Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝ lög um mat á umhverfisáhrifum voru sett af Alþingi í fyrra (MÁU 2000). Þau byggjast á nýrri tilskipun ESB um MÁU frá 1997 þar sem tilskipunin frá 1985 var betrumbætt. Fljótlega í byrjun áttunda áratugarins fóru af stað umræður innan Evrópusam- bandsins (ESB) um nauðsyn þess að hafa sameiginlegar reglur fyrir mat á umhverf- isáhrifum. Þegar fyrstu drögin að sam- eiginlegri tilskipun voru lögð fram árið 1977 komu þau af stað mikilli umræðu hjá aðildarríkjunum. Drögin voru gerð opinber þremur árum síðar, þegar þau höfðu verið endurskrifuð tuttugu sinnum, og tilskipunin var loks samþykkt 1985. Í framhaldi af samningi ESB og EFTA um evrópskt efnahagssvæði var sama tilskipun innleidd hér á landi með lögum síðari hluta árs 1993 og með reglugerð 1994. Víða erlendis er mun lengri reynsla af MÁU. Lög um MÁU voru fyrst sett í Bandaríkjunum ár- ið 1969. Kanadamenn og Kólumb- íumenn fylgdu í kjölfarið með lög- um 1973, í Ástralíu voru þau sett 1974, Vestur-Þýskalandi 1975, Frakklandi 1976, Filippseyjum 1977, Kína 1979, Hollandi 1980, Brasilíu 1981, Venesúela 1983, Jap- an 1984, Ghana 1989 og Argentínu 1993, svo dæmi séu tekin. Í dag eru yfir 100 lönd komin með eitthvert form af MÁU (lög, reglugerðir eða leiðbeiningar), þar af um 70 þróun- arríki. Einnig krefjast umhverfis- mats um 100 stofnanir (s.s. bankar) og ýmis samtök. Sem dæmi má nefna Alþjóðabankann sem ekki hefur lánað til verkefna síðan 1989 nema að undangengnu mati. Til að meta hvort framkvæmdir þurfi að fara í umhverfismat er að finna fjóra viðauka í tilskipun í ESB (þrjá í íslensku lögunum). Í 1. viðauka eru fram- kvæmdir sem ávallt eru háðar mati á um- hverfisáhrifum. Undir 2. viðauka falla fram- kvæmdir sem kunna að hafa í för með sér um- talsverð umhverfisá- hrif og metið er í hverju tilviki – með tilliti til eðlis, umfangs og stað- setningar. Þriðju og fjórðu viðauk- ar innihalda viðmiðanir við mat á framkvæmdum tilgreindum í 2. við- auka. Í fyrsta viðauka eru tólf nýjar skilgreiningar á matsskyldum framkvæmdum. Átta nýjum skil- greiningum á matsskyldum fram- kvæmdum, þar á meðal; verslunar- miðstöðvum, bílaplönum, ferðamannastöðum og skemmti- görðum var bætt í viðauka 2. Í þriðja viðauka var t.d komið inn ákvæðum um að við ákvörðun á matsskyldu þyrfti að taka tillit til sammögnunaráhrifa við aðrar framkvæmdir, einnig að taka tillit til sammögnunar ólíkra umhverf- isáhrifa á tilteknu svæði og áhrifa yfir landamæri. Viðauki 1 Í 1. viðauka eru framkvæmdir sem ávallt eru háðar mati á um- hverfisáhrifum. Við samanburð á ákvæðum íslensku laganna og ákvæðum í tilskipun ESB kemur í ljós að íslensku lögin eru strangari í 10 af 24 atriðum. Ákvæði um fiski- mjöls- og lýsisverksmiðjur í þétt- býli er þó ekki að finna í 1. viðauka tilskipunarinnar heldur aðeins í 2. viðauka. Miðað við 2. viðauka eru ís- lensku lögin veikari en miðað við 1. viðauka eru þau strangari. Viðauki 2 Undir 2. viðauka falla fram- kvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif („Veruleg óafturkræf umhverfis- áhrif eða veruleg spjöll á umhverf- inu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerð- um.“) og metið er í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og stað- setningar hvort háðar skuli mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lög- um þessum, sbr. einnig 3. viðauka. Stærðarmörk Í 2. viðauka íslensku laganna er að finna mörg stærðarmörk (við- miðunarmörk) sem ekki eru í til- skipun ESB. Mun auðveldara og fljótlegra er þannig fyrir alla hlut- aðeigandi að átta sig á hvort um- rædd framkvæmd sé tilkynninga- skyld eða ekki. Ef stærð framkvæmdar er minni en tilskilin mörk segja til um er hún ekki til- kynningaskyld. Eðlilegt er að spyrja hvort hægt sé þannig að útiloka ákveðnar fram- kvæmdir fyrirfram frá því að fara í umhverfismat. Evrópudómstóllinn (ECJ) hefur