Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 11
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 11
VALSHAMAR í Eilífsdal er
vinsæll áfangastaður fólks
sem hefur klettaklifur að
áhugamáli og þegar blaða-
mann og ljósmyndara bar
þar að garði á fimmtudag
voru staddir í hamrinum
nokkrir félagar úr Íslenska
alpaklúbbnum (ÍSALP) og
voru þeir í óða önn að
klifra misháar leiðir í hon-
um. Veðrið spillti heldur
ekki fyrir, sól skein í heiði
og veður var hið blíðasta í
fögrum dalnum, en ekki
þurfti að aka nema í 20
mínútur frá Reykjavík til
að komast á þennan
skemmtilega stað sem er að
finna í Kjósarhreppi.
Haraldur Örn Ólafsson,
stjórnarmaður í ÍSALP og
göngu- og klifurgarpur, var
einn þeirra sem kleif bratt-
an hamarinn á fimmtudag
en að sögn hans er klúbb-
urinn áhugamannafélag um
fjallgöngur og fjallaklifur
með hátt í 300 meðlimi.
„Hér í nágrenni Reykjavík-
ur eru margar skemmti-
legar leiðir til að klifra og
Valshamar og Stardalur í
Kjalarneshreppi eru þeir
staðir sem eru langvinsæl-
astir. Í Valshamri er búið
að koma fyrir boltum inn í
klettaveggina sem menn
festa línu sína í þegar klifr-
að er og þar sem eru
sprungur í klettunum not-
um við svokallaðar trygg-
ingar sem við festum inn í
bergið þegar klifrað er,“
segir Haraldur. Að sögn
Haralds byggir klif-
uríþróttin á mikilli sam-
vinnu milli einstaklinga því
meðan einn klifrar þarf
annar að standa fyrir neð-
an hamarinn, halda í línu
hins og vera tilbúinn að að-
stoða ef eitthvað fer úr-
skeiðis. Haraldur tekur
fram að þótt Valshamar sé
ekki hár líti klifuráhuga-
fólk ekki á hann sem æf-
ingasvæði. „Sumir stunda
nær eingöngu klifur á lág-
um hömrum eins og þessum
og fara jafnvel til útlanda
til að leita uppi lága hamra.
Einnig æfa menn einstakar
klifurhreyfingar á lágum
steinum og þá án festinga
og sumum finnst það lang-
skemmtilegast. Slíka steina
er til dæmis að finna í
Öskjuhlíð,“ segir Haraldur
Örn.
Mjög mikilvægt
að fara varlega
Hann bendir á að kletta-
klifur sé hættuleg íþrótt og
þess vegna sé mjög mik-
ilvægt að fara varlega.
„Það ætti enginn að byrja
að stunda þessa íþrótt án
þess að fara fyrst á nám-
skeið en ÍSALP-klúbburinn
hefur boðið upp á kennslu
fyrir byrjendur. Fólk verð-
ur að byrja mjög rólega og
ekki má ætla sér um of.
Stór hluti af þessu áhuga-
máli er að læra að varast
þær hættur sem geta leynst
við klifrið,“ segir Haraldur.
Fyrir þá sem hugsa sér
að byrja að stunda íþróttina
er nauðsynlegt að eiga skó,
belti, línu og aðra aukahluti
sem þarf til að geta klifrað
á öruggan hátt. Hér á landi
eru þeir sem stunda klifur
á öllum aldri og að sögn
félaganna í ÍSALP er aldrei
of seint að byrja. Haraldur
Örn segir að fólk komist í
gott form um leið og það
byrjar að stunda íþróttina
og hann leggur áherslu á
að klifur sé alls ekki íþrótt
fyrir ofurmenni heldur geti
hentað öllu fólki sem hefur
gaman af þessu. Á fimmtu-
dag voru þau Vigdís Jóns-
dóttir 13 ára, Þórir Gunnar
Jónsson 15 ára og Þórir
Ingvarsson 13 ára öll að
æfa klifur í hamrinum. Að-
spurður sagði Þórir Gunnar
að hann hefði stundað klif-
ur þegar hann bjó í Hol-
landi um nokkurra ára
skeið og svo haldið þessu
áfram hér á landi. Har-
aldur Örn bendir á að klif-
ur geti verið mjög
skemmtileg íþrótt fyrir
krakka að stunda fái þau
góða leiðsögn. „Ég held að
það væri tilvalið fyrir skóla
að kynna þetta fyrir krökk-
um því hinar dæmigerðu
boltaíþróttir henta ekki öll-
um,“ segir hann.
Eldri klifrara var einnig
að finna í Valshamri í á
fimmtudag en þar var með-
al annars staddur Halldór
Kvaran sem er nýorðinn
fertugur og situr í stjórn
ÍSALP. „Ég er nýbyrjaður
að stunda klettaklifur en
áður var ég í ísklifrinu. Ég
held að þetta sé íþrótt sem
er aldrei of seint að byrja
að stunda, maður velur sér
bara leiðir við hæfi,“ segir
Halldór.
