Morgunblaðið - 28.07.2001, Side 27

Morgunblaðið - 28.07.2001, Side 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 27 ✝ Hulda EmilíaEmilsdóttir fæddist að Ósi í Breiðdal 1. mars 1915. Hún lést á heimili sínu, Birki- hlíð í Skriðdal, 20. júlí. Foreldrar Huldu voru Rósa Jónsdóttir frá Eyjum í Breiðdal og Emil Guðmunds- son frá Felli í Breið- dal. Faðir hennar lést þegar Hulda var tæp- lega árs gömul og ólst hún upp með móður sinni og stjúp- föður, Sigurpáli Þórsteinssyni frá Flögu í Breiðdal. Systkini Huldu eru Anna, látin, Bergur, Guðbjörg og Nanna. Einnig ólu Rósa og Sig- urpáll upp Hlíf Bjarnadóttur. Hinn 13. desember 1940 giftist Hulda Birni Bjarnasyni frá Borg í Skriðdal. Björn er fæddur á Hrygg- stekk í Skriðdal 18. mars 1914, sonur hjónanna Bjarna Björnssonar bónda á Borg og Kristínar Árnadóttur frá Hnaukum í Álfta- firði. Hulda og Björn eignuðust átta börn: Rósa Kristín, f. 1942, Bjarni, f. 1943, Páll Arnar, f. 1947, Emil Bjarkar, f. 1951, Ásta Ingibjörg, f. 1953, Björn Heimir, f. 1954, Bjarngerður, f. 1957, og Hulda Svanhildur, f. 1958. Útför Huldu fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Jarðsett verður í Þingmúlakirkjugarði. Fáein kveðjuorð vil ég flytja þér, kæra tengdamóðir. Nokkru eftir að sólin hvarf að baki fjallanna sem umlykja dalinn þinn lokuðust augu þín í hinsta sinni 20. þessa mánaðar. Barátta þín við erfiðan sjúkdóm var á enda og löngu dagsverki lokið. Eftir sitja eiginmaður og börnin átta og minnast með söknuði, en umfram allt þakklæti stórbrotinnar eigin- konu og móður. Ég vil þakka þér áralöng kynni og allt sem þú varst okkur Rósu, dóttur þinni. Þú áttir þér tvo uppáhaldsdali. Breiðdalinn sem var þinn fæðingar- og æskudalur og Skriðdalinn þar sem þú háðir þína lífsbaráttu til hins síðasta. Baráttan var oft og tíðum hörð en sigurinn þeim mun stærri þegar horft er til barnahópsins og af- komendanna. Mér þykja eftirfarandi ljóðlínur Hallgríms Jónssonar lýsa vel lífs- hlaupi þínu: Undir dalanna sól við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för. Undir dalanna sól hef ég lifað mín ljóð ég hef leitað og fundið mín svör. Undir dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arinn, minn svefnstað og skjól. Kæri Björn, þú hefur mikið misst. En vit þú það, sem þreyttur er, og þú, sem djúpur harmur sker, þótt hrynji tár og svíði sár, að mest er miskunn Guðs. (Sig. Einarsson.) Innilegar samúðarkveðjur til þín og barna þinna. Guð veri með ykkur. Ástráður Magnússon. HULDA EMILÍA EMILSDÓTTIR ✝ Pálína Elíasdótt-ir fæddist á Ísa- firði 29. september 1968. Hún lést á Rík- isspítalanum í Kaup- mannahöfn 15. júlí síðastliðinn. Pálína bjó alla ævi sína á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Elías A. Ívarsson, f. 11. mars 1939, d. 12. janúar 1978, og Guðmunda S. Gestsdóttir, f. 15. maí 1934, d. 26. febrúar 2000. Pálína var ógift og barn- laus. Bræður hennar eru: 1) Ing- var Sigurðsson lagermaður, f. 12. janúar 1955, kvæntur Sigrúnu Birgisdóttur, f. 25. október 1959, og eiga þau tvö börn; Sigurð Al- freð, f. 1976, unnusta hans er Ey- rún Eiríksdóttir, f. 1980, barn þeirra er Dagrún María, f. 1996; Ellý Sandra, f. 1980. 2) Grétar Sigurðsson verslunarmaður, f. 21. júlí 1956, kvæntur Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 20. nóvember 1956, og eiga þau þrjú börn: Anna Ragnheiður, f. 1976, unnusti hennar er Jón Hálfdán Jónasson, f. 1972, Trausti Már, f. 1981, og Sigurður Fannar, f. 1988: 3) Gest- ur Ívar Elíasson, kjötiðnaðarmaður, f. 18. ágúst 1960, kvæntur Hrafnhildi Sørensen, f. 26. janú- ar 1965 og eiga þau tvær dætur: Guð- mundu Stefaníu, f. 1988, og Telmu Björk, f. 1990: 4) Helgi Elíasson verkamaður, f. 14. desember 1964, unn- usta hans er Guð- finna B. Guðmunds- dóttir, f. 22. maí 1966, börn hennar eru Brynjar, f. 1993, og Rakel, f. 1996. Pálína lauk gagnfræðaprófi frá Grunnskóla Ísafjarðar, lærði