Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 13
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 13 MATVÆLAFYRIRTÆKIÐ Voga- bær, sem hefur haft aðsetur í Vog- unum síðan um miðjan níunda ára- tuginn, áætlar að flytja höfuðstöðvar sínar til Hafnarfjarðar í september ef allt gengur að óskum. Að sögn Guð- mundar Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra hjá Vogabæ, hefur bygging nýja hússins við Eyrartröð í Hafnar- firði staðið yfir í rúmt ár. Hann segir að gamla húsnæðið hafi fyrir löngu sprengt utan af sér en í nýja húsnæð- inu verður sú nýbreytni tekin upp að allt majones verður framleitt innan veggja fyrirtækisins en ekki aðkeypt eins og hingað til hefur verið. Að sögn Guðmundar er þetta mögulegt núna fyrst og fremst vegna stærra hús- næðis. Guðmundur segir að ekki hafi kom- ið til tals að vera um kyrrt og að ástæður þess að Vogabær flytji séu fyrst og fremst til að vera nær mark- aðnum. Auk þess sé fasteignaverð hærra í Hafnarfirði sem aftur eykur verðmæti fasteignarinnar í endur- sölu. Þóra Bragadóttir, oddviti Vatns- leysustrandarhrepps, sagði í samtali við Morgunblaðið að hreppurinn hefði átt mjög gott samstarf við Vogabæ en sér skildist að fyrirtækið hefði viljað færa sig nær markaðnum. Þóra sagði að Vogabær væri í hópi stærri fyr- irtækja á staðnum og að það væri allt- af blóðtaka að missa fyrirtæki af slíkri stærðargráðu. Núverandi aðstaða Vogabæjar er um 600 fermetrar. Þar af er íbúð á efri hæð tæpir 200 fermetrar. Nýja húsnæðið er um 1300 fermetrar en 1100 fermetrar að gólfflatarmáli. Um umtalsverða stækkun er því að ræða. Tíu manns starfa hjá fyrirtækinu og segir Guðmundur að með nýrri og sérhannaðri aðstöðu sé betur hægt að koma til móts við aukin umsvif í fram- leiðslu. Hann segir að ætlunin sé að auka sjálfvirkni framleiðslunnar enn frekar með aðstoð tölvutækninnar. Færeyingar hrifnir af kokkteilsósu Vogabær hóf formlega starfsemi árið 1986 og var það eiginkona Guð- mundar og framleiðslustjóri fyrir- tækisins, Sigrún Ó. Ingadóttir, sem blandaði fyrstu ídýfu fyrirtækisins. Kryddblandan hefur haldið sér og margar fleiri fylgt í kjölfarið. Sigrún þróar allar vörur fyrirtækisins en þær skipta tugum. Guðmundur segir að Vogabær hafi alla tíð einbeitt sér að innanlandsmarkaði en árið 1994 hóf fyrirtækið að flytja út framleiðslu sína til Færeyja. Salan fór hægt af stað, að hans sögn, en á síðustu árum hefur orðið mikil söluaukning. Hann segir ánægjulegt að sjá að Færeying- ar séu farnir að nota hina íslensku „kokkteilsósu“ í æ meira mæli við borðhaldið en sá danski siður hafi haldist í eyjunum að nota hreint majones þar sem það á við. Þótt salan hafi gengið ágætlega í Færeyjum gerir hann ekki ráð fyrir frekari land- vinningum. Guðmundur segist ekki hafa áhyggjur af því að neysla á majonesi dragist saman í tengslum við umræðu um hollustu matvæla. Hann segir markaðinn laga sig að aðstæðum og meðal annars sé boðið upp á fituminni sósur og ídýfur auk þess sem fram- leitt er eggjalaust majones fyrir þá sem eru með eggjaóþol. Hefja eigin majon- esframleiðslu Vogar Morgunblaðið/Billi Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vogabæjar, og Sigrún Ó. Ingadóttir, framleiðslustjóri fyrirtækisins, í vinnslusalnum í Vogagerði. Vogabær flytur úr Vogunum í nýtt og stærra húsnæði í Hafnarfirði „ÞETTA var gróðurlaus melur eins og heiðin hér fyrir ofan þegar við byrjuðum að tyrfa árið 1987,“ segir Kolbrún Sigfúsdóttir sem ásamt eig- inmanni sínum, Þorsteini Einars- syni, á verðlaunagarð ársins í Garði. Þorsteinn og Kolbrún búa í Ein- holti 5. Fegrunar- og umhvefisnefnd Gerðahrepps veitti þeim fyrstu verð- laun fyrir fallega lóð og snyrtilegt umhverfi og fengu þau áletraðan stein til sannindamerkis um