Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 12
ÞAÐ var að vanda mikið um að vera á árlegum starfsdegi í Laufási um síðustu helgi, þar sem fjölda gesta gafst tækifæri til að rifja upp vinnu- brögð liðinnar tíðar. Dagskráin hófst með helgistund en síðan var tekið til við heyskap á Laufástúninu þar sem gestir fengu að spreyta sig við þá iðju með gamla laginu. Í gamla bænum var unnið að skyr- og smjörgerð, lummur steiktar og kaffi malað, svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölmenni var á starfsdeginum í Laufási. Ungir sem aldnir fylgdust forvitnum augum með aldagömlum vinnubrögðum. Fjörlegt á starfs- degi í Laufási AKUREYRI 12 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í syðri hluta Oddeyrar, Byggðaveg - Ásveg, Helgamagrastræti - Munkaþverárstræti, Oddeyrargötu/Brekkugötu. DRÖG að samningum við Þór, KA, Golfklúbb Akureyrar og Íþrótta- bandalag Akureyrar til að rétta af erfiða fjárhagsstöðu íþróttafélag- anna voru lögð fyrir bæjarráð í vik- unni. Heildarskuldir íþróttafélag- anna í bænum námu 220 milljónum króna um síðustu áramót og þar af námu skuldir KA, Þórs og GA um 210 milljónum króna. Heildarskuldir KA um áramót voru 123 milljónir króna, Þórs um 57 milljónir króna og GA um 30 milljónir króna. Að sögn Ásgeirs Magnússonar, formanns bæjarráðs, er stefnt að því að ganga frá samningum við félögin á allra næstu dögum. Starfshópur bæjarstjórnar sem fór yfir fjárhags- stöðu félaganna lagði fram tillögur til úrbóta og sagði Ásgeir að unnið væri að málinu á grundvelli þeirrar úttektar sem fram fór. Þar er m.a. gert ráð fyrir að bærinn yfirtaki hluta eigna íþróttafélaganna þriggja og aðstoði þau þannig við að greiða niður skuldir og jafnframt að rekstr- arstyrkir til þeirra verði auknir. Ás- geir sagðist ekki geta nefnt neinar tölur á þessari stundu, þar sem ekki lægi endanlega fyrir hver kostnaður bæjarins yrði. Samkvæmt tillögum starfshópsins sem unnið er eftir við samningsgerð- ina er kostnaður bæjarins um 175 milljónir króna. Þar er lagt til að gerður verði samstarfssamningur við ÍBA þar sem fram komi megin- reglur í samskiptum bæjarins og ÍBA. Bærinn kaupi eignir fyrir tæp- ar 150 milljónir króna Jafnframt er lagt til að ÍBA ráði sér fjármálastjóra sem kostaður verði af Akureyrarbæ. Þá er lagt til að Akureyrarbær leggi fram fjár- veitingar til kaupa á eignum til að létta skuldastöðu félaganna, alls tæpar 150 milljónir króna. Þannig að bærinn kaupi hlut KA í íþróttahúsi félagsins fyrir 95 milljónir króna, kaupi búningsaðstöðu Þórs í kjallara Hamars fyrir fjölnota íþróttahús á 37 milljónir króna og hlut í aðstöðu GA vegna búningaaðstöðu og véla- geymslu fyrir 13 milljónir króna. Einnig leggur starfshópurinn til að bærinn leggi fram fjárveitingar vegna framtíðaruppbyggingar íþróttamannvirkja og fjármagni all- ar nýframkvæmdir. Bærinn tryggi fjárframlag til rekstrar þessara mannvirkja svo að tryggt verði að félögin fjárfesti ekki umfram getu. Unnið að lausn á erfiðri fjárhagsstöðu stærstu íþróttafélaganna á Akureyri Samningar bæjarins og íþróttafélaganna á lokastigi AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagur 29. júlí, guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Gary Verk- ade leikur á orgel. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Sumartónleikar kl. 17. Gary Verkade frá Svíþjóð leik- ur á orgel. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Þriðjudagur 31. júlí, morgun- söngur kl. 9. Fimmtudagur 2. ágúst, kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Bænaefnum má koma til prest- anna. Unnt er að kaupa léttan há- degisverð í safnaðarheimili eftir stundina. GLERÁRKIRKJA: Kvöldmessa í Lögmannshlíðarkirkju sunnudag- inn 29. júlí kl. 21. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma sunnudaginn 29. júlí kl. 20. Ýmsir taka þátt, allir velkomn- ir. PÉTURSKIRKJA: Messa kl. 18 laugardaginn 28. júlí og kl. 11 sunnudaginn 29. júlí. Kirkjustarf FJÓRÐU Sumartónleikar í Akur- eyrarkirkju verða haldnir sunnudag- inn 29. júlí kl. 17 og er flytjandi Bandaríkjamaðurinn og orgelleikar- inn Gary Verkade. Á efniskrá verða verk eftir Diet- rich Buxtehude, Jörg Herchet, An- tonio Vivaldi og Charles Tourne- mire. