Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Flogið verður til Frankfurt og ekið þaðan samdæg- urs (ca 8 tíma ferðalag) til Prag. Þar verður svo gist næstu 6 nætur. Á næst- síðasta degi verður ekið áleiðis til Frankfurt með viðkomu í Karlovy Vary, sem er einn þekktasti og fegursti heilsubaðstaður í Tékklandi. Gist verður síðustu nóttina í Þýskalandi. Guðmundur Jónasson Ferðaskrifstofa Borgartúni 34 sími 511 15 15 outgoing@gjtravel.is Haustferðir til Prag Bjóðum viku- ferðir til höfuðborgar Tékklands hinn 12. september, 19. september og 3. október. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, allur akstur, skoðunarferð um Prag og íslensk fararstjórn. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 9.000 krónur. Verð kr. 68.700. Ferð á hópbifreiðasýninguna í Kortrijk í Belgíu. 20. október er fimm daga ferð á hópbif- reiðasýninguna í Kortrijk. Eftir 2 daga Sveitapiltsins draumar SKÓGRÆKTARFÉLAG Ey- firðinga gengst fyrir skógar- samkomu á Hálsi í Eyjafjarðar- sveit á morgun, fimmtudaginn 26. júlí, kl. 19.30. Háls er 25 km sunnan Akureyrar. Ekið er inn Eyjafjarðarbraut að vestan og að Saurbæ. Þar er afleggjarinn að Hálsi um hlaðið í Saurbæ og áfram upp hálsinn til vesturs. Á Hálsi hefur Skógræktar- félag Eyfirðinga leigt félags- mönnum sínum lönd til skóg- ræktar frá árinu 1996. Um 40 félagsmenn stunda þar skóg- rækt við mismunandi skilyrði. Á hluta af Hálslandi er ræktaður Landgræðsluskógur með stuðn- ingi Skógræktarfélags Íslands. Á skógarsamkomunni verður árangur skógræktar síðustu ára skoðaður og gengið um landið undir leiðsögn kunnugra. Hug- að verður að sveppum og öðrum forvitnilegrum gróðri. Að lokinni léttri göngu verður boðið upp á kaffi að hætti skóg- armanna og trjám plantað við gamla bæinn á Hálsi. Hálsverj- ar eru sérstaklega hvattir til þess að mæta og taka með sér gesti. Allt áhugafólk um skóg- rækt er velkomið. Skógar- samkoma á Hálsi Á FIMMTA Tuborg-djassi á Heit- um fimmtudegi í Deiglunni leikur kvintett toppdjasssöngkonunnar Kristjönu Stefánsdóttur. Auk Kristjönu er kvintettinn skipaður Agnari Má Magnússyni á píanó, Mikael Erian á saxófón, Uli Glass- mann á bassa og Thorsten Grau á trommur. Kristjana Stefánsdóttir mun á næstunni halda í hljóðver og hljóð- rita sinn fyrsta sólódisk. Meðleik- arar hennar eru ekki af verri end- anum, bæði innlendir og erlendir djassleikarar. Á tónleikunum í Deiglunni mun hún flytja tónlistina sem verður á geisladisknum. Aðrir tónleikar verða miðvikudaginn 1. ágúst í Djassklúbbnum Múlanum og þeir síðustu verða í Pakkhúsinu á Sel- fossi fimmtudaginn 2. ágúst. Flutt verða lög af væntanlegum diski. Allar útsetningar eru unnar af Agnari Má Magnússyni. Það verð- ur örugglega vel heitt í kolunum í Deiglunni. Aðgangseyrir er kr. 500. Ýmsir styrktaraðilar tónleikanna Eftirtalin fyrirtæki og aðilar eru styrktaraðilar tónleikanna: Akureyrarbær, Karolína-res- taurant, Útgerðarfélag Akureyr- inga, Sparisjóður Norðlendinga, Menningarsjóður FÍH, Búnaðar- bankinn á Akureyri, Íslandsbanki á Akureyri og Kristján Víkingsson. Kvintett Kristjönu Stefánsdóttur leikur í Deiglunni SIGURPÁLL Geir Sveinsson og Andrea Ásgrímsdóttir sigruðu í meistaraflokkum karla og kvenna á Meistaramóti Golfklúbbs Akureyrar sem lauk á laugardag. Sigur Andreu var mjög öruggur en hún sigraði með 17 högga mun og lék á samtals 324 höggum. Helena Árnadóttir hafnaði í öðru sæti, lék samtals á 341 höggi. Sigurpáll Geir þurfti hins vegar í umspil um sigur- inn við Sigurð H. Ringsted en báðir léku samtals á 299 höggum. Sigur- páll Geir