Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sveinn Pálssonstýrimaður fæddist í Reykjavík 4. október 1956. Hann varð bráð- kvaddur um borð í togaranum Stefni að kvöldi 17. júlí síðast- liðins. Foreldrar Sveins eru Þórdís Númadóttir, f. 22. október 1939, og Páll Ásgrímsson bif- vélavirki, f. 1. ágúst 1934, d. 7. júlí 1995. Fósturfaðir Sveins er Jón Rúnar Sig- urðsson vélvirki, f. 6. mars 1941, d. 2. ágúst 1998. Systkini sam- mæðra eru Anna Finnbogadóttir, f. 1958, María Finnbogadóttir, f. 1959, Aðalheiður Sigríður Jóns- dóttir, f. 1963, Helena Jónsdóttir, f. 1965, Númi Jónsson, f. 1972, og Rúnar Þór Jónsson, f. 1973. Systkini samfeðra eru Margrét, f. 1964, Ásgrímur Þór, f. 1967, Sigurð- ur Þór, f. 1970, og Þorgeir Valur, f. 1973. Sambýliskona Sveins er Margrét Eyjólfsdóttir kjöt- iðnaðarmaður, f. 21.4. 1959. Börn þeirra eru Þór, f. 9.1. 1987, og Elín, f. 20.6. 1990. Fyrir átti Sveinn soninn Davíð, f. 26.7. 1976, móðir hans er Björk Helgadóttir, f. 20.11. 1959. Sveinn lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1988 og var stýrimaður á togar- anum Stefni frá Ísafirði. Útför Sveins fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku Svenni bróðir, þú ert horf- inn í blóma lífsins aðeins 44 ára. Hver hefði trúað því að þú fengir svo stuttan tíma með okkur. Þú varst sterkur persónuleiki, lítið fyrir vol og vesen, og góður vinur vina þinna. Það hrannast upp minningar hjá mér um æsku okkar í Vest- mannaeyjum. Öll prakkarastrikin sem þú gerðir og allt fjörið sem var í kringum þig. Eftir eldgosið 1973 fluttum við til Ísafjarðar, þar sem fósturpabbi okkar fékk vinnu. Við vorum bara unglingar þá og ég man að áður en við fluttum fórstu í síma- skrána að athuga hvað væru margar sjoppur og hvort það væri ekki örugglega bíó þar líka, annars væri lítið varið í að búa þar. Í dag varstu orðinn mikill Ísfirð- ingur í þér. Aðeins fyrir nokkrum mánuðum vorum við hjónin í ferm- ingu Þórs sonar þíns, þú varst svo glaður og sæll og fjölskyldan þín svo falleg. Þú varst nýorðinn afi og það hlutverk gladdi þig mikið. Þið Magga áttuð svo vel saman, nýkom- in úr ferðalagi frá Egilsstöðum, þar sem bæði börnin ykkar kepptu í sundi á landsmótinu. Það var aðdá- unarvert hve vel þið styrktuð og hvöttuð börnin ykkar, enda er árangurinn eftir því. Elsku Magga mín, Þór og Elín, þið fjölskyldan hafið misst svo mik- ið. Elsku Davíð, Katla og Ylfa Örk, Guð gefi ykkur öllum styrk í sorg ykkar. Blessuð sé minning þín, elsku bróðir. Þín systir Anna. Elsku Svenni minn, það er með nístandi sársauka í hjarta sem ég kveð þig nú. Þú er farinn frá okkur, langt fyrir aldur fram. Minningarnar streyma um huga og þær eru svo margar. Þú varst alltaf svo hress og skemmti- legur og það var alltaf stutt í grínið hjá þér. En fjölskyldan var þér þó kærust af öllu, það var auðvelt að merkja á því hve ástúðlega þú tal- aðir um konu þína og börn og í faðmi þinna nánustu leið þér best. Ég kveð þig með söknuði. Fjölskyldu þinni og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín systir María. Kæri bróðir. Mikið gæfi ég fyrir að hafa séð þig einu sinni enn áður en þú fórst svo skyndilega. Ég kveð þig á þann eina hátt sem ég get, andlega, frá mínu hjarta til þín. Ég man þegar ég sá þig síðast og þú sagðir svo fallega við mig: „Þú veist ég hugsa til þín þó svo við sjáumst svona sjaldan.