Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 30
MINNINGAR
30 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSKIRKJA: Bent á guðsþjónustur í
nágrannakirkjum vegna sumarleyfa
starfsliðs Áskirkju.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11:00. Fermdir verða Kristjan
Clarist frá Kanada, aðsetur Gyðu-
fell 14 og Bryan Hugh Baker frá
Bandaríkjunum, aðsetur Gyðufell
12. Organisti Guðmundur Sigurðs-
son. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl.
11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédik-
ar. Félagar úr Dómkórnum syngja.
Organisti Marteinn H. Friðriksson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl.
11:00. Altarisganga. Kirkjukór
Grensáskirkju syngur. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jó-
hannsson.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheim-
ili: Guðsþjónusta kl. 10:15. Org-
anisti Kjartan Ólafsson. Sr. Ólafur
Jens Sigurðsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11:00. Organisti Ágúst I. Ágústs-
son. Sr. Sigurður Pálsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00.
Organisti Douglas A. Brotchie. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Lesmessa-morg-
unbænagjörð kl. 11:00 í litla sal í
safnaðarheimili. Lena Rós Matth-
íasdóttir guðfræðinemi leiðir stund-
ina. Kaffisopi. Sóknarprestur verð-
ur í sumarleyfi til 8. ágúst. Sr.
Pálmi Matthíasson sóknarprestur
Bústaðakirkju þjónar Langholts-
prestakalli á meðan.
LAUGARNESKIRKJA: Kvöldmessa
kl. 20:30. Kór Laugarneskirkju
syngur undir stjórn Gunnars Gunn-
arssonar. Eygló Bjarnadóttir þjónar
ásamt sr. Bjarna Karlssyni. Barna-
gæsla í umsjá ungra stúlkna með-
an á prédikun og altarisgöngu
stendur. Messukaffi.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Prestur sr. Frank M. Hall-
dórsson. Kór Neskirkju syngur. Org-
anisti Reynir Jónasson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11:00. Organisti Pavel
Manasek. Sr. Sigurður Grétar
Helgason.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Hlé verð-
ur á helgihaldi kirkjunnar vegna
sumarleyfa starfsmanna fram til
19. ágúst. Kirkjan er hins vegar op-
in til allra kirkjulegra athafna í allt
sumar. Hjörtur Magni Jóhannsson.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11:00. Organisti Pavel Smid.
Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng.
Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir
altari. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðs-
þjónusta í kirkjunni vegna viðhalds
og sumarleyfa starfsfólks. Fyrsta
guðsþjónusta eftir hlé verður 19.
ágúst. Bent er á helgihald í öðrum
kirkjum prófastsdæmisins. Sr.
Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl.
20:30. Prestur sr. Magnús B.
Björnsson. Organisti: Kjartan Sig-
urjónsson. Kirkjan er lokuð í ágúst-
mánuði vegna sumarleyfa og við-
halds á kirkjuhúsi. Afleysinga-
þjónustu veitir sr. Ægir
Sigurgeirsson í Kópavogskirkju.
Bent er auk þess á helgihald ann-
arra kirkna í prófastsdæminu.
GRAFARVOGSKIRKJA: Útvarps-
guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Sig-
urður Arnarson prédikar og þjónar
fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti: Hörður Braga-
son.
HJALLAKIRKJA: Nú standa yfir
miklar framkvæmdir í Hjallakirkju.
Verið er að skipta um gólfefni í
kirkjuskipi og sinna ýmsu viðhaldi.
Af þeim sökum fellur helgihald nið-
ur í sumar en guðsþjónustur hefj-
ast aftur um miðjan ágústmánuð.
Bent er á helgihald í öðrum kirkjum
Kópavogs eða prófastsdæmisins.
Við minnum á bæna- og kyrrðar-
stundir sem verða áframhaldandi á
þriðjudögum kl. 18 á neðri hæð
kirkjunnar. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumar-
leyfa verða ekki guðsþjónustur í
kirkjunni í júlímánuði. Næsta guðs-
Guðspjall dagsins:
Jesús mettar fjórar
þúsundir manna.
(Mark. 8.)
MESSUR
✝ Karl H. Björns-son fæddist á
Gauksmýri í Lín-
akradal í Vestur-
Húnavatnssýslu 20.
maí 1907. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Hvammstanga 16.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Björn Jósafat Jós-
afatsson Jónssonar,
bóndi á Gauksmýri, f.
