnámskeiði Gunnsteins Ólafs- sonar kom þegar um laugardagssíðdegið í Siglufjarðarkirkju, er sex þátttakendur stjórnuðu Kór þjóðlagahátíðar skipuðum þeim sjálfum og öðru áhugafólki – ýmist öll- um hópnum eða kvenhluta hans sem gegndi hlutverki barnakórs. Stjórn áhugamannakóra, sem mun eina tegund kórstarfs hér á landi þó að einstaka sönghópur slagi langleiðina upp í atvinnu- mennsku, er trúlega flestri tónforystu frem- ur háð persónulegri útgeislun stjórnandans og næmi hans fyrir uppeldis- og sálarfræði augnabliksins. Öðruvísi verður ekki skilið hvernig lítt menntaðir kórstjórar geta oft náð prýðilegum árangri, meðan sumir með langskólasérmenntun í faginu verða stund- um jafnvel að leita sér að öðru starfi. Á hinn bóginn kvað enn varla sá kórstjóri til sem ekki getur bætt við þekkingu og reynslu, sama hvað hann getur flíkað mörgum náms- og starfsárum. Nálgunaraðferðir eru legíó, engin tvö verk eru alveg eins, og sama gildir um sönghópa, sem að auki eiga til að breyt- ast milli ára. Það lék því lítill vafi á gildi námskeiðsins fyrir beina þátttakendur þess, sem voru að vonum úr ólíku sauðahúsi reynslulega, enda stóð námskeiðið öllum op- ið. Að ætla sér að útlista í örstuttu máli ár- angur einstakra kórstjóra á „ögurstundu sannleikans“ eftir aðeins þriggja daga æf- ingu, án þess hvorki að hafa tekið sjálfur þátt í téðu námskeiði né þaðan af síður hafa teljandi reynslu af kórstjórn, er hins vegar vonlítið verk. Eins mætti segja fyrir hönd almennra áheyrenda, að umræddir tónleikar hlutu óhjákvæmilega að hafa takmarkað gildi í samanburði við venjulega kórtónleika að loknum hálfum til heilum starfsvetri – nema þá helzt fyrir aðstendendur kórfélaga og stjórnenda. Engu að síður mátti alltjent hafa ánægju af verkefnavalinu, enda sjaldgæft að íslenzk þjóðlög skipi samfellda dagskrá á kórtón- leikum. Virtust lögin 16 valin af kostgæfni eftir gæðum þeirra að dæma, og fló fyrir manni hvort ekki skyldi reynast leikur einn að safna 30–40 fyrsta flokks þjóðlagakórút- setningum saman í eina bók, væri vilji til þess fyrir hendi. Aðgengilegustu útsetning- arnar þaðan gætu um leið myndað uppistöðu bókar við hæfi barna- og unglingakóra skyldunámsstigsins þann góða veðurdag þegar kennsluyfirvöld sjá loks þörfina fyrir allsherjar kórbók handa grunnskólum í þessu orðmenntasligaða landi – e.t.v. í lík- ingu við „Ars Musica“-útgáfu Þjóðverja. Fyrst voru barnakórsútsetningar teknar fyrir, sungnar af 7–8 kvenna hópi samkórs- ins. Göfug jómfrú, gráttu ei eftir Þorkel Sig- urbjörnsson var kannski í flóknara lagi fyrir þetta stuttan æfingartíma, en hin samkynja útsetningin hans, Kóngurinn ræddi við ridd- arann Stíg, var öllu viðráðanlegri, og tær- leiki útsetningar Smára Ólasonar á Jómfrú María dans naut sín einnig vel í flutningi kvennanna. Þrátt fyrir verulegar hæðarkröf- ur slapp Móðir mín í kví, kví (Jón Ásgeirs- son) sömuleiðis merkilega vel í gegn. Síðan tók samkórinn við. Sof þú blíðust, barnkind mín (Hafliði Hallgrímsson) og Ver- öld fláa sýnir sig (minna þekkta lagið í úts. Hjálmars H. Ragnarssonar) voru heldur dauft sungin, og annars skemmtileg útsetn- ing Róberts A. Ottóssonar á Forðum tíð einn brjótur brands í 7-skiptum takti varð fullhæg og kraftlítil. Ég byrja reisu mín (Smári Ólason) sat né heldur sem bezt, en skemmtilegu krossrytmar Hjálmars H. Ragnarssonar í Stóðum