Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 15 BLOOMBERG-fréttaþjónustan hef- ur sagt frá því að Kenneth Peterson, eigandi Columbia Ventures, sem meðal annars á Norðurál í Hvalfirði, sé nú farinn að sýna fjárfestingum í gervihnattasímum áhuga. Að því er fram kemur hjá Bloomberg hóf Pet- erson að kaupa skuldabréf fyrirtæk- isins Globalstar um miðjan janúar eftir að fyrirtækið hætti að standa í skilum á greiðslum af skuldabréfun- um. Til þess hafi hann notað fé sem hann fékk við sölu á álverksmiðju í Kaliforníu, en fyrir verksmiðjuna hafi hann fengið 120 milljónir Bandaríkjadala eða um 12 milljarða íslenskra króna sé miðað við gengi gærdagsins. Peterson segir í samtali við Blo- omberg að skuldabréfin hafi verið keypt fyrir 4 til 12,5 sent á hvern dal, sem þýðir 4–12,5% af nafnvirði. Nafnvirði bréfanna er um 140 millj- ónir Bandaríkjadala, eða um 14 milljarðar íslenskra króna, en Pet- erson gefur ekki upp hve mikið hann hefur greitt fyrir bréfin. Miðað við þessar tölur ætti sú upphæð þó að liggja á bilinu 5,6 og 17,5 milljónir Bandaríkjadala. Auglýsir í dagblaði eftir sam- vinnu við aðra lánardrottna Globalstar, sem er eina fyrirtæki sinnar tegundar sem ekki hefur lýst sig gjaldþrota, hefur varið um 4 milljörðum Bandaríkjadala í að senda 48 gervihnetti upp í geiminn og eiga þeir að tryggja símasamband hvarvetna á jörðinni. Í lok mars var fyrirtækið með um 40.000 viðskipta- vini en áætlanir höfðu gert ráð fyrir hálfri milljón. Handsímarnir fyrir kerfið eru nokkuð fyrirferðarmiklir og geta kostað um 100.000 krónur og mínútan hefur kostað yfir 100 krón- ur, sem Peterson segir að verði að lækka til að ná til fleiri notenda. Samkvæmt Bloomberg hafa hinar miklu fjárfestingar Globalstar orðið því erfiðar. Hlutabréfaverðið hefur lækkað um 96% síðasta árið og selst hluturinn nú á 28 sent. Peterson hefur auglýst í dagblaði eftir samvinnu við aðra lánardrottna Globalstar í því skyni að fá að koma fram sem fulltrúi þeirra gagnvart fyrirtækinu og freista þess að þvinga það til að gera breytingar. Í samtali við Bloomberg segir hann sex mán- uði liðna frá því að Globalstar hætti að standa í skilum og litlar breyt- ingar hafi verið gerðar á viðskipta- áætlun fyrirtækisins síðan þá. „Hvar eru nýju áætlanirnar?“ spyr Peter- son í auglýsingum sínum, um leið og hann segir fyrirtækið sóa peningum fjárfesta í misheppnaða áætlun. Útlitið býsna dökkt Bloomberg hefur einnig eftir Neil Dorfinger, sem starfar hjá fjármála- fyrirtækinu DLS Capital Partners í Dallas, að fyrirætlanir Petersons séu langsóttar og útlitið sé býsna dökkt hjá Globalstar. „Ég hef verið í því að kaupa hluti þegar þeir eru óvinsælir,“ sagði Pet- erson við Bloomberg, og bætti því við að hann og fjárfestar sem væru með honum í þessu stunduðu það að taka við fyrirtækjum í erfiðleikum og koma rekstrinum í lag. Hann sagði að þessi hópur hefði einnig fjárfest á Íslandi, bæði í álveri og símafyrirtækinu Halló. Gervihnattasímafyrirtækið Globalstar í erfiðleikum Kenneth Peterson fjárfestir í Globalstar BAUGUR á nú í viðræðum við Rekstrarfélag Kringlunnar um opnum Bónusverslunar í húsnæði Habitat, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Habitat hefur opnað verslun í Askalind í Kópa- vogi og hyggst flytja alla starf- semi sína þangað eftir versl- unarmannahelgi og loka um leið verslun sinni í Kringlunni. Leiða má líkur að því að versl- unarplássið sé eftirsótt en ekkert hefur fengist staðfest um hver hlýtur það. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þó líklegast að Bónus opni þar verslun. Náist samningar verður um sextándu verslun Bónuss að ræða en Bónus rekur nú tólf verslanir í Reykjavík og nágrenni auk versl- ana á Ísafirði, Akureyri og Sel- fossi. Verslun Habitat í Kringl- unni er rúmir 800 fermetrar og þar verður því komin þriðja stærsta Bónusverslun landsins. Verslunin í Holtagörðum er sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu, um 870 fermetrar en verslun Bónuss á Akureyri stærst þeirra allra, en hún er um 1.500 fer- metrar. Flaggskip Bónuss á Smáratorgi Sem kunnugt er flytur Hag- kaup verslun sína á Smáratorgi yfir götuna í hina nýju versl- unarmiðstöð við Smáralind í haust. Morgunblaðið hefur heim- ildir fyrir því að Bónus muni opna