Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 13
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 13 Hverfisgötu 105, Sími 551 6688 ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA HEFST MÁNUDAGINN 23. JÚLÍ Í VETUR verður bryddað upp á þeirri nýjung í Tíbrá, að kammerhópur undir nafninu Kammerhópur Salarins mun sjá um tónleika- hald í einni af fimm röðum Tíbrár á komandi starfsári. Hópurinn var stofnaður nú í árs- byrjun að frumkvæði píanóleikaranna Peters Máté og Nínu Margrétar Grímsdóttur, en auk þeirra skipa hópinn þau Sigrún Eðvalds- dóttir, Sif Tulinius, Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Helga Þórarins- dóttir, Þórunn Marinósdóttir, Áshildur Har- aldsdóttir, Martial Nardeau og Miklos Dalmay. „Okkur Peter langaði að stofna kamm- erhóp í líkingu við Caput-hópinn sem myndi standa að tónleikaröð sem svipar til þeirrar sem fram fer í Lincoln Center í New York, þar sem einnig er kammerhópur,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir aðspurð um tilurð verk- efnisins. „Hugmyndin byggist á því að það er fastur kjarni af tónlistarfólki, með ákveðna breidd í hljóðfærum, sem getur flutt flestar tegundir kammertónlistar. Síðan er bætt við gestum, bæði hópum og einstaklingum, eftir því sem við á og verkefnavalið krefst.“ Kammertónlist með píanói er einn af horn- steinunum í tónleikahaldi Kammerhóps Sal- arins og skýrir það hátt hlutfall píanóleikara innan hópsins, en þeir eru þrír af ellefu. „Caput-hópurinn hefur það að markmiði að flytja nútímatónlist og þá langaði okkur að leggja áherslu á kammertónlist með píanói,“ útskýrir Nína Margrét. „Það er náttúrulega mikil breidd í verkum sem eru til frá flestum tímabilum tónlistarsögunnar fyrir slíka hljóð- færasamsetningu.“ Á dagskrá þessarar raðar Tíbrár í vetur eru átta tónleikar og hafa hverjir og einir ákveðið þema, ákveðið tónskáld eða land- svæði. „Verkefni hverra tónleika er hnit- miðað, sem gerir þá meira krefjandi fyrir okkur sem tökum þátt í þeim, vegna þess að maður þarf að hugsa svolítið um samsetn- inguna á verkunum. Flestir kammertónleikar í dag hafa mjög fjölbreyttar efnisskrár innan hverrra tónleika, en okkur langaði að hafa þetta hnitmiðaðra. Það gerir þá líka auðveld- ari í kynningu og aðgengilegri fyrir almenn- ing.“ Út frá þessu skipulagi fæddist sú hugmynd, að hafa svokallað tónleikaspjall fyrir hverja tónleika, þar sem tónskáld kemur og fjallar um það þema sem einkennir tónleikana hverju sinni. Tónleikaspjallið verður í hönd- um þeirra Þorkels Sigurbjörnssonar, Mistar Þorkelsdóttur og Atla Heimis Sveinssonar. „Þessi hugmynd er komin frá Lincoln Center- röðinni. Hugmyndin er að einhver, í okkar til- felli tónskáld, komi hálftíma fyrir tónleikana og gefi kost á sér í spjall um efnisskrána við tónleikagesti með óformlegum hætti. Fólk ætti að geta verið með sínar spurningar og vonandi fræðst aðeins um efnisskrá viðkom- andi tónleika. Við vonumst til þess að þetta laði að fróðleiksfúsa hlustendur.“ Tónleikarnir í röðinni verða aðeins klukku- stund án hlés, auk tónleikaspjallsins fyrir tónleikana. Eftir tónleikana er svo fyr- irhugað að hafa veitingar, þar sem veitinga- hús kynna starfsemi sína og verslunin 12 tón- ar mun selja geisladiska með þeim verkum sem flutt eru hverju sinni. „Þetta er tilraun til þess að brjóta upp þetta hefðbundna klass- íska tónleikaform og stuðla að fræðslu og skemmtun. Við vonumst til að þetta snið geri tónleikana aðgengilegri og laði ef til vill að fólk sem ekki hefði annars gefið sér tíma til að fara á tónleika,“ segir Nína Margrét. Tónleikar Kammerhóps Salarins verða einn sunnudag í mánuði í vetur fyrir utan desember, og munu þeir hefjast kl. 16.30 með tónleikaspjallinu. Hefðbundið tónleika- form brotið upp TÍBRÁ er yfirskrift tónleika á vegum Kópa- vogsbæjar, sem skipulagðir eru fyrir veturinn allan og hafa verið haldnir allt frá árinu 1994. Tónleikahald þetta hefur nú aðsetur í Salnum og hefur haft frá opnun hans. Næstkomandi starfsár verður nýtt snið tekið upp á Tíbrá, þar sem fimm tónleikaraðir eru í boði auk hátíð- artónleika. Fjórar raðanna hafa blandaða efn- isskrá, en sú fimmta leggur áherslu á kamm- ertónlist í flutningi nýstofnaðs Kammerhóps Salarins og verða tónleikarnir þar með nokkuð nýstárlegu sniði. Hátíðartónleikarnir verða haldnir í janúar, en þá mun Vladimir Ashken- azy leika verk eftir Mozart ásamt Kammer- sveit Reykjavíkur. „Fimm raðir eru skipulagðar í Tíbránni, fyr- ir utan aðra tónleika sem haldnir eru í Salnum á komandi starfsári,“ segir Vigdís. „Starfsemi Salarins er í sífelldri þróun og því hefur skipu- lag tónleikaraðanna verið nokkuð breytilegt frá ári til árs. Við teljum okkur hins vegar farin að nálgast það fyrirkomulag sem flestir tón- leikagestir kunna að meta.