Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 17

Morgunblaðið - 25.07.2001, Side 17
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 17 ® félagsins, þar sem farið verður fram á frekari skýringar. Helena segir að í grundvallaratrið- um snúist málið um það, að afkomu- viðvörun hafi verið gefin út eftir að einungis tveir mánuðir voru liðnir frá útgáfu skráningarlýsingar. Slíkt veki eðlilega upp spurningar um lýsinguna sjálfa og þær forsendur og staðreynd- ir sem komi þar fram. Helena segir að í rauninni snúist málið um það, hvort upplýsingar í skráningarlýsingunni voru fullnægjandi eða ekki. Upplýs- ingar í útboðs- og skráningarlýsingu eiga að vera gefnar samkvæmt bestu vitund og engu mikilvægu atriði sleppt sem getur haft áhrif á verð hlutabréfa félags og undirrita for- maður stjórnar og forstjóri félags yf- irlýsingu þess efnis, að skráningarlýs- ing sé unnin eftir bestu vitund, í fullu samræmi við staðreyndir og í hana vanti engar mikilvægar upplýsingar. Forsvarsmenn umsjónaraðila útboðs og endurskoðendur félaga undirrita sambærilegar yfirlýsingar. Þeir Bjarni Ármannsson, Þorkell Sigurlaugsson, Jón L. Arnalds og Sigurður Atli Jónsson gengu úr stjórn Verðbréfaþings Íslands þegar fjallað var um greinargerð Íslands- síma til þingsins í gær. Jafet Ólafsson tók sæti Bjarna Ármannssonar, en Ís- landsbanki var umsjónaraðili útboðs Íslandssíma, Einar Sigurðsson frá Flugleiðum kom inn í stað Þorkels Sigurlaugssonar, en fyrirtæki Eim- skips, Frumkvöðull er næst stærsti eigandi Íslandssíma, Jón L. Arnalds var vanhæfur vegna fjölskyldu- tengsla og tók Vilhjálmur Bjarnason sæti hans og Sigurður Atli Jónsson var einnig vanhæfur til að fjalla um Íslandssíma, vegna þess að dótturfyr- irtæki Landbankans er stærsti eig- andi Íslandssíma. Engin viðskipti voru með bréf Ís- landssíma á Verðbréfaþingi í gær, en í fyrradag var lokaverð bréfanna 4,3. Útboðsgengi Íslandssíma til al- mennra fjárfesta var 8,75. GREINARGERÐ Íslandssíma til Verðbréfaþings Íslands gefur ekki fullnægjandi skýringar á afkomuvið- vörun félagsins þann 12. júlí síðastlið- inn að mati stjórnar þingsins. Þegar afkomuviðvörunin var birt voru ein- ungis tæpir tveir mánuðir liðnir frá því að útboðs- og skráningarlýsing félagsins var gefin út. Helena Hilmarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Verðbréfaþings, segir að stjórn þingsins hafi ákveðið að óska eftir frekari skýringum frá Ís- landssíma. Helena segir að það sé mat stjórnarinnar, að skýringar félagsins hafi ekki verið fullnægjandi. Sent verður bréf frá þinginu til Stjórn Verðbréfaþings Íslands fjallaði um greinargerð Íslandssíma í gær Skýringar ófullnægjandi Hlutabréf Arcadia lækka um 6,4% VERÐ á hlutabréfum í versl- anakeðjunni Arcadia Group, sem er að fimmtungi í eigu Baugs hf., lækkaði um 6,37% í viðskiptum gærdagsins í kauphöllinni í London og fór lokagildi bréfanna í 237 pens en innan dagsins hafði verðið farið enn lægra, í 234 pens. Baugur hóf ásamt fleirum að kaupa hlutabréf í Arcadia Group á haustmánuðum árs- ins 2000 og snemma á þessu ári nam hlutur þeirra 20%. Meðalkaupverð bréfanna var um 165 pens á hlut en hlut- irnir sem um ræðir eru um 38 milljónir talsins. Kaupverð bréfanna hefur samkvæmt þessu numið tæpum 63 millj- ónum punda, eða rúmum 9 milljörðum króna. Baugur átti 13% þessara bréfa og keypti á vormánuð- um 87% hlut meðeigenda sinna að fimmtungshlutnum á genginu 191. Þegar tekið er tillit til 13% eignarhlutar Baugs greiddi Baugur rúma 10 milljarða króna fyrir fimmtungshlutinn í Arcadia. Þegar kaupin áttu sér stað var markaðsvirði bréfanna um 14 milljarðar króna og fór í kjölfarið upp í 16 milljarða. Markaðsvirðið nemur nú um 13 milljörðum íslenskra króna. TAP af rekstri Goða hf. nam 430 milljónum króna á árinu 2000. Þar af nema óreglulegir liðir 149 milljónum króna. Tap af reglulegri starfsemi ársins var 281 milljón króna en árið á undan nam tap af reglulegri starf- semi 46 milljónum.Veltufé félagsins er neikvætt um 245 milljónir króna. Goði var stofnaður fyrir réttu ári við sameiningu Borgarness-Kjöt- vara ehf. í Borgarnesi, Sláturhúss og kjötvinnslu Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, Kjötumboðsins hf. í Reykjavík, Norðvesturbandalagsins hf. á Hvammstanga og Þríhyrnings hf. Fram kemur í tilkynningu að tap af reglulegri starfsemi félagsins frá stofnun þess 1. júlí 2000 til áramóta er 197 milljónir króna. Við sameiningu félaganna var gert ráð fyrir að velta Goða yrði um 3,6 milljarðar króna árið 2000 og stefnt var að því að veltan losaði fjóra milljarða króna á þessu ári. Veltan árið 2000 reyndist nema 3,1 milljarði króna sem er svipað og árið áður. Rekstrartap var 193 milljónir króna sem er 147 milljónum króna meira en rekstrartap ársins 1999. 234 milljóna króna niðurfærsla eigna og ábyrgða Til óreglulegra liða teljast annars vegar aðrar tekjur sem voru 84 milljónir króna og samanstanda af niðurfellingu skulda og hlutdeild fyrrverandi eigenda í taprekstri fyrstu sex mánuði ársins. Hins veg- ar er talin 234 milljóna króna nið- urfærsla vegna eigna og ábyrgða, sem m.a. er rakin til áhættu og óvissu um virði eigna í framtíðar- skipan fyrirtækisins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félag- inu. Markmiðið með sameiningu ofan- greindra fyrirtækja á sviði slátrunar á kjötvinnslu í eitt, Goða, á sínum tíma var að nýta samlegðaráhrif fyr- irtækjanna. Reksturinn hefur nú verið endurskipulagður, kjöt- vinnslur fyrirtækisins hafa verið seldar til Norðlenska og nýlega var ákveðið að leggja af slátrun á fjórum stöðum á landinu og byggja upp þær sláturmiðstöðvar sem eru annars staðar. Á dögunum var tilkynnt um að þeim 15 starfsmönnum sem starfa við slátrun í Búðardal yrði sagt upp og sagt var frá því á fréttavef Morg- unblaðsins í gær að öllu starfsfólki sláturhúss Goða á Hvammstanga, um 20 manns, hefði verið tilkynnt að því yrði sagt upp að lokinni slátrun á komandi hausti. Tap Goða 430 milljónir króna Tap af reglulegri starfsemi 197 m.kr. frá sameiningu um mitt ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.