Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 31
Auðveldlega má færa rök fyrir því að umræddar framkvæmdir geti haft umtalsverð umhverfisáhrif. Framkvæmdir við nýbyggingar- svæði (þ.m.t. bygging verslunar- miðstöðva og bílastæða) og ýmsar iðnaðarbyggingar geta t.d. valdið landröskun, sjónmengun, ljósmeng- un, vatnsmengun, hávaða, loft- mengun, og aukningu umferðar- slysa á svæðinu. Nú í góðærinu rísa margar glæsilegar byggingar á fal- legum nýbyggingarsvæðum, iðnað- ar- sem og íbúðarsvæðum. Sem dæmi um nýbyggingarsvæði má nefna fyrirhugað nýbyggingar- svæði við Arnarnesvog, sem nú sætir umhverfismati. Hugmyndin er að framlengja núverandi land- fyllingu úr 2,7 hekturum í 10,4 hektara og gera þannig hverfi sem myndi rúma alla íbúa Stykkishólms. Framkvæmdin verður metin vegna þess að um er að ræða landfyllingu en ekki vegna þess að hér er verið að gera nýtt hverfi, e.t.v. með ofan- greindum umhverfisáhrifum. Víða erlendis sæta ýmsar bygg- ingar og byggingarsvæði MÁU (einnig niðurrif þeirra). Í Dan- mörku eru ákvæði um MÁU hluti skipulagslaga. Skýrsla um MÁU – sem er alltaf gerð af yfirvöldum með upplýsingum frá m.a. fram- kvæmdaaðila – er hluti þeirra gagna sem lögð eru til grundvallar breytinga á svæðisskipulagi (d: re- gionplan) og er umhverfismatsferl- ið hluti af málsmeðferð við breyt- ingu skipulags. Í kafla um framkvæmdir á grunnvirkjum í 2. viðauka dönsku laganna, er að finna nákvæmlega eins skilgreiningu og hér að ofan um nýbyggingarsvæði (e: Urban development projects, including the construction of shopp- ing centres and car parks). Þ.e.a.s. nýbyggingarsvæði, þ.m.t. bygging verslunarmiðstöðva og bílastæða, sæta umhverfismati (lögformlegu) í Danmörku. Hjá Dönum eru sömu kröfur gerðar og gerðar eru í til- skipun ESB. Ekki eru nein stærð- armörk í dönsku lögunum, þ.e.a.s. öll nýbyggingarsvæði eru tilkynn- ingaskyld og síðan metið í hverju tilviki fyrir sig hvort þau séu mats- skyld. Aðeins eru notuð stærðar- mörk á verslunarmiðstöðvar (1.000, 1.500, 2.000, 3.000 eða 6.000 m²) vegna vinnu við deiliskipulag (d: lokal- eða detailplanlægning), en ekki sem mælikvarði á hvort fram- kvæmdir þurfi að sæta umhverfis- mati eða ekki. Reyndin hefur verið sú að verslunarmiðstöðvar á bilinu 6–8.000 m² eða stærri hafa sætt MÁU. Í Noregi falla verslunarmiðstöðv- ar ekki einungis undir tilkynninga- skyldar framkvæmdir í 2. viðauka (7.500 eða 3.000 m²), heldur einnig undir matsskyldar (1. viðauki) ef um er að ræða meira en 15.000 m² og byggingatíma skemmri en 5 ár. Sem dæmi um hversu stór hluti umhverfismatsskýrslna erlendis fjalla um ofangreindar fram- kvæmdir má nefna Noreg þar sem þær voru ríflega fjórðungur allra skýrslna á árunum 1997–1999 og Bretland þar sem þær voru fimmt- ungur allra 1988–1995 (sjá mynd 2). Í fyrra féll dómur í Bretlandi um að öll nýbyggingarsvæði skuli fara í umhverfismat samkvæmt tilskipun ESB. Um var að ræða byggingu íþróttavallar og fjölbýlishúss við ána Thames á vegum knattspyrnu- félagsins Fulham. Ráðherra hafði úrskurðað að framkvæmdin þyrfti aðeins að fara í gegnum venjulegt skipulagsferli samkvæmt skipu- lagslögum en ekki í lögformlegt umhverfismat. Íbúi á svæðinu kærði ákvörðunina og vann málið fyrir breskum dómstólum. 