Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 33 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld við Nýbýlaveg, Kópavogi Ég hef víst í ég veit ekki hvað mörgum minningargreinum og öðrum skrifum talað um árið mitt í Borgar- nesi 1946. Þá um vorið kom ég í atvinnuleit til Borgarness þeirra ára og hvílík viðbrigði fyrir sextán ára strák, alinn upp á af- skekktum stað og fáum kunnugur ut- an systkinahóps. Fyrstu árin mín og þar með kynni af fólki sem síðan hefur sett sitt mark á lífið með þó ærið misjöfnum og breytilegum hætti. Einhvern fyrstu daganna komu til mín á gömlu rafstöðina tveir strákar og fóru þess á leit að ég aðstoðaði þá við lítilræði. Þeir vildu eiga viðskipti við kunn- ingja sinn í Kaupfélaginu, sem hins vegar taldi þá of unga og þvertók fyr- ir að brjóta svo landslög að selja þeim riffilskot. Eftir að hafa rætt málið við pabba sló ég til og þetta reyndar leiddi til að ég komst þarna með á mitt fyrsta skyttirí í Borgarnesi með Ronna og Steina Jóru. Þessir strákar voru þekktir og sumum fannst vondir en ekki pabba. Við Steini urðum svo vinir sem ég hef fáa átt slíka. Hann var alla tíð ljúfur drengur en stundum dálítið stríðinn. Hann gat sagt okkur miklar sögur af Bretun- um í Borgarnesi en þá var hernámið nýafstaðið. Og hann gat skilið og talað ensku. Meðal þess fólks, sem ég kynntist fyrst var amma hans, Guðveig sem bjó í litlu húsi í ofanverðum Klett- shalla ásamt syni og dóttursyni og í framhaldi af kynnum þessum móður hans, dóttur gömlu konunnar og manni hennar. Lifir enn með okkar fjölskyldu vin- átta við það fólk sem frá þeim er komið sem eru afkomendur Steina. Hann stundaði vinnu á flestum sviðum markaðarins, lengi hrepps- vinnuna og tengdar greinar en þó sjaldan held ég erfiði eins og mokstur og moldar eða malarpuð. Hann var þónokkuð til sjós, bæði á vertíðarbátum frá Akranesi og svo eitthvað í siglingum á árunum kring- um 1950, oftast kokkur. En eftir því sem á ævina leið held ég að hugur hans verði sífellt bundn- ari við sölustörf en þar lágu hans hæfileikar ótvírætt. Þegar hann byrjaði á árum áður að selja smyglað tyggigúmmí og við hin- ir fylltumst aðdáun á dirfskunni að vaða að hverjum sem var og hvar sem var og bjóða á tíkall pakkann og seldi allt strax. Hann stundaði um tíma fisksölu GUÐSTEINN SIGURÞÓR SIGURJÓNSSON ✝ Guðsteinn Sigur-þór Sigurjónsson fæddist í Borgarnesi 9. janúar 1931. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 10. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 20. júlí. upp úr jeppakerru um Borgarnes og nærsveit- ir. Nokkur seinni árin var hann í að selja bíla og bílahluti og annað frá Heklu og þar hefur hann líklega komist næst því að efnast, en seinast vann hann í Hyrnunni. Steini var alla tíð einstakt lipur- menni og bóngóður og eflaust hef ég átt hon- um fleira að þakka en hann mér. Við byggðum okkur hús í nábýli á árunum eftir 1960, þeim góðu árum meðan allir hlutir voru einhvern veginn mögulegir án þess nokkur vissi hvernig, allavega ekki við sem vorum að byggja í allri verð- bólgunni. Hann var á þeim árum í lausa- vinnu, við bátinn sem kallað var en seinna gerðist hann verktaki og sá um sorphirðuna. Hann var lítillega á eftir mér upp með sitt hús svo að af sjálfu leiddi að ég tók þónokkurn þátt í að smíða með honum hans hús. Aldrei vissi ég fyrir hvort hann gæti nokkurn tíma greitt nokkuð fyr- ir þau smíðaverk né heldur alla raf- lögnina í húsið sem ég lagði til. Svo fór þó að ekki þurfti ég að kvarta, allt borgaði Steini þegar ég krafði hann um og ég hlífði honum ekkert frekar en öðrum enda leitaði hann aldrei eft- ir slíku. Börnin okkar ólust upp og léku sér saman og ég held að segja megi að stundum mundu þau ekki gjörla á hvorum staðnum þau áttu heima, 12 eða 13 við Kjartansgötu. Við fórum þessi sömu ár margar ferðir til