Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í gær lauk 53. ársfundi Alþjóða-hvalveiðiráðsins, sem hófst sl.mánudag, og segir Stefán Ás-mundsson, þjóðréttarfræð-
ingur í sjávarútvegsráðuneytinu og
formaður íslensku sendinefndarinn-
ar, að staðan eftir fundinn sé sú að
Ísland sé fullgildur aðili gagnvart
stórum hluta aðildarríkja en naumur
meirihluti líti ekki þannig á málið.
Næst á dagskrá sé því að fara í það
að reyna að fá þau ríki, sem stóðu á
móti Íslandi, til að breyta afstöðu
sinni með það að leiðarljósi að finna
lausn á málinu fyrir næsta fund, sem
verður í Japan að ári. Ekki liggi fyrir
hvernig staðið verði að málum og
ekki tímabært að fara nánar út í þá
sálma að svo stöddu.
Brotið á mörgum þjóðum
Strax á fyrsta degi hafnaði árs-
fundurinn aðild Íslands að ráðinu
vegna þess fyrirvara Íslands að það
sé ekki samþykkt fyrri ákvörðun
ráðsins um að leyfa engar hvalveiðar
í hagnaðarskyni. Áður höfðu verið
greidd atkvæði um það hvort ráðið
gæti greitt atkvæði á þennan hátt og
töldu 19 ríki ráðið hafa rétt til at-
kvæðagreiðslunnar en 18 voru á
móti.
Stefán áréttar að ekki hafi verið
um neina umsókn að ræða því sam-
kvæmt samningnum sé ekki gert ráð
fyrir að ríki sæki um aðild að honum
heldur fullgildi þau hann. Það hafi
Ísland gert með fyrirvara og ljóst sé
í huga íslensku nefndarmannanna
að það sé í höndum hvers ríkis að
meta það fyrir sig hvort það vilji
samþykkja eða hafna
fyrirvaranum. Því hafi
það verið ólögleg að-
gerð af hálfu hvalveiði-
ráðsins að taka sér
þetta vald. Stuðningur-
inn, sem Ísland hafi
haft frá fjölda ríkja, hafi
ekki aðeins snúist um
samúð með afstöðu Ís-
lands heldur ekki síður um það að
þeim hafi fundist að þessi ákvörðun
ráðsins hafi svift þau sínum fullveld-
isrétti til að hafna íslenska fyrirvar-
anum eða samþykkja hann.
Ísland aðildarríki
án kosningarétts
Þrátt fyrir fyrrnefnda niðurstöðu
tóku fulltrúar Íslands þátt í störfum
þingsins sem fullgildir aðilar. Í at-
kvæðagreiðslu var samþykkt að Ís-
land yrði áheyrnaraðili en á þinginu
voru áheyrnarfulltrúar frá ýmsum
fullvalda ríkjum eins og Kanada og
Namibíu. Stefán segir að þeir hafi
setið aftast á meðal annarra áheyrn-
arfulltrúa og ekki tekið þátt í um-
ræðum. „Við vorum með allt aðra
stöðu heldur en áheyrnarfulltrúar
og í raun var staða okkar gagnvart
þeim, sem ekki viðurkenndu okkur,
sú að við vorum þarna sem aðildaríki
sem ekki fékk að kjósa á sama hátt
og Rússar.“
Rússar höfðu ekki atkvæðisrétt
þar sem þeir höfðu ekki greitt ár-
gjald og er það í samræmi við reglur
ráðsins, en þeir höfðu fullan rétt til
að taka þátt í öllum umræðum.
