Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENGIN gögn er að finna í skjala- safni menntamálaráðuneytisins um athugasemdir Framkvæmdasýslu ríkisins og nefndarmanna bygg- inganefndar Þjóðleikhússins við störf formanns nefndarinnar, Árna Johnsen, né minnispunktar ráðu- neytisins vegna þeirra. Þetta kem- ur fram í svari menntamálaráðu- neytisins til Morgunblaðsins sem óskaði eftir aðgangi að þessum gögnum. Óskað var eftir þessum upplýs- ingum m.a. í kjölfar ummæla Öss- urar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, um að rétt væri fyrir ráðuneytið að birta alla minn- ispunkta um mál Árna þar sem at- hugasemdir hefðu borist frá Óskari Valdimarssyni, forstjóra Fram- kvæmdasýslunnar, og þeim sem voru með Árna í byggingarnefnd- inni, þ.e. Stefáni Baldurssyni þjóð- leikhússtjóra og Steindóri heitnum Guðmundssyni, fyrrum forstjóra Framkvæmdasýslunnar. Í svarbréfi ráðuneytisins segir: „Það upplýsist hér með að í skjala- safni menntamálaráðuneytisins er ekki að finna nein gögn er innihalda upplýsingar sem óskað er eftir.“ Ráðuneytið segir engin gögn vera til staðar Athugasemdir til byggingarnefndar Þjóðleikhússins ALMENNUR bændafundur sem haldinn var á Egilsstöðum í fyrra- kvöld, hafnaði algjörlega ákvörðun Goða hf. um verð fyrir afurðir í haust og greiðslutilhögun ásamt slátrun. Fundurinn samþykkti einnig álykt- un þar sem hvatt er til stofnunar félags, sem standi fyrir eða hafa milligöngu um slátrun á Austurlandi og sölu afurða. Sem kunnugt er hefur Goði hf. lok- að sláturhúsinu Egilsstöðum, en það var eina stórgripasláturhús fjórð- ungsins. Í haust verður fé slátrað á Fossvöllum í Jökulsárhlíð og á Hornafirði og býður Goði sauðfjár- bændum eystra verð sem er 15% undir viðmiðunarverði fyrir kjöt í 1. flokki, en 25% undir viðmiðunarverði fyrir 2. og 3. flokk. Það er 8% lægra en í fyrra. Goði segist ekki geta greitt fyrir kjötið á þessu ári, en greiðsla komi í janúar og október 2002. Um 120 þúsund dilkar eru umfram það sem fer í sláturhús þeirra aðila sem standa utan við Goða í hefð- bundinni sláturtíð. Forsvarsmenn Goða setja fram sem möguleika að taka slátrunina í verktöku og vilja fá 100 milljónir króna fyrir leigu á slát- urhúsunum á Fossvöllum, Horna- firði og Hvammstanga og að Lands- samband sauðfjárbænda standi fyrir hönd bænda að þeim samningi. Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssambandsins, sagði á fundin- um að bændum væri stillt upp við vegg andspænis óraunhæfum kost- um. Þegar mönnum væri boðið upp á slíkt væri ekki um neitt að ræða. „Það liggur á borðinu,“ sagði Aðal- steinn, „að aðrir sláturleyfishafar ætla að borga fyrir afurðir með svip- uðum hætti og síðasta haust og taka nokkurn veginn hækkun á vísitölu neysluverðs inn í sína verðskrá. Ef samtök bænda færu að ganga að þessum tillögum Goða hf., væri verið að búa til tvær stéttir framleiðenda í landinu. Ef einhver ímyndar sér að samtök sauðfjárbænda geti staðið að slíkum gjörningi, þá er það meiri- háttar skekkja í hugsun.“ Goði rúinn trausti Yfir tvö hundruð manns sóttu bændafundinn og var einróma ákveðið að stofna undirbúningsfélag að sláturfélagi, sem standi fyrir eða hafi milligöngu um slátrun á Austur- landi og sölu afurða. Áhrifasvæði félagsins verður hið sama og Kaup- félags Héraðsbúa. Reynt verður að ná samkomulagi um að leigja Foss- vallasláturhúsið af Goða, en ekki er ljóst hvernig það verður gert eða hvort það er yfir höfuð hægt. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi: „Bændur á þjónustusvæði slát- urhúsanna á Fossvöllum og Breið- dalsvík eru reiðubúnir til þátttöku í slíku félagi ásamt KHB, sveitar- félögum á þjónustusvæðinu, Byggðastofnun og hugsanlega fleiri aðilum. Fundurinn getur á engan hátt sætt sig við að Goði hf., sem sótt hefur um greiðslustöðvun, haldi slát- urhúsum á svæðinu í gíslingu og tel- ur allar hugmyndir fyrirtækisins um slátrun á þess vegum með öllu óraunhæfar. Fyrirtækið er rúið trausti bænda og starfsfólks í slát- urhúsum og þess ekki um komið að taka að sér verkefnið. Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort réttlætan- legt sé að fyrirtæki í greiðslustöðvun stofni til jafn umsvifamikils rekstrar og fjárskuldbindinga og fylgir slátr- un og afurðasölu.“ Fram kom að Landsbanki Íslands myndi hugsanlega leggjast á árar með bændum í þessu verkefni. Þá var rætt um að 2,5% af verði þeirra afurða, sem bændur leggðu inn hjá félaginu á komandi hausti yrðu lögð inn á stofnsjóð þess. Undanskilið stofnsjóðsframlagi yrði þó verðmæti þess kjöts sem er útflutningsskylt. Áður en slátrun hefst væri tryggt að 80% af verði þessara afurða yrði greitt til framleiðenda fyrir næstu áramót og að fullu greitt fyrir febrú- arlok 2002. Stefnt yrði að því að greiða 40% af áætluðu verði fyrir út- flutning í desember nk. Á fundinum komu fram efasemdir um eignarhald Goða á sláturhúsum eystra og því varpað fram hvort ekki mætti rifta samningum um sölu þeirra, þar sem þau væru ógreidd og afsal hefði ekki verið gefið út ennþá. Þannig mætti taka húsin upp í skuld Goða við Kaupfélag Héraðsbúa, en hún er nú á annað hundrað milljóna. Hörð gagnrýni kom fram á stjórn og framkvæmdastjóra Kaupfélags Hér- aðsbúa, fyrir að hafa samþykkt að sameina sláturhúsið Goða þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir um stöðu Goða. Þuríður Backmann, þingmaður VG á Austurlandi, sagði landbúnað- arnefnd Alþingis telja að málið væri ekki inni á sínu borði að svo stöddu. Bændur á Austurlandi undirbúa stofnun slátrunar- og afurðasölufélags Segja Goða halda slát- urhúsum í gíslingu Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þungt var í bændum á fundinum. Í ræðustól er Aðalsteinn Jónsson, for- maður Landssambands sauðfjárbænda. Í TILLÖGUM áhugahóps um vernd- un Þjórsárvera felst að friðland við Þjórsárver yrði stækkað allverulega, en samkvæmt tillögunum myndi allt það landsvæði sem færi undir vatn vegna Norðlingaöldulóns liggja inn- an friðlands. Sigþrúður Jónsdóttir náttúru- fræðingur er í forsvari fyrir áhuga- hóp um verndun Þjórsárvera og seg- ir hún að svæðið utan friðlands Þjórsárvera hafi lítið verið skoðað með tilliti til náttúrufars. Hins vegar sé full ástæða til að meta það ásamt friðlandinu í heild á eigin forsendum og út frá fleiri þáttum en til orkuöfl- unar. „Við sendum tillögurnar til Nátt- úruverndar ríkisins og þeir senda þetta svo áfram til umsagnar. Okkar afstaða er alveg skýr, við viljum ekk- ert lón og ekkert rask á þessu svæði og teljum að engin málamiðlun komi til greina,“ segir Sigþrúður. Tillögur um verndun Þjórsárvera Allt lónið verði innan friðlandsins                                                        !    "# $ %$& '                                      FJÁRMAGNSKOSTNAÐUR Reykjavíkurborgar, kostnaður vegna vaxta, verðbóta og gengismismunar, var rúmlega 2.812 milljónir króna árið 2000. Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir há- alvarlegt hversu mikið fjármagns- kostnaður borgarinnar hafi hækkað á undanförnum árum. Afleiðing af skuldasöfnun borgarinnar „Ég fór þess á leit við fjármáladeild borgarinnar að tekið yrði saman hver fjármagnskostnaður og þróun fjár- magnskostnaðar hefði verið í Reykja- vík undanfarin ár. Árið 1995, sem er fyrsta samfellda ár R-listans hér í Reykjavík, var fjármagnskostnaður borgarinnar rúmlega 860 milljónir, en nú er hann orðinn rúmlega 2,8 millj- arðar. Þetta eru fjármunir sem fara út um gluggann og eru upphæðir sem rekja má beint til skuldasöfnunar Reykjavíkurborgar,“ segir Júlíus Víf- ill. Hann segist munu fara fram á það í Borgarráði að fjármáladeild borgar- innar verði gert að gera áætlun um það á þessu ári, hvert fjármagns- kostnaður borgarinnar stefnir og seg- ir viðbúið að sú tala verði mjög há. „Ég held að það sé rétt að menn átti sig á því, að skuldasöfnun borg- arinnar leiðir til þess fjármagns- kostnaðar sem við erum að horfa upp á núna. Þetta er kostnaður sem kem- ur aldrei til baka, er engum til góða og er það sem menn kalla gjarnan blóð- peninga,“ segir Júlíus Vífill, en til samanburðar megi nefna að fyrir um- rædda fjárhæð væri hægt að reka alla leikskóla borgarinnar og eiga 400 milljónir í afgang. Rúmlega 2,8 millj- arðar árið 2000 Fjármagnskostnaður Reykjavík- urborgar hækkar verulega EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvort lögð verður fram kæra á hendur manni sem uppvís varð að því að henda slógi í fjöruborðið í Skarðsvík í þjóðgarðinum Snæfells- jökli. Helgi Helgason, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Vestur- landssvæðis, segist fyrst og fremst hafa leitað eftir lögregluaðstoð með- an ekki var ljóst hver hafði framið verknaðinn, en í fyrradag hafi hann komist að hver var þarna að verki og haft af honum tal. „Það var aðili sem hefur verið að slægja fisk í Snæfellsbæ sem setti þetta þarna niður,“ sagði hann. Hefur áður séð slóg í Skarðsvík „Þarna er gamalt haugastæði og meðan sá hugsanagangur var við lýði að sjórinn tæki við öllu fóru menn þarna út eftir á vörubílum og sturtuðu í sjóinn. Þetta var svo tekið fyrir á níunda áratugnum en þá var farið að brenna og grafa rusl á svip- uðum slóðum,“ sagði hann. Helgi segist áður hafa orðið var við að slógi væri hent í víkina og hefur rætt við fiskverkendur á svæðinu um það. „Þessi ákveðni aðili er ekki með starfsleyfi en hann hefur fengið fyr- irmæli um að sækja um á grundvelli reglugerðar um atvinnurekstur sem haft getur mengun í för með sér. Þá verður þetta sett í starfsleyfið varð- andi förgun á úrgangi frá svona starfsemi.“ Helgi segist hafa gert manninum, sem ekki sé kunnugur staðháttum, grein fyrir brotinu en eigi eftir að ræða frekar við lögreglu. Í framhaldi af því verði svo tekin ákvörðun um hvort tilefni sé til ákæru. „En hann fær að minnsta kosti kröftuga áminningu,“ sagði Helgi. Ólafur Kristján Ólafsson, sýslu- maður í Stykkishólmi, staðfesti að lögreglan á Snæfellsnesi myndi ann- ast rannsókn málsins en hún væri ekki hafin, enda ætti lögregla eftir að fá afhent frekari gögn frá heilbrigð- iseftirliti. Úrgangi fargað í nýja þjóðgarðinum Slógi hent í fjöru ÞESSIR ábúðarfullu lögreglumenn fylgjast hér með ökumanni taka dökka filmu úr framrúðu bifreiðar sinnar. Ökumaðurinn hefur vænt- anlega fengið fyrirmæli um að fjar- lægja filmuna frá laganna vörðum en samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík er ekki leyfi- legt að hafa slíkar filmur í fremri hliðarrúðum bifreiða. Filmurnar eru taldar byrgja ökumönnum sýn. Vilji ökumenn hafa litaðar rúður verða þeir að kaupa til þess sértak- lega viðurkenndar rúður. Filmurnar úr, takk fyrir Morgunblaðið/Tobías Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.