15. ágúst 1868 í Enn-
iskoti í Víðidal, d. 8.
júní 1957 á Blöndu-
ósi, og kona hans,
Ólöf Sigurðardóttir Halldórssonar,
f. 16. janúar 1865 á Þorkelshóli í
Víðidal, d. 2. júlí 1925 á Gauksmýri.
Ólöf móðir Karls var af Berg-
mannsætt, komin af Helgu, systur
Sigfúsar Bergmanns á Þorkelshóli.
Ólöf og fyrri maður hennar, Sig-
urvaldi Þorsteinsson frá Litlu-Hlíð
í Víðidal, sem fæddur var 1857,
byrjuðu búskap í Stóru-Hlíð, eign-
uðust svo Valdarás, þar sem þau
bjuggu í tvö ár. Árið 1893 festu þau
kaup á Gauksmýri en Sigurvaldi
lést fyrir aldur fram árið 1895.
Fyrsta barn Ólafar og Sigurvalda
Þorsteinssonar var Sigurlaug sem
dó í frumbernsku, næst var Ólöf
María, f. 22. ágúst 1891, d. 30. júní
1987, þá Sigurlaug Jakobína, f. 17.
desember 1893, d. 28. desember
1968, og yngst í þeim hópi Sigur-
björg Sigríður, f. 29. nóvember
Karl kvæntist 17. júní 1932 Mar-
gréti Tryggvadóttur á Stóru-Borg,
stofnanda kvenfélagsins Ársólar og
fyrsta formanni þess, f. 24. septem-
ber 1911. Foreldrar hennar voru
(Björn) Tryggvi Guðmundsson,
bóndi í Klömbrum í Vesturhópi og
síðar á Stóru-Borg, f. 12. júlí 1878,
d. 5. maí 1918, og kona hans, Guð-
rún Magnúsdóttir, húsfreyja þar, f.
1. desember 1884, d. 2. nóvember
1968. Börn Karls og Margrétar eru:
1) (Björn) Tryggvi, kennari, síðast
á Drangsnesi, f. 28. mars 1932, en
kona hans, Hrefna Pétursdóttir,
fyrrv. ráðskona á Sjúkrahúsi
Hvammstanga, lést 1984; sonur
þeirra er Guðmundur, viðskipta-
fræðingur hjá Tryggingastofnun
ríkisins, f. 9. janúar 1966; dóttir
Hrefnu og fyrri manns hennar er
Edda Margrét Jónsdóttir, kennari,
sem búsett er í Noregi ásamt fjöl-
skyldu sinni. 2) Ólöf Hulda, kennari
við Seljaskóla í Reykjavík, f. 22.
maí 1938; dóttir hennar og fyrrv.
sambýlismanns hennar, Halldórs
Hjartarsonar, flugvirkja, er Unnur
Margrét, f. 4. október 1970, en dæt-
ur hennar eru Ólöf Hulda Stein-
þórsdóttir, f. 23. mars 1993, og Kol-
brún Atladóttir, f. 30. mars 1996. 3)
Guðrún, forstöðumaður skráning-
ardeildar, Landsbókasafni Íslands
– Háskólabókasafni, f. 14. febrúar
1942, maður hennar er Leo(nardus)
J.W. Ingason, forstöðumaður Bæj-
ar- og héraðsskjalasafns Kópavogs;
börn þeirra eru Karlotta María, BA
í frönsku, f. 17. janúar 1977, og
Gunnar Leó, BA í málvísindum og
tónlistarkennari, f. 5. júlí 1978.
Útför Karls fer fram frá Breiða-
bólstað í Vesturhópi í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
1895, d. 23. desember
1987. Tvö börn tóku
þau Sigurvaldi Þor-
steinsson og Ólöf Sig-
urðardóttir í fóstur,
Kristvin og Ingi-
björgu. Næst barna
Ólafar var Guðríður
Guðmundsdóttir, f. 8.
maí 1897, d. 6. júlí
1992, faðir hennar var
Guðmundur Sveins-
son, bróðir rithöfund-
arins góðkunna, Sig-
urbjörns Sveinssonar.
Guðmundur var ná-
frændi Sigurvalda
Þorsteinssonar og réð hann búi fyr-
ir Ólöfu um hríð eftir fráfall hans.
