Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 17
FJÓRTÁN ára drengur í Flórída,
Nathaniel Brazill, var í gær dæmdur í
28 ára fangelsi fyrir að skjóta kenn-
ara sinn til bana.
Ákæruvaldið hafði krafist þess að
Brazill yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi
án möguleika á reynslulausn og til
vara í 40 ára fangelsi. Verjendur hans
óskuðu eftir því að tekið yrði tillit til
aldurs drengsins og hann fengi lág-
marksrefsingu, 25 ára fangelsisdóm
án möguleika á reynslulausn.
Segist hafa skotið
kennarann fyrir slysni
Málið hefur vakið mikla athygli í
Bandaríkjunum og mannréttinda-
samtök mótmæltu réttarhöldunum
þar sem réttað var yfir drengnum
sem fullorðnum manni.
Brazill játaði að hafa orðið ensku-
kennara sínum, Barry Grunow, að
bana með skammbyssu í Lake Worth
í Flórída fyrir rúmu ári, þegar hann
var þrettán ára. Honum hafði þá verið
vikið úr skólanum um stundarsakir
fyrir að kasta vatnsblöðrum á skóla-
félaga sína. Hann sneri aftur í skól-
ann með skammbyssu, sem hann fann
á heimili afa síns, og reiddist kenn-
aranum þegar hann fékk ekki að tala
við tvær bekkjarsystur sínar. Hann
hleypti af byssunni við dyr kennslu-
stofu sinnar og kennarinn fékk skot í
höfuðið. Drengurinn segist hafa verið
skjálfhentur og tekið í gikkinn fyrir
slysni.
Brazill baðst í fyrsta sinn afsökun-
ar á manndrápinu þegar hann kom
fyrir dómarann á fimmtudag. „Orð
geta ekki lýst því hvað mig tekur
þetta sárt en þau eru það eina sem ég
hef,“ sagði hann. „Ég biðst afsökunar
á þeim þjáningum sem ég hef valdið
Grunow-fjölskyldunni. Grunow var
góður maður og frábær kennari.“
Dómur kveðinn upp yfir fjórtán ára nemanda í Flórída
Hlaut 28 ára
fangelsi
fyrir morð
Reuters
Nathaniel Brazill (fyrir miðju) ásamt verjendum sínum fyrir rétti í Flór-
ída áður en dómur var kveðinn upp í máli hans.
West Palm Beach. AP.
RÍKISSTJÓRN George W. Bush,
Bandaríkjaforseta, sætir sívaxandi
gagnrýni, innanlands sem utan,
vegna utanríkisstefnu hennar. Vilja
margir demókratar og sumir leið-
togar Evrópuríkja meina að Bush
sé að draga Bandaríkin í nýtt skeið
alþjóðlegrar einangrunar. Þessi
aukna gagnrýni kemur í kjölfar
þess að vaxandi munur virðist vera
á stefnu Bandaríkjanna og flestra
annarra ríkja í málefnum sem
snerta varnar- og öryggismál, auk
annarra málaflokka.
Bush og aðrir háttsettir menn í
ríkisstjórninni hafa reynt að slá á
þessa gagnrýni og segja Bandaríkin
vilja vera virkur þáttakandi í sam-
félagi þjóðanna. Bush segist hins
vegar stunda, og munu stunda,
„matseðils-utanríkisstefnu“, þ.e. að
líta á hvert mál fyrir sig og taka svo
ákvörðun sem varðar það eitt, í stað
þess að mynda heildstæða stefnu í
utanríkismálum.
Bush forseta hefur hins vegar
mistekist að sannfæra bandamenn
sína í Evrópu um að hann hyggist
haga utanríkisstefnunni í samráði
við þá. „Þessi tilhneiging til einhliða
utanríkisstefnu var alltaf til staðar,
en hún hefur styrkst á síðustu mán-
uðum,“ sagði þýskur utanríkis-
starfsmaður.
Menzies Campbell, talsmaður
Frjálslyndra demókrata í Bretlandi,
sagði að á því væri enginn vafi,
Bush hefði „aukið á óróatilfinningu
Evrópubúa.“
Margt ber í milli
Í stjórnartíð Bills Clintons neit-
uðu Bandaríkin að samþykkja al-
þjóðlega sáttmála um bann við jarð-
sprengjum og tilraunir með
kjarnavopn. Einnig hafa Bandaríkin
neitað að samþykkja svokallaðan
Rómarsáttmála um stofnun alþjóð-
legs refsiréttardómstóls. Frá því að
Bush tók við embætti fyrir rúmu
hálfu ári hefur sú gjá skoðana-
ágreinings, sem skilur að Banda-
ríkjastjórn og bandamenn hennar í
öðrum ríkjum, hins vegar víkkað til
muna.
Á ráðstefnu á vegum Sameinuðu
þjóðanna fyrir skömmu voru sam-
þykktar reglur um hvernig fram-
fylgja skuli Kyoto-bókuninni um
takmörkun á framleiðslu svokall-
aðra gróðurhúsalofttegunda og voru
Bandaríkin ein um að gera það
ekki. Stefna Bandaríkjastjórnar um
að koma á fót virku gagneldflauga-
kerfi hafa valdið miklum titringi á
alþjóðavettvangi, en mest er and-
staðan meðal Rússa og Kínverja.
Hafa mörg ríki áhyggjur af því að
varpi Bandaríkin gagneldflauga-
sáttmálanum frá 1972 (ABM) ein-
hliða fyrir róða muni það hafa nýtt
vígbúnaðarkapphlaup í för með sér.