tryggði sér þennan árangur með glæsilegum leik á lokadaginn en þá lék hann hringinn á 68 höggum. Meistaramót Golfklúbbs Akureyrar Sigurpáll Geir Sveinsson og Andrea Ásgrímsdóttir með sigurlaun sín. Sigurpáll Geir og Andrea sigruðu FRÆGASTA bítlahljómsveit á Ís- landi fyrr og síðar, hinir einu sönnu Hljómar frá Keflavík, munu skemmta á Akureyri um næstu helgi. Þetta er fyrsta skemmtun Hljóma norðan heiða síðan 1968. Það er veitingastaðurinn Við Pollinn, sem verður vettvangurinn og mun hljómsveitin leika bæði föstudags- og laugardagskvöld nk., 27. og 28. júlí. Auk þess að leika flest þekktustu Hljómalögin munu þeir einnig flytja ýmsar perlur Bítl- anna, Stones og annarra er gerðu garðinn frægan á sjöunda áratugn- um. Hljómsveitina skipa þeir Gunn- ar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen og Erlingur Björnsson. Húsið opnað kl. 21 bæði kvöldin og hefst skemmtunin kl. 23 stund- víslega. Miðaverð er 1.800 krónur. Tónlistarviðburður á Akureyri Hljómar leika á Pollinum Þessi mynd af hljómsveitinni var tekin árið 1967. húsið árið 1944. Grjóthleðslan í brunninum hefur haldið sér vel í gegnum tíðina og hefur Anna Guðný fullan hug á að halda í þessar gömlu minjar á lóð sinni. Fyrsta prentsmiðjan í húsinu Björn Jónsson ritstjóri eign- aðist húsið strax árið 1849 og bjó þar til ársins 1887. Hann rak fyrstu prentsmiðju bæjarins í hluta hússins og hóf þar útgáfu fyrsta blaðsins á Akureyri í árs- MIKLAR endurbætur standa nú yfir á húsinu við Aðalstræti 50 á Akureyri. Húsið sem byggt var árið 1849 er með svokallaða B- friðun sem þýðir að ekki má breyta upprunalegu ytra útliti þess. Í garðinum við húsið er gamall neysluvatnsbrunnur, hlað- inn úr grjóti, sem ekki er óvarlegt að telja að sé í kringum 150 ára gamall, eða frá þeim tíma sem húsið var byggt. Þegar ráðist var í framkvæmdir við lóð hússins árið 1969, og hún m.a. lækkuð töluvert út við götu, var vitað um brunn þar. Halldór Jakobsson, sem bjó í næsta húsi á þeim tíma en er nú látinn, vissi nokkuð vel um staðsetningu brunnsins og því gekk vel að finna hann þegar framkvæmdirnar fóru fram. Brunnurinn var þá fullur af sandi en var grafinn upp og er enn í dag í sinni upprunalegu mynd. Brunnurinn þykir nokkuð stór en hann er um 1,5 metrar að þvermáli, um 2,5 metrar að dýpt og er vatnsborðið í honum í dag um 30–40 cm. Ekki er þó ljóst hvort vatnið í brunninum er enn nothæft til neyslu, þar sem það hefur ekki verið efnagreint. Talið er að brunnurinn hafi ver- ið notaður í yfir 50 ár eða þar til að vatnsveita var tengd í Inn- bænum árið 1903. Þessa dagana er verið að endurnýja lok brunns- ins sem var orðið lélegt og fúið. Anna Guðný Sigurgeirsdóttir er núverandi eigandi hússins að Að- alstæti 50 og býr þar ásamt tveim- ur börnum sínum. Anna Guðný hefur búið í húsinu alla sína tíð en hún var alin þar upp hjá afa sín- um og ömmu, Þórði Friðbjarn- arsyni safnverði og Önnu Sig- urgeirsdóttur, sem eignuðust byrjun 1853 og hét það Norðri. Árið 1887 keypti séra Matthías Jochumsson húsið af Birni. Séra Matthías bjó í húsinu fram til árs- ins 1903 er hann flutti í nýbyggt hús sitt, Sigurhæðir við Hafn- arstræti. Sem fyrr segir er nú unnið að miklum endurbótum á húsinu. Hólmsteinn Snædal smiður hefur yfirumsjón með því verki en hann hefur komið að lagfæringum margra gamalla húsa í Innbænum. Skemmtilegar fornminjar fundust við Aðalstræti 50 Ævagam- all neyslu- vatns- brunnur í garðinum Morgunblaðið/Kristján Anna Guðný Sigurgeirsdóttir við neysluvatnsbrunninn í garðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.