Þau Ólöf og síðari maður hennar,
Björn Jósafat, eignuðust sex börn
en misstu fyrsta barn sitt nýfætt,
dótturina Kristjönu. Önnur börn
þeirra voru Kristín Margrét Jósef-
ína (skáldanafn: Ómar ungi), f. 16.
apríl 1901, d. 9. október 1997, Þor-
björg Soffía Sigurrós Lilja, f. 18.
desember 1902, d. 19. september
1974, Sigurvaldi Sigurður, f. 12.
september 1904, d. 30. maí 1999, þá
Karl H(arlow), f. 20. maí 1907, d.
16. júlí 2001, en yngstur systkin-
anna var Hallgrímur Thorberg, f.
16. september 1908, d. 5. maí 1979.
Árna Hraundal, sem misst hafði
móður sína, tóku þau hjón Ólöf og
Björn Jósafat í fóstur en Ólafar
naut því miður ekki lengi við eftir
það.
Faðir minn, Karl, ólst upp í þessum
stóra systkinahópi á Gauksmýri.
Börnin lærðu ung að vinna á heimili
þar sem segja má að talað væri í ljóð-
um og sögum. Ólöf, móðir hans, var
sjálf vel skáldmælt og kunni reiðinnar
ósköp af ljóðum og sögum sem hún
fór með fyrir börnin sín og glæddi
þannig áhuga þeirra á bókmenntum
og ljóðagerð, auk þess sem þau erfðu
skáldgáfu móður sinnar og áhuga á
sögu og sagnalist. Faðir hans, Björn
Jósafat, gat einnig kastað fram lag-
legri stöku þótt minna iðkaði hann
það en Ólöf. Eftir sum barna þeirra
liggur töluvert útgefið efni, annað
hefur varðveist í handraðanum en ef-
laust eitthvað farið í glatkistuna. Mik-
ið glaðlyndi ríkti á Gauksmýrarheim-
ilinu og fólkið hafði yndi af söng og
tónlist. Ólöf Sigurðardóttir kastaði
fram vísum til barna sinna allra og
sýna þær að glögg hefur hún verið á
lyndiseinkunn hvers og eins þeirra.
Eftir að Ólöf lést bjó Björn Jósafat
áfram á Gauksmýri til dauðadags.
Gauksmýrarsystkinin voru einkar
fjölskyldurækið fólk og sú mikla ást-
úð sem ávallt ríkti með þeim umvafði
einnig þá sem næstir þeim stóðu. Þau
sameinuðust líka í hlýjum tilfinning-
um til Gauksmýrar og hélst jörðin
áfram í fjölskyldunni til ársins 1992,
þ.e. í hartnær heila öld.
Eins og nærri má geta á stóru
heimili þurftu börnin á Gauksmýri
þegar á unglingsaldri að fara að leita
eftir vinnu utan heimilis eftir því sem
Gauksmýrarbúið mátti missa af
starfskröftum þeirra. Fjórtán ára
gamall fór faðir minn að vinna í vega-
bótavinnu. Á sextánda ári fór hann
suður yfir holt og heiðar og vann þá
um veturinn við skepnuhirðingar í
Engey og reri með mjólk til Reykja-
víkur fram til vors. Hann var á þess-
um árum á sumrum fyrir norðan, m.a.
í Enniskoti í Víðidal, en sunnanlands
á vetrum, þ.á m. við ýmiss konar út-
keyrslu á hestum í Reykjavík. Þegar
hann var átján ára lést móðir hans, en
á þeim tíma var hann aftur kominn í
vinnu í Engey. Hann gerðist svo vetr-
armaður í Kothvammi og annan vetur
í Finnmörk, sem eru bæir skammt frá
Gauksmýri, en síðan fór hann að
leggja drög að eigin bústofni og hafði
af eigin rammleik eignast fjörutíu
kindur tuttugu og eins árs gamall.
Það sama ár kynntist hann heimasæt-
unni, Margréti Tryggvadóttur á
Stóru-Borg, sem síðar varð eiginkona
hans, móðir mín. Hún var þá 17 ára
gömul og fór um haustið til Reykja-
víkur til náms og lærði hún m.a. á org-
el þennan vetur. Um þetta leyti fór
faðir minn um tíma til dvalar til hálf-
systur sinnar, Guðríðar, sem þá var
búsett í Vestmannaeyjum hjá föður-
bróður sínum, Sigurbirni Sveinssyni.
Svo skemmtilega vill til að leikbróð-
irinn, Tryggvi litli, sem Sigurbjörn
segir frá í Bernskunni, var einmitt
móðurbróðir minn, (Björn) Tryggi
Guðmundsson. Á þessu árabili var
faðir minn einnig við nám við Reykja-
skóla, Hrútafirði. Sagnfræði var
ávallt hans uppáhaldsgrein en einnig
íslenskrar bókmenntir og ættfræði.