Nýhafnar viðræður Rússa og
Bandaríkjamanna um fækkun
kjarnavopna og gagneldflaugakerfi
hafa aðeins slegið á þessar áhyggj-
ur manna, en þær eru ennþá til
staðar. Hafa yfirlýsingar Condo-
leezzu Rice, öryggisráðgjafa Bush,
um að Bandaríkin muni segja upp
ABM-sáttmálanum náist samningar
ekki við Rússa um breytingar á
honum, vakið ugg í Evrópu.
Á miðvikudaginn yfirgáfu samn-
ingamenn Bandaríkjanna viðræður
um það hvernig framfylgja eigi sátt-
mála frá 1972 um bann við sýkla-
vopnum og einnig fengu Banda-
ríkjamenn því framgengt að tillaga
um takmarkanir á verslun með létt-
vopn yrði þynnt verulega.
Mannréttindamál valda deilum
Auk þessa munar á afstöðu rík-
isstjórna í Evrópu og Bandaríkj-
unum í öryggismálum hafa staðið
yfir alvarlegar viðskiptadeilur
þeirra á milli. Skammt er síðan svo-
kallað bananastríð var til lykta leitt,
en það snerist um tolla Evrópusam-
bandsins á innfluttum banönum.
Á sviði mannréttinda ber margt í
milli. Evrópuráðið hefur margoft
amast við því að í Bandaríkjunum
sé dauðarefsingum ennþá beitt við
sumum glæpum, en Mannréttinda-
sáttmáli Evrópu, sem flest Evrópu-
ríki eru aðilar að, leggur bann við
slíkum refsingum. Bandaríkin hafa,
eins og áður segir, neitað að sam-
þykkja stofnun alþjóðlegs refsirétt-
ardómstóls nema stofnsáttmála
hans verði breytt á þá lund að ríki
megi neita að framselja ríkisborg-
ara sína til hans.
Þá hafa Bandaríkin ekki viljað
staðfesta Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðana vegna ákvæða um lág-
marksaldur hermanna. Aðstæður í
bandarískum fangelsum hafa líka
orðið tilefni alvarlegra deilna og
hafa nokkur evrópsk ríki, Ísland
þar á meðal, neitað að framselja
menn til Bandaríkjanna vegna þess
að fangelsisvist sú er þeirra bíði
teljist „ómannúðleg meðferð“.
Bera af sér sakir
Richard Haass, yfirmaður þeirrar
deildar í bandaríska utanríkisráðu-
neytinu sem sér um stefnumótun,
segir að ríkisstjórnin vinni með
bandamönnum Bandaríkjanna í
mörgum málum, til dæmis í því að
hefja nýjar viðræður á vettvangi Al-
þjóða viðskiptastofnunarinnar
(WTO). Hann sagði hins vegar að
Bandaríkin myndu beita sér gegn
hverju því sem stjórnin teldi and-
stætt hagsmunum landsins.
Talsmenn Bandaríkjastjórnar
hafa ennfremur bent á að hæpið sé
að Bandaríkjaþing hefði samþykkt
nokkurn þeirra alþjóðasamninga
sem stjórnin hefur hafnað. Hafa
þeir jafnvel látið að því liggja að
andstæðingar Bandaríkjanna reyni
að koma á þau höggi með því að
leggja fram tillögur sem vitað er að
aldrei fáist samþykktar á þinginu.
Einnig benda þeir á að vinstri-
flokkar ráði ríkjum í mörgum Evr-
ópuríkjum, eins og Bretlandi,
Þýskalandi og Frakklandi, og að
þeir séu því á skjön við hægristefnu
Bush forseta.
Spenna í sam-
skiptum yfir
Atlantshafið
Washington, Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP.
!"#
$
%
&$
'(
$
# #$"$
)$
#
% # * )
)
$'
+ %#
#%
)
%%%
!
! " #$
"
',
$
)'
$
%
$ %& $ * '
'
#
)#&
$
$$
' (#'-
#$$$
$ )$ ) '
) '
$
$
$ '
)$'$
# #
#
./01
%# '
# 2 &
*
#$ &#
#
%%%
3
44
&#
#
) $ 5$ & &
"
% & %
$
6&
%
$ &" %
&
*
!&
)
$
* .07
$
&
$
* $
$ & $ '
2
$"
"%%
%
%
2 )$
- 2
$
'
2
$ '
8 #
Evrópuríki saka Bandaríkjastjórn
um einangrunarhyggju
ÞRÍR særðust er öflug
sprengja sprakk í miðborg
Barcelona-borgar á Spáni
snemma í gærdag. Sprenging-
in varð um hálfþrjúleytið í
fyrrinótt í útibúi spænska
bankans Caixa sem er beint á
móti skrifstofum dagblaðsins
La Vanguardia.
Að sögn lögreglu særðust
þrír vegfarendur lítillega er
þeir urðu fyrir glerbrotum sem
flugu í allar áttir við spreng-
inguna. Enginn hefur lýst
sprengjutilræðinu á hendur
sér og lögreglan vildi ekkert
fullyrða um það hvort ETA, að-
skilnaðarhreyfing Baska, hefði
verið að verki. Sprengingin
varð aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir að sprengjusér-
fræðingar aftengdu bíla-
sprengju á flugvellinum í
Malaga í suðurhluta landsins.
Sl. fimmtudag lýsti ETA 15
sprengjutilræðum, sem gerð
hafa verið á Spáni frá því í
mars, á hendur sér. Fimm hafa
látið lífið í þessum tilræðum.
Sprengju-
tilræði í
miðborg
Barcelona
Barcelona. AFP.