það. Fegrunarnefndin veitti einnig tvær viðurkenningar. Guðjón Ívarsson og Erla Elísdóttir á Klapparbraut 14 fengu aðra og hina fengu Vilberg Þorvaldsson og Helena Rafnsdóttir á Sunnubraut 25. Skreyta með steinum Þegar Þorsteinn og Kolbrún voru búin að tyrfa og hreinsa í burtu grjótið fengu þau afklippur af trjám til að planta í garðinum í garði for- eldra Kolbrúnar og blómplöntur úr garði ömmu Þorsteins. „Þetta var svo lítið í byrjun að við héldum að trén myndu aldrei koma til. En það hefur ræst furðanlega úr,“ segir Kol- brún. Allur trjágróðurinn í garðinum er fenginn með þessum hætti, nema aspir og birki. Þorsteinn og Kolbrún hafa skreytt garðinn með steinum. Þau taka til dæmis alltaf með sér steina úr ferða- lögum sínum innanlands og utan og geyma í garðinum til minningar um ferðirnar. Þá velja þau fjörugrjót til að nota meðfram stéttum og í ýms- um tilgangi. Loks hafa þau verið að leika sér að því að raða saman stein- skúlptúrum og mála andlit á steina. Kolbrún segir að þetta hafi byrjað með því að þau keyptu sér nokkra álfa en þeim hafi fundist steinarnir miklu skemmtilegri og þau því lagt áherslu á þá. „Já, þetta er kannski öfugsnúið. Við eyddum miklum tíma í að hreinsa grjótið í burtu á sínum tíma en erum svo að draga það aftur inn í garðinn,“ segir Kolbrún. Þorsteinn segir að garðvinnan sé mikið áhugamál hjá allri fjölskyld- unni og hún hjálpist að. Öðruvísi myndi þetta ekki ganga. Synir þeirra hjálpi mikið til í garðinum og dæt- urnar sem eru eldri vökvi blómin á meðan þau eru í burtu en Þorsteinn og Kolbrún ferðast mikið um landið og til útlanda. Eigendur Einholts 5 fá verðlaun fegrunarnefndar Ræst furðanlega úr Garður Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þorsteinn Einarsson, Halldór, Gunnar Ingi og Kolbrún Sigfúsdóttir í verðlaunagarðinum. HUNDASKÍTUR af Garð- skaga er eitt af aðalbaráttumál- um fegrunar- og umhverfis- nefndar Gerðahrepps. Sigurður Jónsson sveitarstjóri lýsti þessu baráttumáli á gam- ansaman hátt í kvöldsamsæti sem nefndin hélt með fólki sem fengið hafði verðlaun og viður- kenningar frá nefndinni á kjör- tímabilinu. Sigurður tók fram að hann styddi baráttu nefnd- arinnar gegn hundaskítnum. „Nefndin dregur upp þá mynd að allt sé morandi í hundaskít sem hafi slæm áhrif á ferðamenn. Einnig dregur nefndin upp þá mynd að þetta sé mjög slæmt fyrir elskendur, bæði unga og gamla, sem ætla sér að eiga rómantíska stund á Skaganum. Maður sér fyrir sér ungt eða gamalt ástfangið fólk renna til og steypast á hausinn þannig að rómantíkin er á bak og burt. Eða ætli fólk sér að eiga rómantíska stund í sand- inum og verður allt í einu vart við eitthvað snerta líkama sinn annað en það sem það bjóst við. Auðvitað er þetta slæmt mál. Þetta hafði þau áhrif á mig að ég hef ekki í nokkur ár labbað á Skaganum með minn hund,“ sagði sveitarstjórinn. Hann sagði að nefndin vildi fá stampa undir hundaskít og að Áhaldahúsið hefði umsjón með verkefninu og að vonandi rættist úr fljótlega. „Þetta verður virðulegt með spjaldi og texta hvernig menn eigi að bera sig að,“ sagði sveit- arstjórinn og lýsti yfir ánægju sinni með framtakið. Barist gegn hundaskít Garður ÓSKAR Gunnarsson, forseti bæj- arstjórnar Sandgerðis, afhenti Guðjóni Kristjánssyni, skólastjóra grunnskóla Sandgerðis, tæki til málfræðikennslu á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tækin voru keypt fyrir pen- inga sem fengust fyrir leigu skólahúsnæðisins fyrir varnaræf- inguna Norðurvíkingur 2001. Fundurinn var haldinn í nýjum sal á efri hæð Fræðasetursins en þar munu fundir bæjarstjórnar verða í framtíðinni. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Tæki til málfræðikennslu Sandgerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.