Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 23
var Akureyringur en flutti suður og fór að vinna í bankanum. Þar var ég settur í að kenna henni að reikna skuldavexti af hlaupareikningum. Þannig upphófust okkar kynni. Sam- an áttum við eina dóttur og svo á ég tvær stjúpdætur. Og nú eru barna- börnin orðin fimm. Dóra lést á síðasta ári. Í því sambandi get ég ekki látið hjá líða, að lýsa yfir þakklæti mínu og fjölskyldu minnar í garð Hvergerð- inga vegna þess stuðnings og sam- úðar sem þeir sýndu okkur í veikind- um hennar og við fráfall hennar.“ Haldið á fornar slóðir – „Var Hveragerði ekki nokkuð breyttur staður, þegar þú snerir þangað aftur?“ „Jú, það var mikill vöxtur í þorpinu og hart barist um iðnaðarmenn. Á þessum tíma var verið að virkja á há- lendinu og því mikið um bygginga- framkvæmdir, þar sem þéttbýli var fyrir á Suðurlandi.“ – „Ég heyri að þú talar um Hvera- gerði sem þorp. Breyta kaupstaðar- réttindin þar engu um?“ „Nei, þau gera það ekki. Hvera- gerði er þorp í mínum augum og ég er þorpari,“ segir Hans, tiltölulega ákveðinni röddu, miðað við hógværð- ina, sem einkennir manninn. Að- spurður kveðst hann ekki vilja meta kosti þess og galla, að búa í þorpi. Hann kann sínu nánasta umhverfi einfaldlega vel, eins og það er. Þó vill hann ekki sverja fyrir, að pólitíkin hafi orðið illskeyttari, eftir að kaup- staðarréttindin komu til. „Þegar ég sat í hreppsnefnd, hér í eina tíð,“ bæt- ir hann við, „var aðallega deilt um sauðfjárbeit og fjárrekstur. Þetta voru rólegir tímar.“ (Tilraunir spyrils til að fá vitneskju um, hvenær Hans hafi setið í hrepps- nefnd reyndust árangurslausar. Hóg- værðarinnar vegna hefði hann getað setið áratug í slíkri virðingarstöðu, án þess að veita því sérstaka athygli.) – „En nú streymir fólk í Faxaflóa- krikann. Heldur þú að byggðin hér austan fjalls eigi bjarta framtíð fyrir sér?“ „Já, ég efast ekkert um það. Þess er meira að segja farið að verða vart, að fólk flytji hingað úr Reykjavík.“ Myndlistarmaðurinn Hans Christiansen En nú fer spyrill að forvitnast um þátt myndlistarinnar í lífi Hans Christiansens. Hvað skyldi nú mega rekja hann langt aftur? „Ég hafði alla tíð teiknað. Þegar ég var í skóla var ég alltaf að krassa á blöð í kennslustundum. Þetta var nú misvel séð af kennurunum. Það vildi trufla kennslu, þegar bekkjarfélagar mínir komu til að skoða myndirnar. Í fyllingu tímans fór ég svo að mála og hef haldið mig við vatnslitina. Eftir að ég hætti í Landsbankanum, árið 1980, hef ég lítið annað gert en að mála. Auk þess hef ég jú stundum haldið námskeið í myndlist, svona að nafn- inu til. Það kemur stundum til mín fólk og biður mig að segja sér til og þá geri ég það á óformlegum nótum; tek svona smá hópa í einu. Nýlega héldu tveir af nemendum mínum, þær Hulda Sigurlína Þórðardóttir og Rannveig Ingvadóttir, sýningu í Heilsustofnun Náttúrulækninga- félagsins, og fóru vel af stað.“ – „Hvert sækir þú þér myndefni?