Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r á h e i m s m æ l i k v a r ð a Borgar túni 37 Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S Þú getur tilkynnt aðsetursskipti á www.postur.is Veit Pósturinn hvar þú býrð Óformlegum bréfaskiptum á milli landanna er lokið og er gert ráð fyr- ir að samkomulagið komist formlega á í næsta mánuði. Er ráðgert að fulltrúar félagsins Íslensk ættleið- ing, sem hefur milligöngu um ætt- leiðingu barna erlendis frá, fari til Kína í septembermánuði og í fram- haldi af því geta ættleiðingar kín- verskra barna hafist, að sögn Krist- rúnar. Ein af meginforsendum þess að samkomlagið hefur náðst, er að Kín- verjar hafa nýlega gerst aðilar að Haag-samningnum frá 1993 um vernd barna og samvinnu um ætt- leiðingu barna, sem Íslendingar gerðust aðilar að á síðasta ári. SAMKOMULAG er í burðarliðnum á milli dómsmálaráðuneytisins og kínverska félagsmálaráðuneytisins um ættleiðingar milli landanna. Samkomulagið mun hafa þá þýðingu að íslenskir kjörforeldrar munu geta ættleitt börn í Kína en mörg kínversk börn bíða ættleiðingar og mun það því opna mikla möguleika á ættleiðingu barna erlendis frá. Önnur Norðurlönd hafa góða reynslu af samskiptum við Kínverja í ættleiðingarmálum, skv. upplýs- ingum Kristrúnar Kristinsdóttur, lögfræðings í einkamálaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins. Fulltrúar Íslenskrar ættleið- ingar til Kína í september Að hennar sögn hafa Ólafur Eg- ilsson sendiherra og Auður Edda Jökulsdóttir, starfsmaður sendi- ráðsins í Kína, haft veg og vanda af undirbúningi málsins og milligöngu um samskiptin við kínversk stjórn- völd. Þá skipti einnig miklu máli að sögn Kristrúnar, að ný ættleiðing- arlög tóku gildi hér á landi í júlí í fyrra, en Kínverjar gátu ekki fallist á ákvæði í eldri ættleiðingarlögum. Framfylgja ströngum reglum um ættleiðingar Meginreglan verður sú, að vænt- anlegir kjörforeldrar sem vilja ætt- leiða börn í Kína munu þurfa að fara sjálfir til landsins til að sækja börn- in. Að sögn Kristrúnar eru vinnu- brögð í ættleiðingarmálum í Kína mjög vönduð og framfylgja þeir ströngum reglum m.a. til að koma í veg fyrir greiðslur fyrir börn sem eru ættleidd. Samkomulagið við Kínverja mun opna mikilvæga möguleika fyrir ís- lensk kjörforeldri sem hafa áhuga á að ættleiða börn, en mikil bið hefur verið eftir ættleiðingu barna erlend- is frá á undanförnum árum. Að und- anförnu hafa margir sýnt áhuga á að ættleiða börn frá Kína. Samkomulag í burðarliðnum milli Íslands og Kína Opnar fyrir ætt- leiðingar frá Kína Ættleiðingar kínverskra barna ættu að geta hafist í haust Á HVERJUM degi fara á vegum stærstu vöruflutningafyrirtækjanna í Reykjavík, þ.e. Landflutninga og Flytjanda, alls um 80 vöruflutninga- bílar úr borginni til ýmissa staða á landsbyggðinni. Flestir bílanna halda frá Reykjavík milli kl. 17 og 19. Óskar Óskarsson, deildarstjóri hjá Landflutningum, segir að fyrir- tækið sendi að meðaltali um 35 bíla frá Reykjavík á degi hverjum. „Brottfarirnar eru að mestu seinni partinn en það fara einnig sex til átta bílar í hádeginu og aðrir fimm fara um miðnættið.“ Spurður um mikla aukningu hjá fyrirtækinu í landflutningum á síð- astliðnum árum sagði hann að svo hefði verið. „Við lögðum Mælifellinu í fyrra og settum þá frakt inn á bílana en þá þurftum við að bæta við um það bil tíu bílum. Við keyrum þá reyndar mjög stíft, á tveimur vöktum.“ Um 200 bílar í þjónustuneti Flytjanda Svavar Ottósson, framkvæmda- stjóri Flytjanda, segir að um 45 vöruflutningabifreiðar á þeirra veg- um fari frá Reykjavík á degi hverj- um. „Við erum með um það bil 80 af- greiðslustaði úti á landi og keyra 24 flutningsaðilar út frá Reykjavík til þeirra. Þessir aðilar eru með um 200 bíla í sinni þjónustu og annað eins af vögnum.