Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FYRIR fáeinum dögum var greint
frá því í fjölmiðlum að ung kona
hefði hlotið fangelsisdóm fyrir að
stela peningum frá Hagkaupi.
Stúlkan vann við kassa í versl-
uninni og fann ýmsar leiðir til að
draga sér fé. Fjölmiðlar lýstu því í
smáatriðum hvernig hún hafði far-
ið að því og til hvers hún hefði var-
ið þýfinu. Greint var frá dóminum
sem hún hlaut og hversu marga
mánuði hún þurfi svo að dúsa í
fangelsi. Það var ekkert óvenjulegt
við þennan fréttaflutning, greint
var frá öllu sem skipti máli og síð-
an hvarf þessi ógæfusama stúlka
úr hugskoti þjóðarinnar. Enda er
þjóðinni svo sem sama um hana,
hún hafði ekki falið þessari stúlku
trúnaðarstörf og hvorki haft á
henni dálæti né andúð. Stúlkan var
nafnlaus og andlitslaus og enginn
leiddi hugann að hinum mannlega
harmleik ungrar manneskju sem
lendir á glapstigum, enginn sást
hrista höfuðið dapur á svip og taka
það fram að þrátt fyrir allt væri
þetta hin vænsta stúlka, þótt henni
hefði orðið á og víst væri hún
beygð og harmur hennar mikill.
Nú tala margir um að fjölmiðlar
hafi farið offari í umfjöllun sinni
um annan brotamann, Árna John-
sen, og að þar ráði systurnar öf-
und og illkvittni ferðinni, eins og
Ellert B. Schram orðar það klökk-
ur í pistli sínum í Morgunblaðinu.
Æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa
tíundað góða eiginleika Árna, kall-
að hann vandaðan mann, góðan
dreng, ákaflega hæfileikaríkan og
duglegan og svo mætti lengi telja.
Stuðningsmenn, samherjar og vin-
ir Árna taka undir með forsætis-
ráðherra og tala mikið um mann-
legan harmleik og nú er svo komið
að þetta mál er hvergi nefnt án
þess að minnt sé á harmleikinn.
Árni Johnsen var alþingismaður.
Honum var af þjóð sinni trúað fyr-
ir miklu en brást trausti þjóðar-
innar og sýndi eindreginn brota-
vilja, enga iðrun og
þrákelknislegan óheiðarleika við
að breiða yfir og fela brot sín. Það
er eðlilegt að fjölmiðlar taki á
slíku máli eins og þeir hafa gert,
annað væri svik við þjóðina. Og
þeir hafa ekki farið offari. Bræði
þjóðarinnar er eðlileg og á ekkert
skylt við öfund og illkvittni, hún
hefur verið svikin og frá henni
stolið af manni sem hún treysti
fyrir miklu. Við megum ekki falla í
þá gröf að fara að telja harm þessa
brotamanns fínni og göfugri en
annarra glæpamanna og ógæfu-
fólks, hann á ekki skilið meiri sam-
úð frá þjóð sinni en unga konan
sem allir verða búnir að gleyma á
morgun og engin vandalaus mun
hirða um að styðja og hugga í
ógæfu sinni.
SIGURÐUR HEIÐAR
JÓNSSON,
Helgamagrastræti 53,
Akureyri.
Mismunandi
dýpt mannlegra
harmleikja
Frá Sigurði Heiðari Jónssyni:
ÞJÓÐFÉLAGIÐ leggur mikla
áherslu á félagsmótun, eins og
reyndar öll samfélög. En gallið við
þessa félagsmótun okkar hér á Vest-
urlöndum er sú þunga áhersla sem
lögð er á efnishyggju, hið veraldlega
lífsgæðakapphlaup, sem kallast víða
erlendis rottukeppnin.
Hvað hefur þessi félagsmótun leitt
af sér annað en þrotlausa vinnu-
þrælkun, þreytu og lífsleiða? Sjálfs-
vígin segja sína sögu því fólk styttir
sér aldur til að reyna að komast burt
úr fangelsi samfélagsins með allri
sinni botnlausu vinnuþrælkun.
Hvað er til bjargar þessu þreytta
samfélagi? Ég held að þar skipti
sönn andleg menntun og uppfræðsla
miklu máli. Það er ekki nóg að skóla
fólk í lestri og stærðfræði. Það verð-
ur að bera á borð fyrir það sanna
andlega fæðu, falleg og sönn gildi og
verðmætamat, hreinlega brahm-
anska menningu en hún felur í sér
sannsögli, langlundargeð, einfald-
leika og þekkingu og trú á Guði. Það
er eitthvað sem vantar í hjarta sam-
félagsins hérna hjá okkur Íslending-
um. Sönn menntun er til bjargar
samfélagi okkar. Framleiðsla og fé-
fíkn skapar ekki hamingjusamt þjóð-
félag.
Þrátt fyrir alla fræðingana sem
streyma út í þjóðfélagið ár hvert úr
háskólunum hafa vandamálin ekki
horfið. Þeim hefur þess í stað fjölgað
ef eitthvað er. Öll hin efnislega þekk-
ing er að breyta nútímamanninum í
fávita. Þrátt fyrir alla uppfræðslu
fólks í efnahagslegum framförum og
afkomu er fólk óhamingjusamara en
nokkru sinni fyrr. Vegna hvers?
Vegna þess að menntun þess hefur
öll verið á kostnað þýðingarmestu
hliðar tilverunnar, þ.e. hinnar and-
legu. Fólk er að deyja úr andlegu
hungri. Það verður að stöðva þessa
stórhættulegu fangabúðavist
mannsandans því annríkið og hár-
reystin í kringum rottukeppnina er
orðin slík að enginn heyrir orðið
lengur rödd Guðs hið innra með sér.
Fólk hamast í ofboði við að afla sér
grevinauðsynja samkvæmt gervi-
sannleik auglýsingaheimsins og er
orðið gjörsamlega gjaldþrota and-
lega.
Mannkynið hefur villst af leið. Það
er kominn tími fyrir það að snúa sér
heim á leið í faðm skapara síns og
njóta raunverulegs friðar og ham-
ingju. Það er orðið langþreytt á úti-
legunni.
EINAR INGVI MAGNÚSSON,
Heiðargerði 35, Reykjavík.
Hið andlega hungur
Frá Einari Ingva Magnússyni: