Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Spurning: Úr hverju eru stað- deyfilyf í tannlækningum almennt unnin? Eru þau upprunalega unn- in úr kókaínjurtinni? Svar: Á 19. öld voru stigin mörg skref í átt til nútíma læknisfræði en tvö þeirra voru upphaf svæf- inga og upphaf staðdeyfinga. Það hefur alltaf verið eftirsótt að deyfa sársauka og lengi vel voru ekki önnur ráð en áfengi, ópíum, nor- najurt og fáein önnur eiturefni úr náttúrunni. Fyrr á öldum voru lífsnauðsynlegar skurðaðgerðir, eins og aflimanir vegna sýkinga, framkvæmdar á sjúklingnum í áfengisvímu eða hann var einfald- lega bundinn og keflaður. Skurð- aðgerðir eins og t.d. brottnám botnlanga voru nánast óhugsandi fyrir tíma svæfinga. Bestu skurð- læknar þess tíma voru taldir vera þeir sem voru nógu fljótir og breskur skurðlæknir varð frægur fyrir að aflima mann á tæplega hálfri mínútu. Tannlæknar voru að sjálfsögðu í sama vanda og skurðlæknar, sársauki takmark- aði það sem þeir gátu gert og þeir þurftu líka að vera fljótir. Þessi nauðsyn á hraða hafði sínar auka- verkanir og menn gátu ekki vand- að sig; skurðlæknir sem þekktur var fyrir mikinn hraða fjarlægði t.d. ganglim manns á innan við þremur mínútum en tók óvart eistun með. Á árunum 1800 til 1850 urðu miklar breytingar og þá voru gerðar tilraunir með ýmis ný efni til svæfinga. Þessi efni voru glaðloft (hláturgas), eter og klór- óform. Tilraunir með að svæfa sjúklinga með þessum efnum gengu erfiðlega í fyrstu og það tók sinn tíma að læra að nota þau á eins áhrifamikinn og öruggan hátt og kostur var. Menn voru nokkurn veginn búnir að ná tökum á þessu rétt fyrir miðja öldina og því má segja að skurðaðgerðir í svæfingu hefjist nálægt 1850. Á þessum tíma voru staðdeyfingar enn óþekktar og tannlæknar tóku í sína þjónustu glaðloft og eter við sársaukafullar tannaðgerðir. Af þessum fyrstu svæfingalyfjum er glaðloft notað enn í dag. Um og uppúr miðri 19. öldinni var einnig farið að gera tilraunir með glaðloft og eter til að draga úr sársauka við fæðingar og í kjölfarið upphóf- ust trúarlegar deilur um réttmæti slíkra deyfinga og hvort Biblían leyfi slíkt; þessar deilur hjöðnuðu smám saman. Skömmu eftir 1880 fór austurrískur taugalæknir, Sig- mund Freud (síðar þekktur sem sálkönnuður), að gera tilraunir með staðdeyfingar með kókaíni. Hann fékk fljótlega til liðs við sig annan lækni að nafni Köller og þeir birtu saman ritgerðir um nið- urstöður sínar á árunum fyrir 1890. Kókaín hefur ýmsa góða kosti sem staðdeyfilyf en náði aldrei neinum vinsældum, m.a. vegna mikilla aukaverkana. Kók- aín er þó enn notað stöku sinnum til yfirborðsdeyfinga á slímhúð. Um 1905 kom á markað nýtt tilbú- ið efni, prókaín. Þetta efni var sett á markað sem staðdeyfilyf og náði fljótlega mikilli útbreiðslu. Með prókaíni má segja að nútíma stað- deyfingar hafi hafist fyrir tæpum 100 árum. Annað tilbúið efni, lí- dókaín, var sett á markað sem staðdeyfilyf 1947 og gekk það fljótlega af prókaíni dauðu. Þetta var vegna þess að í samanburði við prókaín hefur lídókaín ýmsa yfirburði, það verkar betur og fljótar og veldur mun sjaldnar of- næmi. Lídókaín hefur haldið velli í hálfa öld sem það staðdeyfilyf sem mest er notað þrátt fyrir tilkomu margra annarra ágætra staðdeyfi- lyfja. Læknar og tannlæknar nota í stórum dráttum sömu staðdeyfi- lyfin sem öll nema kókaín eru tilbúin efni (finnast ekki í nátt- úrunni) en kókaín er mjög sjaldan notað eins og áður var getið. Hvað eru staðdeyfilyf? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM Sársauki  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. FÓLK ræður að meðaltali við 25 tölvuskeyti á dag, en þeir sem fá að jafnaði yfir 50 daglega telja að tölvupóstur „sé kominn úr böndunum“ á vinnustöðum. Er þetta niðurstaða könnunar sem gerð var af viðskiptadeild Há- skólans í Vestur-Ontario í Kan- ada og greint er frá í The Globe and Mail nýverið. Christina Cavanagh, prófessor við deildina, vann rannsóknina og segir hún að stjórnendum fyrirtækja sé einkum illa við að fá skeyti sem samstarfsmenn hafi stílað á fjölda viðtakenda, ef til vill í þeim tilgangi að láta skína í hversu vinnusamir þeir séu. Flestir viðtakendur vilja ein- ungis fá skeyti er varða hluti sem þeir þurfa að fá upplýsingar um. Sagði Cavanagh að einn við- mælenda sinna í rannsókninni hefði sagt að tölvupóstur skap- aði falska tilfinningu fyrir mik- ilvægi. Stjórnendur kaupsýslu- fyrirtækja, sem tóku þátt í rannsókninni, sögðu að magn tölvuskeyta væri að aukast, en símtölum innan fyrirtækja og símbréfum fari fækkandi. Cavanagh tekur ennfremur fram, að tölvupóstur valdi mun meiri streitu hjá viðtakendum en þeim sem sendi hann. Morgunblaðið/Ásdís Allt er best í hófi, líka tölvubréfin. 25 skeyti á dag Könnun á tölvupóstsþoli KONUR sem vilja grennast eða stæla líkama sinn þurfa að þjálfa sig með styrktaræfingum ekki síður en með þolæfingum. Þetta kemur fram í grein sem birtist í júníhefti tímarits- ins Medicine and Science in Sports and Exercise en þar er sagt frá nið- urstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var við John Hopkins-háskól- ann í Bandaríkjunum. Vísindamennirnir, með Carol A. Binzen í broddi fylkingar, segja að þolfimi auki brennslu hitaeininga á meðan á æfingunni stendur en að eftir u.þ.b. hálfa klukkustund sé brennslan aftur komin í sinn venju- bundna hraða. Brennsla hitaeininga haldist aftur á móti hröð í u.þ.b. tvær stundir eftir æfingu þar sem lóðum er lyft. Höfundarnir nefna í grein sinni að bestum árangri nái konur ef þær blandi þol- og styrktaræfingum sam- an. Þetta sé sérstaklega mikilvægt fyrir konur, 25 ára og eldri, því þær missi allt að fjórðung úr kílói af vöðvamassa á hverju ári. Þekking á orkunýtingu líkamans nauðsynleg Fáir efast um að líkamsrækt er ekki eingöngu góð til þess að hafa stjórn á þyngd heldur ekki síður vegna þess að hún bætir heilsuna al- mennt og eykur lífsgæði. Hún dreg- ur t.d. úr líkum á hjartasjúkdómum, sykursýki, of háum blóðþrýstingi, heilablóðfalli og beinþynningu. Rannsóknir benda jafnvel til þess að of feitur maður, sem hreyfir sig mik- ið, fái síður sjúkdóma og hafi betri lífslíkur en grannur kyrrsetumaður. Raunhæfar áætlanir um líkams- rækt til heilsubótar byggjast m.a. á þekkingu á orkunýtingu líkamans, segir í grein sem birtist fyrr á árinu í tímaritinu Diabetes & Endocrino- logy Clinical Management. Líkam- inn eyðir mestri orku í svonefnda grunnbrennslu, eða um til 60–70% af heildarbrennslu. Hann eyðir 10–15% í efnaskipti við nýtingu fæðu og til að halda líkamshita. Það sem eftir er notar líkaminn þegar maður hreyfir sig og fer sá hluti því að drjúgum hluta eftir virkni hans. En hvaða líkamsrækt er þá ráð að stunda og hversu oft, er spurt í greininni, ef fólk vill minnka líkur á sjúkdómum sem tengjast ofþyngd? Svarið er sótt til ráðlegginga þriggja virtra stofnana og skóla í Bandaríkj- unum (The Centers for Disease Control and Prevention, American Heart Association og American Coll- ege of Sports Medicine). Gott er að stunda þolæfingar í a.m.k. 30 mín- útur dag hvern og styrktaræfingar tvisvar í viku í 20–30 mínútur í senn. Lykillinn að góðum árangri, betri heilsu og hæfilega mikilli líkamsfitu felst því í því að breyta um lífsstíl, segir í greininni. Mælt er með því að fólk borði heilsusamlegan, fituskert- an mat í hæfilegum skömmtum og stundi hófsama hreyfingu reglulega. Lóðum skal lyfta Presslink Það er hollt að lyfta lóðum. TENGLAR ..................................................... Medscape gagnagrunnur: www.medscape.com Manneldisráð: www.manneldi.is/. BRJÓSTAMYNDATÖKUR virðast mun þýðingarmeiri en hingað til hef- ur verið talið. Niðurstöður fjölmargra rannsókna, allt frá því á áttunda ára- tug síðustu aldar, hafa bent til þess að brjóstamyndatökur séu áhrifarík leið til að finna krabbamein í brjóstum, og að með því að nota þær megi lækka dánartíðni vegna brjóstakrabbameins um 30%. Ný rannsókn, sem er byggð á rannsóknargögnum frá Svíþjóð, bendir til þess að myndatökurnar geti lækkað þessa tíðni um 63%. Rannsakendur unnu upp úr rann- sóknargögnum frá 29 ára tímabili, þar sem upplýsingar um 6.807 konur á aldrinum 20-69 ára voru geymdar. Konurnar höfðu allar greinst með krabbamein í brjósti og 1.863 þeirra höfðu látist úr sjúkdómnum. Rannsakendurnir skiptu tímabilinu í þrennt. Á fyrsta tímabilinu var ekki farið að bjóða upp á brjóstamynda- töku. Á miðtímabilinu var helmingi kvennanna boðið upp á myndatökuna vegna rannsóknar sem þær tóku þá þátt í. Á þriðja tímabilinu var öllum konum eldri en fertugum boðið bréf- lega að koma til myndatöku annað hvert ár, þeim að kostnaðarlausu. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar- innar hrapaði dánartíðni vegna brjóstakrabbameins um 63% lægri meðal þeirra kvenna sem fóru í myndatökuna á síðasta tímabilinu miðað við dánartíðni í upphafi rann- sóknar. „Konur skyldu hafa það í huga, að með því að mæta reglulega til brjósta- myndatöku, lækka þær líkurnar á því að deyja úr brjóstakrabbameini um tvo þriðju,“ ýtrekar Robert A. Smith, yfirmaður bandaríska krabbameins- félagsins. Segist hann vona að niður- stöðurnar dugi til að hrekja nýlegar rannsóknir, þar sem gagnsemi brjóstamyndatöku er dregin í efa. Rannsóknin er nákvæmari en aðr- ar rannsóknir á þessu sviði, fullyrðir dr. Etta D. Pisano, prófessor í geisla- lækningum við læknaháskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, vegna þess að hún náði einungis til kvenna sem fóru í myndatöku þegar þeim bauðst hún. Dr. Smith segir enn eigi eftir að svara spurningunni um það hversu gamlar konur ættu að vera þegar þeim væri fyrst boðið í myndatöku. Í Bandaríkjunum er miðað við að allar konur, fertugar og eldri, eigi þess kost að fara í brjóstamyndatöku árlega. Hér á landi eru konur sem náð hafa fertugsaldri hvattar til að koma til brjóstamyndunar annað hvert ár. Mælt er með því að allar konur skoði á sér brjóstin í hverjum mánuði, þannig að þær verði fyrr en ella varar við breytingar, sem hugsanlega gætu reynst vera æxlisvöxtur. Kostir brjóstamyndatöku miklir The New York Times Syndicate TENGLAR ..................................................... Krabbameinsfélagið: www.krabb.is/ National Cancer Institute í Bandaríkj- unum: www.cancernet.nci.nih.gov/ peb/mammog_facts.html Bandaríska krabbameinsfélagið: www2.cancer.org/zine/in- dex.cfm?fn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.