Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 17 Þ AÐ hefur borið á góma upp á síðkastið hvernig ætti að standa að inn- göngu í Evrópusam- bandið ef svo bæri undir. Forsætisráðherra sagði þannig í við- tali við Morgunblaðið fyrir skemmstu að undirbúningur inngöngu væri það langur að hún gæti tæpast orðið að veruleika fyrir 2010. Kemur þar með- al annars til að breyta þyrfti stjórn- arskránni og halda þjóðaratkvæða- greiðslu. Hér á eftir verður litið nánar á þessa tvo liði í undirbúningi aðildar, ef að henni væri stefnt á annað borð, og nokkur álitamál í því sambandi. Flestar nútíma stjórnarskrár byggjast á því að uppruni ríkisvalds sé hjá þjóðinni og slíkt vald sé falið innlendum lýðræðislegum valda- stofnunum. Eftir því sem alþjóðlegu samstarfi hefur vaxið fiskur um hrygg með tilheyrandi skerðingu á athafnafrelsi ríkja hefur þörfin fyrir stjórnskipulegar málamiðlanir orðið ljós. Flest Vestur-Evrópuríki hafa á seinustu áratugum sett ákvæði í stjórnarskrá sem heimilar fullveldis- skerðingu í þágu alþjóðasamstarfs. Ekki komu ákvæði þessi endilega til sögunnar vegna Evrópusambandsins (eða Efnahagsbandalagsins). Hjá sumum Evrópuríkjum voru sett ákvæði í stjórnarskrár í stríðslok sem heimiluðu sérstaklega fullveldis- skerðingar til þess að tryggja öryggi og frið í álfunni. Á það við um Frakk- land og Ítalíu til dæmis. Danir settu slíkt ákvæði í stjórnarskrá sína 1953 og Norðmenn fóru að dæmi þeirra 1962. Sums staðar hefur verið látið duga að setja almennt ákvæði sem heimila fullveldisskerðingu án þess meira að segja að nefna Evrópusambandið sérstaklega. Í öðrum ríkjum eins og Frakklandi til dæmis hefur þótt ástæða til að gera breytingar oftar en einu sinni til þess að laga stjórnar- skrána að tilteknu nánara samstarfi Evrópuríkja með Maastricht-, Amst- erdam-sáttmálanum o.s.frv. Á þessu sviði eru Bretar undan- tekning af þeirri einföldu ástæðu að þeir eiga enga stjórnarskrá í merk- ingunni ritaðar grundvallarreglur stjórnskipunarinnar sem hafa meira vægi en aðrar réttarreglur. Það breytir því ekki að til harkalegra árekstra hefur komið milli Evrópu- réttar og grundvallar stjórnskipun- arreglna í Bretlandi sem hefur orðið að leysa þar eins og annars staðar með því að viðurkenna forgang Evr- ópureglnanna. Hvers efnis eru slík stjórnarskrárákvæði? Slík stjórnarskrárákvæði eru fjöl- breytileg að efni til. Kjarninn er víð- ast hvar sá að heimilað er að ganga til samstarfs við aðrar þjóðir, sem feli í sér skerðingu á fullveldi. Sums staðar er því bætt við að samstarf þetta verði að vera á jafnréttisgrundvelli og er þannig undirstrikað að ein þjóð sé ekki undirgefin annarri. Þá er sums staðar tekið fram að fullveldisfram- salið eigi ekki að vera meira en nauð- synlegt sé til að tryggja frið og stöð- ugleika. Meðal sérstakra stjórnskipulegra umræðuefna síðustu árin hefur verið staða þjóðþingsins. Þróunin er alls staðar sú að þjóðþingin sem að form- inu til eiga að heita valdamesta stofn- un þjóðfélagsins eiga í vök að verjast vegna þess að framkvæmdarvaldið hefur töglin og hagldirnar. Ekki bæt- ir þar úr skák að það eru ríkisstjórn- inar sem ráða mestu á Evrópuvett- vangi því þar er það ekki Evrópuþingið sem hefur mest völd heldur ráðherraráðið. Þjóðþingin hafa þá eftir því sem tilefni hefur gef- ist til krafist aukinna áhrifa, gjarnan í skiptum fyrir