3. viðauki Í 3. viðauka eru viðmið sem nota skal við að meta hvort tilkynninga- skyldar framkvæmdir tilgreindar í 2. viðauka séu matsskyldar. Í nýju lögunum var bætt við að taka skyldi tillit til umhverfisáhrifa yfir landamæri, sammögnunar ólíkra umhverfisáhrifa á tilteknu svæði og sammögnunaráhrifa við aðrar framkvæmdir. Það síðast- nefnda hefur mikið verið notað und- anfarið við að meta umhverfisáhrif sjókvíaeldis, s.s. möguleg sam- mögnunaráhrif vegna mengunar- áhrifa sem tengst geta annarri starfsemi í Reyðarfirði ásamt sjókvíaeldi í Berufirði og Mjóafirði, svo og mögulegri stóriðju í Reyð- arfirði. Gömlu lögin (MÁU 1994) tóku að- eins til sammögnunaráhrifa hvers einstaks verkefnis. Sem dæmi um slík áhrif er t.d. ef frá verksmiðju stafar bæði mengun vegna frá- rennslis og útblásturs í vatn. Loft- mengunin getur valdið súrnun vatnsins og frárennslið súrefnis- leysi, saman getur mengunin orsak- að að líf í vatninu breytist, minnkar eða deyr. Samantekt Íslensku lögin um umhverfismat eru mun strangari en tilskipun ESB hvað varðar matsskyldar framkvæmdir (1. viðauki). Hins vegar er tvennt í 2. viðauka laganna sem Evrópudómstóllinn hefur úr- skurðað að sé óheimilt. Í fyrsta lagi inniheldur viðaukinn ýmis viðmið- unarmörk sem gerir það að verkum að framkvæmdir eru útilokaðar fyr- irfram frá MÁU ef þær flokkast undir viðmiðunarmörkunum. Í öðru lagi vantar nokkrar framkvæmdir sem eru í tilskipun ESB, þ.á m. ný- byggingarsvæði, byggingu verslun- armiðstöðva og bílastæða. Tilskipun mælir fyrir um lágmarkskröfur þær sem ríki verða að uppfylla en þeim er í sjálfsvald sett hvort þau vilja gera ríkari kröfur en þær sem settar eru fram í tilskip- unum. Á heimasíðunni www.Bjorgvin.com er að finna lengri útgáfu af greininni. Höfundur er M.Sc. í umhverfis- verkfræði og sérfræðingur í um- hverfismati frá Oxford Brookes University. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 31 andstæðingnum og níða hann oft fyr- ir vikið. Ólafur Oddur og Pétur fylgdu Ingibergi fast eftir í þessari Íslands- glímu og munaði sannarlega litlu að þeir hrepptu hásætið. Lárus og Ólafur sterkir Þeir menn sem ekki náðu verð- launasætum voru þó engir aukvisar. Nýliði mótsins var hinn stóri, sterki Lárus Kjartansson frá Laugarvatni. Lárus varð nýlega skjaldarhafi Skarphéðins og er öflugur glímumað- ur. Lárus stendur ekki vel að glímu. Hann stendur gleitt, beitir öxl, bolar á köflum og sækir oft með stífum fót- um og spörkum. Hann útfærir brögð stundum ekki til fulls og reynir þá að keyra menn með átökum handa í völl- inn í stað þess að ljúka bragði. Lárus laut í lægra haldi fyrir Ingibergi eftir að hafa sótt að honum allhart. Síðan átti hann tvísýna viðureign við Pétur og lagði hann en dómarar dæmdu að um níð væri að ræða og Lárus hlaut gult spjald og síðan byltu fyrir Pétri. Sigra sína þrjá hlaut Lárus alla á vinstri fótar klofbragði. Úrslitabrögð sín móti Sigurði og Ólafi Helga tók Lárus þannig að hann lyfti andstæð- ingi sínum vitund frá gólfi með því að mynda sig til klofbragðs og fleygði honum svo af afli frá sér í gólfið. Á móti Ólafi var Lárus lentur á hné og hrömmum áður en Ólafur féll en dómurum yfirsást það. Í síðustu glímu sinni glímdu þeir félagar úr Skarphéðni, Ólafur Oddur og Lárus. Ólafur var taplaus þegar hér var komið sögu en Lárus lagði Ólaf á vinstri fótar klofbragði. Það var hátt og fallegt bragð og þar sýndi Lárus að hann getur glímt vel ef hann vill og gefur sér tíma. Glíma Arngeirs Friðrikssonar, HSÞ, bar þess merki að hann var í lít- illi æfingu. Hann náði ekki að útfæra hin beittu hábrögð sín og leggjar- bragðið hans góða bar ekki árangur. Arngeir gerði tvö jafnglími, vann tvo andstæðinga sína og tapaði fyrir tveimur. Hann hlaut umdeilda byltu í upphafi mótsins gegn Ólafi Oddi og það setti hann úr jafnvægi. Hins veg- ar er Arngeir alltaf sterkur og hann sýndi það glöggt þegar hann lagði glímukónginn á öflugum hælkrók hægri