Engin bindandi samþykkt
Mikill klofningur er milli fylkinga
í Alþjóðahvalveiðiráðinu og þar sem
¾ atkvæða þarf til að fá bindandi
samþykkt var ekki gert ráð fyrir
slíkum samþykktum. Engin slík
samþykkt var gerð, að sögn Stefáns,
en á meðal samþykkta var gagnrýni
á hvalveiðar Japana og hins vegar á
veiðar Norðmanna eftir mikla um-
ræðu. Hann segir að fjölda ríkja
finnist ekkert athugavert við veið-
arnar en meirihlutinn sé á móti hval-
veiðum og því hafi ályktanir í þá
veru verið samþykktar. Hins vegar
hafi viðamiklar tillögur eins og t.d. í
sambandi við griðarsvæði í Kyrra-
hafi og Suður-Atlantshafi, þar sem
allar hvalveiðar séu bannaðar án til-
litis til stofnstærða, ekki náð tilskild-
um meirihluta, því þá hefði verið
komið tvöfalt bannað. Annars vegar
vegna núll kvótans og svo vegna
þess að um væri að ræða griðar-
svæði. Hins vegar hefðu allir verið
sammála um ýmis minni
mál og ekki hefði verið
deilt um þau. „Klofning-
urinn kemur ekki upp
nema viðkomandi mál
snerti beinlínis hvalveiðar
eða einhverja viðurkenn-
ingu á því að um réttlæt-
anlega starfsemi sé að
ræða,“ segir Stefán. „Al-
mennur stuðningur er við það sem
snýr beint að vísindastarfi, að und-
anskildum vísindaveiðum Japana.
Það kom vel í ljós í umræðunum um
þá ákvörðun Breta að neita Norð-
mönnum og Færeyingum að telja
hvali í breskri lögsögu en mjög al-
menn andstaða var við þá ákvörð-
un.“
Starf vísindanefndar
ekki miðpunktur
Vísindanefnd ráðsins skilaði fyrir
um áratug skýrslu, revised manage-
ment program (RMP), um þann
grunn sem miða skal við til
út kvóta, þ.e. úr hvaða sto
veiða, hvað mikið og svo fr
Stefán segir að hvalveiðir
aldrei tekið þessar ábendin
sína arma en rætt hafi ver
það yrði gert 1990 og gr
hafi þannig átt að ljúka
skeiðinu. „Þessi grunnur lig
en það vantar pólitíska ákv
að vinna samkvæmt honu
Stefán. Hann bætir við að
nefndin fari áfram yfir stö
ýmsu stofna en ekkert hafi
þó fram komi hjá henni að
stofn sé í góðu ásigkomula
ekki sé pólitískur vilji til
veiðar. Því sé starf vísind
ekki sá miðpunktur sem þa
vera. Við eðlilegt ástand v
að setja einhvern ramma u
ig veiðunum væri stjórna
skipti vísindanefndin miklu
að leggja grunninn að k
ingu. „Því miður er ekki m
fyrir því innan Alþjóðah
ráðsins að stunda hvalvei
fyrir að ýmsir stofnar sé
ásigkomulagi.“
Í máli Stefáns kemur en
fram að þeir sem séu á m
veiðum segi að fyrst verði
ramma utan um stjórnuni
tryggja að veiðar yrðu s
með ábyrgum hætti og yr
bærar, því ekki sé nóg að
irliggjandi útreikninga um
stóran kvóta mætti gefa
verði að vera á hreinu að e
veitt umfram kvóta og í
bandi sé til dæmis gert ráð
þjóðlegu eftirlitsmannake
hefur valdið okkur vonbrig
þetta starf hefur gengið hæ
er ein af ástæðum þess a
ákvað að ganga á ný í Alþ
veiðiráðið. Við vonuðumst t
geta aukið þunga hvalveið
ríkja í því starfi og viljum
flýta fyrir niðurstöðu sem
jafnframt niðurstaða sem v
sætt okkur við.“
Ánægðastur með stuðn
Stefán segist vera án
með þann stuðning sem Ís
á fundinum. „Það munaði
kvæði hvort ráðið tæki sér
að ákveða hvort fyrirvara
væri hafnað eða ekki og e
hafa bent á að það hafi aðei
því að Rússar náðu ekki að
ildargjald sitt í tíma. Hva
starf ráðsins almennt þá
sama óánægjan með það að
og til dæmis Ástralía, sk
Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar
Þróunin ok
Stefán Ásmundsson, þjóðréttarfræðingur í sjávarútvegsráðun
stjóri útskýrðu afstöðu Íslan
Stefán Ásmundsson,
þjóðréttarfræðingur
í sjávarútvegsráðu-
neytinu og formaður
íslensku sendinefnd-
arinnar á ársfundi
Alþjóðahvalveiði-
ráðsins í London,
segir að staða Ís-
lands sé betri nú
en fyrir fundinn.
Steinþór Guðbjarts-
son fékk líka meðal
annars að heyra að
sjálfbær nýting
hvalastofna á sér
stöðugt fleiri fylgj-
endur og það sé
Íslandi í hag.
Reynt verður
að afla mál-
stað Íslands
meira fylgis
með markviss-
um hætti
NÝ VINNUBRÖGÐ Í
FJÁRLAGANEFND
ÖRN ARNARSON
Örn Arnarson, sundkappinn ungi úrHafnarfirði, sýndi enn einu sinnifrábæran árangur í gærmorgun á
heimsmeistaramótinu í sundi, í Fukuoka
í Japan, þegar hann varð í þriðja sæti í
200 metra baksundi á 1.58,37 mín. og sló
um leið nýtt Íslands- og Norðurlanda-
met.
Þetta eru önnur verðlaunin sem Örn
vinnur til í Fukuoka. Hann varð í öðru
sæti í 100 metra baksundi síðastliðinn
mánudag á nýju Íslands- og Norður-
landameti.
Árangur Arnar er fádæma góður, ein
bronsverðlaun og ein silfurverðlaun á
heimsmeistaramóti í sundi eru einstakt
afrek. Aldrei fyrr í íslenskri íþróttasögu
hefur íslenskur sundmaður komist á
verðlaunapall á heimsmeistaramóti.
Þessi frábæri íþróttamaður hefur skipað
sér í fremstu röð í heiminum í þessum
sundgreinum og gjörvöll þjóðin er stolt
af hinum unga Íslendingi.
Á engan er hallað, þótt hér sé fullyrt
að Örn Arnarson sé í dag mesti afreks-
maður okkar í íþróttum.
Örn er ekki nema 19 ára gamall og
getur átt mörg glæsileg keppnisár fram-
undan. Sjálfur hefur hann tekið stefnuna
á Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004, svo
vitnað sé í hans eigin orð hér í Morg-
unblaðinu haustið 1999: „Ég ætla mér að
vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikun-
um í Aþenu árið 2004. Ég held að það sé
of snemmt að stefna að því árið 2000 í
Sydney, en eins og málin standa nú tel
ég þetta alls ekki vera óraunhæft mark-
mið á leikunum árið 2004.“
Keppnisferill Arnar í sundi er stór-
glæsilegur, nánast samfelld sigurganga,
þar sem Örn hefur stöðugt verið að bæta
árangur sinn. Þess er skemmst að minn-
ast þegar Örn náði þeim frábæra árangri
á Evrópumeistaramótinu í sundi í Val-
encia á Spáni í desember í fyrra að verða
tvöfaldur Evrópumeistari í 200 og 100
metra baksundi í 25 metra laug. Á því
móti varð hann Evrópumeistari í 200
metra sundinu í þriðja sinn og hann
varði sama titil í 100 metra sundinu öðru
sinni og setti um leið nýtt Evrópumet.
Þá er ekki úr vegi að rifja upp hvernig
gjörvöll þjóðin stóð á öndinni af spenn-
ingi og hrifningu 21. september í fyrra,
þegar Örn Arnarson keppti í úrslita-
sundinu í 200 metra baksundi á Ólymp-
íuleikunum í Sydney í Ástralíu og náði
þeim glæsilega árangri að lenda í fjórða
sæti. Örn varð þannig fyrstur íslenskra
sundmanna til þess að komast í úrslit í
sundgrein á Ólympíuleikum og með því
að ná fjórða sætinu náði hann jafnframt
bestum árangri Evrópumanna í þeirri
sundgrein og setti um leið Norðurlanda-
met.
Engum blöðum er um það að fletta, að
geysileg vinna, þrotlausar æfingar og
gríðarleg sjálfsögun til margra ára
liggja að baki þeim árangri sem Örn hef-
ur ítrekað náð að bæta.
Það er bæði jákvætt og eðlilegt, að í
brjóstum Íslendinga kvikni stolt þegar
íslenskur afreksmaður nær að varpa
ljóma á land og þjóð með þeim hætti sem
Örn Arnarson hefur ítrekað gert. Jafn-
framt er bæði jákvætt og ákjósanlegt að
íslensk æska horfi til Arnar í leit að fyr-
irmyndum. Örn Arnarson, geðþekkur,
prúðmannlegur, með einbeittan vilja og
sterkar taugar, er einmitt slík fyrirmynd
sem við ættum að óska börnum okkar og
unglingum til handa.
