Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 18
NEYTENDUR 18 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIÐ hefur borið tals- vert á því að auglýstur sé óáfengur bjór. Þær tegundir sem hafa verið áberandi eru meðal annarra Grolsch, Fosters og Dab en þær hafa þær verið ófáanlegar í versl- unum að undanförnu. Samkeppnis- stofnun rannsakar nú málið og hefur leitað eftir skýringum frá innflytj- endum. Anna Birna Halldórsdóttir, for- stöðumaður markaðsmálasviðs hjá Samkeppnisstofnun, segir ljóst sam- kvæmt samkeppnislögum að ekki sé heimilt að auglýsa óáfengan bjór nema hann standi neytendum til boða í verslunum. Sé hann ekki til sölu í neinni verslun er um að ræða villandi auglýsingu sem er brot á samkeppnislögum. „Ef ekki er hægt að sýna fram á að þeir séu að selja vöruna er hægt að stoppa birtingu auglýsingarinnar. Ég get ekki séð að það breyti neinu þótt varan standi inni á lager hjá þeim, hún verður að standa neytendum til boða.“ Þarf þá varan að vera til sölu í ein- hverri verslun til að þessar auglýs- ingar standist samkeppnislög? „Auglýsinganefnd, sem er ráð- gjafarnefnd samkeppnisráðs, taldi í öðru máli að vara yrði að standa neytendum til boða þegar auglýsing er birt, að öðrum kosti er auglýs- ingin villandi.“ Hægt að kaupa útrunninn Dab hjá innflytjanda Tegundirnar Léttur Fosters og Léttur Dab hafa verið auglýstar talsvert undanfarið. Hvar er hægt að fá þessa vöru? „Þú getur fengið Dab hjá okkur en hann er sennilega útrunninn því það er enginn sem hefur beðið um hann,“ segir Jón Páll Haraldsson sölustjóri Austurbakka. „Við tókum inn 10–15 kassa til að eiga þegar við fórum að auglýsa og það hefur eng- inn beðið um hann. Þess vegna höf- um við ekki pantað inn Léttan Fost- ers enn þá og gerum ekki fyrr en einhver vill kaupa hann af okkur.“ Eru þessar tegundir hvergi í sölu hjá verslunum eða veitingahúsum? „Nei, en þær eru fáanlegar hjá okk- ur.“ Finnst ykkur ekki óeðlilegt að vera að auglýsa þessa vöru svona mikið ef þið seljið ekki neitt af henni? „Nei, ég væri alveg til í að selja mikið af óáfengum bjór en við- skiptavinurinn verður að ráða því.“ Jón Páll bætir við að þeir hafi áður reynt að markaðssetja aðrar teg- undir óáfengs bjórs án árangurs. „Það vill enginn þennan óáfenga bjór, Íslendingar virðast ekki enn þá vera tilbúnir til að kaupa þessar teg- undir. Í hvaða tilgangi er verið að aug- lýsa þennan bjór? „Við erum að aug- lýsa merkið þarna og það má túlka það hvernig sem menn vilja, auðvit- að hefur það áhrif á áfenga bjórinn líka.“ Er þá ekki verið að fara í kringum lögin? „Nei, það er ekki verið að fara í kringum þau, lögin eru svona, þetta er það sem við meg- um gera. Lögin eru svo náttúrulega meingölluð og í sjálfu sér út í hött.“ Verslanir sýna ekki áhuga Að undanförnu hafa auglýsingar fyrir óáfengan Grolsch sést víða. Hvar er hægt að kaupa óáfengan Grolsch? „Þú getur fengið hann hjá okkur, en hann er ekki seldur í neinum verslunum eins og er,“ segir Eyjólf- ur Lárusson, sölustjóri veitingasviðs hjá Ölgerðinni. Hafa einhverjar verslanir verið með hann? „Nei, en menn geta fengið hann hjá okkur ef þeir hafa áhuga, sem hefur ekki gerst hingað til. En hann er til á okkar lager í einhverju magni.“ Aðspurður um hvort von sé á því að óáfengur Grolsch fáist í verslunum á næstunni segir Eyjólf- ur: „Það er vonandi að það verði, við erum alltaf að reyna að koma út nýj- um vörum.“ Hann segist ekki geta tilgreint ákveðnar verslanir sem verið sé að semja við. En finnst Eyjólfi ekki óeðlilegt að auglýsa þennan óáfenga bjór svona mikið ef hann er hvergi í sölu? „Það er verið að vinna í að koma honum í sölu.“ Er ekki með þessu verið að aug- lýsa áfengan bjór? „Nei, alls ekki. Það er ekki okkar skilningur.