Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 16
ÚR VERINU 16 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HOFFEL SU er komið til heima- hafnar á Fáskrúðsfirði eftir miklar breytingar í Póllandi. Breytingarnar kosta alls um 270 milljónir króna og tóku þær um sex og hálfan mánuð. „Þetta tók mun lengri tíma en áætlað var, en að öðru leyti eru við mjög ánægðir með breytingarnar,“ segir Eiríkur Ólafsson, útgerðarstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, sem á skipið. Skipið var lengt um átta metra og afluthluti þess var hækkaður um einn metra. Þá var hvalbakur lengd- ur og settur veltitankur. Allar yfir- byggingar eru nýjar, það er stýris- hús og íbúðir þar undir. Þá voru allar aðrar vistarverur, íbúðir, eldhús og fleira, endurnýjaðar. Einnig var nótabúnaður settur á skipið með nýrri kraftblökk og til- heyrandi og flottrollstromlur eru nú tvær í stað einnar. Skipið var sand- blásið hátt og lágt og málað og kæli- kerfi í lestum lagfært. Loks var spil- kerfi lagt upp á nýtt með sömu spilum, en nýjum dælubúnaði. Þá var bætt við tæki í brú. Lestar mældust 1.150 rúmmetrar fyrir breytingu en eru nú 1.600, sem þýðir að skipið ber um 1.550 tonn af ókældum fiski, en um 1.100 til 1.200 af sjókældum fiski. Breytingarnar kostuðu um 270 milljónir og þar var hlutur Pólverjanna um 220 milljónir. Skipstjóri á Hoffelli er Bergur Einarsson og yfirvélstjóri Unnsteinn Halldórsson. Stefnt er að því að skip- ið fari á kolmunnaveiðar í næstu viku. Hoffell SU komið til heimahafnar á Fáskrúðsfirði eftir breytingar í Póllandi. Í baksýn er fjallið Hoffell, sem skipið er nefnt eftir. Morgunblaðið/Albert Kemp Bergur Einarsson, skipstjóri í brúnni á breyttu Hoffelli. Morgunblaðið/Albert Kemp Hoffell SU heim eftir breytingar ÁÆTLAÐAR beinar tekjur af ferða- mönnum vegna hvalaskoðunar á Ís- landi í fyrra námu allt að 660 millj- ónum króna en talið er að hvalveiðar myndu skila að minnsta kosti tveim- ur milljörðum í útflutningstekjur á ári. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, segir að 25% aukning hafi orðið á fjölda gesta í hvalaskoðunar- ferðum milli áranna 1999 og 2000. 35.250 manns hafi farið í hvalaskoð- unarferðir hér við land fyrra árið en 44.000 í fyrra. Hann segir að ætla megi að beinar tekjur ferðaþjónust- unnar af hvalaskoðunarferðum hafi numið allt að 660 milljónum króna á liðnu ári, en tekjurnar skiptist á milli fyrirtækja eins og flugfélaga, rútu- fyrirtækja, bílaleiga, hótela, gisti- heimila, veitingahúsa, hvalaskoðun- arfyrirtækja og annarra fyrirtækja sem með einum eða öðrum hætti komi beint að þjónustu við þessa ferðamenn. Þegar horft sé til marg- feldisáhrifa beinna tekna af ferða- þjónustunni megi áætla að heildar- velta vegna hvalaskoðunarferða- mennsku nemi 1.075.800.000 kr. eða tæplega 1,1 milljarði og er þá gert ráð fyrir margfeldisstuðlinum 1,63 fyrir beina veltu. Meira en tveir milljarðar Jón Gunnarsson, formaður Sjáv- arnytja, segir að reikna megi með að sambærilegar hvalveiðar og Íslend- ingar stunduðu gæfu af sér að minnsta kosti tvo milljarða í beinar útflutningstekjur og þær sköpuðu auk þess