verslun í húsnæðinu á Smáratorgi og ef af því verður mun sú verslun verða flaggskip Bónuss en húsnæði Hagkaupa á Smáratorgi er tæpir 5.000 fer- metrar. Morgunblaðið/Júlíus Viðræður standa yfir um opnun Bónus-verslunar í húsnæði Habitat. Bónus hyggst opna verslanir í Kringlu og á Smáratorgi Bónus líklega í stað Habitat í Kringlunni LÖGFORMLEGUM aðdraganda sameiningar Aco og Tæknivals lauk í gær með samþykkt hluthafa- fundar Aco á samrunanum. Í til- kynningu til Verðbréfaþings kem- ur fram að samrunaefnahags- reikningur miðast við 1. janúar síðastliðinn, en sameinuð starfsemi hefst 1. ágúst næstkomandi. Um síðustu áramót voru 280 manns starfandi í báðum fyrir- tækjum en ráðgert er að um 200 manns verði starfandi í Aco- Tæknivali um næstu áramót. Hér er því um 29% fækkun starfs- manna að ræða, en gert er ráð fyr- ir að velta Aco-Tæknivals verði svipuð og hún var í fyrirtækjunum fyrir sameiningu. Öll starfsemi Aco í Skaftahlíð mun flytjast í Skeifuna 17. Erfitt tímabil í rekstri Sex mánaða uppgjör mun taka mið af rekstri beggja fyrirtækja frá 1. janúar sl., þar sem tekið hef- ur verið tillit til afskrifta á kröfum og birgðum beggja fyrirtækja við sameiningu. Þar munar mestu um afskriftir á birgðum vegna kaupa Aco á raftækjadeild Japis og af- skriftum á kröfum Tæknivals vegna Íslenskrar miðlunar. Þá er endurskipulagningar- og samruna- kostnaður umtalsverður. Rekstrarniðurstaða Aco-Tækni- vals á fyrri hluta árs mun end- urspegla erfitt tímabil í rekstri, ákvörðun um miklar afskriftir í kröfum og mikinn endurskipulagn- ingar- og samrunakostnað, að því er segir í tilkynningunni til Verð- bréfaþings. Gripið hefur verið til viðamikilla aðgerða til að bregðast við harðnandi efnahagsumhverfi, en stefnt er að því að frá miðju ári hafi Aco-Tæknival hreint borð. „Þar sem vafamál eru uppi í kröfum, eignum og birgðum verða teknar afskriftir. Þetta mun þýða harða niðurstöðu í sex mánaða uppgjöri en skapa skýra mynd fyr- ir sameinað fyrirtæki á seinni 6 mánuðum og til lengri framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Hlutafé aukið um 400 milljónir Ákveðið hefur verið að auka hlutafé Aco-Tæknivals og fá þann- ig inn í reksturinn 400 milljónir króna. Umsjónaraðili útboðsins er Búnaðarbanki Íslands og er stefnt að því að sala fari fram í ágúst/ september. Árshlutauppgjörið verður birt í ágúst, ásamt endur- skoðuðum áætlunum Aco-Tækni- vals fyrir seinni hluta þessa árs. Lögformlegum aðdraganda sameiningar Aco og Tæknivals lokið Afskriftir þýða harða niður- stöðu í sex mánaða uppgjöri FORSVARSMENN annars stærsta banka á Bretlandi, Abbey National, segjast opnir fyrir tilboðum um sam- starf eða samruna við aðra banka- stofnun. Breski iðnaðar- og við- skiptaráðherrann hefur stöðvað yfirtöku Lloyds TSB á Abbey National, að fengnu áliti samkeppn- isyfirvalda þar í landi, en tilkynnt var um þau samrunaáform í desem- ber sl. Það var skoðun samkeppnisyfir- valda að samruni Abbey National og Lloyds TSB myndi minnka sam- keppni á bankamarkaði en sameinað félag myndi fá 27% markaðshlut- deild. Einnig myndi samruninn minnka möguleika lítilla banka og hindra samkeppni þeirra á milli. Áhrifin yrðu hærra verð til við- skiptavina og minni nýsköpun. Lloyds hafði metið samlegðaráhrif af samrunanum um einn milljarð punda á ári í lækkuðum kostnaði. Upphæðin samsvarar um 140 millj- örðum íslenskra króna. Samkeppn- isyfirvöld féllust á að sparnaður myndi hljótast af samrunanum, en höfðu ekki trú á að neytendur fengju að njóta hans í formi lækkaðs verðs. Abbey National hefur nú tilkynnt 15% hagnaðaraukningu fyrir fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður Abbey nemur sem samsvarar 140 milljörðum ís- lenskra króna og var í samræmi við væntingar sérfræðinga. Ian Harley, forstjóri Abbey Nat- ional, segir í samtali við fréttavef BBC að Abbey sé tvímælalaust áhugaverðasti fjárfestingarkostur- inn á bankamarkaði. Það sé vilji for- svarsmanna bankans að hann haldi áfram að vaxa og þeir séu opnir fyrir tilboðum. Lloyds TSB bauð 18 milljarða punda í Abbey, eða um 2.500 millj- arða íslenskra króna. Abbey National auglýsir eftir tilboðum um samstarf Samruni við Lloyds stöðvaður af samkeppnisyfirvöldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.