Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 35                                                          !"                                 !!""# $ % &"  ' ! !!% !!"!(    )*%""#  +, !!"!( - ." / - .""# 0  0+ # 0  0  0+                                                 !!" # $  %&           # $  '$     (   ( ) ! "  #$$   &'( )'' *  "$ + $' , (- $       $     "'(   $$ "   $ $. / $ 0  '( 1( $$     '( 2$$ / ) $$  - $-# $                                            ! "    #       !" # $   %%" &   %" '%(    )&   *(    %"     %" + , (( "%   %" #  #$  " #  #  #$ -                                             !" # !$%%&! "! " "%'())" ( !'())" * +" *!!%%&! *!! %,-! !%&! * !. /0'())" !!% !%&! "! 1" ,)%'())" ,!,-! & ,!,!,-!                                                 ! "#$%&#' ($ ) $%& *+)# ($&$ ( $%& +, - ,. &, $%& ./  ,0 # $%& ./  ,,$ 1, $%& ./ + ($. ..$ 23 ./ ' Ég naut þeirra for- réttinda að kynnast honum „Valda gamla“ eins og hann var oft kallaður til aðgrein- ingar frá syni sínum. Leiðir okkar Valda lágu saman þegar ég vann í bæjarvinnunni á Kópavogsvelli, þar tók hann mig og vinkonu mína að sér til trausts og halds. Við endasentumst bæjar- markanna á milli til að gera að net- um í fótboltamörkum og körfu- boltahringjum. Þetta voru góðir dagar og kannski lýsir það einna best hversu bjartur og skemmti- legur maður hann var, að þegar ég hugsa til hans þá var eins og það hafi alltaf verið sól þennan skamma tíma sem ég fékk að vinna VALDIMAR KRISTINN VALDIMARSSON ✝ Valdimar Krist-inn Valdimars- son fæddist 9. júní 1926 á Látrum í Að- alvík. Hann lést á heimili sínu aðfara- nótt 6. júlí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Digranes- kirkju 13. júlí. með honum. Mér er einkar minnisstætt að einn dag er unnið var að netaviðgerðum sem áður bauð Valdi okkur heim í kaffi, þar hitt- um við Rósu konu hans og enn og aftur kom karlinn á óvart, því með kaffinu bauð hann uppá heimabak- aðar kökur à la Valdi um leið og hann sýndi okkur smíðaverk sín. Og heim fórum við með sinn hvorn heimasmíðaðan burst- abæinn og þá vitneskju að honum Valda væru engin verk ókunnug. Skapast hefur tómarúm í íþróttalífi Kópavogsbæjar við brotthvarf Valda af vellinum og verður hans klárlega saknað af af- ar breiðum hópi enda var hann ein- staklega vinmargur maður. Kæri vinur, ég kveð þig með þessum fáu orðum og vil um leið votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Þinn vinur, Karen Halldórsdóttir. ✝ Sigurður Jóns-son fæddist 3. júlí 1900 á Nesi í Norð- firði. Hann lést 10. júlí síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað. Foreldrar hans voru Kristjana Jakobsen frá Þórshöfn í Fær- eyjum, f. 11. septem- ber 1860, d. 17. maí 1955, og Jón Einars- son frá Mjóafirði, f. 3. maí 1866, d. 3. febrúar 1960. Al- bræður Sigurðar voru: Einar, f. 7. mars 1895, d. 12. febrúar 1999, Friðþjófur, f. 19. des- ember 1897, d. 26. desember 1905, Þorsteinn Norðfjörð. f. 11. janúar 1903, d. 20. febrúar 1952, og Frið- þjófur Jakob, f. 13. ágúst 1905, d. 8. látin. Þau áttu saman soninn Sig- urþór, f. 8. mars 1939, hans kona er Kristrún Stefánsdóttir, f. 26. mars 1937, og þeirra börn eru: 1) Ragnheiður, f. 28. september 1961, hennar maður er Gunnar Sigur- þórsson, f. 13. apríl 1959, og börn þeirra eru Kristrún Harpa, f. 26. júní 1984, Gunnar Karl, f. 2. nóv- ember 1986, og Sigrún Kristín, f. 1. júlí 1988. 2) Sigurður Þorsteinn, f. 29. apríl 1965, hans kona er Drífa Ármannsdóttir, f. 15. ágúst 1966, þeirra börn eru Sara, f. 29. júlí 1993, og Sigurþór Andri, f. 2. sept- ember 1995. 