fjallað um nokkur mál þar sem aðildarþjóðir settu stærð- armörk á matsskyldar framkvæmd- ir sem falla undir 2. viðauka. Í stuttu máli hefur niðurstaða dóm- stólsins í öllum tilfellum verið að ekki er heimilt að setja stærðar- mörk. Eins og kom fram hér að ofan segir í fyrstu grein MÁU 2000 að markmið laganna sé að „tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir fram- kvæmd sem kann að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif hafi farið fram mat á umhverfisáhrif- um“. Nú má lengi rökræða um hvað séu „umtalsverð umhverfisáhrif“. Í lögunum eru þau skilgreind sem: „Veruleg óafturkræf umhverfisá- hrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerð- um.“ Við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er mikilvægt að ein- blína fyrst og fremst á umhverfisá- hrifin, en ekki hvað lögin segja til um, s.s. hvaða framkvæmdir skuli meta samkvæmt viðmiðunarmörk- um (stærðarmörkum). Sem dæmi um hversu ákvæði um stærðarmörk í 2. viðauka geta verið villandi eru niðurstöður yfirvalda um hvort hin ýmsu sjókvíaeldi skuli sæta umhverfismati eða ekki. Sam- kvæmt 2. viðauka í MÁU 2000 skal meta hvort „Þauleldi á fiski þar sem ársframleiðsla er 200 tonn eða meiri og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er 20 tonn eða meiri og fráveita í ferskvatn“ skuli sæta umhverfismati. Flestir fram- kvæmdaaðilar ráðgera að framleiða margfalt meiri eldisfisk en 200 tonn á ári. Yfirvöld hafa farið rétt að og metið hverja framkvæmd fyrir sig, óháð því hversu mikið er ráðgert að framleiða. Ekki er t.d. sjálfgefið að ef 6.000 tonna sjókvíaeldi á einum stað skuli undanþegið mati að ann- að 6.000 tonna sjókvíaeldi á öðrum stað skuli einnig undanþegið mati. Framkvæmdir á grunn- virkjum undanskildar Við yfirferð á 2. viðauka vekur at- hygli að þrjú atriði – sem falla undir framkvæmdir á grunnvirkjum – eru undanskilin í íslensku lögunum. Þessi atriði eru eftirfarandi: 1. Iðnaðarbyggingar (e: Industrial estate development projects) 2. Nýbyggingarsvæði, þ.m.t. bygg- ing verslunarmiðstöðva og bíla- stæða. (e: Urban development projects, including the construc- tion of shopping centres and car parks) 3. Bygging járnbrauta o.fl. (e: Con- struction of railways and int- ermodal transshipment facilities and of intermodal terminals – Projects not included in Annex I) Samkvæmt ECJ er aðildarþjóð- um ekki heimilt að fjarlægja ein- staka framkvæmdaflokka af lista tilskipunarinnar. Í MÁU 2000 stendur að ráðherra sé heimilt í sérstökum undantekn- ingartilvikum, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, að ákveða að tiltekin framkvæmd (en ekki fram- kvæmdaflokkar), eða hluti hennar, sem varðar almannaheill og/eða ör- yggi landsins sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í slíkum tilvik- um skal ráðherra kveða á um hvaða gögnum skuli safnað um umhverf- isáhrif hennar og aðgang almenn- ings að þeim gögnum. Einnig kynna framkvæmdaraðila, leyfisveitend- um og almenningi ástæður fyrir undanþágunni. Ráðherra ber, áður en undanþága er veitt, að tilkynna sameiginlegu EES-nefndinni á hvaða forsendu hún er veitt og einnig að láta sameiginlegu EES- nefndinni í té þær upplýsingar sem almenningur hefur aðgang að. MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM Björgvin Þorsteinsson Ný lög um mat á um- hverfisáhrifum byggjast á nýrri tilskipun ESB um MÁU frá 1997, segir Björgvin Þorsteinsson, þar sem tilskipunin frá 1985 var betrumbætt. 