“ Spurður um aukningu í landflutn- ingum hjá þeim á síðastliðnum árum sagði Svavar: „Á undanförnum árum hefur svo verið, en þó ekki á síðustu tveimur árum. Eimskip er einnig með skip og þeir eru í okkar flutn- inganeti.“ Hann segist jafnframt ekki sjá fram á aukningu í bílaflotanum. Inntur eftir því hvort ekki yrði leyft áfram að vera með 12 metra langa gáma aftan í flutningabílunum sagði hann: „Ef vagnarnir sem eru aftan í flutningabílunum væru teknir af eða yrðu styttir þá kallaði það á fleiri bíla. Þá myndi umferðin aukast og mengun líka.“ ÞAÐ var engin lognmolla þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði byggingarsvæðis versl- unarmiðstöðvarinnar í Smáralind undir hádegi í gær. Rúmlega hundr- að hraustir menn voru þar við störf. Stefnt er að því að verkinu ljúki í október og er gert ráð fyrir að versl- unarmiðstöðin verði opnuð tíunda þess mánaðar. Að sögn Þorvaldar Árnasonar, framleiðslustjóra Ístaks, er verkið á áætlun. Að hans sögn er um þessar mundir verið að ganga frá sameign innandyra, klæðningu á byggingunni að utan og lóð. Davíð Andrésson og Jón Marz Ei- ríksson voru meðal þeirra sem unnu að sameign verslunarmiðstöðv- arinnar innan dyra. Morgunblaðið/Jim Smart Ekki slegið slöku við Um 80 flutn- ingabílar frá Reykjavík á dag SVERRIR Björnsson frá Siglufirði veiddi á fimmtudag alls fimm há- karla í einum róðri og innihéldu þeir alls átta laxa. Segir Sverrir að hann hafi aldrei áður fundið lax í hákarli. Sverrir, eða Velli eins og hann er kallaður, hefur stundað hákarlaveið- ar ásamt grásleppuveiðum síðan 1967. Hann fer yfirleitt út í mynni Siglu- fjarðar á tveggja daga fresti, en hann hefur aldrei áður veitt svo marga hákarla í einni veiðiferð. „Fimm hákarlar eru það mesta sem ég hef náð á einum degi og þá náði ég jafnframt einum í gærmorg- un. Í þessum sex hákörlum voru í heildina níu laxar, þar af þrír í einum þeirra. Samt er hákarlinn búinn að æla á leiðinni í land þar sem ég dreg hann með sporðinn á undan. Maður sér oft fisk, sel eða jafnvel blikkdósir í þeim, en aldrei lax.“ Sverrir segir að þarna hafi verið að finna 15 til 16 punda laxa og einn laxinn hafi litið þokkalega út. Hann segir að það sé alveg óskiljanlegt að hafa fundið lax í hákarlinum og segir að ekkert eldi sé þarna nærri. Þá sé hann svo langt úti að þetta geti ekki verið úr einhverri á. Stærsti hákarlinn sem Sverrir hefur veitt var upp undir sex metrar að lengd en yfirleitt eru þeir um fjór- ir til fimm metrar. Meðalþyngdin er um 800 til 1000 kg að hans sögn. Að- spurður segir Sverrir að hann fangi hákarla á línu. „Ég er með þrjár lín- ur og því fimmtán króka en hef bara verið með eina línu. Svo reyni ég að húkka með haka í þá til að koma stroffu á þá. Stundum er svolítill barningur, sérstaklega þegar það er mikið líf í þeim. Svo drepast þeir á leiðinni í land þar sem það flæðir ekkert í gegnum tálknin á þeim.“ Ljósmynd/Halldór Þ. Halldórsson Sverrir gengur frá hákarlinum í ker á bryggjunni á Siglufirði. Laxar í hákörlumBANASLYS varð laust fyrir hádegi ígær um borð í Smáey VE 144 þar sembáturinn lá við bryggju í Vestmanna- eyjum. Maðurinn sem lést var tæplega fer- tugur og féll hann úr stiga sem liggur frá efra dekki niður á millidekk. Tilkynnt var um slysið til lögreglu um klukkan hálf tólf og var maðurinn úrskurðaður látinn stuttu síðar á Sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Vest- mannaeyja. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum er málið í rannsókn. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Banaslys varð um borð í Smáeynni VE 144 í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.