Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 21 UNDANFARNAR vikur hefur nokkur umræða verið um málefni miðborgar Reykjavíkur og ýmis sjónarmið komið þar fram. Athygli vakti sú afstaða lögreglu að hafna undirritun skýrslu sem vinnuhópur borgarstjóra hefur tekið saman, þar sem embættið taldi áherslu vera lagða á skammtímalausnir í stað þess að skoða málefni miðborgar- innar á heildstæðan hátt og setja fram stefnu í málefnum svæðisins til lengri tíma. Sérstaka athygli hef- ur vakið sú skoðun lögreglu að fjölgun lögreglumanna ein og sér sé engin töfralausn enda þarf að líta til fleiri þátta í þessu sambandi. Fjöl- margir borgarbúar hafa haft sam- band við embættið og lýst yfir mik- illi ánægju með þessa ábyrgu afstöðu lögreglu. Ástæða þessara greinaskrifa minna er sú að leiðrétta ýmislegt sem fram hefur komið og tengist störfum lögreglu meðal annars í miðborginni. Í síðustu viku var viðtal við borg- arfulltrúann Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur um sýn borgaryfirvalda á málefni miðborgarinnar. Í viðtalinu er meðal annars fjallað um fjölda lögreglumanna á vakt í miðbænum. Steinunn nefnir viðmiðunartölur þeirra sem sérstaklega sinna mið- borginni eftir núverandi skipulagi sem, eins og hún bendir réttilega á, hefur fækkað. Steinunn getur þess hins vegar ekki að þessi fækkun er meðal annars tilkomin vegna eftir- litsmyndavéla sem starfræktar eru af lögreglu og hafa breytt vinnulagi hennar á svæðinu verulega mikið og eru í raun ígildi margra lögreglu- manna. Þá er alvarlegra að mínu mati að skilja lesendur eftir með þá hugmynd að löggæslu ljúki í mið- bænum samhliða því sem þessi til- tekni hópur lögreglumanna fer af vaktinni. Hið rétta í málinu er að löggæsl- an í allri borginni er styrkt verulega allar helgarnætur þegar fjöldi lögreglumanna er meira en tvöfaldað- ur. Þeirri fækkun sem Steinunn tilgreinir er að mestu mætt með fjölgun manna í öðrum hverfum borgarinnar sem ekki mega gleym- ast vegna meintra vandamála í miðborg- inni. Nefnd skulu dæmi þessu til frekari skýringar. Við skulum til einföldunar skoða dæmigerða næturvakt lögreglu fyrir tíma eft- irlitsmyndavéla, laugardagskvöldið 31. maí 1997 og bera saman við sambærilegt kvöld í ár. Laugar- dagskvöldið í lok maí 1997 voru við störf 51 lögreglumaður sem höfðu til ráðstöfunar 13 ökutæki, þar af voru 16 lögreglumenn í miðbænum en það er sá fjöldi manna sem lengst af var þar við störf. Lítum þá á sambærilegt kvöld í lok maí í ár sem væri þá laugardaginn 26. maí sl. Þá starfaði 51 lögreglumaður á 15 ökutækjum, þar af 13 lögreglu- menn við sérstaka löggæslu í mið- borginni. Af þessu má sjá að lög- reglumönnum á vakt hefur ekki fækkað en þeir starfa á fleiri öku- tækjum og því sýnilegri löggæsla en áður var. Í ljósi þessara upplýsinga ber einnig að hafa það í huga að lög- reglumenn sinna þeim verkefnum sem berast á hverjum tíma. Sé þungi verkefna á miðborgarsvæðinu er það sjálfgefið að styrkur lögreglu er á því svæði. Lögreglu er stýrt til verka eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni, til þess eru daglegir stjórnendur lögregluliðsins. Það er fleira sem ég vildi nefna að þessu sinni því meira þarf að leið- rétta um málefni embættisins. Borgarfulltrúinn segir að lögreglan hafi haustið 1999 hætt hverfaverk- efni sem hafið var þá um vorið. Hið rétta í málinu er að umrætt verk- efni, oft kennt við Bú- staði, hófst haustið 1998 eftir tilmælum frá dómsmálaráðuneytinu og með þátttöku Reykjavíkurborgar. Verkefninu var tíma- bundið hætt vorið 1999 vegna slæmrar mannaflastöðu lög- reglu, en