Morgunblaðið - 25.07.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.07.2001, Qupperneq 1
167. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. JÚLÍ 2001 SKÆRULIÐAR samtaka tamílsku tígranna svonefndu á Sri Lanka gerðu í gærmorgun harða árás á al- þjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Co- lombo. Féllu að minnsta kosti 18 manns í árásinni og tókst skærulið- unum að eyðileggja þrettán flugvél- ar. Samgönguráðherra Sri Lanka metur tjónið sem varð í árásinni á um 35 milljarða króna. Stjórnarher Sri Lanka gerði í gær loftárás á búð- ir tígranna í norðurhluta landsins til að hefna fyrir árásina. Ekki er ljóst hve margir skæru- liðar tóku þátt í árásinni á flugvöllinn en þó er talið að þeir hafi allir fallið. Fréttir af mannfalli eru misvísandi en svo virðist sem um fimmtán skæruliðar hafi fallið auk þriggja til fimm stjórnarhermanna. Ekki er vitað hvernig skæruliðun- um tókst að komast inn á flugvall- arsvæðið, en til þess þurftu þeir að brjótast í gegnum tvö öryggissvæði sem liggja í kringum hann. Er flug- völlurinn almennt talinn sá staður á eyjunni sem best er varinn og var ör- yggisgæsla í kringum hann stórauk- in eftir að tígrarnir gerðu sprengju- árás á völlinn árið 1995. Rannsókn er hafin á því hvernig skæruliðunum tókst að rjúfa varnirnar. Herflugvöllur er einnig innan öryggissvæðisins og var hann aðal- skotmark skæruliðanna. Sprengdu þeir upp átta herflugvélar, þar á meðal eina MiG-27 herþotu sem er meðal þeirra fullkomnustu í heimin- um. Þegar skæruliðarnir höfðu lokið sér af á herflugvellinum sneru þeir sér að alþjóðaflugvellinum og sprengdu upp fimm farþegaflugvél- ar í eigu flugfélagsins Sri Lanka Airlines. Enginn var í flugvélunum þegar árásin var gerð. Árásin stóð í um sex klukkutíma og linnti henni ekki fyrr en allir skæruliðarnir voru fallnir. Nokkrir þeirra sprengdu sjálfa sig í loft upp til að komast hjá handtöku. Að minnsta kosti 1.200 erlendir ferðamenn voru á flugvellinum þeg- ar þetta átti sér stað og ríkti mikil skelfing þeirra á meðal. Þurftu margir þeirra að skríða mörg hundr- uð metra til að komast í skjól og nokkrir ferðamannanna hlutu skot- sár. Enginn þeirra virðist þó hafa látið lífið. Flugvellinum var lokað í kjölfar árásarinnar og er ekki ljóst hvenær hann verður opnaður aftur. Var flugvélum á leið til Colombo beint til nágrannaríkja. Tamílar ráðast á alþjóðaflugvöll Sri Lanka Meira en tugur skæruliða féll Colombo á Sri Lanka. AP, AFP. Símeon tekur við völdum FYRRVERANDI konungur Búlg- aríu, Símeon, tók í gær við völd- um í heimalandi sínu á ný en að þessu sinni sem forsætisráðherra og sést kona hér samfagna hon- um með því að kyssa hönd hans. Hann fékk stuðning 141 þing- manns, 50 voru á móti en 46 sátu hjá. Nýi forystumaðurinn var í út- legð frá valdatöku kommúnista 1945 en sneri heim í vor. Hann hefur skipað unga menn í margar helstu ráðherrastöður og eru sumir þeirra með reynslu af við- skiptalífi á Vesturlöndum. Símeon leggur áherslu á að Búlgaría fái aðild að Evrópusambandinu og sagði í gær að forgangsverkefnið í utanríkismálum væri nú að þjóð- in fengi á næsta ári boð um að ganga í Atlantshafsbandalagið. Reuters ÞÚSUNDIR manna gengu um göt- ur Skopje, höfuðborgar Makedóníu, síðdegis í gær og mótmæltu meint- um stuðningi vesturveldanna og Atl- antshafsbandalagsins, NATO, við al- banska skæruliða. Kveikt var í bílum starfsmanna Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, ÖSE, brotnar rúður í sendiráðum Þýskalands og Bretlands og ráðist á McDonalds- skyndibitastaði. Víða þeyttu menn bílflautur til að láta í ljós stuðning við göngufólkið. Gerð var atlaga að þinghúsinu og sendiráði Bandaríkj- anna, að sögn ríkissjónvarps lands- ins en ekki er ljóst hvort skemmdir voru unnar. Harðir bardagar voru í gær milli albanskra skæruliða og stjórnarhermanna í makedónska bænum Tetovo, þriðja daginn í röð. Óeirðaseggirnir í Skopje veifuðu þjóðfánanum, voru margir vopnaðir bareflum og hrópuðu slagorð slav- neskumælandi Makedóníumanna. Stjórnvöld lokuðu í gær landamær- unum