Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 25
eigi marga rekkjunauta þótt þeir séu kvæntir og því eru eiginkonur þeirra oft berskjaldaðar gagnvart smiti. Vegna hræðslu og skammar flýja þeir oft undan allri ábyrgð þegar í ljós kemur að eiginkonan og jafnvel börn- in eru smituð. Vilja ekki horfast í augu við hvað þeirra bíður. Þetta gerðist í tilfelli Lumku og stóð hún því eftir sem einstæð móðir með átta ára dóttur sína og alnæmissmituð. Þrátt fyrir að Lumka hafi unnið með alnæmissjúklingum í mörg ár, og ein- mitt kannski þess vegna, er hún ekki tilbúin að opinbera stöðu sína eða segja sínum nánustu frá því að hún sé smituð. Fordómar í garð HIV- og al- næmissmitaðra eru enn ótrúlega miklir og er alls ekki óalgengt að fólki sé útskúfað af fjölskyldunni og því samfélagi sem það býr í. Fáfræði er mikil og alls konar ranghugmyndir eru uppi um eðli sjúkdómsins og smitleiðir. Því er enn mikið starf óunnið við að breyta viðhorfum fólks til alnæmis. Það starf ætti þó að reyn- ast auðveldara eftir því sem fleiri op- inbera stöðu sína, en það reynist flestum mjög erfitt. Lumka er þegar farin að veikjast mikið sem gerir henni erfiðara fyrir að halda sjúk- dómnum leyndum fyrir sínum nán- ustu. Hún efast um að geta nokkurn tímann gert stöðu sína opinbera eftir að hafa upplifað, í gegnum starf sitt, hvernig viðmót samfélagið og oft nán- asta fjölskylda sýnir HIV- og alnæmissmituðum. Samdi við alnæmisveiruna… Themba er 28 ára sjálfboðaliði sem hefur nýlega hafið störf hjá Rauða krossinum við heimahjúkrun. Hann hefur verið HIV-jákvæður síðan hann var 19 ára gamall. Öfugt við Lumku hefur hann frá upphafi verið opinskár um stöðu sína. Mamma hans er hjúkrunarkona og vann á sjúkra- húsi þar sem fyrrverandi kærasta hans var lögð inn alnæmismituð. Það var móðir hans sem hvatti hann til að fara í próf og var því þátttakandi frá upphafi. Það var vitanlega mjög mik- ið áfall fyrir Themba að komast að því að hann væri HIV-jákvæður, „nítján ára með enga framtíð“. Ofan á það bættist svo að fósturfaðir hans vildi ekki búa undir sama þaki og HIV- smitaður einstaklingur og varð Themba því að flytja að heiman. Fyrstu tvö árin reyndust honum mik- il kvöl, en eftir tveggja ára baráttu við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir gerði Themba samning við HIV-veiruna. Hann ákvað að þau myndu lifa í sátt og samlyndi þar til yfir lyki, hann yrði góður við veiruna og hún yrði góð við hann. Síðan Themba tók þessa ákvörðun, fyrir um sjö árum, hefur hann aldrei orðið veikur og er virkur þátttakandi í baráttunni gegn al- næmi. Hann notar hvert tækifæri sem honum gefst til að tala um sína reynslu í von um að það geti hjálpað öðrum í svipaðri stöðu, minnkað for- dóma og vonandi komið í veg fyrir að fleiri smitist. Við hittum Lumku og Themba vikulega ásamt hinum tólf sjálfboða- liðunum þar sem að mörg aðkallandi málefni voru tekin fyrir svo sem hvað er að vera góður ráðgjafi, hvernig eigi að bregðast við þegar skjólstæðingur deyr, fjölskyldan, þagnarskylda o.fl. Eftir að hafa unnið skipulega með hópnum í nokkra mánuði fannst okk- ur eins og samstarf okkar væri farið að skila einhverjum árangri. Meiri samstaða var komin í hópinn og vor- um við öll sammála því að stuðnings- hópur sem þessi væri nauðsynlegur fyrir sjálfboðaliðana. Reyndist þessi tími sem að hópurinn eyddi saman góður vettvangur til að taka á þeim vandamálum sem upp komu í daglegu starfi. Við gátum veitt hvert öðru stuðning og miðlað af reynslu okkar. Í hvert skipti sem við hittumst var hluti af tímanum einnig nýttur í fræðslu um málefni tengd starfinu. Við vorum því frekar vonsviknar þegar við kvöddum að ekki skyldi hafa tekist að fá einhvern í okkar stað til að halda áfram þar sem við skildum við. Það verður því spennandi að sjá hvort stuðningshópurinn sé enn við lýði þeg- ar við komum aftur til Cape Town eftir nær þriggja mánaða fjarveru. Það er nokkuð ljóst að þegar fólk til- einkar líf sitt sjálfboðavinnu verður það starf að vera metið bæði af samtökun- um sem það starfar fyrir sem og af samfélaginu því ekki er hægt að gleðj- ast yfir háum launatékka mánaðarlega! Með kveðju, Dögg og Hjördís. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 25 M ENNT var stofnuð í nóvember 1998 af samtökum at- vinnurekenda, launafólki, háskól- um og flestum framhaldsskólum á landinu, sérstaklega starfs- menntaskólunum. Hvatinn var sá að fyrrnefndir aðilar sáu sér hag í að koma á fót vettvangi til að hitt- ast, bera saman bækur sínar og gera störf sín að menntamálum öflugri og hnitmiðaðri. Að und- anförnu hefur orðið mikil vakning um gildi menntunar og atvinnu- lífið kallar á síaukna starfsmennt- un. Aðilar að Mennt eru t.a.m. orðnir um 70 talsins og ýmis fyr- irtæki, skólar og félög hafa bæst í hópinn. Fyrir stofnun félagsins voru menn oft einangraðir og úr takti hver við annan en samstarf og efling íslensks atvinnulífs er auðvitað hagsmunamál okkar allra. Ég tel að tilgangur sam- starfsins sé einmitt sá að setja fram og vinna að sameiginlegum markmiðum, með því að afla upp- lýsinga um starfsmenntun, og miðla þeim milli aðila vinnumark- aðarins og skólanna.“ Upplýsingaveita um námsframboð Stefanía segir starfsemi MENNTAR hafa blómstrað á undanförnum árum og verkefnin vera fjölmörg: ,,Við tökum að okkur beina verkefnavinnu fyrir fjölda aðila, m.a. þróunarverkefni, ráðstefnur og ýmis átaksverkefni. Við höfum einnig á okkar könnu umsýslu Evrópuverkefna á sviði starfs- menntunar, s.s. með Europass starfsmenntavegabréfi Evrópu- sambandsins og þátttöku í CEDEFOP, sem er miðstöð sambandsins um þróun starfs- menntunar. Auk þess sjáum við um ákveðna hluta Leonardó da Vinci, starfsmenntaáætlunarinn- ar, í samstarfi við íslensku lands- skrifstofuna, en í þeirri áætlun felast m.a. styrkir til þróunar- verkefna og mannaskipta. Sjálf höfum við einnig frumkvæði að ýmsum verkefnum, enda erum við í mjög góðri aðstöðu til að meta þörfina úti í atvinnulífinu. Sem dæmi um slíkt má nefna að í kjöl- far mikillar aukningar, sem orðið hefur á námskeiðahaldi hér á landi, erum við nú að vinna að samræmdu vottunarkerfi fyrir slík námskeið. Það er mikið fram- boð og eftirspurn eftir ýmiss kon- ar námskeiðum utan skólakerfis- ins, að hálfu einkaaðila og endurmenntunarstofnana, og þetta er orðinn mikill frumskóg- ur.“ En hvernig er hægt að leggja mat á gæði þeirra námskeiða, sem fólk hefur sótt eða ætlar sér að sækja? „Það er eitt af því sem við erum að vinna að um þessar mundir, svo fólk geti nýtt sér alla þá þekk- ingu sem það aflar sér. Eitt af stærstu verkefnum okk- ar nú er að setja á fót Upplýs- ingaveitu um námsframboð, gagnagrunn og leitarvél á Netinu, þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um allt námsframboð eftir grunnskóla hér á landi. Ein- staklingar eiga að geta fundið þar allar slíkar upplýsingar á einum vef í stað þess að þurfa að leita inn á heimasíður allra mennt- astofnana á landinu. Í kjölfar út- boðs sem við héldum fyrir skemmstu munum við semja við einkaaðila um uppsetninguna og er ætlunin sú að grunnurinn standi algerlega undir sér fjár- hagslega. Í því sambandi ber að benda á að markmið MENNTAR er ekki að standa í rekstri heldur að koma góðum hugmyndum í framkvæmd og hvetja til sam- starfs. Stór þáttur í starfseminni felst síðan í verktakavinnu