Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LILJA Dóra Halldórsdóttir út- skrifaðist í byrjun þessa mánaðar úr MBA-námi með hæstu einkunn frá Vlerick Leuven Gent Manage- ment School sem er byggður á grunni tveggja af virtustu háskól- um Belgíu. Lilja Dóra, sem heldur heimili í Brussel, ásamt eig- inmanni, tveimur börnum og þrem- ur hundum segir árangurinn hafa komið skemmtilega á óvart. „Já, mér tókst að verða hæst og útskrifaðist með „great dist- inction“, eins og það heitir,“ sagði hún. Að auki fékk Lilja Dóra svo- nefnd Picanol-verðlaun sem voru veitt fyrir framúrskarandi árang- ur í námi eða „most outstanding MBA of the year“. Hún sagði að sér hefði þótt ennþá meiri viðurkenn- ing að fá þau verðlaun því þau voru valin af prófessorum við skólann og samnemendum hennar. MBA stendur fyrir Master of Business Administration og er starfstengt viðskipta- og stjórnunarnám en Lilja Dóra segir að námið hafi ver- ið í miklum tengslum við raunveru- leikann og það viðskiptaumhverfi sem er við lýði í heiminum í dag. Íslendingur einnig í öðru sæti Lilja segir erfitt að benda á eitt- hvað eitt sem skýri góðan árangur hennar í náminu, en nefnir mikla vinnu og skipulagningu, stuðning frá fjölskyldunni auk þess sem námið hafi verið bæði áhugavert og skemmtilegt. „Svo var önnur ís- lensk kona með mér í þessu, Þórdís Kristjánsdóttir, og við áttum mjög gott samstarf og gátum stutt hvor aðra en hún var önnur hæst við út- skrift,“ sagði Lilja Dóra og gant- aðist með að þær hefðu að minnsta kosti ekki orðið landi og þjóð til skammar. „Við unnum saman loka- verkefni fyrir Kaupþing í Lúx- emborg, á sviði stjórnunar og stefnumótunar,“ sagði Lilja Dóra. Jafnframt kom fram í máli henn- ar að starfsfólki og prófessorum skólans þótti áhugaverður þessi góði árangur námsmeyjanna tveggja frá eyríkinu litla í norðri. Meðan á samtali við blaðamann stóð barst Lilju Dóru tölvupóstur frá skólanum sínum. „Já, það var rétt í þessu að koma póstur frá þeim þar sem ég er beðin að koma í viðtal fyrir Herald Tribune og fleiri blöð,“ sagði hún, pínulítið óviss um hvernig ætti að taka þess- um mikla áhuga á árangri hennar í náminu. Fyrirlesarar hvaðanæva Lilja Dóra er lögfræðingur að mennt og starfaði áður hjá Skelj- ungi. „Að flytja út gaf mér kjörið tækifæri til frekari menntunar. MBA er mjög lifandi nám og í mikl- um tengslum við atvinnulífið. Pró- fessorar og gestafyrirlesarar koma víða að og þátttaka nemenda er mikil í tímum, enda er gert ráð fyrir að þeir hafi allir góða starfs- reynslu og geti miðlað af henni. Námið byggist mikið á raunhæfum verkefnum og hópvinnu og ýtir þannig undir töluverða sjálfs- skoðun og náin tengsl milli nem- enda. Þarna kemur einnig saman fólk með mismunandi bakgrunn hvað varðar menntun og starfs- reynslu og þar sem kennt er á ensku og áherslan er á alþjóðlegt viðskiptaumhverfi koma nem- endur víða að. Í gegnum námið eignaðist ég því vini víða um heim,“ sagði hún. Sameinaðir tveir skólar Háskólinn í Leuven er einn elsti háskóli Evrópu, stofnaður á 15. öld og má segja að bærinn sé fyrst og síðast háskólabær. „Þar hóf ég mitt 2 ára MBA-nám. Svo var ég svo heppin að eftir fyrsta árið var ákveðið að sameina Vlerick- háskólann í Gent og Leuven- námið. Vlerick-skólinn var og er einn þekktasti viðskiptaháskólinn innan Belgíu en háskólinn í Leuven er stærra nafn á alþjóðlegum vett- vangi. Annað árið tók ég því í þess- um nýja skóla og þetta var fyrsta útskriftin frá honum.