stuðning við nýjar Evr- ópureglur. Þannig hefur víða verið gripið til þess ráðs að mæla fyrir um að ríkisstjórnum beri að hafa samráð við þjóðþingin við undirbúning laga- setningar á Evrópuvísu. Ríki sem þannig hafa sett sérstök stjórnar- skrárákvæði til að styrkja þjóðþing sín eru Þýskaland, Frakkland, Portú- gal og Finnland. Þá verður að geta þess að Þýska- land og Svíþjóð hafa gert það að stjórnskipulegu skilyrði fyrir aðild að Evrópusambandinu að það virði mannréttindi. Hvað Þýskaland varð- ar þýðir þetta í raun að Evrópusam- bandið og allar þess reglur eins og þær beinast að þýskum borgurum eru óbeint undir eftirliti þýska stjórn- lagadómstólsins sem unir því ekki að mannréttindi séu lakar tryggð á Evr- ópuvísu heldur en samkvæmt þýsk- um rétti. Íslensk réttarstaða Ekki hefur enn verið hróflað við ís- lensku stjórnarskránni að þessu leyti, Evrópuglugginn hefur ekki verið opnaður, þrátt fyrir víðtækt Evrópu- samstarf í formi EES og Schengen. Það blasir ekki við þegar íslenska stjórnarskráin er lesin að það þurfi stjórnarskrárbreytingu til þess að heimila inngöngu í ESB. Mætti reyndar við fyrstu sýn ætla að þess þyrfti alls ekki. Ekki segir þar mikið um samskipti við önnur ríki nema hvað að forseti lýðveldisins geti enga samninga gert við önnur ríki, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkis- ins, nema samþykki Alþingis komi til (21. gr.). Fyrst svo er um hnúta búið sýnist ekki tiltökumál þótt gengið sé til náins alþjóðlegs samstarfs án stjórnarskrárbreytinga ef meirihluti þings er því fylgjandi. Málið er auðvitað ekki svona ein- falt. Í 2. grein stjórnarskrárinnar segir að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskránni og öðrum landslög- um fari með framkvæmdarvaldið. Dómendur fari með dómsvaldið. Hef- ur þetta ákvæði verið skýrt svo að þar sé gert ráð fyrir að ríkisvald sé í höndum íslenskra stjórnvalda. Umdeilt var hvort EES-samning- urinn færi í bága við stjórnarskrána. Sérfræðinganefnd sem ríkisstjórnin skipaði á sínum tíma taldi svo þó ekki vera. Önnur nefnd sem skipuð var til að fjalla um Schengen-samstarfið og stjórnarskrána árið 1997 komst að sömu niðurstöðu um Schengen-sátt- málann. Byggðust þessi álit á þeirri kenningu að heimilt væri að fá stjórn- völdum utan Íslands vald, sem er skýrt afmarkað og ekki umfangsmik- ið eða verulega íþyngjandi fyrir ein- staklinga eða lögaðila. Í síðarnefnda álitinu segir þó að að því kunni að koma „að talið verði að framsal hafi átt sér stað í of ríkum mæli miðað við reglur stjórnarskrárinnar, eins og þær eru nú. Það er því eðlilegt, þegar horft er fram á vaxandi alþjóðlegt samstarf í framtíðinni, að undirbúa og framkvæma breytingar á íslensku stjórnarskránni, til þess að koma í veg fyrir að sérstakur vafi rísi í hvert sinn, sem stofnað er til samstarfs um tiltekinn málaflokk.“ Það er því vart hægt að deila um að breyta þurfi stjórnarskránni til að undirbúa aðild að Evrópusamband- inu og heimila það framsal ríkisvalds sem í aðild felst. Mörg sjónarmið koma hins vegar til álita um með hvaða hætti eigi að gera slíkt stjórn- arskrárákvæði eða slík ákvæði úr garði. Taka þarf afstöðu til þess hvort horfa eigi fram á við og breyta stjórn- arskránni í eitt skipti fyrir öll og heimila um leið þátttöku íslenska rík- isins í víðtækara samstarfi Evrópu- þjóða heldur en felst í