fyrir menntamálaráðuneytið. Ímars- mánuði sl. skipulagði MENNT stóra ráðstefnu að beiðni ráðu- neytisins undir yfirskriftinni Upplýsingatækni í skólastarfi, UT-2001 og í september munum við sjá um viku símenntunar, sem er afar viðamikill atburður á landsvísu. Þó ber að benda á að MENNT hlýtur enga opinbera styrki og er eingöngu fjármögnuð með félagsgjöldum og verktaka- vinnu. Hér eru fjórir starfsmenn í fullu starfi og tveir í hlutastarfi. Við höldum úti öflugri vefsíðu á slóðinni mennt.is og erum einnig með fréttabréf í undirbúningi. Að sjálfsögðu er rekstur sem þessi kostnaðarsamur og mikil sam- keppni ríkir um það takmarkaða fjármagn sem ætlað er til menntamála hér á landi. Við slík- ar aðstæður þurfa hugmyndir okkar og starfsaðferðir einfald- lega að vera fyrsta flokks og þar sem við öflum sjálf stærsta hluta þess fjár sem nauðsynlegt er til rekstursins viljum við fremur líta á okkur sem fyrirtæki en stofn- un.“ Ný tækifæri Umsýsla Evrópuverkefna er stór þáttur í starfsemi MENNT- AR, að sögn Stefaníu, en töluvert fjármagn berst hingað til lands í gegnum menntaáætlanir Evrópu- sambandsins: ,,Leonardó-áætlunin er starfs- menntaáætlun Evrópusambands- ins og á hennar grundvelli eru ákveðnir fjármunir m.a.ætlaðir til nemenda- og starfsmannaskipta, endurmenntunar, starfsþjálfunar og kynningar. Meðal þeirra sem sótt geta um styrki eru kennarar, leiðbeinendur, fræðslustjórar og aðrir stefnumótandi aðilar í skóla- starfi. Hlutverk MENNTAR í Leonardó felst fyrst og fremst í kynningum, aðstoð og ráðgjöf við umsækjendur en mat umsókna og umsýsla styrkjanna fer fram á Landsskrifstofu Leonardó á Ís- landi, sem Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands rekur. MENNT aðstoðar einnig við leit að sam- starfsaðilum og dreifingu niður- staðna. Við gegnum einnig tvíþættu hlutverki fyrir CEDEFOP, mið- stöð Evrópusambandsins um þró- un starfsmenntunar, sem er í Grikklandi. Við söfnum upplýs- ingum um allt það sem viðkemur námi eftir grunnskóla hér á landi og fer það í gagnabanka stofn- unarinnar, sem inniheldur sam- bærilegar upplýsingar frá öðrum Evrópuríkjum. Í tengslum við CEDEFOP sjáum við einnig um heimsóknir stefnumótandi aðila, sem vilja kynna sér hvað er að gerast í starfsmenntun í álfunni. Þriðji þátturinn í Evrópusam- starfinu nefnist síðan Europass og felur í sér útgáfu starfsvega- bréfs, sem auðveldar nemendum að fá starfsþjálfun sem þeir hafa stundað erlendis metna sem hluta af námi í heimalandinu. Það er ekki spurning að Evr- ópusamstarfið hefur haft í för með sér mikil tækifæri í starfs- menntamálum hér á landi. Með tilkomu sameiginlegs markaðar í Evrópu hafa upplýsingar flætt óhindrað milli landa, vakið fólk til umhugsunar og dregið fram nýjar og ferskar hugmyndir. Aukin samkeppni á Evrópumarkaðnum hefur einnig undirstrikað mikil- vægi menntunar en það er mín til- finning að við Íslendingar stönd- um okkur nokkuð vel, sérstaklega í símenntunarmálum. Það er ljóst að framboð námskeiða á einka- markaðnum þenst út vegna mik- illar eftirspurnar en þó þarf að gera mikið áták hjá stórum hópi fólks, sem lítið virðist sækja slík námskeið. Við þurfum þá sérstak- lega að horfa í auknum mæli til þess fólks, sem einungis hefur lokið grunnskólaprófi en það er staðreynd að þeir sem hafa lengri skólagöngu að baki eru mun opn- ari fyrir því að sækja sér endur- menntun en aðrir.