skrifstofutækni, fór síðan að læra kjötiðnað, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1998 og fór í fjarnám á Ísafirði í hjúkr- unarfræði við Háskólann á Akur- eyri og var að ljúka þriðja ári. Hún vann á ýmsum stöðum, svo sem í Íshúsfélagi Ísfirðinga, Norð- urtanganum og á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði. Útför Pálínu verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Með trega og söknuði skrifa ég þessar línur í minningu Pálínu Elías- dóttur. Elsku Pálína, þú sem varst svo ung og áttir allt lífið svo bjart. Búin að leggja svo mikið á þig að ná þess- um stóra áfanga í hjúkrunarfræði og áttir bara eftir eitt ár. Þá ertu tekin frá okkur öllum. Þú varst svo dugleg þegar mamma þín lá mikið veik fyrir rétt rúmu ári og þú að læra við hlið hennar. Bara það sýndi hvað þú varst ákveðin og dugleg. Þú sem varst búin að búa þér svo fallegt heimili. Það var yndislegt að koma til þín, það var sko ekki minna haft fyrir manni en þegar við komum til elsku mömmu þinnar og þú hefur lært það af henni. Þú varst aðeins sjö ára þeg- ar þú fékkst að vera með mér að passa Ragnheiði litlu frænku okkar. Það hefur oft verið hlegið að því, all- ar terturnar í ísskápnum. Og þegar við sátum kvöld eftir kvöld að hekla englamynd. Þegar þú ætlaðir að vera við fæðingu sonar míns en lást í flensu ásamt öllum á heimilinu. Þeg- ar við sátum og lásum í bolla og hlóg- um mikið að. Mikið verð ég ævinlega þakklát að þú skyldir hafa komið í af- mælið mitt 30. maí. Það var eina skiptið sem þú komst eftir að við fluttum í sveitina. Já, það er margs að minnast þótt þú hafir aðeins verið 32 ára því ég var mikið hjá ykkur. Ekki nóg að guð tæki elsku mömmu þína heldur tók hann þig líka. Við reynum að hugga okkur við það að nú ferðu í faðm for- eldra þinna, elsku frænka. Bestu þakkir fyrir allt. Ég mun geyma all- ar minningar um þig í hjarta mínu. Elsku Ingvar, Grétar, Gestur, Helgi og fjölskyldur og aðrir að- standendur. Góður guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Ásta og fjölskylda. Í sandinum átti ég eftir ástkæru sporin þín. En regnið grét, uns þau grófust, geisli þar yfir skín. Í sál minni ógleymd á ég að eilífu brosin þín. Þau grafast ei, þó ég gráti, – geisli þar yfir skín. (Hulda.) Kæra vinkona. Ekki átti ég von á því að ég væri að faðma þig og kveðja í hinsta sinn þegar við kvöddumst síðast. Þú sagðist ætla að koma til baka! Við erum búnar að vera mikið saman síðustu árin í skólanum og líka þess utan, lesið mikið saman, gert verkefnin okkar saman, hlegið mikið og líka grátið saman. Það er ekki nema eitt ár síðan við vorum að standsetja íbúðina þína, mála, setja upp gardínur og ljós og framtíðin beið þín brosandi. Þú misstir mikið í fyrra, Pálína, þegar þú misstir mömmu þína og áttir oft erfiðar stundir eftir það en samt varstu allt- af tilbúin að sýna öðrum brosið þitt. Þú varst ekki að bera þínar tilfinn- ingar á borð fyrir alla. Alltaf var stutt í smáglens hjá þér þótt þér liði illa, bara nú í veikindum þínum þeg- ar læknarnir hér á Ísafirði sendu þig suður þá sagðir þú við mig: „Ég fékk nú kveðjukoss frá yfirlækninum heima áður en ég fór.“ Svona varst þú og svona muna þig allir. Kæra vinkona, ég gæti skrifað heila bók um vináttu okkar og upp- átækin okkar saman en mig langar bara til að þakka þér trygglyndið og vináttuna sem þú sýndir mér og mín- um. Pálína mín, ég sakna þín alveg óstjórnlega mikið og það er víst að næsta vor þegar við fáum skírteinin okkar verður þú efst í huga mínum. Takk fyrir allt. Þín Svanlaug. Sunnudaginn 15. júlí sl. barst okk- ur sú sorgarfrétt að vinkona okkar og skólasystir Pálína Elíasdóttir væri látin aðeins 32 ára að aldri. Haustið 1998 vorum við tíu nem- endur sem hófum nám í hjúkrun við Háskólann á Akureyri með aðsetur á Ísafirði. Pálína var ein okkar. Nú hefur stórt skarð verið höggvið í hópinn. Við skólasystur hennar sitj- um