Ungu hjónin hófu svo búskap á
Stóru-Borg 1932, en þar hefur verið
þríbýli síðan. Um skeið áttu þau einn-
ig hálfa Gauksmýri og nytjuðu hana.
Þegar þau hófu uppbyggingu á Stóru-
Borg seldu þau Sigurvalda Gauks-
mýri og síðar keypti Kristín, systir
þeirra bræðra, jörðina alla. Á búskap-
arárum foreldra minna var það al-
gengt að kaupstaðarkrakkar væru í
sveit á sumrin. Í Vestmannaeyjum
forðum kynntist faðir minn ungum
dreng, Birni Th. Björnssyni, síðar
listfræðingi og rithöfundi. Fór Björn
til sumardvalar með honum að Stóru-
Borg og hélst með þeim vinátta alla
tíð síðan. Skemmtilega stílfærða frá-
sögn af fyrstu kynnum þeirra er að
finna undir lok bókarinnar Sandgreif-
arnir (sjá kaflann Ferð undir Löngu).
Á Stóru-Borg bjó stórfjölskyldan
framan af í skemmtilegu timburhúsi
frá 19. öld, upphaflega veiðihúsi fyrir
útlendinga. Þetta var húsið hennar
ömmu, Guðrúnar Magnúsdóttur, síðar
húsið hans Tryggva frænda, hálfbróð-
ur móður minnar, og þarna hófst saga
mín. Skammt frá því var fram yfir
miðja öldina annað hús og þar bjó önn-
ur stórfjölskylda. Börnin þar voru á
aldur við mig, yngsta barn þeirra
Karls og Margrétar. Það var notalegt
að alast upp í þriggja kynslóða fjöl-
skyldu og eins var gott að þurfa ekki
að fara af bæ til að leita uppi leikfélaga.
Amma mín Guðrún og tengdasonurinn
Karl voru bæði afar létt í lund og gam-
ansemi þeirra, starfsorka og sagna-
gleði hafði góð áhrif á ungdóminn.
Árið 1944 keypti faðir minn tvo
bragga á Reykjum í Hrútafirði, en
þar var herstöð á stríðsárunum. Hann
endurnýjaði síðan smátt og smátt
húsakost sinn á Stóru-Borg. Fyrst
byggði hann ný fjárhús sem þörfin
var þá mest fyrir, síðan hesthús, þá
íbúðarhús og loks nýtt fjós í félagi við
móðurbróður minn, (Björn) Tryggva
Jóhannsson. Þeir voru ávallt sam-
hentir mágarnir og samvinnu höfðu
þeir um ýmislegt þótt bú þeirra væru
að öðru leyti aðskilin. Auk hefðbund-
ins búskapar var næg veiði í vötnun-
um og Víðidalsá. Sú saga gekk ein-
hvern tíma, að hundarnir á
Stóru-Borg legðu niður rófuna og
hlypu burt þegar þeir fyndu lykt af
laxi. En svo var farið að leigja út ána
og þá varð laxinn aftur eftirsóttur.
Árið 1970 hófu foreldrar mínir rekst-
ur á sumarhóteli fyrir útlendinga á
Stóru-Borg í samvinnu við Flugfélag
Íslands. Þessi rekstur stóð samfleytt í
níu ár á Stóru-Borg og var búrekstur
jafnframt í fullum gangi. Slíkur rekst-
ur varð síðar þekktur sem ferðaþjón-
usta bænda. Við marga af gestunum
sem dvöldust á Stóru-Borg tókust
langvarandi tengsl. Margvísleg vinna
fylgdi gestahaldinu, m.a. hestastúss
vegna reiðtúra, en margir vildu líka
grípa í verk með fólkinu. Þá bar einn-
ig við að erlendir námsmenn væru á
Stóru-Borg um vetrarsakir til að læra
íslensku, meðal þeirra var prófessor
Jesse Byock, sem skrifað hefur um ís-
lenskt samfélag fyrr á öldum og er
mörgum Íslendingum kunnur.
Með tímanum og hækkandi aldri
bústólpanna var dregið úr búrekstr-
inum og þar kom að foreldrar mínir
festu sér íbúð í Bólstaðarhlíð 45 í
Reykjavík. Þar dvöldust þau fyrst í
stað yfir hávetrartímann og lengdu
svo dvölina syðra smátt og smátt eftir
því sem árin liðu.