“ Uppbygging starfsmanna En af hverju hefur þessi mikla aukning í námskeiðahaldi orðið og hvers eðlis eru þau námskeið sem boðið er upp á? ,,Flestum er ljóst að nútíma- samfélagið, upplýsingatæknin og tölvunotkun kallar á aukna end- urmenntun og því hafa tölvu- og margmiðlunarskólar víða sprottið upp. Hefðbundnu skólarnir eru einnig í auknum mæli farnir að bjóða upp á fjölda endurmennt- unarnámskeiða og ýmis fyrirtæki skipuleggja jafnvel námskeið fyr- ir starfsmenn sína. Flest þessara námskeiða eru fremur stutt og vara í einhverjar klukkustundir eða vikur, enda er ljóst að fæstir eiga þess kost að hefja tímafrekt nám á miðjum aldri. Fyrirtækin eru þó að verða meðvitaðri um gildi endurmenntunar og komið hefur verið á fót öflugum starfs- og endurmenntunarsjóðum í tengslum við kjarasamninga að undanförnu. Ýmis fyrirtæki reyna jafnframt að koma til móts við starfsmenn sína með mótframlög- um eða launuðum námsleyfum en þó verða margir að greiða tals- verðan hluta af kostnaðinum sjálfir. Tölvunámskeið kosta t.a.m. hundruð þúsunda króna í mörgum tilfellum og Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir ekki lán til slíkrar menntunar. Eitt af þeim verkefnum sem við hjá MENNT höfum verið að vinna að í samstarfi við símennt- unarstöðvar um land allt gengur undir nafninu Markviss uppbygg- ing starfsmanna og er þar um að ræða eins konar greiningarferli, þar sem reynt er að meta þörfina fyrir endurmenntun og -þjálfun í atvinnulífinu. Símenntunarstöðv- arnar, sem eru aðalsamstarfsaðil- ar MENNTAR á landsbyggðinni, sjá um framkvæmd kerfisins, sem byggt er á danskri fyrirmynd. Þær eru sjálfstæðar einingar, sem reknar eru í hverjum lands- hluta, og eru byggðar upp á svip- aðan hátt og MENNT, þ.e. rekn- ar með félagsgjöldum sveitar- félaga, fyrirtækja og skóla á svæðinu, svo og með framlagi frá menntamálaráðuneytinu.“ Skemmtilegur starfsvettvangur Sjálf er Stefanía utan af landi og jafnframt ein þeirra sem farið hafa í framhaldsnám eftir að hafa starfað úti í atvinnulífinu um nokkurt skeið: ,,Ég starfaði upphaflega í frystihúsi austur á fjörðum, var þar verkstjóri eftir að hafa klárað Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði. Ég hóf nokkru síðar nám í út- gerðartækni við Tækniskólann og eftir að hafa útskrifast þaðan fór ég í Háskóla Íslands og kláraði matvælafræði og síðar uppeldis- og kennslufræði frá Kennarahá- skóla Íslands. Um þessar mundir legg ég stund á MBA-nám við Há- skóla Íslands samhliða störfum mínum fyrir MENNT en starfið fékk ég eftir að hafa sótt um sam- kvæmt auglýsingu. Þetta er afar skemmtilegur starfsvettvangur, ekki síst þar sem mikil samstaða virðist ríkja um gildi menntunar nú á dögum. Margir erlendir aðilar undrast hvernig hinir ólíku aðilar sem að MENNT standa geti unnið saman á landsvísu með þessum hætti og ég veit ekki til þess að samskonar samstarfsvettvangur finnist í ná- grannalöndum okkar. Sennilega grundvallast hin góða samstaða á þeirri staðreynd að hraðinn í sam- félaginu verður sífellt meiri, þekking úreldist hraðar en nokk- urn tímann fyrr og flestum er ljóst að hana verður sífellt að uppfæra. Ég tel MENNT gegna afar mikilvægu hlutverki í þeirri viðleitni og vil því sérstaklega hvetja stjórnendur fyrirtækja til að koma skýrum skilaboðum á framfæri um það hvernig efla megi þekkingu og kunnáttu í ís- lensku atvinnulífi enn frekar, okkur öllum til hagsbóta.“ Samstaða ríkir um gildi menntunar nú á dögum Morgunblaðið/Sigurður Jökull Stefanía K. Karlsdóttir. Stefanía K. Karlsdóttir er framkvæmda- stjóri MENNTAR – samstarfsvettvangs atvinnulífs og skóla – og hefur gegnt því starfi frá því í október á síðasta ári, skrifar Þorsteinn Brynjar Björnsson. Vegna sí- aukinnar umræðu um mikilvægi starfs- og símenntunar var hún beðin um að skýra frá starfsemi félagsins og auknu samstarfi milli aðila vinnumarkaðarins og fjölda fræðslustofnana um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.