3) Stefán Logi, f. 8. janúar 1975, sambýliskona hans er Margrét Vala Gylfadóttir, f. 9. ágúst 1976. Einnig ólst upp hjá Sig- urði bróðurdóttir hans Sigrún Kristín Þorsteinsdóttir, f. 15. apríl 1934, hjúkrunarfræðingur í Nes- kaupstað. Sigurður stundaði sjómanns- störf frá barnæsku, fyrst á árabát- um og vertíðarbátum en síðar í landi við fiskvinnslu. Útför Sigurðar var gerð frá Norðfjarðarkirkju 20. júlí. mars 1908. Áður en Kristjana, móðir Sig- urðar, flutti til Íslands hafði hún verið tvígift úti í Færeyjum en misst þá menn báða. Með Jóhan Hendrik Poulsen, f. um 1862, d. 18. júlí 1884 eignaðist hún Sigurd Marius Poulsen, f. 13. júní 1882, d. 27. maí 1977, og Henriettu Poulsen, f. 12. júní 1884, d. 4. júní 1977, og með Sig- mund Lukasen, f. 7. apríl 1867, óvíst um dánardægur, átti hún Hans Luka- sen, f. 5. apríl 1887, dó í barnæsku og Sigrid Lukasen, f. 5. apríl 1890, dó einnig barnung. Sigurður bjó um hríð með Margréti Hanssen, f. 3. nóvember 1915, fyrir skömmu Með þessum orðum viljum við kveðja Sigurð Jónsson afabróður okkar, sem er eini maðurinn sem við systkinin höfum kallað afa. Hann var orðinn 101 árs þegar hann fékk að fara og mátti því muna tímana tvenna. Hann tilheyrði kynslóð sem ólst upp við mjög óblíð kjör, kulda, skort og kaupmannavald. Sjálfsagt hefur þetta sett mark sitt á afa. Hann átti það til að vera mjög þversum og stundum þurr á manninn, þótt sú hlið- in snéri ekki að okkur krökkunum. Frá því að við munum eftir okkur vissum við að afi hafði af þrjósku einni saman neitað að hósta þegar að hann fékk kíghósta sem barn – þetta fannst okkur að hlyti að vera hámark þver- móðskunnar. Eins og flestir ungir menn úr sjáv- arplássi fór afi að stunda sjómennsku um leið og nefið náði upp fyrir borð- stokkinn. Í dag hefði slík vinna aldrei komið til greina fyrir mann eins og hann því að hann var alla tíð sjóveik- ur, samt lét hann sig hafa þetta í ára- tugi, eða uns stofnun frystihúss hér í Neskaupstað 1949 gerði honum kleift að vinna við fisk í landi. Í þá daga hef- ur sennilega ekki verið um margt annað að ræða í atvinnuskyni fyrir ungan mann í sjávarplássi. Þegar fal- ast var eftir því að heiðra hann á sjó- mannadaginn fyrir störf við sjó- mennsku, harðneitaði hann að láta slíkt yfir sig ganga, þótt fast væri eftir leitað – honum fannst ekki við hæfi að heiðra menn sem hefðu verið sjóveik- ir alla sína sjómannstíð. Að sjálfsögðu þótti þetta viðhorf vera enn eitt dæm- ið um annálaða þrjósku hans. Afi var alla tíð eldheitur verkalýðs- maður. Á 100 ára afmæli sínu var hann gerður að heiðursfélaga Verka- lýðsfélags Norðfirðinga, enda einn af stofnendum þess. Það má eiginlega segja að hann hafi verið einn af síð- ustu sönnu kommúnistunum hér í bæ. Þrátt fyrir kröpp kjör í æsku hafði afi hinsvegar fullan skilning á þörfum smáfólks. Það mátti treysta á afa varðandi páskaeggin – í þeim málum var hann sannkallaður höfðingi. Árið 1997 fór afi fyrir fjölskyldunni á ættarmót til Færeyja, þaðan sem móðir hans var ættuð, þá 97 ára og næstelsti maður ættarinnar (Einar bróðir afa sat eftir heima 102 ára, afi sagði að hann hefði ekki nennt). Þar lék hann á alsoddi og heillaði fær- eysku ættingjana upp úr skónum. Ef- laust eiga Norðfirðingar eftir að sakna þess að sjá ekki þann gamla á göngu um bæinn, því að annar eins göngugarpur er vandfundinn. Hann fór daglega og stundum tvisvar á dag hring í bænum, sama hvernig viðraði. Þetta gerði hann til að ryðga ekki, eins og hann kallaði það. Það er því óhætt að segja að afi hafi verið sterk- ur og eftirminnilegur maður og hverju barni hollt að hafa fengið að kynnast manni eins og honum. Nú hefur hann fengið verðskuldaða hvíld og við samgleðjumst honum. Sveinbjörg, Þórunn Björg og Snorri Halldórsbörn. SIGURÐUR JÓNSSON                        !"             ! MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur af- mælis- og minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.