á hægri í næstsíðustu glímu mótsins. Áhöld voru um lögmæti byltunnar og þótti sumum Arngeir fylgja um of. Ingibergur nam niðri með báðar hendur fyrir aftan bak þótt hann félli ekki og var dæmd bylta eftir ráðslag dómara. Arngeir lagði Sigurð á góðri krækju og var einum vinningi frá að komast í úrslit en lukkan var ekki hans megin á þessum degi. Ólafur Helgi Kristjánsson, Vík- verja, var mistækur á þessu móti og hafnaði í næstneðsta sæti, þótt- skammt væri frá efstu mönnum. Ólaf- ur er mikill hábragðamaður og getur úthlutað ósviknum byltum ef því er að skipta. Hins vegar á hann til, líkt og Lárus, að reyna að keyra menn niður í völl með átökum handa í lok bragðs og sést þá ekki alltaf fyrir. Ólafi hætt- ir til að glíma meira af kappi en forsjá og hann átti sinn hlut óskiptan í ljót- ustu glímu mótsins móti glímukóngn- um. Ólafur lagði Sigurð á góðri lausa- mjöðm en þegar hann lagði Arngeir á háu vinstra klofbragði hélt hann ekki jafnvægi og hafði lagt hönd í völl þeg- ar Arngeir féll. Dómurum yfirsást þetta og dæmdu byltu. Sigurður Nikulásson, Víkverja, stóð sig vel þótt hann hlyti engan vinning. Sigurður er léttur og lipur og mikill fimleikamaður í glímunni. Hann veitti öllum keppni og vörn hans var góð. Margir töldu sig heppna að ná sigri gegn honum og oft mátti litlu muna. Sigurður kemur með fullum sóma frá þessari Íslandsglímu og glímdi betur en margir þeir burðameiri. Jafnasta keppni sögunnar Alls voru níu afbrigði glímubragða útfærð til sigurs í 17 viðureignum sem má teljast allgóð fjölbreytni. Mótið í heild sinni bar merki þess að keppendur voru jafnir, kappsfullir og beittu sumir kröftum meira en leikni og lipurð. Hluti þeirra var ekki í nógu góðri æfingu. Pétur, Ingibergur og Sigurður voru í sérflokki og eiga allir hrós skilið fyrir utan frammistöðu Ingibergs móti Ólafi Helga sem fyrr er getið. Lárus og Ólafarnir glímdu sýnu lakast og mættu allir taka sér tak til betri glímu því hana kunna þeir og mikið má vera ef einhver þeirra verður ekki glímukóngur takist hon- um það. Hins vegar verður þessarar Ís- landsglímu minnst sem þeirrar jöfn- ustu sem um getur í glímusögunni því einn vinningur skildi fimm efstu menn og hefur slíkt aldrei gerst áður. Það gefur fyrirheit um líflega keppni á næstunni þegar þessir kappar munu mætast og fleiri sem vænta má að bætist í hópinn. Dómnefndin átti ekki neitt sérstakan dag og var held- ur lin að taka á frammistöðu kepp- enda. Mótið var erfitt að dæma en þeir áttu að gera betur. Glíman er að öllu leyti einstæð íþrótt. Hún er ólík öllu öðru að því leyti að miklar kröfur eru gerðar til keppenda um gæði leiksins. Þær kröfur getur mönnum reynst erfitt að uppfylla, einkum í hita leiksins. Reynslan hefur þó sem betur fer sýnt að það eru oftar en ekki þeir glímu- menn sem best glíma sem bestum ár- angri ná. Þetta ættu allir glímumenn að hafa í huga og styrkja með því okk- ar glæsilegu þjóðaríþrótt. Höfundur er áhugamaður um íslenska glímu og hefur verið formaður Glímusambandsins. Til sölu Honda S 2000, bensín 2.0 f.skrd, 16.03.2000, ekinn 5 þ. km, gyltur, 2. dyra, einn með öllu. Verð 4.400.000 þ Úrslit mótsins 1 2 3 4 5 6 7 vinn 1. Ingibergur Sigurðsson UV X = = 1 0 1 1 4+1,5 2. Ólafur Sigurðsson HSK = X = 0 1 1 1 4+1 3. Pétur Eyþórsson UV = = X 1 = = 1 4+0,5 4. Lárus Kjartansson HSK 0 1 0 X = 1 1 3,5 5. Arngeir Friðriksson HSÞ 1 0 = = X 0 1 3= 6. Ólafur Kristjánsson UV 0 0 = 0 1 X 1 2,5 7. Sigurður Nikulásson UV 0 0 0 0 0 0 X 0= Sími 555 0455 Sími 564 6440 20% afsláttur af barnamyndatökum í júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.