Evrópusam- bandinu eins og það er á þeirri stundu. Vega þarf og meta hvort setja eigi einhver skilyrði fyrir aðild eins og um að Evrópusambandið virði mannréttindi eða jafnvel sjálfs- ákvörðunarrétt um náttúruauðlindir. Þá kæmi til álita að taka fram í slíku stjórnarskrárákvæði hvernig nánar tiltekið eigi að haga ákvörðunartöku um aðild, þ.e. hvort aukinn meirihluti þingmanna þurfi að styðja slíkt, t.d. 3/5, hvort efna eigi til þjóðaratkvæða- greiðslu og þá á hvaða stigi og hvort slík atkvæðagreiðsla eigi að vera bindandi eða leiðbeinandi. Eins kæmi til álita eins og áður segir að nota tækifærið til að styrkja stöðu þings- ins gagnvart framkvæmdarvaldinu að því er varðar stefnumótun á Evr- ópuvettvangi og framkvæmd ákvarð- ana Evrópusambandsins. Tæknilega einfaldasta leiðin væri sú að segja með undanþáguákvæði að þrátt fyrir önnur ákvæði stjórnar- skrárinnar væri heimilt að ganga í Evrópusambandið. Þar með þyrfti ekki að taka afstöðu til þess hvað felst nákvæmlega í aðild. Þessi leið væri hins vegar óneitanlega fremur ógagnsæ gagnvart hinum almenna borgara því þar með kæmi ekki skýrt fram hvað í aðild fælist og hvaða efn- islegu breytingar þyrfti að gera á stjórnarskánni. Stjórnarskrárbreyting færi auðvit- að fram með sama hætti og endra- nær, þ.e. samþykkja þyrfti hana á tveimur þingum með þingkosningum á milli. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í tengslum við hana (nema e.t.v. ef forseti neitaði að undirrita stjórnarskrárbreytinguna – aldrei hefur reynt á það hvernig túlka ber stjórnarskrána að þessu leyti). Þjóðaratkvæðagreiðsla Ljóst er að samkvæmt stjórnar- skránni er engin skylda til að spyrja þjóðina álits þótt gengið væri í ESB. Hún gerir ekki ráð fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu nema í undantekning- artilvikum, þ.e. ef breyta á kirkju- skipan og ef forseti neitar að undirrita lög. Er reyndar vafasamt að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB- aðild væri bindandi að óbreyttri stjórnarskrá, þ.e. hvort hún hefði meira en leiðsagnargildi fyrir þing- menn. Hvað sem því líður kom fram hjá forsætisráðherra í fyrrnefndu viðtali að allir stjórnmálaflokkar hefðu lofað slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu. Má segja að slíkur háttur væri í samræmi við þróun annars staðar. Að vísu hafa ekki nema 5 af 15 aðildarríkjum ESB efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um að- ild (sjá töflu). En þar eru í flokki nýj- ustu aðildarríkin, Svíþjóð, Finnland og Austurríki. Danir og Írar efndu sömuleiðis til þjóðaratkvæðis um að- ild og Bretar skutu málinu í dóm þjóðarinnar nokkrum árum eftir að þeir gerðust aðilar. Stofnaðilar eins og Frakkar og Ítalir hafa bætt fyrir upphaflegan skort á lýðræðislegu umboði með því að bera breytingar á sáttmálum ESB undir þjóðarat- kvæði. Til stóð að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu í Portúgal um Amst- erdam-sáttmálann árið 1998 en stjórnlagadómstóll landsins stöðvaði þau áform vegna þess að spurningin sem spyrja átti var ekki nógu skýr. Spurningin var eitthvað á þá lund hvort menn væru hlynntir áfram- haldandi þátttöku Portúgals í Evr- ópusamstarfi með tilliti til Amster- dam-sáttmálans. Óljóst hefði verið hvort „nei“ þýddi höfnun á Amster- dam-sáttmálanum einum eða úrsögn úr Evrópusambandinu sem slíku. Margoft hefur