91. Íslandsglíman fór fram við hátíðlega at- höfn í Dalhúsum laugar- daginn 5. maí og hófst kl. 13. Hafði mótið verið vel undirbúið af stjórn GLÍ og framkvæmda- stjóra þess, Helga Kjartanssyni. Hann var sjálfur glímustjóri og fórst það vel úr hendi. Dómnefnd skipuðu Jón M. Ívarsson, Krist- inn Guðnason og Þor- valdur Þorsteinsson. Heiðursgestur móts- ins var Steingrímur Hermannsson, fyrrum forsætisráðherra, og afhenti hann Grettisbeltið sem faðir hans, Her- mann Jónasson, skrýddist eftir Ís- landsglímuna 1921, fyrir 80 árum, en þá varð hann glímukóngur Íslands. Langan tíma tók að fá afrit mynd- bands afhent frá RÚV og er það ástæða þess hve birting þessarar greinar hefur dregist. (Sjá töflu.) Ingibergur áfram glímukóngur Glímumenn voru sjö talsins sem gengu til keppni um Grettisbeltið og fremstur í flokki var glímukóngur síðustu fimm ára, Ingibergur Jón Sigurðsson, Víkverja. Ingibergur lagði nýliðann Lárus á hælkrók h.á v. eftir snarpa glímu og sömuleiðis félaga sinn, Sigurð Nikulásson, á hægri fótar klofbragði. Næst mætt- ust þeir félagarnir hann og Ólafur Helgi Kristjánsson. Glíma þeirra var ljót og með ólíkindum að sjá svo reynda menn standa þannig að með boli og stimpingum fremur en glíma. Báðir uppskáru gult spjald fyrir þessa frammistöðu og töldu margir það meinleysi dómara að spjöldin urðu ekki tvö og þar með vítabylta á báða. Rétt í lokin tókst Ingi- bergi að slæma hæl- krók h. á v. á Ólaf Helga og bylta honum. Ingibergur gerði jafnglími í næstu glímu við félaga sinn Pétur og nú var allt annað að sjá til hans. Glíma þeirra Péturs var feg- ursta glíma mótsins, þeir voru tein- réttir og glæsilegt að sjá þá vinda sér hvorn úr brögðum annars. Ingiberg- ur gerði einnig jafnt við Ólaf Odd en síðasta glíma hans var gegn Arngeiri sem gerði sér lítið fyrir og lagði Ingi- berg á hælkrók. Þar með hafði Ingi- bergur tapað tveim vinningum á mótinu og úrslitin í uppnámi. Ólafur Oddur Sigurðsson, hinn há- vaxni liðsmaður HSK, kom á óvart því hann hefur lítið glímt í vetur. Ólaf- ur stendur beinn og bolar ekki en kiknar oft í hnjám. Stígandi án hring- hreyfingar og urðu tíð rof í viðureign- um hans þegar hann tók strikið með fangbræður sína beint út af vellinum. Ólafur fylgir mönnum fast eftir og reynir oft að snúa þá niður með átök- um handa. Eftir skoðun myndbands virðist Ólafur hafa beitt níði í öllum sínum viðureignum og hafa sloppið á ótrúlegan hátt við gulu spjöldin sem hlýtur að stafa af sjónleysi dómara og því hve hann var fljótur upp eftir átökin. Ólafur lagði Ólaf Helga, Arn- geir og Sigurð. Ólaf á hnéhnykk, Arn- geir á sniðglímu og Sigurð á hælkrók fyrir báða. Öll voru sigurbrögðin ljót og ekki glímumannleg. Pétur besti varnarmaðurinn Pétur Eyþórsson, hinn lipri og létt- glímandi Víkverji, sýndi það enn og aftur að hann er langbesti varnar- maður glímunnar í dag og er fimi hans með ólíkindum. Hann var alltaf skrefi á undan í vörninni og stóð tein- réttur og glæsilega að glímunni. Hann hlaut enga byltu í hópglímu mótsins og var eini keppandinn sem tókst að afreka það. Háttur Péturs er að verjast og bíða færis og nýta það leiftursnöggt þegar þar að kemur. Hann læddi laglegum hælkrók á Lár- us þegar hann sótti of langt og lagði Sigurð á góðu hægri fótar klofbragði. Í lokin voru þessir þrír efstir og jafnir; Ingibergur, Ólafur Oddur og Pétur og glímdu til úrslita. Fyrst glímdu Ingibergur og Pétur snarpa glímu og skildu jafnir. Þá tóku saman Ólafur og Ingibergur og var sú glíma tvísýn og hörð. Í lokin tókst Ingibergi að leggja Ólaf á góðum hælkrók hægri á vinstri og tryggja sér Grett- isbeltið sjötta árið í röð. Ólafi dæmd- ist sigur gegn Pétri á hælkrók hægri á hægri. Byltan var hvorki hrein né góð en látin standa. Þar með náði Ólafur öðru sætinu. Ingibergur sótti sig og glímdi æ betur eftir ósköpin móti Ólafi Helga og sannaði í úrslitaglímunum að hann er enn besti glímumaður landsins. Áberandi er hversu Ingibergur er laus við að níða og losar sig vel við andstæðing við byltu. Skilur þar mik- ið á milli hans og þeirra glímumanna sem sífellt steypa sér í gólfið á eftir ÍSLANDS- GLÍMAN 2001 Jón M. Ívarsson Mótið í heild sinni bar merki þess, segir Jón M. Ívarsson, að keppendur voru jafnir, kappsfullir og beittu sumir kröftum meira en leikni og lipurð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.