“ Nú eru flöskurnar sem þið eigið til á lag- er ekki með smellutappa eins og þær sem hafa verið auglýstar, hvernig stendur á þessu? „Við höfum átt þetta líka með smellutappa en varan er uppseld í augnablikinu,“ segir Eyjólfur. Teljast ekki vera áfengisauglýsingar Samkvæmt lögum er óheimilt að auglýsa áfengi. Auglýsingar sem hafa sést undanfarið þar sem aug- lýstur er óáfengur bjór þykja mjög tvíræðar, sérstaklega þegar litið er til þess að óáfengi bjórinn er lítið sem ekkert í sölu og því lítill til- gangur í að auglýsa hann. Snorri Sigurjónsson, lögreglu- fulltrúi í áfengis- og vopnalagadeild hjá ríkislögreglustjóra, segir þó erf- itt að stöðva auglýsingarnar. „Þetta myndi sennilega sleppa, því miður. Þetta er auðvitað tvískinnungur og eitthvað sem við erum ósáttir við.“ Starfshópur fjallar nú um viðbrögð lögreglu við áfengisauglýsingum og er niðurstöðu hans að vænta á haust- dögum. Snorri telur núverandi regl- ur þarfnast úrbóta og segir þær meiga vera skýrari og ótvíræðari. En má þá búast við því að ríkislög- reglustjóri aðhafist eitthvað varð- andi nýjasta dæmið af auglýsingum þar sem óáfengur Grolsch er sýnd- ur? „Mér finnst það afar ólíklegt. Þetta er merkt sem áfengislaus bjór og því ekki hægt að stöðva þetta en það vita allir hvað verið er að aug- lýsa.“ Samkeppnisstofnun athugar auglýsingar á óáfengum bjór Sumar tegundir ófáan- legar í verslunum Óáfengur bjór hefur verið auglýstur mikið undanfarið. Brjánn Jón- asson kynnti sér málið og komst að því að í ein- hverjum tilvikum er ekki hægt að fá óáfenga útgáfu drykkjanna í verslunum. Morgunblaðið/Arnaldur Óáfengur Grolsch á lager Ölgerðarinnar. Athygli vekur að dósirnar eru merktar á arabísku og flöskurnar eru ekki þær sömu og eru auglýstar. brjann@mbl.is DVD-diskar ekki alltaf til leigu Hvers vegna fást ekki DVD- diskar í stórum myndbandaleigum eins og Bónus-leigunum? Þóroddur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Bónusvídeó, Vídeó- hallarinnar og Toppmynda, segir DVD-diska fást á sumum leigum og segir sérlega gott úrval í Vídeóhöll- inni, en þar séu yfir 1.000 diskar. Hins vegar segir Þóroddur það mis- munandi eftir leigum hvort DVD- diskar fáist í Bónusvídeó. Af hverju fást þeir ekki þar, er þetta ekki framtíðin? „DVD-diskar eru lítill hluti af markaðnum. Ég held að þetta sé frekar í framtíðinni í sölu, ekki leigu. Það er einfaldlega svo auðvelt að skemma diskana, rétt eins og ef spólurnar væru ekki í boxum. Það er talsvert um það að fólkið rispi diska til að fá annan ókeypis. Disk- arnir eru ekki framleiddir hérlendis og þess vegna fáum við ekki annan í staðinn fyrir þann skemmda. Þetta kerfi hefur ekki komið vel út hérna. Það kemur of lítið af myndum á DVD, í hverjum mánuði koma um 45 ný myndbönd, þar af þrjú sem einnig koma á DVD.“ Hvernig stendur þetta undir sér í Vídeóhöllinni? „Það er svo stór leiga, þangað kemur fólk alls staðar að úr bænum svo það hefur gengið ágætlega þar. Annars staðar hefur þetta gengið afleitlega. Þetta er í gangi á sumum stöðum en stendur engan veginn undir kostnaði. Nú hafa DVD- diskar verið á leigunum í eitt til tvö ár og það er ekki enn farið að skila hagnaði. Ástæðan gæti verið sú að það eru of fáar myndir sem koma út á DVD svo myndir sem fólk vill sjá koma ekki hingað til lands.