Aukinn áhugi
kvenna á klifri
ÍSALP-félagarnir benda
á að á veturna sé einnig
mögulegt að halda sér í æf-
ingu en þá er klifrað innan-
húss á sérstökum klif-
urveggjum. „Það er mjög
skemmtilegt og margir
stunda klifur innandyra
eingöngu eins og hverja
aðra leikfimi. Það er einnig
hættulaust þar sem þykkar
dýnur eru undir veggj-
unum,“ segir Haraldur Örn.
Meirihluti þeirra sem
leggja stund á klifur eru
karlar en að sögn Haralds
eru sífellt fleiri konur að fá
áhuga á þessu og nú er
töluverður hópur kvenna
sem stundar klifur. „Þær
hafa ekki staðið sig síður
en karlarnir og ég veit til
þess að þeim konum sem
prófa þetta finnst þetta al-
veg frábært, “ segir Har-
aldur Örn.
Hann segir mjög vinsælt
meðal klifuráhugafólks að
fara til útlanda að klifra og
þeir sem stunda klettaklif-
ur fari mikið til Evrópu og
Bandaríkjanna en íþróttin á
rætur að rekja til evrópsku
alpanna. Einnig er vinsælt
að klifra fáfarnar slóðir
hér á Íslandi. „Sjálfur er ég
nýbúinn að klífa Snæfell og
Herðubreið en það voru
þau fjöll sem ég átti eftir á
Íslandi. Það sem drífur mig
áfram í þessu er hreinlega
það að þetta er svo
skemmtilegt, maður fær
svo mikið út úr þessu, þeg-
ar komið er heim að lokinni
vel heppnaðri ferð er mað-
ur uppfullur af orku,“ segir
Haraldur Örn.
Áður var talið að Ísland
hentaði illa til klettaklifurs
þar sem berg væri hér
mjög laust í sér en þegar
betur var að gáð komu í
ljós margir skemmtilegir
og sérstakir staðir á land-
inu sem henta vel til að
klifra í og Stardalur og
Valshamar eru gott dæmi
um slíka staði. Þá segir
Haraldur Örn aðstöðu til ís-
klifurs vera alveg frábæra
hér á landi.
Keppt í klifri
innanhúss
Keppni í klifri er stunduð
innanhúss en þá eru settar
upp erfiðar leiðir og geng-
ur keppnin út á að ná sem
lengst auk þess sem tími og
stíll skipta máli en benda
má á að Íslendingurinn
Björn Baldursson hefur náð
mjög góðum árangri á klif-
urmótum erlendis, sér-
staklega á Norðurlanda-
mótum. Mikil vakning hefur
orðið í útivist undanfarin
ár og samfara því hefur
áhugi á klifuríþróttinni
eflst mjög að sögn Haralds
Arnar. Starf ÍSALP er
mjög fjölbreytt og það er
árstíðabundið hvað mest er
gert hverju sinni en með-
limir klúbbsins leggja stund
á klettaklifur og ísklifur og
eru einnig mikið á skíðum.
Morgunblaðið/Billi
Halldór Kvaran fór nýlega að
stunda klettaklifur og líkar vel.
Halldór aðstoðar Harald Örn og
Ingvar Þórisson brosir breitt.
Þórir Gunnar Jónsson á leið upp Valshamar, en af útsýninu má ráða að þarna er ekki amalegt að eyða
fallegu sumarkvöldi. Nauðsynlegt er að nota viðeigandi öryggisbúnað þegar klifrað er.
Valshamar í Eilífsdal í nágrenni höfuðborgarinnar er vinsæll áfangastaður meðal klettaklifurfólks
Sól, klettar og knáir klifr-
arar á ferð í hamrinum
Kjósin
FJÓRAR kærur frá íbúum í Skerja-
firði hafa borist úrskurðarnefnd
skipulags- og byggingarmála vegna
fyrirhugaðrar húsbyggingar Kára
Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar
erfðgreiningar, á lóðinni Skeljatanga
9 í Reykjavík. Grunnflötur bygging-
arinnar er 535 fm og telja kærendur
umfang byggingarinnar of mikið.
Bráðabirgðaúrskurðar um hvort
stöðva skuli framkvæmdir meðan
fjallað er um málið er að vænta innan
nokkurra daga. Þrjár kæranna fjalla
um deiliskipulagsbreytingar á um-
ræddri lóð og sú fjórða er kæra vegna
útgáfu byggingarleyfis á lóðinni.
Ekki er unnt að skjóta úrskurðum
nefndarinnar til æðra yfirvalds. Uni
kærendur ekki úrskurðum nefndar-
innar er unnt að láta mál fara fyrir
dómstóla.
Vegna framkominna kæra mun úr-
skurðarnefnd rannsaka hvort ástæða
sé til að fella úr gildi byggingarleyfi
og einnig ákvörðun skipulags- og
byggingarnefndar Reykjavíkur, þar
sem samþykkt var að stækka bygg-
ingarreit á Skeljatanga 9.
Fjórar kærur vegna nýbyggingar
í Skerjafirðinum
Bráðabirgðaúr-
skurðar að vænta
á næstu dögum