“ Þegar ég svo sá þig eftir langan tíma var eins og við hefðum hist í gær. Tengslin hafa alltaf verið sterk og þú alltaf svo einlægur og sér- stakur, minn frábæri bróðir. Ég minnist svo margra yndislegra tíma með þér bæði frá æsku og þá síðustu tíma sem ég sá þig, hvað við gátum setið og spjallað og ég gat grátið af hlátri að húmornum þínum. Þú gast alltaf komið með eitthvað hlægilegt þótt það væru erfiðir tímar. Guð einn veit hvað ég á eftir að sakna þín, kannski geturðu gefið mér tölvupóstinn hjá þér í himnaríki svo við getum ennþá skrifað hvort öðru! Þú veist að þú ert með mér ennþá þótt ég sjái þig ekki, Svenni minn, þú ert í hjarta mínu. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til Möggu, Davíðs, Elínar og Þórs og bið Guð að gefa þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Kæri bróðir, hvíldu í friði. Þín systir Aðalheiður Sigríður. Svenni minn, Benni minn. Þetta var maður vanur að heyra hjá Bíu ömmu á Hlíðarveginum, þegar maður kom í kaffi. Þó að Svenni hafi ekkert verið skyldur okkur var hann alltaf einn af fjöl- skyldunni. Eftir að hann fluttist ungur á Ísafjörð með foreldrum sín- um hefur hann verið inni hjá ömmu og afa á Hlíðarveginum. Þegar for- eldrar hann fluttust burt má segja að hann hafi verið meira og minna á Hlíðarveginum bæði sem leigjandi og fjölskyldumeðlimur. Alltaf hefur hann verið kallaður Svenni frændi og hef ég alltaf sagt að Svenni hafi verið bróðir hans pabba. Svenni og Magga hugsuðu ætíð vel til gömlu hjónanna og ekki síst eftir að afi dó. Þá færði Svenni ömmu fisk og Magga fréttir af mannlífinu. Aldrei gleymdist gamla konan. Er ég hugsa um þau hjónin, Möggu og Svenna, hreinlega dáist maður að því hve samheldin þau voru í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og hvöttu krakkana áfram á sundlaugarbakkanum sem og í hinu daglega amstri. En nú er Svenni Vestmanneyingur allur. Ég er stolt- ur af því að hafa þekkt þig og þína fjölskyldu, þú varst gull af manni. Ég kveð þig hér með þessum fátæk- legu orðum, en minning þín mun lifa. Elsku Magga, Davíð, Þór og Elín, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur. Benedikt Sigurðsson og fjölskylda. Látinn er vinur og fyrrum vinnu- félagi Sveinn Pálsson, langt fyrir aldur fram tæplega 45 ára að aldri. Hvílík sorg og söknuður hjá fjöl- skyldu hans og vinum. Svenni, eins og hann var ávallt kallaður, hafði komið sér vel fyrir og virtist sem líf- ið brosti við þessum gamla félaga þegar hann féll svo óvænt frá í blóma lífsins. Hann varð bráðkvadd- ur um borð í togaranum Stefni að kvöldi dags hins 17. júlí sl. úti á rúmsjó. Svenni flutti til Ísafjarðar frá Eyjum eftir gosið 1973 og kynntist ég honum þegar hann hóf að vinna í rækjunni á Torfnesi þá fljótlega og féll hann afar vel í