Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isJóhann Ingi Gunnarsson svarar kalli frá Kiel / B1 Kristinn Jakobsson dæmir í Makedóníu / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r28. j ú l í ˜ 2 0 0 1 HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og náttúrufræð- ingar hafa náð samkomulagi við samninganefnd ríkisins um kjarasamninga. Að sögn Herdísar Sveinsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, felst mun- urinn á nýja samningi félagsins og þeim sem var felldur fyrr í sumar í því að hækkun er á grunn- launum, en gerðar voru breytingar á vinnutíma þannig að grunnlaunin hækka á bilinu 10,4% upp í 11,9% í staðinn fyrir 6,9%. „Við og samninganefnd ríkisins lögðumst á eitt til að komast að niðurstöðu og við erum mjög ánægð með hana.“ Skrifað var undir samninginn 25. júlí. Í gær var samningurinn kynntur fyrir hjúkrunarfræðingum í Keflavík og sagði Herdís að henni hefði fundist samningurinn leggjast mjög vel í fólk. „Við erum síðan að fara núna og kynna samninginn úti á landi“ Náttúrufræðingar semja Ína Björg Hjálmarsdóttir, formaður Félags ís- lenskra náttúrufræðinga, sagði að grunnlaunin hefðu hækkað um 6,9%. „Við óskuðum eftir meira rými í launarömm- unum og fengum því framgengt. Samkomulag náðist um möguleika á árangurstengingu og er þá ákveðið af hverri stofnun fyrir sig hvort hún tekur það kerfi upp. Engir sérstakir peningar verða lagðir í það en það getur verið mismunandi eftir stofnunum en einnig þarf að ganga frá því hvaða árangur menn meta til launa.“ Aðspurð segir Ína að samninganefndin sé sátt við samninginn og töldu þau að ekki væri hægt að komast lengra án þess að fara í aðgerðir. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að 77 kjarasamningar séu gerðir á þessu samningstímabili við 134 félög. Af 77 samn- ingum eru einungis samningar við þrjú félög ófrá- gengnir. Það eru Sjúkraliðafélag Íslands, Stétt- arfélag sálfræðinga á Íslandi og Félag leikskólakennara. Hjúkrunarfræðingar hafa undirritað nýjan samning Ríkisvaldið á eftir að gera þrjá kjarasamninga ÍSLANDSMEISTARAMÓT í krikket verður haldið á Tungu- bakkavelli í Mosfellsbæ í dag. Er þetta í annað sinn sem mótið er haldið og í þetta sinn munu eigast við tvö lið, sameiginlegt lið Kylf- unnar frá Reykjavík og Glaums frá Stykkishólmi, sem tókust á í fyrra þegar mótið var haldið í fyrsta sinn, og nýtt lið sem sam- anstendur að mestu leyti af starfs- mönnum Tryggingamiðstöðv- arinnar. Hefur það vakið nokkra athygli erlendis að krikket sé stundað sem keppnisíþrótt hér á landi og eru íþróttafréttamenn frá bresku sjónvarpsstöðinni Sky komnir hingað í þeim tilgangi að flytja fréttir af keppninni. Ragnar Kristinsson er formaður Íslenska krikketsambandsins, sem er meðlimur í Evrópska krikket- sambandinu ECC, og segir hann að þaðan fái þeir sendan löglegan búnað til keppninnar. Eins sé búið að ganga úr skugga um að völl- urinn sem keppt verður á, Tungu- bakkavöllur, sé löglegur. Komnir í hálfgert öngstræti í þjálfaramálum „Þetta er allt mjög óformlegt, en við skráðum okkur samt í ECC og þaðan fengum við styrk, búnað og annað,“ segir Ragnar. „Þannig komst einhver blaðamaður í málið og varð svona heillaður af því að það skyldi vera keppt í krikket á Íslandi. Hann tók viðtal við mig nú rétt fyrir