Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
PERSÓNUVERND hefur úrskurð-
að að Tollstjóranum í Reykjavík hafi
verið óheimilt að senda vinnuveit-
anda dansks manns, sem starfar
hérlendis, persónuupplýsingar um
opinber gjöld sem á hann höfðu ver-
ið lögð, með ósk um að halda eftir af
kaupi hans til lúkningar gjaldanna.
Úrskurður Persónuverndar tekur
mið af því að maðurinn hafði gert
samkomulag um að greiða skuldir
sínar við embættið sjálfur og að
vinnuveitandi mannsins yrði ekki
beðinn um að halda eftir af kaupi
hans.
Hluti af kröfunum var frá dönsk-
um skattyfirvöldum sem Tollstjór-
anum í Reykjavík var falið að inn-
heimta samkvæmt samningi milli
Norðurlandanna um aðstoð í skatta-
málum. Persónuvernd telur að emb-
ættinu hafi ekki skort heimildir til
að standa að innheimtu á hinni
dönsku skattkröfu. Persónuvernd
fellst heldur ekki á að það hafi talist
óeðlilegt í starfsemi Tollstjórans í
Reykjavík að miðla upplýsingum um
þessa skattkröfu þótt dönsk væri.
„Í máli þessu er um það deilt
hvort Tollstjóranum í Reykjavík
hafi verið heimilt að miðla upplýs-
ingum um skuldastöðu (mannsins)
til vinnuveitanda hans og óska eftir
að haldið yrði eftir af launum hans
til lúkningar opinberum gjöldum ...“
segir í forsendum úrskurðarins. Þar
segir jafnframt að orðalag í lögum
um tekju- og eignaskatt, sem felur í
sér ákvæði um að launagreiðendur
haldi eftir kaupi launþega til lúkn-
ingar gjalda þeirra að kröfu inn-
heimtumanna, feli ekki í sér fortaks-
lausa lagaskyldu fyrir inn-
heimtumenn ríkissjóðs að senda
ávallt launagreiðendum kröfu um
launaafdrátt þótt lagaskilyrði grein-
arinnar séu uppfyllt. „Í ljósi orða-
lags ákvæðisins verður ekki annað
séð en að borgararnir hafi réttmæta
ástæðu til að binda traust sitt við
það að innheimtumenn ríkissjóðs
hafi heimild til þess að gera sam-
komulag um innheimtufyrirkomulag
skuldar, þ.m.t. að úrræði skv. 113.
gr. laganna (um tekjuskatt og eigna-
skatt) verði ekki beitt um tiltekinn
tíma enda standi skuldari við samn-
inginn og greiði skilvíslega um-
samdar greiðslur.“
Róbert Árni Hreiðarsson hdl. rak
erindi mannsins fyrir Persónu-
vernd.
Persónuvernd úrskurðar að Tollstjórinn
í Reykjavík hafi farið rangt að
Bannað að gefa vinnu-
veitanda upplýsingar
SUNDKAPPINN Örn Arnarson úr
Hafnarfirði undirstrikaði enn og
aftur í gær að hann er á meðal
bestu baksundsmanna heims þeg-
ar hann hreppti bronsverðlaun í
200 metra baksundi á heimsmeist-
aramótinu í sundi í Fukuoka í Jap-
an. Örn kom í mark á 1.58,37 mín-
útum og bætti Íslands- og
Norðurlandamet sitt frá því á ól-
ympíuleikunum í Sydney, þegar
hann varð fjórði á 1.58,99 mín.
„Ég var gjörsamlega búinn –
lokaspretturinn var erfiður. Ég
var mjög ánægður þegar ég fann
að ég snerti bakkann. Ef sundið
hefði verið tíu metrum lengra
hefði ég eflaust lent í sjötta sæti,“
sagði Örn Arnarson í samtali við
Morgunblaðið. Á myndinni er
hann með bronspening sinn, sem
hann tryggði sér í gær. Áður hafði
hann fengið silfurpening í 100 m
baksundi, þar sem hann þríbætti
eigið Íslands- og Norðurlandamet.
Reuters
Örn einn af þeim bestu
Leiðari/22
Ég var/B2
Hefur alla/B3
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur til
athugunar auglýsingar á óáfengum
bjór sem birst hafa að undanförnu,
þar sem sumar tegundir hafa verið
ófáanlegar í verslunum. Um er að
ræða Grolsch, Fosters og Dab.
Anna Birna Halldórsdóttir, for-
stöðumaður markaðsmálasviðs hjá
Samkeppnisstofnun, segir ekki
heimilt samkvæmt samkeppnislög-
um að auglýsa óáfengan bjór nema
hann standi neytendum til boða. Í
þessum tilvikum sé því líklega um
villandi auglýsingar að ræða en
stofnunin hefur leitað eftir skýring-
um hjá innflytjendum.
Óáfengur bjór
auglýstur en
fæst ekki í
verslunum
Sumar tegundir/18
PÉTUR Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Íslandssíma, segir að bréf
Verðbréfaþings þar sem óskað er
frekari skýringa á afkomuviðvörun
félagsins hinn 12. júlí hafi enn ekki
borist til félagsins.
Stjórn Verðbréfaþings Íslands
tók mál Íslandssíma fyrir á stjórn-
arfundi síðastliðinn þriðjudag og
ákvað að óska frekari skýringa frá
Íslandssíma varðandi afkomuvið-
vörun sem félagið sendi Verðbréfa-
þingi þegar einungis tæpir tveir
mánuðir voru liðnir frá útgáfu út-
boðs- og skráningarlýsingar félags-
ins.