vinahópinn. Hann leigði hjá Hirti og Bíu Gísla á Hlíð- arveginum og varð upp frá því mikill vinur þeirrar fjölskyldu allrar. Hann fór seinna á sjóinn með Hirti sem nú er látinn, og voru þeir jafnan sem feðgar á ferð. Svenni vann í rækj- unni í nokkur ár, en hugurinn stefndi á sjóinn og reri hann með Hauki bróður á rækju og skaki og Hirti eins og áður sagði, áður en hann aflaði sér hins meira fiski- mannaskírteinis með ágætum vitn- isburði. Var hann m.a. stýrimaður hjá Skarphéðni Gíslasyni á Orra og tók síðan við skipinu um tíma. En það var svolítið skrítið með hann Svenna, hann vildi helst ekki vera skipstjóri þó að honum hafi boðist margsinnis að taka við skip- um til lengri tíma á liðnum árum. Stýrimaður var hann af gamla skól- anum ábyggilegur og starfssamur, um það vitna félagar hans sem deilt hafa skiprúmi með honum í gegnum tíðina. Svenni hóf ungur sambúð með Björk Helgadóttur úr Hnífsdal. Eignuðust þau soninn Davíð og bjuggu saman í nokkur ár áður en þau slitu samvistir. Davíð er búsett- ur á Akranesi. Seinna kynntist Svenni eiginkonu sinni Margréti Eyjólfsdóttur frá Keflavík og eign- uðust þau tvö börn, Þór og Elínu sem eru ung að árum þegar pabbi þeirra fellur svo óvænt frá. Eru þau afar dugleg og efnileg. Þór er þegar orðinn afreksmaður í sundi þótt ungur sé að árum. Til að byrja með var Svenni jafn- an kenndur við Eyjarnar, en það var ekki lengi. Svenni var orðinn heima- maður fyrr en varði. Hann var vin- sæll vinnufélagi og kom sér afar vel með dugnaði og ósérhlífni. Lundin létt og stríðinn í besta lagi. Kon- urnar í rækjunni, sem við strákarnir kölluðum ávallt „kerlingarnar“, voru hrifnar af þessum strák frá fyrsta degi. Einnig voru þeir góðir saman pabbi, Viggó og Svenni og urðu þeir miklir mátar þrátt fyrir aldursmun. Við Svenni spiluðum saman blak með hressum félögum í „old boys“ fyrir nokkrum árum og gafst okkur þá kærkomið tækifæri til að rifja upp gamla tíma og skemmtilega. Svenni varð það sem hann var af eigin dugnaði og verðleikum. Ekki var mulið undir hann, stóð ungur á eigin fótum og stóð ávallt við sitt og vel það. Nú þegar Svenni fellur svo óvænt frá hefur hann búið vel að Möggu og krökkunum með ráðdeild- arsemi sinni og dugnaði. Mikill missir er fyrir samfélag okkar við fráfall Svenna á besta aldri. Skipsfélagar missa góðan vin og félaga við erfiðar aðstæður. Mestur er þó missir Möggu og barna hans, móður, tengdamóður og fjölskyldna. Einnig syrgir Bía Gísla Svenna sem hennar eigin sonur væri. Ég og fjölskylda mín vottum ást- vinum hans öllum dýpstu samúð okkar, og biðjum honum Guðs bless- una. Blessuð sé minning hans. Eiríkur Böðvarsson. Það var okkur fermingarsystkin- um Sveins Pálssonar harmafregn þegar okkur bárust þær fréttir að hannværi látinn. Við sem höfðum hvað nánust kynni af Svenna í okkar árgangi, hinum eina sanna 1956 ár- gangi, munum eftir honum sem tryggum og sérlega glaðlyndum vini. Þrátt fyrir að hann byggi vest- ur á Ísafirði voru hann og Magga alltaf mætt til Eyja þegar við héld- um okkar fermingarmót. Ferming- armótin eru haldin