hér saman, ræðum liðnar stundir og eigum erfitt með að átta okkur á framhaldinu án Pálínu þegar skólinn hefst aftur í haust. Það var margt brallað á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að við hófum námið. Flestar okkar þekktu Pálínu áður en námið hófst en aðrar kynntust henni fyrst við upphaf námsins. Það má segja um Pálínu að hún var oftast miðdepill at- burðarásar sama hvort það var í leik eða námi. Þá var ávallt stutt í hlát- urinn hjá henni og hún oft með stríðnisglampa í augum. Þegar hóp- urinn fór saman út að sletta úr klauf- unum eftir prófatarnir var hún hrók- ur alls fagnaðar. Hún var höfðingi heim að sækja og fengum við óspart að njóta þess. Á síðustu önn bauð hún okkur öllum heim til kvöldverðar þar sem við gerðum okkur glaðan dag. Það var í síðasta skipti sem við skemmtum okkur allar saman og mun sú stund ávallt vera okkur dýrmæt. Ísafjörður er fæðingarstaður Pál- ínu og var henni mjög hjartfólginn. Hún var stolt af því að hafa fæðst og alist þar upp. Hún var ánægð með að heimabær hennar skyldi verða fyrst- ur af stað með fjarnám í hjúkrun og héðan hafði hún hug á að útskrifast að ári liðnu. Hjúkrun átti hug hennar allan og það má með sanni segja að þar var hún á heimavelli. Pálína hafði gott hjartalag, átti auðvelt með að kynnast fólki og hún gaf sér ávallt tíma til að spjalla, skipti þá ekki máli hvort í hlut áttu börn eða fullorðnir. Síðasta ár var Pálínu erfitt en fyr- ir rúmu ári missti hún móður sína eftir stutt en erfið veikindi. Þær mæðgur bjuggu saman alla tíð svo hún missti ekki bara móður sína heldur líka sinn besta vin eins og hún komst sjálf að orði, hún saknaði hennar mikið. Pálína missti föður sinn þegar hún var tíu ára og setti það djúpt sár á líf hennar. Síðastliðið sumar flutti hún í eigin íbúð þar sem hún kom sér vel fyrir og lífið virtist blasa við henni. Skóla- gangan hófst, prófin tóku svo við og skilaði Pálína því öllu með sóma. Hún var byrjuð að vinna á sjúkra- húsinu á Ísafirði þegar hún veiktist, var í kjölfarið send til Reykjavíkur til frekari rannsókna og þaðan út til Kaupmannahafnar þar sem hún lést eftir stutta sjúkrahúslegu. Minningin um góða vinkonu mun ætíð fylgja okkur í námi og starfi og við trúum því að Pálína verði okkur nálæg á útskriftardegi okkar næsta sumar, degi sem við höfum allar hjálpast að til að geti orðið að veru- leika. Kæru Ingvar, Grétar, Gestur, Helgi og fjölskyldur ykkar, við vott- um ykkur okkar innilegustu samúð vegna andláts kærrar systur, mág- konu og frænku. Megi sú vissa að vel hafi verið tekið á móti henni veita ykkur styrk í sorg ykkar. Nú ert þú kvödd með klökkva og sorg í huga því kemur dauðinn stundum svona fljótt því svarar aðeins almættið sem ræður í örmum hans þú hvílist sætt og rótt. Svo gengur þú um gullnar fagrar strendur í geislum sólar – þar er eilíft vor þar vaxa blóm frá bænum þinna vina en blærinn hvíslar yfir gengin spor. (G.G.) Ásta, Brynja, Eyrún, Heiða, Jóhanna, Rakel, Sigríður, Svana og Þórunn. Elsku Pálína, ég á eftir að sakna þín svo mikið að ég get ekki lýst því. Ég man alltaf eftir því þegar við vor- um að mála nýju íbúðina þína, það verður mér alltaf ógleymanlegt. Það eina sem við borðuðum voru kringlur og við drukkum pepsímax. Þegar ég hugsa til þín þá kemur þetta í huga mér. Elsku Pálína, að verða svona veik. Núna þegar ég hlusta á Enda- lausar nætur þá hugsa ég um þig. Mig vantar svo að tala við þig en ég get það ekki. Við verðum bara að fá hugskeyti hvor frá annarri. Vonandi tekst það. Þetta erindi samdi ég handa þér: Guðs englar ætla núna að passa þig, ekki vera hrædd. Ég mun alltaf elska þig, það þarf ekki að óttast. Við sjáumst kannski seinna, ég lofa engu. Núna ertu þar sem þér var ætlað, en ekki þar sem ég vil. Þín Guðmunda. PÁLÍNA ELÍASDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Pálínu Elíasdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.