Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 1
170. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 28. JÚLÍ 2001
Ríkisstjórn George W. Bush hef-
ur lýst því yfir, og undir það hafa
margir hagfræðingar tekið, að nú sé
mesta hættan liðin hjá og efnahags-
lífið sé á uppleið á ný. Ríkisstjórnin
treystir því að 40 milljarða dollara
endurgreiðslur til skattgreiðenda og
endurteknar vaxtalækkanir banda-
ríska seðlabankans skili sér í meiri
hagvexti á seinni helmingi þessa
árs.
Spá meiri vaxtalækkun
Bandaríski seðlabankinn hefur
lækkað vexti sex sinnum það sem af
er árinu til að koma í veg fyrir efna-
hagslega niðursveiflu og nemur
heildarlækkunin 2,75 prósentum.
Hagfræðingar halda því fram að á
næsta fundi seðlabankans verði
vextir enn lækkaðir um a.m.k. fjórð-
ung úr prósenti.
Verðbólgumælingar tengdar
vergri landsframleiðslu sýndu að
verðbólga hefur lækkað frá 3,2% frá
fyrsta ársfjórðungi niður í 1,7% á
öðrum ársfjórðungi, sem er minni
verðbólga en verið hefur frá árinu
1999. Á hinn bóginn óttast margir
hagfræðingar að hægagangur
bandaríska hagkerfisins, sem
reyndist meiri en við var búist og
hafði einnig áhrif á fleiri lönd í
heiminum, geti valdið enn meiri
samdrætti í landinu ef eftirspurn
eftir bandarískum útflutningsvörum
heldur áfram að minnka. Bandarísk-
ir iðnrekendur hafa mest allra fund-
ið fyrir niðursveiflu efnahagslífsins,
en á liðnu ári hafa þeir þurft að
segja upp nær 800.000 verkamönn-
um.
Neytendur hafa verið það afl sem
hefur komið í veg fyrir efnahags-
kreppu í Bandaríkjunum fram til
þessa. Eyðsla neytenda, sem nemur
um tveimur þriðju af virkni banda-
rísks efnahagslífs, jókst um 2,1 % á
öðrum ársfjórðungi. Þrátt fyrir að
það sé minnsta aukning sem orðið
hefur á fjórum árum, nægði hún til
að halda hagkerfinu á floti.
BANDARÍSKUR hagvöxtur á öðr-
um ársfjórðungi þessa árs nam ein-
ungis 0,7 prósentum, en það er
minnsti vöxtur sem verið hefur í
átta ár. Fjárfestingar bandarískra
fyrirtækja eru minni nú en sl. tutt-
ugu ár. Lítilfjörlegur vöxtur vergr-
ar landsframleiðslu í landinu á tíma-
bilinu frá apríl fram í júní fylgir í
kjölfar lítils vaxtar á fyrsta ársfjórð-
ungi. Að því er kemur fram í til-
kynningu sem bandaríska viðskipta-
ráðuneytið sendi frá sér í gær, eru
hagvaxtartölurnar nú þær lægstu á
árinu.
Skýringin á þessum litla hagvexti
er sú, að fjárfestingar bandarískra
fyrirtækja í verksmiðjum og tækja-
kosti hafa dregist saman um 13,6%.
Þetta er mesti samdráttur sem orð-
ið hefur síðan árið 1982, þegar
Bandaríkin gengu í gegnum þá
mestu kreppu sem orðið hefur í
landinu frá síðari heimsstyrjöld.
Sumir hagfræðingar í Bandaríkj-
unum höfðu áhyggjur af því að verg
landsframleiðsla myndi minnka á
öðrum ársfjórðungi, en það hefði
getað þýtt fyrstu kreppu í banda-
rísku efnahagslífi í ellefu ár.
Hagvöxtur í Bandaríkj-
unum sá minnsti í 8 ár
Washington. AFP. AP.
ÍBÚAR bæjarins Budzow í suður-
hluta Póllands nota hér stiga til
að komast yfir á í heimabæ sín-
um, eftir að flóð í henni eyðilögðu
brúna.
Þúsundir þjóðvarðliða vinna nú
að því að flytja fólk úr þorpum og
bæjum í Suður-Póllandi sem ógn-
að er af flóðahættu. Fréttastofan
AFP hefur eftir talsmanni pólska
slökkviliðsins að búið sé að flytja
rúmlega 10.000 manns brott af
þessu svæði. A.m.k. 26 hafa látist
af völdum óveðurs og flóða sem
gengið hafa yfir landið alla þessa
viku.
Reuters
Mann-
skæð flóð
SHIMON Peres, utanríkisráðherra
Ísraels, vill að hafnar verði friðarvið-
ræður við Palestínumenn án tafar,
að því er segir í tilkynningu frá flokki
Peres, Verkamannaflokknum, sem
gefin var út í gær. Gengur yfirlýs-
ingin þvert á þá stefnu Ariels Shar-
ons forsætisráðherra að ekki verði
rætt við Palestínumenn fyrr en of-
beldisaðgerðum linnir algerlega.
