Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 19
látið sig þessi mál varða á undanförn- um árum auk þess sem Evrópusam- bandið hefur samþykkt sex tilskipan- ir, sem endurspeglast í íslenskum höfundarréttarlögum. Sú nýjasta snýr að úrlausnarefnum varðandi Netið og hafa Íslendingar ákveðinn aðlögunartíma til að taka hana upp í landslög. „Sem stendur er mjög brýnt að leysa úr úrlausnarmálum er varða stafræna eintakagerð, sem á sér stað með tilkomu Netsins, því aldrei má ganga svo langt að upplýsingarnar fái ekki að fljóta eðlilega áfram til þeirra, sem á þeim þurfa að halda. Ljóst er að stafræn eintakagerð mun færast í vöxt á næstu árum og hefur vinnu- hópur á vegum Fjölís verið skipaður til að koma með tillögur og lausnir í þeim efnum.“ Aldrei í dómsmál „Við höfum aldrei þurft að höfða dómsmál til þess að stoppa af ólög- lega fjölföldun, heldur höfum við allt- af náð samkomulagi að lokum, stund- um eftir mikla þrautsegju og langan tíma, enda er óhætt að segja að menn hafi í fyrstu ekkert verið viljugir að láta fé af hendi rakna vegna höfund- arréttarákvæða og neita því í fyrstu alfarið að innan þeirra stofnana eða fyrirtækja fari fram ólögleg ljósrit- un,“ segir Ragnar og bætir við að allt samningaferli vegna höfundarréttar sé afar tímafrekt og geti stundum tekið mörg ár. „Með faglegum vinnu- brögðum höfum við kennt forsvars- mönnum fyrirtækja og stofnana að nálgast úrlausnarefnið og hvaða að- ferðum hægt er að beita til að kanna umfang ljósritunar á hverjum stað. Þannig hefur okkur tekist að sýna fram á að víða fer fram víðtæk ólögleg ljósritun sem aftur hefur leitt til samningagerðar. Það hlýtur að vera afar óviðfelldið fyrir yfirmenn að skipa undirmönnum sínum að brjóta lög daglega með ólöglegri ljósritun eða fyrir kennara að hafa það fyrir nemendum sínum að taka eignir ann- arra manna og nota heimildalaust og án endurgjalds,“ segir Ragnar. Lokið er samningagerð við menntamálaráðuneytið vegna grunn- skóla, framhaldsskóla og háskóla auk þess sem samið hefur verið við nokkra einkaskóla, stjórnarráðið og deildir þess, kirkjuna vegna notkunar á nótum og textum við kirkjulegar at- hafnir og Reykjavíkurborg. Árlegar tekjur Fjölís nema nú milli 30 og 40 milljónum króna, en ennþá er ósamið við önnur sveitarfélög í landinu, einkaaðila í atvinnulífinu, tónlistar- skóla vegna nótna- og textasmíða, og ýmis ríkisfyrirtæki, sem heyra ekki beint undir stjórnarráðið. Stærsti samningurinn, sem gerður hefur ver- ið, er við menntamálaráðuneytið vegna skólanna og hljóðar upp á rúm- ar 180 milljónir á sex árum. Auk þess að vera innheimtuaðili fyrir innlenda rétthafa, sér Fjölís einnig um að innheimta fyrir erlenda rétthafa, skv. alþjóðlegum samning- um þar um. Ólíkt stærri málsamfélög- um, verða allir þeir fjármunir, sem innheimtir eru fyrir erlenda rétthafa, eftir á Íslandi á sama hátt og allt fé, sem innheimt er erlendis vegna fjöl- földunar á íslensku efni, verður eftir þar. Öllum þeim fjármunum, sem inn- heimtir eru á vegum samtakanna, er dreift til aðildarfélaganna, ef undan er skilinn rekstrarkostnaður vegna skrifstofu Fjölís að Hallveigarstíg 1, sem síðan sjá um að dreifa þeim áfram til félagsmanna, ýmist sem styrkjum eða framlögum. „Eins og gefur að skilja, er óvinnandi vegur að leita uppi hvern einasta höfund til að færa nákvæmar sönnur á það hvaða verk verið er að ljósrita þótt við höf- um orðið að meta þetta óvísindalega þegar kemur að því að skipta pening- unum á milli aðildarfélaganna sex.“ 3% af landsframleiðslu Félög á borð við Fjölís hafa verið stofnuð um allan hinn vestræna heim auk þess sem nokkur öflug félög eru orðin til í Asíu, Afríku og Suður-Am- eríku. Íslendingar hafa sótt sína fyr- irmynd til annarra Norðurlanda og er norrænt samstarf mikið á þessu sviði. Ragnar segir að höfundarrétturinn sé að skapa mikil verðmæti í lands- framleiðslunni og mikilvægi hans megi ekki vanmeta á nokkurn hátt. Ætla megi að þáttur höfundarréttar í landsframleiðslu sú nú um þessar mundir 3% og fari vaxandi. join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 19 NÝLEGA hittust þessar konur til að minnast þess að 50 ár eru síðan þær útskrifuðust frá Kvennaskól- anum á Blönduósi. Þar sem skólinn er ekki starfræktur lengur og þær búsettar víðsvegar um land var ákveðið að hittast á Hótel Borg- arnesi og eyða þar saman einni helgi. Af 40 námsmeyjum sem stunduðu nám við skólann veturinn 1950–51 mættu 28 til að minnast tímamótanna. Héldu upp á 50 ára útskriftar- afmæli INNLENT Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar Betri fætur betri líðan á góðum skóm Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.