Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 37 DAGBÓK ÚTSALA 10-60% afsláttur Ullarkápur leðurkápur regnkápur vínilkápur sumarúlpur ný sending af höttum Mörkinni 6, sími 588 5518, opið laugardaga kl. 10-15. kr. 9.900 Útsalan Kringlunni (við hliðina á Nýkaup) í fullum gangi  Hjartans þakkir til fjölskyldu minnar, vina og kunningja sem heimsóttu mig og gerðu mér daginn ógleymanlegan, allra þeirra sem sýndu mér virðingu og vinarhug með því að spila golf með mér á 80 ára afmælisdaginn, fyrir góðar gjafir, skeyti, símtöl og hlý handtök og góða kossa. Lifið heil. Sveinn Magnússon. Árnað heilla MEÐ hittni og hagstæðri legu gæti sagnhafi fengið alla slagina í þremur grönd- um. Það eru efri mörkin eftir útspil í tígli. En neðri mörkin eru átta slagir ef ekkert gengur. Og það er áhyggjuefni í sveitakeppni. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁKD54 ♥ K75 ♦ 97 ♣ ÁG10 Suður ♠ 72 ♥ Á9 ♦ K863 ♣K9743 Vestur Norður Austur Suður -- 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil vesturs er tígul- fjarki, fjórða hæsta, og austur lætur gosann. Hver er áætlunin? Eftir að hafa tekið á tíg- ulkónginn er líklegt að sú hugmynd kvikni að prófa fyrst spaðann í þeirri von að hann falli 3-3. Ef ekki er síðan meiningin að fara í laufið með hliðsjón af spaðalegunni. Það er jafn- vel hugsanlegt að lifa það af að gefa slag á laufdrottn- ingu ef tígullinn skiptist 4-3 hjá vörninni. Norður ♠ ÁKD54 ♥ K75 ♦ 97 ♣ ÁG10 Vestur Austur ♠ 93 ♠ G1086 ♥ G63 ♥ D10842 ♦ ÁD1042 ♦ G5 ♣D52 ♣86 Suður ♠ 72 ♥ Á9 ♦ K863 ♣K9743 Það er of seint að finna bestu leiðina þegar búið er að drepa á tígulkóng í fyrsta slag – eins og hætt er við að flestir myndu gera, nánast umhugsunarlaust. Hættan í spilinu er sú að vestur sé að koma út frá fimmlit í tígli og vörnin fái þar fjóra slagi og einn á laufdrottningu. Þessari hættu má mæta á frumleg- an hátt með því að dúkka tígulgosann og slíta þannig samganginn í litnum. Milli- spilin – tígulnían í borði og áttan heima – gera það að verkum að þessi spila- mennska er örugg. Ef aust- ur spilar litnum áfram, dúkkar suður aftur og hef- ur nú töglin og hagldirnar. Sæki vestur tígulinn áfram er laufinu svínað til austurs og ef vestur hættir við tíg- ulinn fær hann vissulega slag á laufdrottningu og tígulás, en síðan ekki sög- una meir. 4-3 lega í tígli skapar engin vandamál, því suður leggur þá bara á tígul aust- urs í öðrum slag og byggir upp áttuna og fær um leið upplýsingar um leguna. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT LAUSAVÍSA Ormstungu varð engi allr dagr und sal fjalla hægr, siz Helga in fagra Hrafns kvánar réð nafni; lítt sá Höðr inn hvíti hjörþeys, faðir meyjar, (gefin var Eir til aura ung) við minni tungu. GANDREIÐ Ek ríð hesti hélugbarða, úrigtoppa, ills valdanda; eldr er í endum, eitr er í miðju; svá er um Flosa ráð sem fari kefli, svá er um Flosa ráð sem fari kefli. Gunnlaugur ormstunga Illugason. GULLBRÚÐKAUP. Í dag laugardaginn 28. júlí eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Jónína F. Tómasdóttir og Stefán J. Steinþórsson, Dalbraut 25, Reykjavík. Þau voru gefin sam- an af sr. Bjarna Jónssyni 1951. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 28. júlí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigurbjörg Jóhanna Þórðardóttir og Gísli B. Kristjánsson, Þinghólsbraut 72, Kópavogi. Þau eru að heiman í dag. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú ert ekki einhamur þegar þú færð áhuga á einhverju, en sinnir öðru með hangandi hendi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar. Vertu sann- gjarn við alla. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þreytan hefur náð tökum á þér svo nú er nauðsynlegt að þú verðir þér úti um tilbreyt- ingu til þess að hleypa fjöri í þig á nýjan leik. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú berð mikla umhyggju fyr- ir öðrum og gerir áhyggjur þeirra að þínum. Íþyngdu sjálfum þér ekki um of og mundu að hver ber ábyrgð á sér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú skiptir öllu að nýta tím- ann vel og halda sér við efnið svo að þú náir að standa við gefin loforð. Láttu ekkert trufla þig á meðan. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú stendur á tímamótum og verður að gera hreint fyrir þínum dyrum. Losaðu þig við það sem miður er og temdu þér aðrar og betri venjur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gefðu þér tíma til þess að rækta sjálfan þig andlega sem líkamlega því málið er heilbrigð sál í hraustum lík- ama. Líttu á björtu hliðarn- ar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Áhugaverðar hugmyndir verða bornar undir þig og þú ættir að gefa þér tíma til þess að kynna þér þær. Nú er lag að undirbúa gott ferðalag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu ekki of fljótur til að slá hugmyndir annarra af því ýmislegt gæti leynst í þeim þér í hag. Skoðaðu þær því frá öllum hliðum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú verður ekki lengur hjá því komist að horfast í augu við staðreyndir. Vertu mað- ur til að viðurkenna það sem þú hefur gert á hlut annarra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú stendur frammi fyrir erf- iðri ákvörðun og mátt ekki efast um eigin dómgreind. Fylgdu ákvörðun þinni eftir af festu og komdu henni í höfn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur verið í töluverðu návígi við aðra sem reynir á alla aðila og því er þörf á að hreinsa andrúmsloftið áður en allt fer í bál og brand. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur fulla ástæðu til að vera ánægður því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér. Láttu ekki öfund annarra slá þig út af laginu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 28. júlí, verður fimmtugur Stefán Þór Sigurðsson, þjónustu- stjóri hjá Landssímanum í Keflavík. Eiginkona hans er Lilja Guðmundsdóttir. Stef- án er að heiman í dag. STAÐAN kom upp á EM einstaklinga í Ohrid í Make- dóníu. Vladimir Akopjan (2654), hvítt, lék síðast 31. Dd3-xb5. Fram að því hafði hann haft heldur þægilegra tafl. Andstæðingur hans, Alon Greenfeld (2570), var ekki lengi að nýta sér skelfi- legan afleik hvíts. 31...Hd6! Nú liggja Danir í því. Mann- fall er óhjákvæmilegt. 32.Re6+ Dxe6 33.Ha1 Hd5 34.Da4 Dh3 35.f3 e4 36.Da7 exf3 og hvítur gafst upp enda er hann að verða mát- aður. Í dag, 28. júlí, fer fram í Pardubice í Tékklandi, síð- asta umferð skákhátíðarinn- ar þar. Töluverður fjöldi ís- lenskra skákmanna er þar á meðal þátttakenda og er hægt að fylgjast með afdrif- um þeirra á skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik.       

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.