reglulega á 5 ára fresti og eru okkur ómetanleg við að rifja upp skólaárin og hvað hefur verið brallað í gegnum tíðina, en þar var Svenni virkur þátttakandi sem hörku námsmaður og líflegur peyi. Svenni hefur haldið alla tíð tryggð við Eyjarnar og var mikill stuðn- ingsmaður ÍBV í fótbolta og engir stórleikir hvort heldur var í bikar eða í deild fóru fram hjá honum. Á kveðjustund situr eftir dýrmæt minning. Við fermingarsystkinin kveðjum góðan vin og félaga, hugur okkar er samt hjá fjölskyldunni, Möggu og börnunum þar sem miss- irinn er sárastur. Við öll sendum þeim samúðarkveðjur. 56 árgangurinn. SVEINN PÁLSSON H ver hefur lyst á hamborgurum sem hver og einn er unninn úr kjöti af hundrað kúm og ýmiss konar úrgangi? Lýsingar blaðamannsins Erics Schlosser í bókinni Fast Food Nation á skyndibitamenningu í Bandaríkj- unum eru í þessum dúr og nægja vel til að stöðva löngun í fæði eins og fjöldaframleidda hamborgara. Bók Schlossers er ádeila á bandaríska skyndibitaiðnaðinn og lífsstílinn sem honum fylgir sem m.a. einkennist af skorti á gild- ismati. Neytendur skyndifæðis eru að mati Schlossers að taka bita af ákveðinni hugmyndafræði, ef ekki trúar- kenningu, sem hann segir vera kapítal- isma í sinni verstu mynd. Bandaríkja- menn eyddu jafnvirði 11 þúsund milljarða króna í skyndi- fæði í fyrra og það er meira en þeir eyða í kvikmyndir, bækur, tímarit, dagblöð, myndbönd og geisladiska samanlagt. Hamborgarar og annað skyndi- fæði er bragðbætt ýmsum gervi- efnum og bragðefnafyrirtækin bandarísku eru í stórgróða- bissness, án þess að vera nokkurs staðar nefnd á umbúðum vel þekktra matvara. Einn jarðar- berjamjólkurhristingur á skyndi- bitastað inniheldur t.d. 50 mis- munandi bragðefni, þróuð af bandaríska bragðefnafyrirtækinu International Flavours and Fragrances (IFF). Af örþunnum pappírsstrimli fann Schlosser þar t.d. lykt eins og verið væri að grilla hamborgara við hliðina á honum. En ætlun Schlossers er ekki að út- rýma öllum skyndibitastöðum. Hann viðurkennir að skyndibiti sé þægilegur á ýmsan hátt, fólk þurfi að borða en hafi oft ekki tíma til að elda sjálft. En í bókinni deilir hann hart á keðjurnar sem opna ótal útibú í viku hverri um allan heim og leggja metnað sinn í að bjóða einsleitan mat. Hann opnar augu lesenda fyrir þeirri staðreynd að hráefnið sem er notað er ekki fyrsta flokks, aukefnin eru ótelj- andi og starfsfólkið býr við slæm skilyrði. Mér vitanlega er ekki til and- heiti við orðið skyndibita í ís- lenskri tungu en ég leyfi mér að leggja til orðið hægfæði! En nú vex og dafnar hreyfing fólks á Ítal- íu sem kennir sig við hægfæði eða „slow food“. Upphaf hægfæð- ishreyfingarinnar má rekja til árs- ins 1986 þegar nokkrir íbúar norð- ur-ítalska bæjarins Bra stofnuðu samtök sem í fyrstu áttu að tákna andstöðu við æ fleiri McDonalds- útibú á Ítalíu. Samtökin þróuðust í fjölmenna hreyfingu sem sporna skyldi almennt gegn skyndibita- menningunni frá Bandaríkjunum og í víðara samhengi bandarískri vinnumenningu sem má segja að felist í vinnu allan sólarhringinn alla