“ Spurt og svarað um neytendamál Gasbrennarar brenna illgresi Ný tegund illgresisbrennara er komin á markað hérlendis. Brennar- arnir eru ekki með opnum loga eins og hefur tíðkast heldur keramikplötu yfir brennaranum sem svíður illgres- ið með innrauðum geisla við 1000° C. Brennararnir fást í Garðheimum. Nýtt ERLENT Atlantshafsbandalagið Vilja minni við- búnað í Noregi ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) telur ástæðulaust að halda lengur úti sérstökum liðsafla sem ætlað er að að efla varnir Noregs á spennu- eða átakatímum. Bjørn Tore Godal, varnarmálaráðherra Noregs, kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af áformum þessum. Að sögn norska ríkisútvarpsins hafa herforingjar á vegum NATO skýrt norskum yfirvöldum frá því að þeir telji að breyta eigi gildandi áætlunum um varnir Noregs. Hér ræðir um svonefndar „eyrnamerkt- ar“ hersveitir, liðsafla sem nefnist á enskri tungu NATO Composite For- ces (NCF). Yrði herlið þetta flutt til landsins norska hernum til aðstoðar á hættu- eða átakatímum. Kjell Grandhagen, sem á sæti í norsku herstjórninni, segir í viðtali við dagblaðið Aftenposten að innan NATO sé að finna raddir er haldi því fram að liðsafli þessi fari ekki saman við það skipulag varnarviðbúnaðar sem bandalagið hyggist styðjast við í framtíðinni. Hann segir að norsk hermálayfirvöld séu þessu mati ekki sammála og vinni að því að tryggja að slíkt herlið verði áfram til taks. Vilja loka birgðastöðvum Að sögn Aftenposten vilja ráða- menn innan NATO jafnframt leggja niður birgðastöðvar í Noregi. Í þeim er að finna hergögn og tækjabúnað sem notaður yrði til varnar Noregi yrði landið fyrir árás. Hafa þær ver- ið eitt lykilatriðið á sviði norskra ör- yggis- og varnarmála um langt ára- bil. Norska fréttastofan NTB hefur eftir Godal varnarmálaráðherra að tíðindi þessi valdi honum ekki telj- andi áhyggjum. „Hér ræðir um áætlun sem miðar að því að auka sveigjanleika og viðbragðsflýti her- sveita NATO. Mörg ár munu líða þar til áform þessi verða að veru- leika.“ COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, brá á leik með starfssystur sinni, Makiko Tan- aka, utanríkisráðherra Japans, í Hanoi á fimmtudagskvöld. Söng Powell gamalt lag um ástsjúkan kúreka og tók Tanaka undir með honum. Powell er í ferðalagi um Suðaustur-Asíu og kom í gær til Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu. Í yfirlýsingu ráðherrans um mál- efni Kóreuskaga segir að hann vonist til þess að fundur þeirra Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Kim Jong-Il, forseta Norður- Kóreu, hafi jákvæð áhrif á mál- efni Kóreuríkjanna. Kim Jong-Il er nú í heimsókn í Rússlandi og sagðist Powell vona að Pútín hvetti hann til að hefja á ný við- ræður við Suður-Kóreu og Banda- ríkin. Reuters Ráðherrar bregða á leik NÝ RANNSÓKN sýnir að menn fóru að stunda ofveiði og útrýma tegundum í hafinu fyrir þúsund- um ára og varð lífríkið því verr undir rányrkju nútímans búið en ella. Skýrt var frá niðurstöðum rannsóknanna í tímaritinu Science í gær. Fyrir um 3.000 árum, löngu fyr- ir komu Evrópumanna til Amer- íku, voru innfæddir íbúar álfunnar farnir að veiða meira af sæskjald- böku í Karíbahafi en stofnar þoldu. Einnig var veitt of mikið af sækúm við strendur Ástralíu og selum við Alaska. Evrópumenn fundu ekki upp rányrkju „Hugmyndir um að innfæddar þjóðir hafi farið vel með nánasta umhverfi sitt eru nú dregnar í efa,“ sagði Charles Peterson, pró- fessor í líffræði hafsins við há- skóla Norður-Karólínu í Banda- ríkjunum. Hann sagði að niður- stöðurnar sýndu að maðurinn hefði haft „ótrúleg“ áhrif á um- hverfi sitt gegnum tíðina. Alls tóku 19 vísindamenn þátt í rannsóknum og fóru þær fram í fjórum heimsálfum. Voru meðal annars kannaðar matarleifar í bú- stöðum fólks í strandhéruðum, lýsingar landkönnuða á ofgnótt veiðidýra og fleira. Vísbendingar eru um að þegar fyrir 10.000 árum hafi ofveiði og kæruleysi verið far- in að valda breytingum á lífríki hafsins. Eitt af því sem veldur því að myndun þörunga er að kæfa kórallavöxt í Karíbahafinu er að grænar sæskjaldbökur, sem var útrýmt, og fleiri dýr átu þörunga. Ofveiði í þúsundir ára Washington. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.