um 200 ársstörf. Upphæðin miðist við verðið eins og það var þeg- ar hvalveiðar voru heimilaðar, en rætt sé um að verðið nú sé miklu hærra, þótt gera megi því skóna að það lækki með meira framboði. Engu að síður vilji margir halda því fram að tekjurnar yrðu mun hærri en umræddir tveir milljarðar. Tilraunum með DNA-próf á hval- kjöti og -rengi er lokið og er nú fátt því til fyrirstöðu að Norðmenn hefji útflutning á hvorutveggja. Jón segir að gera megi ráð fyrir að Norðmenn afgreiði hrefnukjöt til Japans síð- sumars eða í haust og þar sé talað um mjög háar fjárhæðir. Hvalveiðar og hvalaskoðun Miklir möguleikar VIÐSKIPTI ÖRYGGISMIÐSTÖÐ Íslands hf., sem í vor sameinaðist Vörutækni ehf. og Eldverki ehf., flytur nú um helgina starfsemi sína í Borgartún 31. Starfsmenn Öryggismiðstöðvar Íslands eru nú um 85 talsins og gera rekstraráætlanir ráð fyrir að velta fyrirtækisins verði 650 milljónir á þessu ári. Eftir sameininguna í vor er Öryggismiðstöð Íslands annað af tveimur langstærstu fyrirtækjum landsins á sviði öryggismála. Samkvæmt upplýsingum frá Öryggismiðstöð Íslands er styrkur fyrirtækisins sú alhliða þjónusta sem það veitir og hin mikla samanlagða reynsla sem bjó í fyrirtækjunum þremur sem í vor sameinuðust. Öryggismiðstöð Íslands býður við- skiptavinum sínum myndavélaeft- irlit, fjarskoðun, öryggiskerfi, að- gangsstýrikerfi, öryggisgæslu, bæði farandgæslu og staðbundna gæslu, brunaviðvörunarkerfi, þjófavarna- hlið, slökkvikerfi, handslökkvitæki og margs konar vörur og þjónustu á sviði eld- og vatnsvarna. Fyrirtækið er jafnframt hið eina á landinu sem rekur eigin öryggismiðstöð með mannaðri gæslu allan sólarhringinn. Öryggismiðstöð Íslands flytur starfsemi sína í Borgartún 31. Öryggismiðstöð Íslands flytur í Borgartún Áætluð velta fyrirtækis- ins um 650 milljónir FARÞEGUM hefur fjölgað um 2,5% í millilandaflugi Flugleiða fyrstu sex mánuði ársins og voru þeir rúmlega 669 þúsund á tímabilinu. Í frétt frá Flugleiðum kemur fram að þar mun- ar mest um 5,0% fjölgun farþega á leið um Ísland yfir Norður-Atlants- hafið, en farþegafjöldi til og frá Ís- landi var svipaður miðað við sama tíma í fyrra. Sætanýting á þessu tímabili hefur aukist um 3,2 prósentustig, hefur verið 71% fyrstu sex mánuði þessa árs, en var 67,8% sömu sex mánuði á árinu 2000. Sætaframboð hefur verið um 1,5% minna í ár en á síðasta ári, en salan hefur aukist um rúmlega 3%. Farþegum í millilandaflugi Flug- leiða fækkaði um 2,9% í júní frá júní á síðasta ári. Þeir voru 152.976 nú en 157.562 í júní 2000. Farþegum sem áttu erindi til Íslands eða frá Íslandi fækkaði um 5,1%, en þeim sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið um Ísland fækkaði um 0,4%. Farþegum á við- skiptafarrými fækkaði um 6,9% og á almennu farrými um 2,6%. Í júní jókst sætaframboð Flug- leiða um 2,3% en salan minnkaði um 1,7%, sem leiddi til þess að sætanýt- ing var í mánuðinum rúmlega þrem- ur prósentustigum verri en í júní í fyrra. Hún var 79,3% í júní í ár, en 82,5% á síðasta ári. Frá áramótum til júníloka varð hinsvegar 10,8% samdráttur í far- þegafjölda hjá Flugfélagi Íslands, dótturfélagi