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Gary Verkade er fæddur í Chicago og ólst upp í syðri úthverfum borg- arinnar. Hann nam tónlist, þar með talið orgelleik, tónsmíðar, tónfræði, kontrapunkt og tónlistarfræði í Calvín-tónlistarháskólanum og í há- skólanum í Iowa (MFA, DMA) og fékk síðan Fulbright-styrk til áfram- haldandi náms í Essen í Þýskalandi þar sem hann lauk einleikararaprófi og bjó síðan í 17 ár.Gary hefur ein- beitt sér að evrópskri og bandarískri nútímatónlist, s.s. eftir Luciano Ber- io, John Cage, Morton Feldman, Ernst Helmut Flammer, Jörg Herchet, Scott Roller og Christian Wolff. Gary Ver- kade leik- ur á orgel Sumartónleikar í Akureyrarkirkju NÚ er hafin síðasta sýningarhelgi tveggja sýninga í Ketilhúsinu. Um er að ræða sýninguna „Bæjó, hver veg- ur að heiman er vegurinn heim“ þar sem nemar úr Listaháskóla Íslands, þau Daníel Björnsson, Huginn Ara- son, Bryndís Ragnarsdóttir, Geir- þrúður Finnbogadóttir Hjörvar og Ágúst Ævar Gunnarsson sýna. Á efri hæð Ketilhússins er sýning finnsku myndlistarkonunnar Elenu Koskimies og endar hún einnig þessa helgi. Elena hefur dvalið í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akur- eyri sl. mánuð. 4. ágúst opna Tumi Magnússom og Ráðhildur Ingadóttir sýningu sína í stóra sal Ketilhússins. 11. ágúst opnar Rannveig Helga- dóttir sýningu sína á jarðhæð Ket- ilhússins undir hringstiganum og stendur sú sýning til 26. ágúst. Í Deiglunni sýna þrír íslenskir út- skriftarnemar frá AKI listaháskól- anum í Enschede í Hollandi verk sín. Sýningin stendur til 5. ágúst. 11. ágúst opnar Þórey Eyþórs- dóttir sýningu sína í Deiglunni og stendur hún til 26. ágúst. Sýningum að ljúka í Ketilhúsinu HORNBREKKA, heimili aldraðra í Ólafsfirði bauð vistmönnum og starfsfólki til grillveislu í síðustu viku. Veður var ágætt, en svolítil norð- angola og var því veislan sunnan við Hornbrekku, en þar er gott skjól. Jón Árnason spilaði á nikk- una. Grillveisla á Horn- brekku Ólafsfjörður Morgunblaðið/Helgi Jónsson Vistfólk á Hornbrekku gæðir sér á mat og drykk. GÚSTAF Bollason opnar sýningu í Kompunni að Kaupvangstræti 24 á Akureyri í dag, laugardag, kl. 17.00. Sýningin stendur til 11. ágúst og eru allir boðnir velkomnir. Kompan er opin daglega kl. 14.00–17.00 frá þriðjudegi til laug- ardags. Gústaf sýnir í Kompunni ÓLAFUR Sveinsson, myndlistar- maður á Akureyri, heldur sýningu á hluta málverka sinna á veggjum húsgagnadeildar Office 1 á Akur- eyri. Um er að ræða olíumálverk í mismunandi stíl sem gefur skoð- endum örlitla sýn í verk Ólafs. Hugmyndin er skipta út og bæta inn nýjum myndum Ólafs eftir því sem tilefni gefst til og svo síðar að hleypa jafnvel öðrum listamönnum að. Málverkasýning sem þessi er liður í gera húsgagnadeildina meira aðlaðandi, ásamt því að stuðla að því að koma góðum ein- staklingum og list þeirra á fram- færi. Myndir Ólafs eru allar til sölu. Málverkasýn- ing í verslun MINJASAFNIÐ á Akureyri hefur skipulagt gönguferðir um hverfi Akureyrar á sumrin. Rölt er um göturnar, skoðuð gömul hús og saga þeirra rifjuð upp eins og kostur er. Bæði heimamenn og ferða- menn hafa tekið þátt í þessum gönguferðum og stundum haft eitthvað til málanna að leggja um sögu húsanna. Í dag, laugardag, verður far- ið um Oddeyrina. Hún fór að byggjast upp úr 1870 eftir að Gránufélagið reisti þar fyrstu verslunarhús sín. Fyrstu árin fjölgaði íbúum hægt en um 1880 er Strandgatan farin að byggjast og fram að aldamót- um varð mikil íbúafjölgun á Oddeyri. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum kl. 14.00. Leiðsögn annast Margrét Björgvinsdóttir safnkennari. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sögu- ganga um Oddeyrina ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Listasumar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.