Ef marka má þann árangur, að hann
var að bæta Íslandsmet og Norðurlanda-
met í svo gott sem hverju sundi á þessu
skemmtilega heimsmeistaramóti í Jap-
an, hlýtur að vera óhætt að draga þær
ályktanir, að hann eigi enn eftir að bæta
sig og slá met, jafnvel met á met ofan.
Morgunblaðið óskar Erni til hamingju
með glæsilegan árangur og óskar honum
alls velfarnaðar í framtíðinni.
Nýr formaður fjárlaganefndar Al-þingis, Ólafur Örn Haraldsson,
segir í samtali við Morgunblaðið í gær að
vegna máls Árna Johnsen sé ástæða til
að velta fyrir sér hvort ástæða sé til að
endurskoða verklag fjárlaganefndar
þingsins. Gagnrýnt hefur verið að Árni
Johnsen hafi verið beggja vegna borðs-
ins; annars vegar setið í fjárlaganefnd,
sem gerir m.a. tillögur um hvernig fé
skuli skammtað til framkvæmda við
Þjóðleikhúsið, og hins vegar stýrt störf-
um byggingarnefndar hússins. Þá teng-
ist Árni svokölluðu Herjólfsbæjarfélagi,
sem sótti um og fékk styrk frá Alþingi til
að reisa eftirlíkingu af landnámsbæ í
Vestmannaeyjum.
Fyrrverandi formaður fjárlaganefnd-
arinnar, Jón Kristjánsson heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, segir í Morgun-
blaðinu í gær að ástæða sé fyrir nefnd-
armenn í fjárlaganefnd að „skoða í kjöl-
far þessa máls mjög rækilega aðkomu
sína að öðrum störfum í opinbera þágu,
með tilliti til þess hvenær þeir kunni að
vera vanhæfir, í hvaða nefndum þeir geti
setið og hvenær þeim beri að víkja sæti“.
Þetta er hárrétt hjá Jóni Kristjáns-
syni og verður vonandi tekið til ræki-
legrar umræðu í fjárlaganefndinni við
fyrsta tækifæri. Auðvitað væri eðlilegt
að nefndarmenn í fjárlaganefndinni, sem
stöðu sinnar vegna hafa mikil áhrif á það
hvernig peningum almennings er ráð-
stafað, legðu fram lista yfir setu sína í
nefndum, stjórnum og ráðum og tengsl
sín við fyrirtæki, félög og stofnanir, sem
líklegt er að gætu sótt um styrki til Al-
þingis. Með því að þær tækju síðan ekki
þátt í umræðum og ákvörðunum um mál
viðkomandi aðila, skapaðist meira traust
á þeim ákvörðunum og færri tilefni væru
til gagnrýni á störf nefndarinnar.
Kannski misstu viðkomandi þingmenn af
einhverjum tækifærum til að segja um-
bjóðendum sínum heima í kjördæmi að
þeir hefðu fært byggðarlaginu meira al-
mannafé en ella, en trúverðugleiki þeirra
ákvarðana, sem teknar eru á Alþingi – og
um leið trúverðugleiki þingmanna sem
fulltrúa heildarhagsmuna skattgreið-
enda – er væntanlega mikilvægari.
Það er sömuleiðis einkar tímabær
ákvörðun, sem Jón Kristjánsson greindi
frá í ræðu sinni við síðustu fjárlagaum-
ræðu, að gera að skilyrði fyrir styrkveit-
ingum á fjárlögum að styrkþegar gang-
ist undir að skila skýrslu sem greini frá
því hvernig viðkomandi verkefni reiði af
og hvort upphafleg markmið hafi náðst.
Sjálfsagt er að bæði umsóknir um styrki
til Alþingis og slíkar skýrslur um nýt-
ingu þeirra séu gerðar opinberar, þannig
að skattgreiðendur geti sjálfir fylgzt
með því hvernig peningar þeirra eru
nýttir í einstökum verkefnum.
Báðar þessar breytingar ættu að geta
skilað auknu gagnsæi og betra aðhaldi á
notkun almannafjár og brýnt er að þeim
verði fylgt eftir.