auðvitað verið bent á að heldur virðist hafa dregið úr stuðningi evrópsks almennings við Evrópusambandið, eru ítrekaðar kosningar á Írlandi sláandi dæmi um það. Í hvaða röð? Að því gefnu að bæði stjórnar- skrárbreyting og þjóðaratkvæða- greiðsla séu forsenda aðildar að ESB þarf auðvitað að velta fyrir sér í hvaða röð þessir atburðir eigi að gerast. Það má segja að það sé óeðlilegt að þjóð- aratkvæðagreiðsla, bindandi eða leið- beinandi, fari fram áður en niður- staða aðildarviðræðna liggur fyrir. Fyrr er ekki hægt að gera upp hug sinn með neinu viti til aðildar. Þjóð- aratkvæðagreiðsla sem færi fram áð- ur en aðildarviðræðum væri lokið myndi einnig binda hendur ríkis- stjórnar of mikið og veikja þannig samningsstöðu hennar. Stjórnarskrárbreyting getur í sjálfu sér einnig beðið allt fram að því er aðild verður virk. En þar sem hún er ekki skuldbindandi heldur einung- is nauðsynleg forsenda aðildar getur hún einnig átt sér stað áður en aðild- arviðræður hefjast og jafnvel löngu áður en aðildarumsókn er lögð inn. Það sýna dæmin frá Danmörku og Noregi og víðar. Á Íslandi bætist það við að stjórnarskránni verður ekki breytt fyrirvaralaust heldur með þeim sérstæða hætti að tvö þing þurfa að samþykkja breytinguna og rjúfa ber þing og efna til þingkosn- inga þess í milli. Næsta tækifæri er því árið 2003 ef þing verður ekki rofið fyrr eða 2007 við þarnæstu þingkosn- ingar þegar haft er í huga að engin umræða er hafin um slíka stjórnar- skrárbreytingu eins og forsætisráð- herra benti á. Jafnt fylgismenn sem andstæðing- ar aðildar ættu að geta fallist á að það er óklókt að draga stjórnarskrár- breytingu fram á síðustu stundu þeg- ar kannski hentar alls ekki með tilliti til pólitísks stöðugleika í landinu að efna til þingkosninga. Þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, breyta stjórnarskránni með einu almennu ákvæði og búa í haginn fyrir hugs- anlega aðild að ESB með góðum fyr- irvara. Það má einnig segja að ef enga heimild er að finna í stjórnarskránni til yfirþjóðlegs Evrópusamstarfs sé sú ríkisstjórn í nokkuð sérkennilegri stöðu sem leggur til að sótt verði um aðild og byrjar aðildarviðræður. Þar með væri hún að leggja nokkuð til sem stríddi á þeim tíma gegn stjórn- arskránni. Aðild að ESB, stjórnarskráin og þjóðaratkvæði Reuters Utanríkisráðherrar ESB-landanna 15 samþykktu á fundi í Nice í des- ember sl. viðræðuáætlun við tólf ríki sem eru að semja um aðild. ) !) * +  +  ,  - -  .  / 0  0 0  1  23 / 4/  5/ 2 67  89 :; *   <+ < =       <+ *   <+ >   ? 1(7 7 ? 1(7 7 *   (7 7 < *   <+ <+ ? 1(7 7 < < *   <+ >   ? 1(7 7 *   (7 7 41 (7 7 < *   (7 7 *   << *   << < *   <+ *   <+ < < <<(  @          <+7    89 @    <+ / 9     <+ *   <+ <                                               !A 'A !A !%A !A $A !$A !$A &A ! A !"A "A !&A $A !!A %A $A  A #A !&A !$A &A $A !A A  A 92 92 /A  A 92  6A /A 6   6A 92 92 92 A 6   6A A A 92  /A B# B%' B%! B$& B#! B# B#$ B"" B# B%! B#! B%! B$% B#! B#$ B" B$# B#! B#' B%! B# B#! B#% B"" B" B#         )    6 CC1! A A1/6 CCDDDA A1 !)E98 7;  F7<<(   8     /     A           !"#  $%&# G ?7  ,  H  Höfundur er lögfræðingur hjá Evr- ópuráðinu. Skoðanir sem kunna að koma fram í þessari grein eru alfarið á ábyrgð höfundar. Vinsamlegast sendið ábendingar um efni til pall@evc.net. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.