við Kosovo og er öllum þeim sem ekki hafa makedónskan ríkis- borgararétt neitað um leyfi til að fara inn í landið. Áður höfðu stjórn- völd sakað NATO um að draga taum albanskra skæruliða í því skyni að taka völdin af ríkisstjórn landsins. Talsmaður makedónsku ríkis- stjórnarinnar sagði á fundi með fréttamönnum að ríki NATO hefðu einsett sér að taka völdin í landinu. „Markmiðið með átökunum í Make- dóníu er að svipta stjórnvöld forræði yfir landi sínu í því skyni að gera Makedóníu að alþjóðlegu verndar- svæði undir stjórn NATO,“ sagði talsmaðurinn, Antonio Milososki. George W. Bush, Bandaríkjafor- seti, hvatti í gær Makedóníustjórn og albanska skæruliða til að virða vopnahléð sem á að gilda á svæðinu og komast sem fyrst að raunveru- legu samkomulagi sem tryggi frið og stöðugleika á svæðinu. Kom þetta fram í ávarpi sem Bush hélt þegar hann heimsótti bandaríska hermenn sem sinna friðargæslu í Kosovo-hér- aði í Júgóslavíu. Bandaríkjaher áfram í Bosníu og Kosovo Bush hrósaði hermönnunum fyrir það hve vel hefur tekist með frið- argæslu í Kosovo og einnig fyrir þátt þeirra í því að halda átökunum í Makedóníu í lágmarki. „Það er ykk- ur að þakka að ekki fara fleiri vopna- sendingar yfir landamærin en raun ber vitni,“ sagði forsetinn við her- menn í stærstu bækistöð Banda- ríkjamanna í Kosovo. Hann sagði þó að enn væri margt ógert og að bandarískir hermenn myndu sinna friðargæslu í Kosovo og Bosníu- Hersegóvínu eins lengi og þörf krefði. Hét forsetinn því að Bandaríkja- stjórn myndi ekki draga herlið sitt til baka fyrr en aðrir bandamenn hennar gerðu það líka. „Markmið okkar er að sá dagur rísi þar sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar fólks- ins geta tekið við stjórnartaumunum og axlað fulla ábyrgð á stjórn svæð- isins. Þá fyrst getum við farið heim.“ Bush, sem hélt heimleiðis frá Evr- ópu í gær, lagði á það ríka áherslu að Kosovo mætti ekki verða bækistöð fyrir skæruliðana sem berjast við stjórnvöld í Makedóníu. Makedóníustjórn sak- ar NATO um ásælni AP George W. Bush skemmtir sér með bandarískum hermönnum í Kosovo. Til hægri á myndinni er Christopher Dell, yfirmaður bandaríska herliðsins í Kosovo. Bush forseti heitir því að virða skuldbindingar á Balkanskaga Skopje, Camp Bondsteel í Kosovo. AP, AFP. Kosið á Netinu? London. AFP. OPINBER nefnd sem hefur það verkefni að fara yfir kosn- ingakerfi Bretlands hefur lýst áhyggjum af áhugaleysi kjós- enda og vill að gripið verði til aðgerða. Nefndin birti skýrslu um málið í gær. Aðeins 59% atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði í þing- kosningunum 7. júní og hefur kjörsókn ekki verið minni síðan árið 1918. Telur nefndin að áhugaleysið sé fyrst og fremst stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna en vill að kannaðar verði nýjar leiðir við atkvæða- greiðslu í framtíðinni. Meðal hugmynda sem nefndin varpar fram eru póstkosningar, net- kosningar og símakosningar, auk þess að hafa kjördaga fleiri. Segir í skýrslu nefndar- innar að það gæti haft góð áhrif að sjónvarpa kappræðum stjórnmálamanna eins og gert er í Bandaríkjunum. Bresk skýrsla ABDURRAHMAN Wahid, sem var vikið úr embætti forseta Indónesíu á mánudag, þráaðist enn við að yfir- gefa forsetahöllina í gærkvöldi. Fjöldi óeirðalögreglumanna um- kringdi forsetahöllina í höfuðborg- inni Jakarta, en ekki kom til upp- þota. „Wahid mun ekki yfirgefa höllina,“ hafði AP-fréttastofan eftir talsmanni forsetans fyrrverandi í gær. „Hann telur sig enn vera for- seta Indónesíu, samkvæmt lögum og siðferðisreglum.“ Megawati Sukarnoputri, sem tók við forsetaembættinu í fyrradag, átti í gær fundi með stjórnmálaleiðtog- um og framámönnum í her og lög- reglu. Ræddi hún meðal annars við Amien Rais, forseta þingsins, um kjör nýs varaforseta, en hún gegndi því embætti áður en þingið vék for- vera hennar frá völdum. Sagði Rais eftir fund þeirra að kjör varaforset- ans færi fram í dag. Indónesía Wahid þrá- ast enn við Jakarta. AFP, AP.  Þykir óskrifað blað/20 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.