“ Lilja upplýsti að skólinn hefði komist beint inn á topp 40 lista Fin- ancial Times yfir mikils metna við- skiptaskóla. „Það er gríðarlegur metnaður lagður í þetta og fjár- munir koma bæði frá ríkinu og fjölmörgum belgískum og alþjóð- legum fyrirtækjum. Við erum mjög stolt af því að skólinn fékk strax allar helstu alþjóðlegar viðurkenn- ingar. Þannig að mér finnst ákaf- lega gaman að hafa tekið þátt í þessu fyrsta starfsári,“ sagði Lilja, en hún segir um 20 manns stunda fullt nám í skólanum í Leuven og að á milli 60 og 80 stundi hlutanám sem sé tekið á lengri tíma. „Alls voru þetta um 80 manns sem út- skrifuðust um leið og ég með MBA- gráðu,“ sagði hún. Framtíðin óráðin ennþá Lilja gerir ráð fyrir að fjöl- skyldan verði áfram búsett ytra enn um sinn enda líki þeim mjög vel. Brussel sé góð borg til að búa í, alþjóðleg og miðsvæðis í Evrópu. „Jónas [eiginmaður Lilju Dóru sem starfar sem framkvæmdastjóri hjá Eftirlitsstofnun EFTA] er á fullu í sínum störfum og ég hef áhuga á að spreyta mig í starfi í alþjóðlegu umhverfi og ætla að byrja að líta í kringum mig í haust. Verðlaun- unum fylgdu líka starfstilboð sem ég þarf að skoða,“ sagði hún og bætti við að það yrði bara að fá að koma í ljós hvað yrði úr þessu öllu. „Ég lagði þetta algjörlega frá mér og ákvað að koma heim til Ís- lands og hugsa málin í rólegheit- unum.“ Lilja sagðist ekkert hafa á móti því að takast á herðar krefj- andi stjórnunarstörf en vissulega hefði hún um fleiri að hugsa en sjálfa sig. „Ég vil geta lifað fjöl- skyldulífi með starfinu og það bjóða ekki öll störf upp á. Þó er það sjónarmið sem ég held að fyr- irtæki séu í auknum mæli farin að taka tillit til í dag,“ sagði Lilja Dóra að lokum. Mikil vinna liggur að baki árangrinum Morgunblaðið/Ásdís Lilja Dóra Halldórsdóttir útskrifaðist í sumar hæst úr viðskipta- og stjórnunarnámi frá Vlerick Leuven Gent Management School í Belgíu. Lilja Dóra ásamt Jónasi Fr. Jónssyni, eiginmanni sínum, við útskriftina í byrjun júlí. Útskrifaðist hæst úr einum virtasta viðskiptaháskóla heims BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra hefur undanfarna daga fengið mikið af tölvupósti frá grunnskólanemendum sem skamma hann fyrir lengingu skóla- ársins. Björn víkur að þessu á heimasíðu sinni. „Sóðalegustu tölvubréfin, sem ég hef fengið síðustu daga, snerta ekki mál Árna Johnsens, heldur upphaf skólaársins í grunnskólan- um, sem færist fram til 24. ágúst vegna nýs kjarasamnings grunn- skólakennara og launanefndar sveitarfélaganna [...] Er greinilegt, að þetta fer fyrir brjóstið á sumum nemendum og fáeinir þeirra spör- uðu ekki stóru orðin af því tilefni í stöðluðum tölvubréfum til mín á dögunum,“ segir ráðherra á heima- síðu sinni. Tíu kennsludaga viðbót Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, segist undrast þess- ar fregnir af uppátæki grunnskóla- barna og jafnvel vera dálítið hneykslaður. „Því ég vil nú halda því fram að börnin séu oftar en ekki spegill þeirra sem ala þau upp,“ sagði hann og taldi að þarna kynni að endurspeglast einhver umræða sem honum þætti ein- kennileg. „Það sem er að breytast er í raun að nýir kjarasamningar kveða á um að í stað 170 kennsludaga áð- ur skuli nemendur fá 180 kennslu- daga, sem þýðir að skólinn byrjar heldur fyrr og endar jafnvel seinna,“ sagði hann og kvað það hafa verið almenna kröfu, bæði samtaka foreldra og annarra, að skólabörn fengju kennsludaga til samræmis við það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þeirri kröfu hafi verið mætt í síðustu kjarasamningum. Aukið svigrúm í skólastarfinu „Við erum að færast nær því sem tíðkast annars staðar en auðvitað eru fjölmörg lönd sem í dag eru með mun fleiri en 180 kennslu- daga,“ sagði Þorsteinn sem telur að breytingin þýði aukið svigrúm í skólastarfinu og að dagarnir sem ynnust gætu nýst í þætti eins og jólaskemmtanir sem víða voru með breyttu sniði sl. vetur. „Það verður