Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 38
FÓLK Í FRÉTTUM 38 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG kl. 16 hefjast tónleikar á Jóm- frúnni við Lækjargötu og fer það eftir skapferli veðurguðanna hvort setið verður úti eða inni. En víst er að þar mun djassinn duna og það eru geggjarar af yngri kynslóðinni sem bera á borð tónlist. Tríó Eyjólfs Þorleifssonar ætlar að skemmta gestum og gangandi. Auk titilmannsins, sem er saxófónleikari, spila með honum félagar hans úr tón- listarskóla FÍH, þeir Ómar Guðjóns- son gítarleikari og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari. Íslenskir „standardar“ og erlendir Undanfarin misseri hefur Eyjólfur verið áberandi í djassspilamennsk- unni þar sem hann hefur leikið víða og með mörgum. Nú hefur hann stofnað sitt eigið tríó sem hann hyggst halda gangandi í framtíðinni. „Þegar ég fékk tækifæri til að leika hér á Jómfrúnni ákvað ég að láta gamlan draum rætast og stofna þetta tríó til að spila mín uppáhaldslög og ráða þessu að mestu sjálfur. En Ómar og Valdi Kolli eru sá félagsskapur sem ég vil vera í,“ útskýrir Eyjólfur glaður í bragði. Það eru ýmsir „standardar“ sem Eyjólfur hefur kynnst í gegnum tíð- ina sem verða á dagskránni í dag, „og svo ætlum við að brydda upp á nýrri lögum sem við höfum verið að skoða síðustu vikur. Þetta verða því gamlir „standardar“ í bland við nýrri eins og eftir bassaleikarann Charlie Haden. Svo tökum við líka íslenska „stand- arda“ inn á milli, eins og lög sem Haukur Morthens gerði vinsæl á sín- um tíma.“ – Hvaða saxófónleikari er annars í mestu uppáhaldi hjá þér? „Af þessum gömlu hetjum er það Sonny Rollins. Hann er sá þeirra eldri, ásamt Dexter Gordon, sem höfðu áhrif á mig til að byrja með og verða alltaf í uppáhaldi þrátt fyrir að maður sé meira farinn að hlusta á yngri saxófónleikara núna. Á dag- skránni er t.d. lag Rollins „Alfiés Theme“ en hann samdi tónlistina fyr- ir samnefnda kvikmynd á sínum tíma. Af nýrri saxófónleikurum finnst mér Chris Potter alveg frábær en margir hafa sjálfsagt heyrt í honum spila með Dave Holland-kvintettnum á Jasshá- tíð Reykjavíkur í fyrra. Það verður því auðvitað eitthvað um lög eftir aðra saxófónleikara,“ við- urkennir Eyjólfur og mun örugglega láta af sér skína í sólóunum á Jóm- frúnni í dag. Aðgangur er ókeypis. Tríó Eyjólfs Þorleifssonar á Jómfrúnni Saxófónninn í fyrirrúmi Morgunblaðið/Ásdís Valdi Kolli, Ómar og Eyjólfur eru bjartsýnir á góða veðrið. 100 stelpur (100 girls) G a m a n m y n d  Leikstjórn og handrit Michael Dav- is. (93 mín.) Bandaríkin 2000. Skíf- an. Bönnuð innan 12 ára. UNGUR menntaskóladrengur með kynlíf á heilanum hittir drauma- stúlkuna í lyftu. Vandinn er sá að það var rafmagnslaust og hún lét sig hverfa áður en hann gat séð hvernig hún lítur út og því hefur hann leit sína á stelpuvistinni. (Er hugsanlegt að hún hafi ekki viljað láta finna sig?) Sama hvað leikstjórinn Davis rembist við að réttlæta og fegra þessa hreinu og kláru unglingagreddumynd þá er hún á endanum ekkert skárri en aðrar slíkar, alræmdar myndir á borð við Porky’s-syrpuna og ísraelsku sleikjómyndirnar. Það er einfaldlega pínlegt að sjá hvað hann hefur samt rembst við að gera kynlífsvangavelt- urnar „heilbrigðar“ og „hollar“. Hversu oft og ætíð klaufalega hann kemur upp um sig og karlrembu sína þegar hann reynir að draga upp mynd af nútímakarlmanni, þessum mjúka fyrirmyndarmanni. Svo þótti það eitt sinn mjög ógeðslegt í bíó þegar tunga var bitin út úr fólki, með tilheyrandi blóðslettum. Einstaklega ósmekkleg mynd og umfram allt klaufaleg. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Pínlegt gelgjugrín nú ekki miklum skilningi. Svo ef það slitnar gítarstrengur þarf að panta nýjan sérstaklega frá Reykjavík og láta senda hann.“ Hann upplýsir að gítarleikarar sveitarinnar séu erlendis og þeir hafi því bara hálfan dag til að æfa. „En það er nú alveg nóg. Alla vega fyrir svona tónlist (hlær).