daga ársins. Hreyfingin hefur nú teygt anga sína til um fimmtíu landa, og er Ísland víst þar á með- al. Hreyfingin beitir sér m.a. fyrir varðveislu rótgróinna fram- leiðsluaðferða og afurða sem eiga sér menningarlega hefð víðs vegar í heiminum. Hreyfingin reynir einnig að höfða til sannra sælkera og efla matarmenningu. Svo virð- ist þó sem angi hægfæðishreyfing- arinnar á Íslandi standi fyrir efl- ingu ítalskrar matarmenningar en ýti ekki undir íslenska matarhefð. Sem höfðar hvort eð er heldur ólíklega til sælkera, en það er önn- ur saga. Samtök hægra borga þróuðust út úr hægfæðishreyfingunni árið 1999. Ítalska borgin Greve varð fyrst til að bera nafnbótina og bættust fleiri borgir á Ítalíu við, hver af annarri. Nú er svo komið að 31 borg á Ítalíu hefur nafn- bótina „hæg borg“ og eru borg- aryfirvöld stolt af, að því er fram kemur í forsíðugrein bandaríska tímaritsins Newsweek á dög- unum. Í þessum borgum er klukk- an hálftíma of sein sem ber vott um rólegheit og streitulaust líf borgarbúa. Borgirnar má skil- greina sem vinjar í eyðimörk hrað- ans í alþjóðasamfélaginu. Þar þekkjast ekki skyndibitastaðir, skylt er að hafa kjörbúðir lokaðar á fimmtudögum og sunnudögum, bílaumferð er bönnuð á ákveðnum svæðum og langt hádegishlé þykir sjálfsagt. Newsweek greinir frá því að borgarstjórar innan og utan Ítalíu standi í röðum og sækist eftir nafnbótinni fyrir borgirnar „sín- ar“. Ingibjörg Sólrún er hér með hvött til að slást í hópinn og sækja um nafnbótina fyrir Reykjavík. Bæjarstjórar á Íslandi mega líka taka áskorunina til sín. Ekki þætti mér slæmt ef Reykjavík yrði „hæg borg“ þar sem klukkan á Hallgrímskirkju yrði hálftíma of sein. Bílaumferð yrði bönnuð fyrir innan hringinn Aðalstræti, Vonarstræti, Lækj- argata, Hafnarstræti og helst víð- ar. Reykjavík virðist að sumu leyti orðin smækkuð mynd af banda- rískri borg með alla sína banda- rískættuðu skyndibitastaði. Sem hæg borg yrði Reykjavík að fækka þessum stöðum en í staðinn gætu nú til dæmis komið hús ferskra ávaxta og súpubarir. Ég mæli ekki á móti því að skyndibiti getur ver- ið góður en hann getur líka verið afar bragðvondur fyrir sál, líkama og pyngju. Betra er að velja sjálf- ur gott hráefni og matbúa yfir hægum eldi í hægri borg. En ekkert lát virðist ætla að verða á fjölgun skyndibitastað- anna og er það áhyggjuefni. Hvert sem litið er í borginni blasa við lit- skrúðug ljósaskilti með þekktum nöfnum þeirra. Erfitt getur verið að standast freistinguna eins og margir þekkja. Og ekki batnar það þegar börnin eru farin að þekkja merkin og heimta sitt. Margir þessara staða gera nefnilega út á börnin. Auðtugginn, fjölda- framleiddur, bragðbættur en ekki of bragðsterkur matur er hulinn litskrúðugum öskjum og leikföng fylgja með til að lokka. Rann- sóknir hafa nefnilega sýnt fram á að börn geta þekkt vörumerki áð- ur en þau þekkja sitt eigið nafn. Skyndi- bitinn og andheitið Nú er svo komið að 31 borg á Ítalíu hefur nafnbótina „hæg borg“ og eru borgaryfirvöld stolt af. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.