jafnvel hægt að hafa foreldradaga á næsta skólaári án þess að allt verði vitlaust,“ bætti hann við og vísaði þar til gagnrýni á foreldra- daga. „Svo kveður nýi kjarasamning- urinn á um marga aðra þætti, svo sem að skólastjórar hafa mun meiri ráðstöfunarrétt yfir vinnu kennara en áður hefur verið. Þá skapar hann möguleika á að skólastjórn- endur geti kallað kennara til meiri ábyrgðar um hin faglegu störf utan kennslu í skólanum. Þannig að kjarasamningurinn, sem tekur gildi nú fyrsta ágúst, er að nokkru nýtt blað í skólasögunni,“ sagði Þorsteinn. Hafa uppi stór- yrði í bréfum til ráðherra Grunnskólanemar mótmæla lengingu skólaársins „Kjóar eru úthafsfuglar og ég held að hægt sé að fullyrða að þeir hafi mikið flugþol. Kjóinn getur lent á sjó en það er í sjálfu sér ekkert vitað hvað þeir fljúga langt í einu. Ferðir þeirra spanna langar vegalengdir en við vitum ekki hvað þeir fljúga þetta í löngum áföngum. Menn vita á hvaða hafsvæðum þeir eru al- gengastir á veturna en vita ekk- ert hvað þeir eru að gera. Þeir eru þekktir við strendur Afríku og menn vita hvar þeir eru í mestum þéttleika en ekkert hvað einstaklingarnir eru að gera, hvort þeir haldi til á einum stað eða hvort þeir séu hreyfanlegir allan veturinn.“ Komnir um 100 kílómetra frá merkingarstað Guðmundur segir að vanda- málið með svona senda séu raf- hlöðurnar en til að hægt sé að fylgjast með kjóunum í rúmt ár Í FYRSTA skipti í heiminum hafa verið settir gervitungla- sendar á tvo kjóa svo hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra yfir vetrartímann. Vonast er til að hægt verði að fylgjast með þeim í rúmt ár. Sendarnir eru á baki fuglanna. Guðmundur A. Guðmundsson, fuglafræðingur á Náttúrufræði- stofnun Íslands, segir að settir hafi verið sendar á þrjá fugla en hann hafi þurft að fjarlægja send- inn af einum þeirra vegna tækja- bilunar. „Við merktum tvo kvenfugla í lok júní þar sem þeir lágu á eggj- um. Annar var við Hvítsker en hinn í Svínadal í Öræfum í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Ástæðan fyrir því að við merktum kvenfuglana er sú að þeir eru stærri og því minna álag fyrir þá. Sendarnir eru þó mjög litlir og vega um 20 grömm en kjóarnir eru um 450 grömm að þyngd. Þyngdarálagið er því um 5% en það miða menn yfirleitt við að fuglinn þoli.“ Koma til Íslands á vorin til að verpa Guðmundur segir að mjög lítið sé vitað um kjóa á Íslandi sem og annars staðar. Þeir komi hingað til lands á vorin til að verpa en fari af landi brott í ágúst eða september. Segir hann jafnframt að stofnstærðin sé óþekkt en hann sé þó hlutfallslega stór hér á landi. er aðeins sent í átta tíma á viku. Þetta eru í heildina 500 klukku- stundir. „Þetta fer allt um gervitungl sem taka við merkjum og stað- setja fuglana nákvæmlega. Gögn- in eru svo send til Toulouse í Frakklandi og við náum í stað- setningarnar í tölvu. Svo er bara að vona að þeir skili sér aftur á sömu slóðir og þá getum við náð sendunum af þeim.“ Þegar Guðmundur skoðaði staðsetningu kjóans sem merktur var við Hvítsker og sést á með- fylgjandi mynd kom í ljós að hann var kominn um 100 kíló- metra suður af merkingarstað. „Þetta er par með einn unga og það er að halda eitthvað á haf út og væntanlega suður til Evrópu og þá kannski til Afríkustranda. Hversu hratt þetta ferðalag verð- ur veit maður ekki um en þetta eru fyrstu fréttir og hefur aldrei verið gert áður.“ Gervitunglasendar settir á kjóa í fyrsta sinn Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Á baki kjóans má sjá gervitunglasendinn sem gerir mönnum kleift að fylgjast með ferðum hans í rúmt ár. Veita góðar upplýsingar um flug kjóans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.