áramót fyrir „Wisden almanak“, sem er árbók og að mér skilst einskonar biblía krikk- etáhugamanna. Það virðist hafa vakið nokkurn áhuga og síðan hefur síminn varla stoppað. Það var birt viðtal við mig í London Times um krikket á Íslandi og nú eru þeir að koma frá Sky til að fylgjast með mótinu,“ segir Ragn- ar. Aðspurður segist hann ekki geta ímyndað sér hvað það sé sem veki þennan áhuga manna á krikketiðkun hér á landi, en hann segir starfsfólk ECC hafa tjáð þeim að fyrirspurnir um krikket á Íslandi séu í miklum meirihluta allra þeirra fyrirspurna sem sam- bandinu berist. „Ætli þeim finnist ekki bara skrýtið að það sé hægt að leika krikket hérna. Ég veit eiginlega ekki hvort við ættum að segja þeim að það sé varla leikið krikk- et á Íslandi. Þetta er svona hálf- gert öngstræti sem við erum kom- in í. Nýlega fengum við svo sendan þjálfara frá ECC, við vor- um búin að humma það fram af okkur í meira en ár að taka við honum en þeir vildu ólmir senda hann. Svo kom hann og sagði okk- ur að við værum í klassa rétt fyr- ir ofan Tékkland og Lúxemborg.“ Höldum uppi rétta „krikket-andanum“ Ragnar segir leikmenn liðanna mjög spennta fyrir keppni dags- ins. Þeir séu margir ágætlega færir og að nýliðar hafi fengið góða kennslu og þjálfun á und- anförnum dögum. „Við leikum eft- ir reglunum og það er aðalatriðið. Svo eru allir í hvítum búningum eins og venja er. Fyrst við erum að spila þetta, viljum við nátt- úrlega vera flottir og reynum að bæta upp fyrir getuna með því að líta vel út. Síðan höldum við að sjálfsögðu uppi rétta „krikket- andanum“, sem er heiðarleiki, góð framkoma og almenn prúð- mennska út í gegn,“ segir Ragnar og tekur fram að allir áhugasamir séu velkomnir á Tungubakkavöll í dag, en keppnin hefst klukkan 12:30. Fréttamenn frá Sky fylgjast með Íslandsmeistaramótinu í krikket Morgunblaðið/Jim Smart Frá keppni sem fram fór hér á landi í fyrra, þegar enskt krikketlið sótti Íslenska krikketsambandið heim. 18 MÁNAÐA gömlum dreng sem bakkað var á við Arnarsm- ára í Kópavogi á fimmtudags- kvöld líður vel eftir atvikum að sögn Sævars Halldórssonar, barnalæknis á barnadeild í Fossvogi. Drengurinn lenti undir bíln- um þegar bakkað var á hann og segir Sævar að hann hafi slopp- ið ótrúlega vel. Hann vildi þó ekki leyfa honum að fara heim af sjúkrahúsinu í gær. Slapp ótrúlega vel TALSVERT hvasst var á höf- uðborgarsvæðinu og víðar á land- inu í gær. Í Skipholti, þar sem unnið er að viðhaldi á fjölbýlishúsi, féll vinnupallur á hliðina. Engan sakaði og var pallurinn reistur á ný. Morgunblaðið/Þorkell Vinnupallur á hliðina ♦ ♦ ♦ FÓLKSBÍLL valt eftir að honum var ekið út af Skeiða- og Hruna- mannavegi sunnan við bæinn Hauk- holt í Biskupstungnahreppi um klukkan 17 í gær. Talið er að öku- maður hafi misst stjórn á bílnum í lausamöl. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi fór bíllinn eina og hálfa veltu og hafnaði á hliðinni utan vegar. Ökumaðurinn slapp að mestu ómeiddur en grunur lék á að farþegi, kona á þrítugsaldri, hefði meiðst á hálsi eða baki. Þeim var báðum ekið með sjúkrabifreið á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er konan ekki talin alvar- lega slösuð. Bifreiðin er talin ónýt. Missti stjórn á bílnum og ók út af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.