þá var veru- legur skortur á mennt- uðum lögreglumönnum hjá embættinu. Verkefnið var hins vegar endur- vakið síðar, er nú starfrækt, hefur geng- ið vel og verið mjög vel tekið af hagsmunaaðilum á svæðinu. Um þetta hefði verið auðvelt að fá upp- lýsingar. Steinunn heldur áfram og segir lögregluyfirvöld hafa „við- leitni til að taka menn úr hverfalög- gæslu“ eins og hún orðar það. Ekki get ég skilið hvernig þessi niður- staða er fengin, þar sem borgar- fulltrúanum eiga að vera ljósar hug- myndir og uppbygging lögreglu á þessu sviði. Staðreyndin í þessu máli er sú að undanfarin ár hefur embættið markvisst unnið að upp- byggingu hverfastöðva sinna sem nú eru fimm talsins. Verið er að setja þeim ákveðna staðla varðandi mannafla og opnunartíma en því verkefni er ekki lokið. Málið er mér vel kunnungt þar sem forræði hverfastöðva og forvarnastarfs lög- reglu, sem því tengist verulega, til- heyrir þeim einingum lögreglu sem ég veiti forstöðu. Ef við höfum sama viðmið og áður í þessari grein og horfum til vormánaða árið 1997 voru í forvarnadeild og hverfalög- gæslu 32 starfsmenn. Árið 2001 eru þeir hins vegar 37. Það er mér því óskiljanlegt hvernig hægt er að lesa út úr þessu „viðleitni“ til að draga úr hverfalöggæslu. Nýjasta viðbót í hverfalöggæslumálum okkar er stöðugildi lögreglumanns við hverfastöðina í Grafarvogi sem sér- staklega sinnir málefnum barna og ungmenna. Lögreglumaðurinn sem því sinnir kom til starfa í upphafi þessa árs og vinnur þar merkilegt starf með borgaryfirvöldum í til- raunaverkefni á þessu sviði. Lögregluembætti eru í eðli sínu nokkuð formfastar stofnanir sem taka hægfara breytingum. Þó get ég sagt, byggt á menntun minni og reynslu bæði hérlendis og erlendis, að embættið í Reykjavík verður að teljast verulega sveigjanlegt miðað við stærð og er tilbúið að gera breytingar sé sýnt fram á að þær skili árangri. Ekki má líta svo á að samstarf lögreglu og borgaryfir- valda sé ekki gott því almennt séð gengur það mjög vel og hefur farið vaxandi. Okkar skoðanir hafa verið þær að líta á miðborgina þannig að skoða verði nokkur atriði sérstaklega önn- ur en fjölda lögreglumanna, eins og áður hefur komið fram. Við teljum að þeir rekstraraðilar sem hag hafa af þeirri starfsemi, sem er í mið- bænum og skapa hluta þeirra vandamála, þurfi að axla meiri ábyrgð en nú er gert. Veitingamenn eiga að tryggja að farið sé að reglum, t.d. um útburð áfengis og einnig að tryggja öryggi gesta sinna meðan þeir dvelja í húsnæði þeirra. Þessi atriði vega mjög þungt þegar skoðaðar eru þær líkamsmeiðingar sem nú verða í miðborginni. Ég vona að með þessum punktum hafi mér tekist að varpa ljósi á sjón- armið lögreglu og þann málflutning sem við höfum haft að leiðarljósi í þessu máli. Við erum fúsir að taka á okkur ýmsa gagnrýni sé hún fram- sett af sanngirni. Lögreglan og miðborgin Karl Steinar Valsson Löggæsla Löggæslan í allri borginni er styrkt veru- lega allar helgarnætur, segir Karl Steinar Valsson, þegar fjöldi lögreglumanna er meira en tvöfaldaður. Höfundur er aðstoðar- yfirlögregluþjónn. EKKI verður orða bundist eftir að hafa fylgst með framgöngu Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri grænna, í Kastljósi á fimmtudagskvöld þar sem til umræðu var hugsanleg fjárfesting íslenskra lífeyrissjóða í Reyðaráli. Þarna kom þingmaðurinn og for- maður BSRB fram í nýjum búningi. Hann mætti sem stjórnarfor- maður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þar sem hann ásamt öðrum tekur ákvarðanir um hvernig skuli ávaxta skyldusparnað þúsunda lífeyriseigenda. Sem stjónarformað- ur hefur hann þá meginskyldu að tryggja að samhengi ávöxtunar og áhættu sé með eðlilegum hætti. Aug- ljóst var þeim sem á horfðu að stjórn- arformaðurinn er ekki með hugann við þessa skyldu auk þess sem hann sýndi að faglegri þekkingu hans sem fjárfestis er stórlega ábótavant. Þingmanninum varð tíðrætt um hversu gríðarleg áhætta fylgir fjár- festingu í Reyðaráli. Þetta segir hann óumdeilt. Hér talar maður sem hefur tekið þátt í fjárfestingum lífeyris- sjóða í hátæknigeiranum í Bandaríkj- unum, geira sem hefur lækkað að markaðsvirði um rúmlega 50% á einu ári. Staðreyndin er sú að álfyrirtæki tilheyra í dag hinu svokallaða gamla hagkerfi. Einkenni fyrirtækja af þessum toga er að ávöxtun af þeim er fremur lág í saman- burði við hátæknifyrir- tækin, eða hið nýja hag- kerfi, en áhættan er að sama skapi mun minni. Þetta virðist þingmað- urinn ekki vita. Auðvitað gæti þing- maðurinn reynt að fela sig á bak við það að í ál- verinu felist nokkur verkefnisáhætta þar sem enn á eftir að byggja það. Staðreynd- in er hins vegar sú að ál- ver eru fremur einföld smíð, sérstaklega þegar Reyðarál hefur tæknilega hæfan bakhjarl í Hydro Aluminium. Má í þessu sam- bandi benda á velgengni álvers Norð- uráls á Grundartanga sem þó hefur ekki bakhjarl af þessu tagi. Þingmaðurinn mun örugglega benda á hversu sveiflukennt álverð getur verið á heimsmarkaði eins og reynslan sannar. Hann veit hins veg- ar ekki að þessar stóru sveiflur hafa í seinni tíð átt rætur að rekja til tíma- bundinna og óvæntra áfalla á heims- markaði, sbr. óvænt framboð á áli frá Sovétríkjunum fyrrverandi í kjölfar hruns þeirra í upphafi tíunda áratug- arins. Þá má einnig gera ráð fyrir að Reyðarál verði með álverðstengingu á verulegum hluta aðfanga. Síðast en ekki síst geta bæði Reyðarál og Landsvirkjun tryggt tekjuflæði sitt að hluta eða öllu leyti með afleiðu- samningum til langs tíma. Í þessu sambandi væri athyglisvert að at- huga til samanburðar hversu stöðugt verð er á sumum af mikilvægum út- flutningsafurðum okkar, s.s. fiski- mjöli eða síldarafurðum. Þingmaðurinn hefur verulegar áhyggjur af fjárhagslegri afkomu Landsvirkjunar af samningum við Reyðarál og er það vel. Hann er viss um að einhver muni blæða og virðist ekki þekkja til samninga þar sem báðir aðilar hagnast. Landsvirkjun gerir sér hins vegar far um að ná slík- um samningum sem eru jafnan for- senda frekari samninga. Þessar áhyggjur þingmannsins mega þó ekki hafa forgang umfram þá ábyrgð og áhyggjur sem hann á að hafa af ávöxtun þeirra sjóða sem honum er treyst fyrir. Þingmaðurinn sagði í umræddum Kastljósþætti að hann væri ekki ánægður fyrr en tryggt væri að Landsvirkjun hefði a.m.k 5–6% raunávöxtun af þessum samn- ingi. Þessi skoðun hans er mjög í anda samkomulags eigenda fyrirtæk- isins frá árinu 1996 þar sem kveðið er á um að stefnt skuli að 5–6% raun- arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar. Þessi sjónarmið eiga ekki við þegar virkjað er fyrir einn aðila eins og Reyðarál. Þess vegna gerir Lands- virkjun mun hærri kröfu um arðsemi eigin fjár af þessum samningum. Í þessu sambandi er vert að geta þess að ef Landsvirkjun hætti að sinna þeirri lagalegu skyldu sinni að virkja fyrir stóriðju myndi það taka fyrirtækið um 15 ár að greiða öll lán. Eigendur ættu þá skuldlausar virkj- anir sem væru að fullu hæfar til að afla tekna í a.m.k. 60 ár til viðbótar. Þetta bendir ekki til að stóriðjusamn- ingar Landsvirkjunar séu komandi kynslóðum óhagstæðir fjárhagslega. Það nýjasta úr búðum andstæð- inga Reyðaráls er vísun í ummæli for- stjóra Landsvirkjunar