Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASÝSLA ríkisins hefur afhent Ríkisendurskoðun bók- hald byggingarnefndar Þjóðleik- hússins vegna rannsóknar á fjár- málaumsýslu Árna Johnsen al- þingismanns. Af þeim sökum kveðst Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, ekki geta upplýst Morgunblaðið um ein- staka reikninga á vegum byggingar- nefndarinnar, en í greinargerð for- stjórans í Morgunblaðinu á föstudag kom fram að undir fulltrúa mennta- málaráðuneytisins hefðu verið born- ir reikningar byggingarnefndarinn- ar, einkum þó uppgjörsreikningar frá fyrri árum, þegar farið hefur ver- ið fram á greiðslu fyrir verkþætti sem framkvæmdir voru á árunum 1994 til 1997 og Framkvæmdasýslan hafi enga möguleika haft á að sann- reyna. Þegar Morgunblaðið leitaði nánari skýringa á reikningum frá árinu 1994 til 1997, sagðist Óskar ekki geta gefið frekari upplýsingar, vegna fyr- irmæla frá Ríkisendurskoðun. „Ég má ekkert láta frá mér með þetta bókhald og það er bara lokað þar til rannsókn er lokið,“ sagði hann. Leyfi hjá Ríkisendurskoðun til að rita fjármálaráðherra bréfið Óskar sagðist hafa fengið leyfi hjá Ríkisendurskoðun til að skrifa fjár- málaráðherra bréf, en með því hafi hann viljað leiðrétta rangfærslur sem borið hafi á í umræðunni. „Þetta er heildarsagan frá okkar sjónarhóli og ég gæti að sjálfsögðu skýrt frekar hvað ég á við með ein- stökum atriðum í þessu bréfi. En Ríkisendurskoðun hefur óskað eftir því að heyra þær skýringar.“ Aðspurður hvort algengt væri að gamlir reikningar, jafnvel einhver ár aftur í tímann, kæmu til afgreiðslu í Framkvæmdasýslunni, sagði Óskar það vera fáheyrt. Kæmi slíkt fyrir, þyrfti nánari skýringa við. „Þess vegna voru þessir reikning- ar byggingarnefndar Þjóðleikhúss- ins sérstaklega skoðaðir. Ég hafði enga möguleika á að sannreyna svo gamla reikninga og varð því að leita eftir frekari skýringum. Þetta var óvenjulegt, en þarf ekki að vera neitt athugavert í sjálfu sér,“ sagði Óskar. Fjármálaumsýsla byggingarnefndar Þjóðleikhússins Bókhald lokað meðan rannsókn stendur yfir LAUNAHÆKKANIR á Íslandi hafa á síðustu árum verið tvöfalt eða þrefalt meiri en að jafnaði í helstu viðskiptalöndum. Þá jókst kaup- máttur hérlendis langt umfram verðlagsþróun frá fyrsta ársfjórð- ungi síðasta árs til fyrsta ársfjórð- ungs þessa árs. Á heimasíðu Samtaka atvinnulífs- ins kemur fram að Samtök atvinnu- lífsins í Danmörku hafi sent frá sér yfirlit yfir launaþróun frá fyrsta árs- fjórðungi síðasta árs til fyrsta árs- fjórðungs þessa árs í ellefu mikil- vægustu viðskiptalöndum Danmerk- ur. Búist við að munur minnki Í meðfylgjandi súluriti hefur launabreytingum á Íslandi verið bætt við samkvæmt upplýsingum frá Kjararannsóknarnefnd. Þar kemur í ljós að Ísland sker sig úr með margfalt meiri launabreyt- ingu á þessu tímabili en að meðaltali í samanburðarríkjunum. Á vef Samtaka atvinnulífsins er tekið fram að meginskýringin sé sú að tvær hækkanir vegna kjarasamn- inga áttu sér stað á umræddu tíma- bili. Jafnframt er nefnt að búast megi við að þessi munur minnki verulega í næstu mælingum. Í súluritinu er enn fremur sýnd verðbólga á tímabilinu mars 2000 til mars 2001 samkvæmt samræmdri neysluverðsvísitölu. Í löndunum með mestu launa- breytingarnar (utan Íslands), þ.e. í Finnlandi, Frakklandi og Bretlandi, jókst kaupmáttur launa umtalsvert og nokkuð í Danmörku og Noregi. Í öðrum löndum stóð kaupmáttur í stað eða minnkaði örlítið.                                        !  " # $ % & '  !  " (                         Launahækkanir meiri hérlendis BRÝNNA úrbóta er þörf á aðstöðu tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, að mati sérfræðinga bresku toll- gæslunnar. Jóhann R. Benedikts- son, sýslumaður á Keflavíkurflug- velli, segir að í bráðabirgðaskýrslu þeirra um starfsemi tollgæslunnar séu gerðar alvarlegar athugasemdir við starfsaðstöðuna. Aðbúnaðurinn hamli tollgæslu og valdi jafnt toll- vörðum sem farþegum óþægindum. Jóhann segir að Bretarnir hafi gert úttekt á tollgæslu í um 30 lönd- um og búi því yfir viðamikilli reynslu. Meðal þess sem þeir gerðu athugasemdir við var breidd tollhlið- ana en þau voru sögð of þröng. Lagt var til að þau verði höfð S-laga eins og þekkist víðast hvar erlendis. „Þannig sér farþegi í töskusal ekki hvort það er einn eða fleiri tollverðir sem bíða hans,“ segir Jóhann. Í skýrslunni er ennfremur vikið að glervegg í komusal flugstöðvarinn- ar. Jóhann segir vegginn lengi hafa verið þyrni í augum tollvarða. Þeir sem bíða eftir farþegum m.a. fylgst með hverjir eru stöðvaðir í tollhlið- unum. Þetta komi þeim vel sem bíða eftir farþegum sem hyggjast smygla fíkniefnum. Oft viti þeir ekki hvenær von sé á smyglaranum en með því að fylgjast með í gegnum glervegginn geti þeir a.m.k. séð hvort hann sé stöðvaður við tollleit eða ekki. Hamlar tollgæslu Lagt var til að tollverðir spyrðu farþega meira út í þá þætti sem sneru að tollgæslu áður en leit væri framkvæmd. Einnig eru gerðar at- hugasemdir við meðferð ýmissa mála innanhúss og lagt til að toll- verðir verði minna sýnilegir en áður. „Þeir segja hins vegar að tollgæsl- an sé að vinna mjög gott starf við erfið skilyrði og fagvinna fíkniefna- deildar tollgæslunnar sé framúr- skarandi. Þeir koma með ýmsar ábendingar varðandi framkvæmd al- menns tollaeftirlits. Við erum búnir að mynda vinnuhóp sem mun fara yfir niðurstöðu þessarar skýrslu og þetta er innlegg í almenna endur- skipulagninu á starfsaðferðum toll- gæslunnar.“ Jóhann segir ljóst að slæm starfs- aðstaða hamli tollgæslu. Sem dæmi nefnir að hann að ef farþegarsalur er sneisafullur, eins og stundum ger- ist, geti tollverðir vart leitað í far- angri farþega án þess að örtröð myndist. „Embættið fór fram á úrbætur á aðstöðunni fyrir meira en ári þannig að skýrslan fellur mjög vel að þeirri baráttu okkar,“ segir Jóhann. Hann tekur þó fram að utanríkisráðuneyt- ið hafi haft málefni embættisins til skoðunar og sýnt málinu stuðning. Að ósk ráðuneytisins hafi Fram- kvæmdasýsla ríkisins hafið grein- ingu á húsnæðisþörf á síðasta ári. Það sé hins vegar ekki utanríkis- ráðuneytisins að bæta aðstöðu toll- gæslunnar í Leifsstöð heldur sé það í verkahring Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. Fyrirtækinu hafi verið send mörg erindi til að knýja á um úrbætur. „Úrbótum hefur verið lofað en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um framkvæmdir. Þetta ástand hefur verið svona í alltof langan tíma og þolinmæði tollvarða er á þrotum,“ segir Jóhann. „Ég er mjög ánægður með þessa úttekt bresku tollgæslunnar sem var afskaplega faglega unnin og þakk- látur fyrir milligöngu breska sendi- ráðsins við að útvega okkur þessa sérfræðinga. Það mun án efa bæta okkar vinnulag og styrkja okkar starfsemi að fá slíka ráðgjöf. Við er- um ófeimnir við gagnrýni og jafn- framt gott hve vel sumir þættir koma út úr þessari úttekt,“ segir Jó- hann. Skýrslan sé þó að stórum hluta trúnaðarmál enda sé þar vikið nákvæmlega að starfsaðferðum toll- gæslunnar. Skýrsla sérfræðinga bresku tollgæslunnar um tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli Í skýrslunni eru tollhliðin sögð of þröng og lagt er til að þau verði S-laga. Morgunblaðið/Þorkell Glerveggurinn í komusal flugstöðvarinnar hefur lengi verið þyrnir í augum tollvarða. Alvarlegar athuga- semdir gerðar við starfsaðstöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.