“ „Þótt ég sé alinn upp hér uppi í Hveragerði, þá hef ég mikið sótt til sjávarsíðunnar. Ég kann vel mig í fjörunni og sæki gjarnan viðfangsefni þangað og í sjávarþorp. Um tíma sótti ég t.d. mikið í Stokkseyri og Eyrar- bakka, enda ekki langt að fara. Þá hefur Reykjavíkurhöfn orðið mér notadrjúg og einnig hef ég málað mikið suður með sjó. En ég er þó ekki algjör fjörumálari, því oft mála ég grjót og blóm inni í landi,“ segir Hans kíminn. – „Þú hefur víða sýnt,“ fullyrðir spyrill. Jú, ekki neitar Hans því. „Fyrstu sýninguna hélt ég í Húsgagnaverslun Suðurlands á Selfossi, sem Guðmund- ur Ákason rak. Síðan sýndi ég í Eden og svo kom þetta koll af kolli. Meðal annars hef ég sýnt í Ásmundarsal og ósjaldan í Safnahúsinu á Selfossi. Svo hef ég sýnt úti um land, t.d. á Húsavík og Norðfirði. Í sumar stendur til að ég sýni í Eden og jafnvel á Hornafirði og eitthvað í Reykjavík,“ segir Hans Christiansen listmálari í Hveragerði. Þess má geta að sýning hans stendur í Eden til 30. þessa mánaðar. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 23 ÁHUGAHÓPUR um verndun Þjórs- árvera hefur afhent Náttúruvernd ríkisins tillögur um stækkun frið- lands í Þjórsárverum. Í greinargerð hópsins með tillögunni segir að um- talsvert gróðurlendi sé utan núver- andi marka sem líta verði á sem hluta af heildarsvæðinu og myndi það ásamt verunum og jökulkvíslun- um einstakt vistkerfi. Í greinargerð hópsins segir að í þessu sambandi megi helst nefna svæðið austan Arnarfells og niður með vestustu kvísl Þjórsár, svæðið sunnan og suðaustan Sóleyjarhöfða suður fyrir svartá, Eyvafen og drög þess til norðvesturs og Hnífárbotna. Þá segir í greinargerðinni: „Í Þjórsá eru fossarnir Kjálkaversfoss, Dynk- ur og Gljúfurleitarfoss, hver um sig sérstakir og áhugaverðir og ekki síð- ur sem röð í stórfenglegu landslagi með aðliggjandi svæði í Búðarhálsi að austan og Norðurleit og Gljúfur- leit að vestan þar sem er að finna fjölbreytt og gróskumikið gróðurfar, fuglalíf og lindasvæði. „Friðlýsing eins og hér er lögð til stuðlar að mun víðtækari og markvissari verndun en nú er á þeirri sérstöku landslags- heild sem svæðið er.“ Í tillögu áhugahópsins er einnig lagt til að unnið verði að friðlýsingu Þjórsár frá mörkum friðlands í Þjórsárverum og allt niður að Sult- artangalóni. Vilja stækka frið- land í Þjórs- árverum Í VIKU hverri veldur ölvaður öku- maður slysi sem leiðir til meiðsla eða bana og voru 2.298 ökumenn kærðir vegna ölvunaraksturs á landinu öllu í fyrra, sem er 17% aukning frá árinu áður. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá VÍS og segir að aukn- inguna megi frekar rekja til öflugra eftirlits en að ölvunarakstur hafi færst í vöxt. Flestir ölvaðir ökumenn eru á aldr- inum 17–20 ára og eru karlmenn í yf- irgnæfandi meirihluta þeirra sem aka undir áhrifum. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sem vitnað er til í fréttatilkynning- unni, er ölvunarakstur næstalgeng- asta orsök dauðsfalla í umferðinni. Um 40% þeirra sem lögreglan tekur, grunaða um ölvun undir stýri, reyn- ast óhæf til aksturs, þ.e. hafa 1,20 prómill áfengismagn í blóðinu eða meira. Á síðasta ári fengu 77 ökumenn endurkröfu frá tryggingafélögum eft- ir að hafa valdið umferðarslysi undir áhrifum áfengis. Hæsta endurkrafan nam 2,5 milljónum króna. Yngsti ald- urshópurinn er í miklum meirihluta þeirra sem endurkrafðir eru, en kon- ur eru einungis um 26% þeirra. VÍS hefur blásið til þjóðarátaks í samvinnu við Olíufélagið hf. þar sem kynnt eru tíu umferðarheit á jafn- mörgum vikum í sumar og skorað á fólk að undirrita heitin og skuldbinda sig til að fara eftir þeim. „Ég heiti því að aka aldrei eftir að hafa neytt áfengis,“ er heiti þessarar viku. Heit- in er hægt að undirrita á bensínstöðv- um Esso um land allt og fara þau það- an í verðlaunapott. Ölvunarakstur næstalgengasta orsök dauðaslysa í umferðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.