tvö í túni komu þó þokkalega vel fram. Hinar mjúkróma Barna- gælur Jórunnar Viðar hljómuðu sömuleiðis allbærilega og enn betur kraftmikil útsetn- ing Hjálmars á Út á djúpið hann Oddur dró. Enn dofnaði yfir kórnum í Öll náttúran (Gunnar Reynir Sveinsson), en hann lifnaði aftur hressilega við í hrynfjörgri úttekt Hróðmars I. Sigurbjörnssonar á Ó, jómfrú fín. Glæsileg kórútsetning Hjálmars á Grafsk- ript, sem ásamt þjóðlaginu sjálfu (auk nafn- togaðrar rokkútfærslu Þursaflokksins) hefur fyrir löngu gulltryggt ódauðleika Sæmundar Klemenzsonar, kom vel út í flutningi Hátíð- arkórsins undir handleiðslu Helga R. Ein- arssonar; m.a.s. vandmeðfarinn hljómklasa- kaflinn við „Þar enginn grátur mæðir meir“ náði þar að skína. Böðvar Sigurðsson tjald- aði boldangsþéttri einsöngstenórrödd í vönd- uðum frágangi Victors Urbancic á Ó, minni flöskunni fríðu (Drykkjukvæði), þó að kórinn hefði mátt vera hljómmeiri á móti. Loks var klykkt út með Hættu að gráta hringaná í að mínum smekk ofurlítið tilgerðarlegri útsetn- ingu Hafliða Hallgrímssonar, sem engu að síður naut persónulegra túlkunartilþrifa stjórnandans, Annette Arvidsson frá Gauta- borg, og sem að öðrum ólöstuðum virtist ásamt Helga R. Einarssyni og Hlíni Torfa- dóttur hafa hlutfallslega traustustu tökin á kórmiðlinum. Að lokum mætti kannski bæta við neð- anmáls, að auðveldlega hefði mátt auka hlustendum gildi tónleikaskrár með örstutt- um smáletruðum upplýsingum um heimildir og líklegan aldur viðkomandi þjóðlaga. TÓNLEIKAR Þ j ó ð l a g a h á t í ð á S i g l u f i r ð i Göfug jómfrú, gráttu ei: Íslenzk þjóðlög í kórútsetningum eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Smára Ólason, Jón Ásgeirsson, Hafliða Hall- grímsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jórunni Viðar, Gunnar Reyni Sveinsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Victor Urbancic. Kór þjóð- lagahátíðar u. stj. Hlínar Torfadóttur, Ann- ette Arvidsson, Helga R. Einarssonar, Hlöð- vers Sigurðssonar, Björns Thorarensen og Guðrúnar Helgu Jónsdóttur. Leiðbeinandi: Gunnsteinn Ólafsson. Siglufjarðarkirkju, laugardaginn 14. júlí kl. 16. KÓRTÓNLEIKAR Þar enginn grát- ur mæðir meir Ríkarður Ö. Pálsson FÉLAGAR í Félagi íslenskra myndlistarmanna, FÍM, hafa slegið upp sýningu á höggmyndalist undir berum himni í Trjásafninu í Hall- ormsstaðarskógi í samstarfi við Skógrækt ríkisins á Hallormsstað. Sýnendum var uppálagt að nota tré sem efnivið í verk sín en að öðru leyti var þeim frjálst að gera það sem þeim datt í hug. Hugmyndin að kalla saman hóp listamanna til að vinna með um- hverfið og efniviðinn á staðnum er góð. Svona sýningar minna um margt á vinsæla sjónvarpsþætti þar sem hópur af ólíku fólki er fluttur á afvikinn stað þar sem það á að þrauka í einhvern tíma og laga sig að umhverfinu og hverju öðru. Munurinn er sá að listamennirnir þurfa ekki að bola hinum þátttak- endunum í burtu eins og í þáttunum og verkin fá að vera saman á sýn- ingunni allan sýningartímann. Þátttakendur eru þekktir að flestu öðru en að búa til höggmynd- ir úr tré, þarna eru m.a. málarar, grafíklistamenn og glerlistamenn samankomnir og ekki er þeim öllum jafn vel gefið að færa hugmyndir sínar í tré og þá miðla sem þeir eru vanir að vinna með. Skýrt er tekið fram við upphaf göngunnar um sýninguna að verkin megi alls ekki snerta. Slík skilaboð