“ Í vetur verður boð- ið upp á tvenns konar kort í Tíbrá. Annars veg- ar er um að ræða áskriftarkort, sem gildir á eina tónleikaröð að eigin vali, og hins vegar op- ið kort, þar sem tónleikagestir geta sett saman eigin röð. Einnig hægt að fá miða á einstaka tónleika. „Fjölbreytni er það sem einkennir Tíbrá að þessu sinni,“ segir Vigdís. „Við ákváð- um að setja saman ólík verk í fjórar af þessum fimm röðum og gefa fólki þannig tækifæri til að njóta sem mestrar fjölbreytni á tónleikaferð- um vetrarins.“ Bandaríski píanóleikarinn Ann Schein er væntanleg til Íslands og mun halda bæði tón- leika og „masterclass“ í Salnum í apríl á næsta ári. „Við erum afskaplega ánægð, þar sem hún er frábær tónlistarkona. Við erum líka sérlega glöð yfir því að fá Erling Blöndal-Bengtsson sellóleikari ætlar að halda einleikstónleika hér næsta vor í einni af röðum Tíbrár,“ segir Vig- dís. Þau eru þó ekki einu stórstirnin á dagskrá Salarins í vetur, því fyrir utan íslenskt stjörnu- lið er Vladimir Ashkenazy einnig væntanlegur, eins og fyrr sagði. „Að geta veitt hlustendum tækifæri til að hlýða á Ashkenazy er eitthvað sem við höfum látið okkur dreyma um en ekki gert ráð fyrir að gæti orðið að veruleika,“ bætir hún við. Vigdísi þykir leitt að ekki var unnt að verða við óskum margra tónlistarmanna um þátttöku í Tíbrá. „Í Salnum eru margs konar aðrir tón- leikar sem tónlistarfólk heldur á eigin vegum utan raðanna í Tíbrá,“ segir hún. „Því miður er ekki unnt að verða við óskum allra þeirra ágætu listamanna sem sækja um þátttöku. Sal- urinn stendur þeim hins vegar að sjálfsögðu opinn til tónleikahalds og okkur þykir vænt um að margir ætla að nýta sér hann á komandi starfsári.“ Námskeið á vegum Endurmenntunastofnunar Jónas Ingimundarson mun í vetur halda námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands í samvinnu við Salinn og Kópavogsbæ. Þar mun hann ræða um tónlist og velta fyrir sér spurningunni Hvað ertu tón- list? sem jafnframt er yfirskrift námskeiðsins. „Um árabil hef ég haldið tónleika fyrir fyr- irtæki þar sem boðið hefur verið upp á dagskrá með sérstökum hætti. Þar hef ég spilað og spjallað við fólk um tónlist og gjarnan haft með mér gesti,“ útskýrir Jónas. „Aðstaðan í Salnum til slíkra hluta er frábær og hefur mörgum greinilega líkað þetta vel, því Endurmenntun- arstofnun hefur farið þess á leit við mig að ég haldi námskeið í þessum dúr á þeirra vegum og ég hef samþykkt það. Það verða átta svona músíkstundir næsta vetur, fjórar fyrir jól og fjórar eftir jól, þar sem ég spila eitthvað og spjalla við fólk um það sem fram fer. Ég dvel ekki lengi við heyrnarleysi Beethovens eða dánardægur Mozarts, það er ekki músík, þar er líffræði. Og ég er ekki upptekinn af sagn- fræðinni í kringum tónskáldin heldur. Það er ekki markmiðið. Markmiðið er að opna hugann og velta vöngum yfir því sem við heyrum, án þess að vera að halda mínum skoðunum fram. Ég sný tónunum svolítið, líkt og kristal, og vek upp spurningar sem vonandi opna hugann.“ Jónas segir að fyrirhugað sé að fá gesti öðru hverju, ýmist söngvara eða hljóðfæraleikara. Námskeiðið fer fram í Salnum og verður það í tveim hlutum þar sem hvor hluti er sjálfstæð- ur. „Þetta er ekki mikil breyting fyrir mig, því ég hef verið að gera eitthvað þessu líkt gegnum árin,“ segir hann. „Ég hlakka mjög til að hitta það fólk sem vill hitta mig undir þessum kring- umstæðum.“ Steinway bætist í Salinn Nýr flygill hefur verið keyptur til Salarins og er hann af gerðinni Steinway&Sons. Bösen- dorfer-flygillinn, sem keyptur var til Kópavogs og hafði lengst af aðsetur í Gerðarsafni, verður áfram í Salnum. „Hann hefur eiginlega sögu- legt inntak nú þegar,“ segir Jónas. „Tilkoma hans breytti miklu um tónlistarlíf hér í bænum og má líta svo á að hið margþætta tónleikahald, sem hér er upp risið, sé að verulegu leyti hon- um að þakka. Þó að flyglarnir tveir séu hlið- stæð hljóðfæri, er þó nokkur munur á hljóm þeirra og er ánægjulegt að geta boðið flytj- endum að velja á milli þessara tveggja hljóð- færa eftir því sem þykir henta hverju sinni og áheyrendur uppskeri því enn ríkulegar.“ Kammerhópur Salarins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vigdís Esradóttir, Nína Margrét Grímsdóttir og Jónas Ingimundarson. Tónlist í húsinu sem byggt var utan um tón Dagskrá Tíbrár í Salnum í Kópavogi fyrir næstkomandi starfsár kemur út í ágúst. Inga María Leifsdóttir þjóf- startaði og fór á fund Vigdísar Esradóttur framkvæmda- stjóra og Jónasar Ingimundarsonar, eins konar föður Salarins, sem þar mun halda námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla Íslands í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.