Flugleiða, frá árinu á undan, en 0,3% aukning hjá Flug- leiðum-Frakt. Farþegum í innan- landsflugi fækkaði í júnímánuði um 22,7%, úr rúmlega 39 þúsundum í rúmlega 30 þúsund. Þá fækkaði fluttum tonnum hjá Flugleiðum- Frakt um 6,7%. Fjölgun farþega í milli- landaflugi Flugleiða JAMES Archer, syni Jeffreys Arch- er lávarðar sem dæmdur hefur verið fyrir meinsæri, hefur verið meinað að vinna í fjármálahverfi Lundúna, City. James og tveir starfsfélagar hans, David Crisanti og Adrian Ezra, voru fundnir sekir um markaðsmisnotk- un í starfi sínu hjá fjárfestingar- bankanum Credit Suisse First Boston. Árið 1999 játaði James Archer markaðsmisnotkun og var honum stuttu seinna sagt upp störf- um ásamt félögum sínum tveimur. Um var að ræða hlutabréf í sænska fyrirtækinu Stora. Síðustu dagana í desember 1998 þrýsti Jam- es Archer gengi hlutabréfanna nið- ur með því að selja mikinn fjölda bréfa en leggja einnig inn pöntun hjá verðbréfamiðlara í Svíþjóð um farsíma svo að erfiðara yrði að rekja málið til hans. Strax í kjölfar við- skipta Archer lækkaði gengi bréf- anna úr 90 sænskum krónum í 60. James og félagar hans tveir voru undir eftirliti í tvö ár og hafa nú allir verið útilokaðir frá vinnu í City. All- ir þrír voru fundnir sekir um að blekkja starfsmenn sænsku kaup- hallarinnar og CSFB. Syni Jeffreys Archer vísað frá City HEILDARSALA Debenhams á tímabilinu 25. febrúar til 21. júlí var 8,7% meiri en á sama tímabili á síðasta ári. Munar þar mestu um aukningu í sölu fatnaðar og hús- búnaðar en verslunin er deildar- verslun sem selur fatnað, fylgi- hluti, heimilisvörur og snyrtivörur. Belinda Earl, forstjóri Deben- hams, er hæstánægð með góða af- komu fyrirtækisins. Hún segir að fyrirtækið hafi laðað að nýja við- skiptavini með áherslu á eigin vörumerki og aukið þannig mark- aðshlutdeild sína. Marks & Spenc- er, helsti keppinautur Debenhams í Bretlandi, hefur ekki aukið við sig að undanförnu en sala M & S dróst saman um 3,4% á tímabilinu 1. apríl til 7. júlí. Markaðshlutdeild Debenhams hefur aukist mikið síð- an í fyrra og er nú um 13%. M & S hefur þó enn stærri markaðshlut- deild þrátt fyrir minnkandi sölu. Debenhams á Íslandi í haust Debenhams áformar að opna átta nýjar verslanir í Bretlandi á næstu þremur árum. Auk þess verða opnaðar verslanir í Stokk- hólmi, Saudi-Arabíu og í Samein- uðu arabísku furstadæmunum. Þá opnar Baugur Debenhamsverslun hér á Íslandi í haust, í verslunar- miðstöðinni Smáralind, Kópavogi. Baugur er rekstraraðili Deben- hams á Norðurlöndunum og áformar einnig að opna verslun í Stokkhólmi haustið 2002. Debenhams eyk- ur sölu um 8,7 % UNDIRRITUÐ hefur verið vilja- yfirlýsing þess efnis að Húsasmiðjan hf. kaupi Áltak ehf., sem er leiðandi í sölu á byggingarhlutum á áli með sérstaka áherslu á utanhússfrágang. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni kemur fram að Áltak hafi verið í ör- um vexti undanfarin ár og gera áætl- anir ráð fyrir að velta þess á árinu verði um 260 milljónir. Niðurstöðu um málið er að vænta fyrir 15. sept- ember. Húsasmiðjan kaupir Áltak ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.