eru ekki við hæfi á þessum stað, nógu leiðinlegt er að sjá þessi skilti í hvítþvegnum sýningarsölum. Merkingar einstakra verka eru nokkuð góðar fyrir þá sem kunna íslensku en aðrir verða að láta sér nægja að upplifa verkin án titils. Erla B. Axelsdóttir hefur búið til mynd af manneskju á leið í sólbað á ströndinni. Líklega er hún hálfnuð niður á bakka Lagarfljóts því sólin er af skornum skammti í skugga trjánna. Rétt þar hjá er verk Hönnu Guðmundsdóttur, Öðruvísi tré, vel staðsett í trjálundi. Tréð er búið til úr pappahólkum og minnir á vindhörpu. Á verkið hefur aragrúi fólks skrifað nöfnin sín, lítil skila- boð eða ástarjátningar innan í hjörtu eins og tíðkaðist í gamla daga hjá ungum elskendum. Þetta krot er áhugaverðasti hluti verks- ins og gefur því merkingu. Við hlið verksins er einhvers konar varða sem ruglar sýningargesti í ríminu og var ég í smátíma að átta mig á hvort hún væri hluti af verki Hönnu eða ekki. Bryndís Jónsdóttir hefur skorið form inn í lifandi tré. Verkið er einkum minnisstætt fyrir það hvernig formið rammar inn um- hverfið handan trésins. Hekla Guð- mundsdóttir, hinn vinsæli dýramál- ari, er með skemmtilegasta verkið á sýningunni, Fundið fé. Þetta eru nokkrar litlar og sætar kindur í hóp sem stara undrandi á mann. Þær eru óvenjulega hyrndar og segir Hekla að þessar skepnur hafi leynst þarna í skóginum í hundruð ára og ber að þakka henni fyrir uppgötv- unina. Þetta verk er jákvæð þróun á ferli listamannsins og hefur meira listrænt gildi en þau málverk henn- ar sem ég hef séð. „Ekki snerta verkin“-girðingin í kringum féð er þó ekki til bóta. Rétt hjá Heklu er hreiður svartlistafuglsins, eftir Grétu Mjöll Bjarnadóttur. Hér er um hreiður úr gaddavír að ræða og í því eru þrjú græn egg. Hvert þeirra er skreytt með svartlistaverkum, þ.e. grafíkmyndum og textum sem eiga lítið sameiginlegt með verkinu sjálfu. Líklega er þetta hreiður svartlistakonunnar Grétu. Annan svartlistafugl var hvergi að sjá nema hann væri út í Lagarfljóti að berjast við orminn. Hér var svart- listinni ofaukið þó að það hafi verið hugmyndin með öllu saman. Betra hefði verið að einfalda hugmyndina. Verk Kristínar Geirsdóttur er heldur grimmilegt og meðferðin á trjánum miskunnarlaus. Hún hefur flett berkinum af tveimur trjám og slettumálað það þriðja. Verkið er hvorki heillandi né fágað en hug- myndin í sjálfu sér ágæt; að búa til nýjar tegundir grenitrjáa; eldgreni, spíralgreni og vörtugreni. Tilraun málarans Guðrúnar Kristjánsdóttur til að yfirfæra mál- verk sín yfir í þrívítt form er ekki nógu vel heppnuð. Verkið, sem hún kallar Málverk, skortir hugmynd- irnar sem hin tvívíðu málverk henn- ar búa yfir. Hér hefur hún rammað inn nokkur tré með því að strá í kringum þau silfurlituðu trákurli og allt saman er svo rammað inn með spýtum. Sömuleiðis á Ingunn Eydal í einhverjum erfiðleikum með að að- lagast umhverfinu í verki sínu Skógarvef. Hér eru margar hug- myndir á ferðinni í einu verki, auk listrænna tilrauna í gler og vefnað. Ingunn er þarna að reyna að búa til hryllingsstemmningu og notar þar þekkta klisju til að hjálpa upp á, manninn æpandi úr verki Munchs: Ópinu. Líklega er hryllilegra að rekast á verkið í rökkri en í dags- birtu. Guttormur Jónsson sýnir okkur skúlptúra undir titlinum Í skugga trjánna. Þarna hefur hann unnið laglegar, lágreistar högg- myndir