Helena Hilmarsdóttir, staðgengill
forstjóra Verðbréfaþings, segir að
bréfið sé í vinnslu og það eigi að
berast Íslandssíma í síðasta lagi á
mánudag. Íslandssíma verði síðan
veittur ákveðinn frestur til að svara
fyrirspurn þingsins. Aðspurð segir
Helena að fresturinn verði að
minnsta kosti vika enda þurfi félag-
ið að taka saman tölur og gögn fyr-
ir þingið. Þingið sé þó ekki reiðubú-
ið að bíða þar til Íslandssími hyggst
kynna endurskoðað hálfs árs upp-
gjör.
Íslandssími mun kynna endur-
skoðaða afkomuáætlun fyrir árið
2001 við birtingu árshlutauppgjörs
um miðjan ágúst.
Bréf VÞÍ
ekki enn
borist
Íslands-
síma
GENGI íslensku krónunnar hækk-
aði í gær um 0,47% og var lokagildi
hennar 137,09 stig. Miðgengi doll-
ars var við lok viðskipta 100,22 kr.
og fór dollarinn rétt undir 100 kr. í
3-4 viðskiptum á millibankamarkaði
í gær.
Gengi krónunnar hefur heldur
styrkst undanfarna daga en fyrir
rúmum einum mánuði, 20. júní, var
gildi hennar 145,90 stig og fór þá
dollarinn skamma stund yfir 109 kr.
Um síðustu áramót var vísitala
krónunnar 120,95.
Gengi
krónunnar
styrktist
♦ ♦ ♦
GRÆNFRIÐUNGAR fagna sér-
staklega afstöðu samninganefnda
Íslendinga, Norðmanna og Ný-
Sjálendinga til Kyoto-samkomu-
lagsins á framhaldsþingi 6. aðild-
arríkjaþings samkomulagsins sem
lauk í Bonn í gær. Í fréttatilkynn-
ingu sem samtökin sendu frá sér
óska þau þessum þjóðum til ham-
ingju með að slíta sig frá Regnhlíf-
arhópnum svonefnda, sem í eru
m.a. sBandaríkin, Kanada, Japan
og Rússland.
Halldór Þorgeirsson, skrifstofu-
stjóri sjálfbærrar þróunar og al-
þjóðamála hjá umhverfisráðuneyt-
inu, sem á sæti í íslensku
samninganefndinni, segir það mis-
skilning að slit hafi orðið á sam-
starfi þjóða í þessum ríkjahópi.
Samstarfið hafi í raun verið gott.
Hann segir að ekki hafi tekist að
ljúka tæknilegri útfærslu allra
mála í Bonn og verði þráðurinn
tekinn upp í Marakesh í Marokkó í
nóvember. Fjórtán málaflokkar
voru einkum til umfjöllunar á
þinginu í Bonn á grundvelli póli-
tískrar niðurstöðu sem náðist sl.
mánudag. Ekki náðist að afgreiða
fjóra þeirra, þ.e. bindingu kolefna í
skógum sem ekki voru til staðar
fyrir 1990, framfylgdarákvæði
samkomulagsins, verslun með los-
unarheimildir og eftirlit með fram-
kvæmdinni.
Íslenska ákvæðið frágengið
en lokaákvörðun er eftir
Halldór segir að niðurstaða hafi
fengist í hinum málaflokkanum tíu.
Þar á meðal var íslenska ákvæðið
svonefnda, sem felur í sér auknar
heimildir til smáríkja til losunar
gróðurhúsalofttegunda notist þau
við endurnýjanlega orkugjafa. Ís-
lenska ákvæðið telst því fullfrá-
gengið og verður lagt fyrir 7. að-
ildarríkjaþingið í Marakesh ásamt
öðrum málum. Einnig fékkst nið-
urstaða í ýmsum málum sem
tengjast þróunarríkjunum, þar á
meðal fjárhagsaðstoð og aðlögun
þeirra að samkomulaginu. Halldór
segir að þegar umfjöllun um þessa
málaflokka lýkur í Marakesh verði
Kyoto-samkomulagið tilbúið til
fullgildingar. 160 ríki eiga aðild að
samkomulaginu og þarf samþykki
55 ríkja til að fullgilda samkomu-
lagið, eða samþykki ríkja sem losa
sem svarar til 55% af heildarlosun
iðnríkjanna. Halldór segir að þetta
þýði að jafnvel þótt Bandaríkin og
Kanada standi utan við samkomu-
lagið hljóti það fullgildingu svo
fremi sem Japan og Rússland
verði með.
Grænfriðung-
ar fagna af-
stöðu Íslands
Aðildarríkjaþing Kyoto-samkomulagsins
TVÆR þrettán ára stúlkur
voru fluttar á slysadeild eftir að
ekið var á þær í Hveragerði
laust fyrir klukkan tvö í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Selfossi gengu
stúlkurnar yfir götuna Græn-
umörk og í veg fyrir bílinn.
Stúlkurnar voru með meðvit-
und eftir slysið, en þær voru
fluttar með sjúkrabifreið á
slysadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss í Fossvogi til
frekari aðhlynningar og rann-
sóknar.
Samkvæmt upplýsingum frá
vakthafandi lækni á Landspít-
alanum reyndust stúlkurnar
ekki alvarlega slasaðar.
Ekið á
tvær
stúlkur í
Hvera-
gerði