um mögu- legan flutning á raforku um sæstreng til meginlands Evrópu í framtíðinni. Nú er virkilega farið að grípa í hálmstrá. Landsvirkjun hefur sæ- strengsmálin stöðugt til skoðunar. Þessi möguleiki er ekki hagkvæmur í dag en gæti hugsanlega orðið það á næstu áratugum án þess þó að það sé tryggt. Í Kastljósþættinum lét þing- maðurinn orð falla um að Landsvirkj- un myndi hætta að selja Reyðaráli orku um leið og sæstrengur væri orð- inn raunhæfur möguleiki og því væri álverið í stórhættu. Hér er þingmað- urinn að snúa hlutunum við. Lands- virkjun veit að í framtíðinni mun verða fyrir hendi eftirspurn eftir orku frá Kárahnjúkum ef Reyðarál dregur úr eða hættir orkukaupum, s.s. ný stóriðja, annar iðnaður, stækk- aður almennur markaður eða jafnvel sæstrengur. Ekki er hins vegar um að ræða að Landsvirkjun muni ganga frá þessum samningum frekar en öðrum við fyrsta tækifæri. Þingmaðurinn fór mörgum orðum um það að ekki væri neitt að skoða á þessu stigi málsins þar sem ekki væri lokið umhverfismati fyrir álver. Hvernig taka menn viðskiptaákvarð- anir? Hver eru rökin fyrir því að bíða þurfi eftir öllum leyfum áður en mál eru skoðuð og metin? Hætt er við að lítið yrði um framþróun í þjóðfélaginu ef skoðanabræður þingmannsins í þessum efnum væru við völd. Er ekki raunveruleg ástæða andstöðu þing- mannsins sú að hann óttast að skoðun leiði í ljós að um arðbæra fjárfestingu sé að ræða, nokkuð sem ekki sam- rýmist hans pólitísku trú? Sem fyrr segir er þingmaðurinn jafnframt verkalýðsleiðtogi og í hlut- verki fjárfestis í næststærsta lífeyr- issjóði landins. Stjórnarformanni Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins er treyst fyrir skyldusparnaði félags- manna sem eiga kröfu um að með fé þeirra sé farið á faglegan hátt. Á þetta sérstaklega við á meðan félags- menn geta ekki valið um lífeyrissjóð. Framganga þingmannsins til þessa bendir því miður ekki til þess að hon- um sé fært að skilja á milli ofan- greindra hlutverka og því hljóta menn að spyrja hvort hann valdi þessu starfi. Stjórnarformaður LSR, Reyðarál og Landsvirkjun Stefán Pétursson Höfundur er fjármálastjóri Landsvirkjunar. Fjárfestingar Ögmundur er bæði verkalýðsleiðtogi og í hlutverki fjárfestis í næststærsta lífeyr- issjóði landsins, segir Stefán Pétursson sem telur að þingmaðurinn geti ekki skilið á milli hlutverkanna. ÉG var að hlusta á útvarps- viðtal við formann félags til stuðnings langveikum börnum. Ég ætla ekki að rekja efni þess hér að öðru leyti en því, að for- maðurinn var spurður um fjar- vistir foreldra úr vinnu. Hún svaraði því til, að foreldrar fengju greidda 7–10 daga frá vinnu ár- lega vegna þeirra veikra barna sinna, sem yngri eru en 13 ára. Fjarvistir úr vinnu umfram það, bera foreldrar sjálfir. Mér var hugsað til þess, að al- þingismenn hafa í nafni kynja- jafnréttis nýverið sett lög, sem skikka feður heilbrigðra barna til að taka sér margra mánaða frí á kostnað ríkissjóðs. Nemur sá kostnaður milljörðum króna. Svo hefi ég heyrt, að verkalýðsfélög telji nauðsynlegt að bæta ofan á herlegheitin einhverjum krónum úr sjúkra- og lífeyrissjóðum sín- um. Sannar nokkuð betur, hversu víðsfjarri mannkynsfrelsarar nú- tímans eru raunveruleikanum, þegar það er talið höfuðmálefni að gefa karlmönnum ókeypis frí til að fara um og monta sig með nýfædd börn sín, en í engu er sinnt þeim börnum, sem sann- arlega þurfa á að halda allri hlýju og nálægð foreldra sinna. Heilbrigð og langveik börn Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. Haraldur Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.