úr lerki sem koma eins og sveppir upp úr jörðinni. Verkið fell- ur vel inn í umhverfið en hefur lítið meira að segja. Bryndís Jónsdóttir hefur skorið út fjáreyrnamerkingar og litað með varalit. Þetta eru blóð- rauðir skúlptúrar og einhvernveg- inn ekki í takt við umhverfið. Notk- un varalits er þó áhugaverð og mætti vinna með í öðru samhengi. Ég hreifst nokkuð af verki Magdal- enu Margrétar Kristjánsdóttur, einkum fyrir hina bláeygu nálgun og hugmyndalegu ofvinnslu verks- ins. Magdalena hefur hoggið út konumynd úr hraungrjóti og lagt á jörðina. Úr skauti hennar rís lítil trjáhrísla og allt í kring eru litlir græðlingar. Beint fyrir ofan höfuð hennar rís svo gríðarstórt reður- tákn sem Magdalena segir að eigi að vera mannsrif, enda heitir verkið Eitt rif úr mannsins síðu og vísar aftur til Adams, Evu og aldingarðs- ins. Hún blekkir engan með því og vil ég halda í mína túlkun á rifinu stóra. Þetta verk er eins og heiðið altari frjóseminnar og pör í barn- eignarhugleiðingum ættu að íhuga heimsókn í skóginn. Ólöf Oddgeirs- dóttir nálgast trjáþemað út frá end- urvinnslu. Hún hleður galta úr end- urvinnanlegum umbúðum eins og hún hafi rakað túnið sem verkið stendur á eftir stóra útileguhelgi. Verkið heitir Hringrás og spyr klassískra og þarfra spurninga um lífsins gang. Guðbjörg Lind, mál- arinn ágæti, sýnir verkið Ókunnur áfangi og er óneitanlega ókunnur áfangi í hennar listferli enda ólíkt þeim verkum sem hún er þekktust fyrir. Hún hefur búið til eins konar torg úti á miðju túni, úr brunnum trjábolum. Í miðjunni er svo frið- ardúfan sjálf. Stríð og friður er í sjálfu sér ágætt og klassískt um- fjöllunarefni en þó er erfitt að sjá tenginguna við Hallormsstaðar- skóg og Trjásafnið. Gott hefði verið að hafa hugleiðingar myndlistar- mannsins til útskýringar. Anna Jóa er enn einn málarinn sem spreytir sig á timbrinu og líkt og Heklu tekst henni vel upp í einföldu verki, Ævintýraskápnum. Með verkinu minnir hún okkur á að skógurinn hefur verið sögusvið margra vin- sælla ævintýra og er ætíð ævintýra- legur. Þarna er húfan hennar Rauð- hettu, brauðið þeirra Hans og Grétu og grautarskálar bjarnanna í Gullbrá og björnunum þremur. Val- garður Gunnarsson býður upp á laglegt verk sem eins og fleiri þarna á sýningunni er meinlaust en stíl- hreint. Hann hefur búið til stórt rúm úr trjám og hríslum en það er eins og eitthvað vanti; kannski mann í rúmið? Marissa Navarro Arason sýnir okkur verkið Neðan- sjávar sem er ekki í neinum tengslum við umhverfið þarna. Verkið samanstendur af myndum af sjávarbotni sem komið er fyrir í nokkrum glerkössum úti á túni, fullum af vatni. Verkið myndi sóma sér betur í hefðbundnu galleríi. Sýningin Í skugga trjánna er meinlaus og skilur ekki mikið eftir sig en góða spretti er að finna inni á milli. Skemmtigildið er þó ótvírætt eins og alltaf þegar hugmyndaríkt fólk kemur saman. MYNDLIST T r j á s a f n i ð í H a l l o r m s s t a ð a r s k ó g i Félagar í FÍM. Opið allan sólarhringinn, til 1. október. HÖGGMYNDIR Listamenn í skógarferð Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Þóroddur „Hekla Guðmundsdóttir, hinn vinsæli dýramálari, er með skemmtileg- asta verkið á sýningunni, Fundið fé. Þetta eru nokkrar litlar og sætar kindur í hóp sem stara undrandi á mann,“ segir í dómnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.