Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 14
LANDIÐ 14 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TRÚBADORINN veiðiglaði Halli Reynis er staddur hérlendis. Fréttaritari náði tali af Halla sem átti stutt stopp í Borgarnesi á leið sinni vestur í Dali, þar sem hann var að fara að veiða. Halli segist fá mikið út úr því að vera í sumarfríi á Íslandi en hann er bú- settur ásamt fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn. ,,Ég er að fara að veiða fyrir vestan í uppá- haldsánni minni og ætla að snara á land bæði löxum og silungum. Ég fékk algert kikk þegar ég tók upp 18 punda lax um daginn! Topp- urinn er samt að vera einn úti í náttúrunni helst um sumarbjarta nótt við silungsveiðar og þá læðast stundum að mér laglínur sem síðar verða að lögum,“ segir Halli. Um þessar mundir er hann að undirbúa upptökur á nýju efni og ætlar að taka upp efni á ensku næsta vetur. Halli segist aldrei syngja á dönsku, auðveldara sé að syngja á ensku og hann langar að gefa út disk sem hann getur selt bæði í Danmörku og á Íslandi og vonandi víðar í Evrópu. Á disknum verða ný lög og tvö gömul lög sem hann hefur gert enska texta við. Annað á döfinni er samstarf og undirbúningur fyrir komu Fræbbblanna til Danmerkur. ,,Þeir ætla að halda tónleika, að öllum líkindum í Kristjaníu í byrj- un október og sé ég um allan und- irbúning. Ég mun væntanlega líka koma fram á þeim tónleikum en annars hef ég lítið gert að því að spila í Danmörku. Ég hlakka mikið til og það verður örugglega mjög gaman að vinna með þeim.“ Halli Reynis hefur ekki mátt vera að því að spila mikið á Íslandi í fríinu en hélt eina tónleika í Reykjavík og spilaði á Leifshátíð í Dölunum. ,,Ég kom ekki með gítarinn, fékk bara lánaðan gítarinn hennar tengdamömmu,“ segir Halli sem er kominn veiðivestið og tilbúinn að halda ferð sinni áfram í Dalina. Morgunblaðið/Guðrún Vala Halli Reynis. Trúbadorinn veiðir, syngur og semur Borgarnes BJARNI Jón Finnsson og Helga Ólafsdóttir eru að undirbúa að- stöðu til að taka á móti ferðamönn- um inn við Höfðabrekkuafrétt í Mýrdal. Flutningurinn talsvert fyrirtæki Bjarni Jón segir að það verði hans fyrsta verk að koma fyrir sal- ernisaðstöðu og slétta fyrir tjald- stæði í gilkjaftinum á Þakgili og svo verði ferðaþjónustan í Höfðabrek- kuafrétti að þróast, t.d. geti hann boðið upp á gönguferðir um afrétt- inn enda eru þar margar mjög fal- Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Salernisaðstaða flutt yfir Múlakvísl í Mýrdal. Salernisaðstaða á ferðalagi Fagridalur legar og stórkostlegar gönguleiðir. Hann fékk gömlu salernin sem voru á tjaldstæðunum í Vík en þau höfðu staðið ónotuð í nokkur ár. Þessir flutningur var töluvert fyr- irtæki því fyrst varð að koma hús- inu upp á vörubíl og aka síðan með það inn í Þakgil. Bjarni Jón varð að aka húsinu yf- ir Múlakvísl inn við Hafursey rétt innan við gömlu brúna sem tók af í hlaupi sem kom í ána 1955, en brúin yfir Illagil, sem er á gamla þjóðveg- inum inn Höfðabrekkuheiðar, var ekki talin bera þennan þunga. Ferðin gekk í alla staði vel þó að mikið vatn væri í ánni og botninn mjög grófur. NÚ Í SUMAR var árleg messa í Borgarvirki, sem er náttúrusmíð í Vestur-Húnavatnssýslu. Þetta er liður í sumarhátíð héraðsins, „Björtum nóttum“. Í þessari messu skírði sóknarpresturinn, sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, tvö börn og var skírnarfont- urinn steinn í virkinu, sem virt- ist hafa um aldir beðið eftir þessu hlutverki. Messan var vel sótt af 100 manns og tóku marg- ir undir söng undir stjórn Helga S. Ólafssonar, sem lék undir á harmonikku. Veður var mjög gott, en hellirigndi klukkustund fyrir athöfn og eins skömmu síðar. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Sr. Sigurður Grétar skírir barn Söndru Ragnarsdóttur. Messað í Borgarvirki Hvammstangi MIKIL aukning landgræðsluverk- efna á síðustu árum er framhald af samstarfi Landgræðslu ríkisins og bænda og hefur árangur þeirrar uppgræðslu orðið stórkostlegur, að sögn Stefáns Skaftasonar, ráðu- nautar og héraðsfulltrúa Land- græðslunnar. Á þessu ári eru mörg stór gróð- urverkefni í framkvæmd og á Norðurlandi eystra verður dreift um 600 tonnum af áburði, en af því fara 210 tonn í verkefnið „Bændur græða landið“. Þátttakendur eru alls um 140 bændur í Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu og Norður- Þingeyjarsýslu, en flestir í S-Þing- eyjarsýslu eða réttur helmingur. Bændurnir leggja sjálfir fram vél- ar, vinnu og hluta af áburði í sekkjum og auk þess mikið af hey- leifum og húsdýraáburði. Annar áburður fer í 35 svæði, þ.e. afgirt landgræðslusvæði og önnur aðgerðasvæði eða alls tæp- lega 400 tonn. Þessum áburði er að stærstum hluta dreift af verktök- um sem í öllum tilfellum eru bændur. Alls hafa því verið gerðir 20 verktakasamningar á þessu vori. Miklu fræi er sáð á svæðinu eða 4,3 tonnum af grasfræi, 3,2 tonn- um af melfræi og 1,9 tonnum af lúpínufræi. Stærstur hluti þessa fræs fer í aðgerðasvæði til heftingar land- eyðingu og í baráttuna við sand- inn. Reikna má með að sáð verði í alls um 700 hektara á þessu sumri og þar af lúpínu í 500 hektara. Aðgerðasvæði Landgræðslu rík- isins fylgja ströndinni frá Kinn- arfjöllum til Kópaskers og ofan byggða á öræfunum, en varnarað- gerðir þessar hafa breytt stórum örfoka svæðum í sjálfbær gróð- urlendi. Með samstarfinu við Land- græðsluna hefur bændum tekist að auka mjög beitarþol og þeir hafa náð að gera lélega bithaga að sjálf- bærum beitilöndum. Þá hafa bændur friðað stór svæði, aukið gróðurþekju og fegrað ásýnd bú- jarðanna. Þessu öllu fylgir Land- græðslan eftir með ráðgjöf en hér- aðsfulltrúi heimsækir hvern einasta þátttakanda árlega og skoðar landsvæðin sem verið er að græða upp og bæta. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Þorlákur Páll Jónsson með áburð á foksvæðin nyrst í Aðaldalshrauni ásamt Stefáni Skaftasyni ráðunaut og héraðsfulltrúa Landgræðslunnar. Þúsundum hektara breytt í sjálfbært gróðurlendi Laxamýri MIKLAR vegaframkvæmdir standa nú yfir í Fljótsdal vegna fyrirhug- aðra virkjunarframkvæmda. Mynd- in er tekin við Hengifossá í Fljótsdal þar sem verið er að byggja nýja brú. Jón Egill Sveinsson og Halldór Berg Sigmundsson frá Héraðsverki voru að setja út hæðir fyrir burðarlag á nýja veginn við Hengifossárbrúna. Röng mynd birtist með þessari frétt í fyrradag svo hún er hér end- urbirt með réttri mynd. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Setja út hæðir Norður-Hérað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.