“ Tónleikarnir eru haldnir í sam- komuhúsi Grundarfjarðar og hefjast kl. 17.00. Í KVÖLD verða haldnir heljarinnar tónleikar á Grundarfirði þar sem sjö ungar rokksveitir munu troða upp. Flestar leggja þær lag við harð- kjarnarokkið og koma frá Grundar- firði, Reykjavík og Akranesi. Þær sveitir sem koma fram eru eftirfar- andi: Input, Berrassaðir, Fake Dis- order, Hemra, Close Down, Manna- múll og Desibel. Flestar sveitirnar eru með kornunga liðsmenn innan- borðs, Input og Berrassaðir eru báð- ar frá Grundarfirði og stóðu sig með eindæmum vel á síðustu Músíktil- raunum. Input var valin bjartasta vonin en Berrassaðir athyglisverð- asta sveitin. Einnig var hljómborðs- leikari Berrassaðra valinn hljóm- borðsleikari tilraunanna. Aðalsteinn Jósepsson skipuleggj- andi segir að Grundfirðingurinn Rún- ar Magnússon hafi verið svo ánægður með árangur þessa ungu sveitunga sinna að hann hafi ákveðið að kosta tónleikana upp á sitt einsdæmi. „Mér líst bara vel á þetta,“ segir Þorkell Máni Þorkelsson, hljóm- borðsleikari Berrassaðra. „Þessi hugmynd var reyndar komin fram áður en við tókum þátt í Músíktil- raunum.“ Hann segir ekki einfalt að reka rokksveit á Grundarfirði. „Þetta er mikið mál. Maður mætir Grundfirsk rokkveisla Rokkið komið til Grundarfjarðar! Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Meðlimir Input láta gamminn geisa í síðustu Músíktilraunum. Í DAG ætla átta nemar úr Listaháskóla Íslands að opna afar sérstæða listasýningu í hinu sér- kennilega Gula húsi, sem stendur eitt og sér þar sem Frakkastígur sker Lindargötu. „Hugmyndin er að „remixa“ myndlistarverkin, alveg eins og lög eru endurhljóðblönduð af öðr- um tónlistarmönnum,“ útskýrir Sara Riel sýningarstjóri, en hún er einnig ein af myndlistarmönnunum átta sem sjá um endursköpunina. Hin sjö eru Elín Hansdóttir, Hug- inn Arason, Lóa Hjálmtýsdóttir, Hugleikur Dagsson, Davíð Hall- dórsson, Sólveig Einarsdóttir og Úlfur Chaka. „Við semsagt tökum rauða þráðinn úr verkum mynd- listarmanna og nýtum okkur hann til þess að búa til okkar eigin verk. Á alveg sama hátt og í tónlist þar sem upprunalega lagið verður að vera hálf-þekkjanlegt.“ Þeir íslensku myndlistarmenn sem eru svo lánsamir að fá verk sín endurunnin af Listaháskóla- nemunum eru: Egill Sæbjörnsson, Gabríella Friðriksdóttir, Ásmund- ur Ásmundsson, Sjón, Ólafur Elí- asson, Ragna Róbertsdóttir, Tumi Magnússon og Kristján Guð- mundsson. „Ég ætla t.d. að taka verk eftir Tuma Magnússon sem heitir „Kaffi og hland“, það er málverk þar sem kaffilitur breytist smám saman í hlandlit. Ég ætla hins veg- ar að framkvæma þetta í raun og veru. Mitt verk er gert úr fimm myndum í stað átta. Þetta eru plexíglerkassar, 50 x 60 cm, fylltir með kaffi og hlandi. Þannig að ég er ekkert að fara að setja upp verkið fyrr en bara rétt fyrir opn- un,“ útskýrir Sara brosandi. Þegar blaðamaður reynir svo að veiða upp úr henni hvernig hin sjö ætla sér að endurskapa verk þeirra myndlistarmanna sem þau hafa valið sér er lítið um svör. Enda er oft þunn lína á milli þess að hlutir og menn séu dularfullir og aðlaðandi. Hópurinn túlkar hugtakið „myndlist“ í víðasta skilningi, sem gerir það ekkert minna spennandi að sjá útkomuna. „Gestir fá upplýsingar um hvaða verk sé verið að „remixa“, svo verða þeir bara að vera svolítið inni í málunum til þess að tengja. Þetta eru yfirleitt nokkuð þekkt verk. Þannig að þegar gestirnir sjá titilinn á verkinu, eða ef þeir muna nokkurn veginn eftir þeim, ættu þeir að geta tengt það við verkin á sýningunni.“ En eins vítt og hægt er að teygja hugtakið „myndlist“ verða landamærin sem skilja hana frá tónlist líklegast aldrei felld. „Myndlist er samt ekki eins og tónlist þar sem þú getur fengið upprunalega lagið og breytt því aðeins. Þú færð ekkert málverk upp á tvær milljónir í hendurnar og ferð svo aðeins að fikta í því. Hugmyndafræðin er það sem skiptir mestu máli í myndlist. En verkin eiga eftir að þekkjast – þau eru bara komin í nýjan búning,“ segir Sara að lokum. Sýningin verður opnuð í Gula húsinu við Lindargötu í dag kl. 15. Hún verður einnig opin á sunnu- dag frá kl. 14–18 og svo á mánu- dag frá kl. 17–18:30. Listsýningin Remix opnuð í dag Að endurskapa list er list Morgunblaðið/Billi Myndlistarkonan Sara Riel. Miðasalan í Iðnó opin frá kl. 12-16. Sími 530 3030 HEDWIG KL. 20.30 fös 17/8 nokkur sæti laus, lau 25/8, fös 31/8    WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Lau 28. júlí kl. 20 - AUKASÝNING, ÖRFÁ SÆTI LAUS Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.