Palestínskar skyttur bönuðu í gær
sautján ára ísraelskum landnema,
Ronen Landau, á Vesturbakkanum,
þar sem hann var á leið heim til sín
frá Jerúsalem ásamt föður sínum og
bróður. Var þetta sautjándi Ísrael-
inn sem er drepinn frá því tilkynnt
var um vopnahlé 13. júní. Á sama
tíma hafa 38 Palestínumenn verið
drepnir. Yfir 660 manns hafa fallið í
átökum síðan Palestínumenn hófu
uppreisn gegn Ísraelum í september
í fyrra. Langflestir hinna föllnu voru
Palestínumenn.
Ísraelar brugðust við morðinu á
Landau í gær með því að skjóta á
stöðvar palestínsku lögreglunnar á
Vesturbakkanum.
Samkvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunar sem blaðið Maariv birti í
gær eru 46% Ísraela fylgjandi um-
fangsmiklum hefndaraðgerðum
gegn Palestínumönnum vegna upp-
reisnarinnar undanfarna mánuði.
Könnunin var gerð áður en Landau
var skotinn til bana.
Meðal þeirra aðgerða sem þátt-
takendur í skoðanakönnuninni vilja
að gripið verði til eru árásir á palest-
ínska leiðtoga og palestínsk mann-
virki. Þrjátíu af hundraði aðspurðra
voru fylgjandi því að áfram yrði
haldið núverandi stefnu, að forðast
umfangsmiklar hernaðaraðgerðir.
Margir Ísraelar hlynntir
allsherjarárás á Palestínumenn
Peres vill
viðræður
tafarlaust
Jerúsalem. AFP, AP.
SANNANIR um verðsamráð olíu-
félaganna í Svíþjóð hrannast upp og
æ fleira bendir til þess að það hafi
staðið um margra ára skeið, lengur
en talið var í fyrstu. Hefur umfang
rannsóknar á málinu verið aukið en
enn hefur dómsmál sænsku sam-
keppnisstofnunarinnar á hendur
olíufélögunum vegna meints sam-
ráðs ekki verið tekið fyrir hjá dóm-
stólum en hún krefur þau um 740
milljónir sænskra kr., um 7,3 millj-
arða ísl. kr.
Svenska Dagbladet hefur undir
höndum upplýsingar um yfir-
heyrslur yfir háttsettum starfs-
manni Shell þar sem fram kemur
að verið er að rannsaka samráð
olíufélaganna allt aftur til ársins
1997. Dómsmálið sem áður er nefnt
varðaði aðeins samráð er yfirvöld
létu til skarar skríða gegn afslátt-
arkjörum olíufélaganna árið 1999.
Rannsókn og málsmeðferð þess er
enn ekki lokið.
Finni rannsóknarmenn sam-
keppnisstofnunar frekari sannanir
þess að verðsamráðið hafi staðið
mun lengur en talið var, verður
höfðað nýtt mál á hendur olíufélög-
unum Shell, OKQ8 og Statoil.
Svipað mál kom upp í Danmörku
fyrr á árinu en samkeppnisstofn-
unin þarlenda hefur lýst eftir vitn-
um að meintu verðsamráði olíu-
félaganna.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvort höfðað verður mál á hend-
ur þeim.
Verðsamráð olíufélaga
víðtækara en talið var?
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SILVIO Berlusconi, forsætisráð-
herra Ítalíu, sagði í gær að stjórn
hans myndi ekki hylma yfir neitt það
sem gerst hefði í óeirðunum sem
brutust út milli mótmælenda og lög-
reglu í Genúa í tengslum við G-8
fundinn þar í síðustu viku. „Við mun-
um ekki fara í felur með neitt,“ sagði
Berlusconi í umræðum í efri deild
þingsins.
Meðal þeirra sem hafa mótmælt
aðgerðum lögreglunnar eru mann-
réttindasamtökin Amnesty Interna-
tional. Ætla samtökin að fara þess á
leit við ítölsku ríkisstjórnina að hún
samþykki að fram fari óháð rann-
sókn á aðgerðum lögreglunnar gegn
mótmælendum.
Rúmlega 150 þúsund manns tóku
þátt í óeirðum og friðsamlegum mót-
mælaaðgerðum meðan á fundinum
stóð í Genúa. Lögreglan skaut til
bana einn mótmælanda, og fjöldi
manns slasaðist. 225 manns voru
handteknir. Í gær voru 49 þeirra enn
í haldi, þar af 45 sem taldir eru vera
róttækir stjórnleysingjar.
Þýskur þingmaður græningja full-
yrti í gær, eftir að hann kom frá Ítal-
íu, að lögreglan í Genúa hefði framið
alvarleg mannréttindabrot þegar
hún lét til skarar skríða gegn mót-
mælendunum í Genúa.
Hefði lögreglan með aðgerðum
sínum brotið gegn ákvæðum Genf-
arsáttmálans um meðferð á föngum.
Þá átaldi þingmaðurinn ítölsk
stjórnvöld fyrir að hafa látið gera
áhlaup á skólahús sem mótmælend-
ur höfðu notað sem bækistöðvar.
Berlusconi ræðir óeirðirnar
í Genúa á ítalska þinginu
Ekkert
verði dreg-
ið undan
AP
Berlusconi við umræður í efri
deild ítalska þingsins í gær.
Berlín, Róm. AP, AFP.