veiða bæði til sjós og lands og vissum við aldrei hvort mikill bú- hnykkur yrði að veiðunum eða hvort yfirleitt aflaðist nokkuð. Eflaust hefur oftar verið um sárleg útgjöld að ræða sem fjölskyldur okk- ar munaði um miklu fremur, en ég held við höfum farið samt við næstu tækifæri. Steini hafði ekki mikla þýðingu í þjóðmálum. En samt var eins og allir tækju á einhvern hátt hann til greina, hann þekkti alla og allir þekktu hann. Mannlífsflóran er margslungin og kannski þarf rannsókn um margar kynslóðir aftur í tímann að finna ástæður fyrir sumum persónuein- kennum. Við þekkjum það að ytri einkenni fólks erfast en innræti er kannski meira komið undir áhrifum af uppeldi og umhverfi æsku og uppvaxtar. Hann geipaði stundum í gamni af forfeðrum sínum og nefndi til dæmis Gvend Truntu og Gvend Skó og lét að því liggja að gjarnan yrði hann líka þjóðsagnapersóna. Stundum og alltof oft var sá gamli Bakkus með í gerðum, en þó sjaldn- ast að við drykkjum saman. Þoldum hvorugur hinn undir áhrifum. Þegar við vorum að vaxa upp fyrir miðja seinustu öld var okkur kennt og flestir trúðu að það að drekka brennivín væri glæpur og allir sem það gerðu væru fantar og fól og hinir verstu aumingjar. Og hver var árangurinn? Að drekka óblandað af stút upp úr buxnastreng eða rassvasa einhvers staðar í felum þar sem ekki sást til. Koma svo heim til sín og snúa sér undan svo ekki fyndist lykt, en um leið og upp komst, verða sneyptur eins og rakki sem hefur étið folald. Heldur en að kenna fólki í tíma að hægt er að eiga vínflösku inni í skáp, velja sér fallegt glas og hella í hæfi- legum skammti og taka svo kælda gosflösku í heimilisísskápnum og blanda. Setjast svo inn í stofuna sína og hafa það huggulegt. Ekkert er sjálfsagðara og eðlilegra enda löglegt. Getur verið að laumudrykkjan hafi stuðlað að því að menn urðu veikari fyrir áfengi? Að fara á fyllirí? Verður seint hægt að kenna öðru fólki, hvílík barátta verður oft við þá freistingu, en þó stundum ljúf, enda hugsa ég að við höfum oftar kastað okkur, heldur en við höfum beint dottið íðað. En hann fór svo seinna miklu verr út úr því. Hver lifir rétt og hver ekki og hver er til þess fær að dæma þar um? Sumum finnst að maðurinn eigi að vera sjálfráður um hvort hann tor- tímir og glatar sínu lífi. En það er fjarri mér að maðurinn hafi ekki þær skyldur við sig sjálfan, fjölskyldu sína og svo samfélagið, að hann sé svo firrtur ábyrgð að kasta frá sér öllu og leggja traust á að aðrir bjargi sínum málum. Þessum mínum skoðunum lá ég aldrei á við vin minn og eflaust hafa þær viðræður okkar átt þátt í að þeg- ar hann lenti í sinni erfiðustu raun og kostaði hann reyndar um tíma allt sitt og síðan fékk ég aldrei komist í talsamband við hann og reyndi þó oft. Fór ekki leynt að hann hliðraði sér hjá að horfast í augu við mig. Samt held ég nú að hann hafi vitað fullvel að aldrei hefði hann fengið hjá mér álas eða þungar ákúrur. En hann var bara svona. Og seinustu árin var hann stein- hættur. Ég hef skrifað þetta til minningar um allt þetta fólk sem mér þótti vænt um. Um ömmu hans, mömmu og bróð- ur, mér ber að þakka kynnin við þau öll. Núna finnst mér Borgarnes hafa endanlega breytt um svip og orðið annað, við brottför Steina. Helgi Ormsson.                                    ! "  #                                !  "                                        !!"        !"    # $" % & ' (  )*'    '+  "'' !*      ," &" )*''   ' + '-                                    !"#$%$ & &' ()**    +")$%$ * $ $ ()**  %+   * $($(                    !"# $  %&                   !  #'!!(  ) * +!+  , +!!(*                                                       ! "       #  $ %   &  #        ' ! (       ! ""#$   %& ' ($  %& )! *!! !  %& #$  $%!!   %& #$   ! % ! &! )"   + , ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.