Hér hefur verið striklað á stóru
einu, en frá mörgu af því sem gerðist
fyrir mína daga sagði faðir minn mér.
Auðvelt er að hafa það eftir. Hinu er
erfiðara að lýsa, ástríki hans og vel-
vild frá fyrstu stund til hinnar síðustu,
en það er þó eitthvað sem mun alltaf
búa með mér. Þótt árin hans væru
orðin svo mörg sem raun ber vitni var
ekki að sjá að sálin eltist til muna, hún
virtist haldast síung og vakandi. Af
nógu er að taka úr fjársjóði minning-
anna en efst er mér í huga þakklæti
fyrir þær mörgu og góðu stundir sem
við áttum saman. Ég minnist allra
þeirra sagna sem hann sagði mér lít-
illi, allra þeirra verka sem hann veitti
mér leiðsögn við og ráða sem komið
hafa mér að haldi í lífinu við marg-
víslegar kringumstæður. Hann
kenndi mér ungri að lesa og sitja hest
og hélt hvoru tveggja að mér svo
þvingunarlaust að aldrei hefði getað
orðið um óljúfa skyldu eða erfiði að
ræða. Þannig var afstaða hans og at-
ferli einnig í svo mörgum hlutum öðr-
um. Fyrirhyggja og æðruleysi voru
aðalsmerki hans, áhyggjum vísaði
hann á bug. Viðhorf hans voru holl og
lífsspekin einföld og djúp.
Bóndabýlið er fyrirtæki sem mikið
hefur breyst í áranna rás en þar falla
ávallt til mörg störf og fjölbreytt. Oft
þar sem við faðir minn gengum til
verka brá frjór andi hans leikmynd-
um á svið meðan líkaminn stritaði.
Tíminn fékk að minnsta kosti tvöfalt
verðgildi. Rólegur, glaður og yfirveg-
aður notaði hann hverja stund til að
skemmta og fræða og við færðumst í
aukana við vinnuna og vissum oft ekki
fyrri til en verkinu var lokið, löngu áð-
ur en ætlað var. Saman gengum við
að heyskap, byggingarvinnu og fór-
um í fjallgöngur. Sjaldan var upprof
frá daglegum verkum. En leiði var
ekki til. Lífið sjálft var afþreying.
Fyrir það að hafa eignast föður eins
og hann er ég ávallt rík. Ég er þakklát
fyrir það hversu langa samleið börnin
mín áttu með honum og hvað hann
var þeim mikill leikbróðir og lærifaðir
í sveitinni þar sem þau dvöldust mörg
sumur. Líka fyrir samvistir okkar
allra í frístundum hér syðra eftir að
foreldrar mínir fóru að hafa vetursetu
í Reykjavík.
Síðustu árin vorum við farin að búa
okkur undir það að verða ekki alltaf
saman í þessum heimi. Í stað þess að
ræða dægurmál vorum við iðulega
horfin áratugi aftur í tímann og stund-
um greip ég þá nærliggjandi stílvopn
til þess að ná einhverju af þessu niður,
en svo hratt var sagt frá, að ég hafði
varla við að skrifa. Minni hans var óbil-
andi en ekki þorði ég að treysta á mitt.
Flest af þessu hefur því smátt og
smátt ratað inn í tölvuna mína. Vís-
unum sem móðir hans kvað til barna
sinna ungra náði ég niður með þessu
móti og honum þótti ánægjulegt að sjá
þær fjölritaðar í níræðisafmælinu sínu
fyrir rétt rúmum fjórum árum. Sjálfur
sat hann með föður sínum á nýjársdag
1941 og tók niður eftir honum í stíla-
bók það helsta úr fjölskyldusögunni
fyrir sjálfan sig og niðjana. Margt af
því sem faðir minn miðlaði mér á síð-
ustu árum veitti mér innsýn í heim
sem ég hugsaði ekki um meðan ég var
yngri. Breytingarnar urðu svo miklar
á öllum sviðum á nær aldar löngu ævi-
skeiði hans.
Skálin í Vatnsnesfjalli fyrir ofan
Gauksmýri er staður sem faðir minn
minntist oft og blómaskrúðsins í
henni. Móðir hans hafði kennt börn-
um sínum ungum að þekkja jurtir og
tína heilnæm grös til að gera af þeim
te. Úr bæjarlæknum var hann ungur
vanur að drekka úr lófa. Snemma
sumars 1999 komum við þarna heim á
bæjarhlaðið eftir nýafstaðna jarðar-
för bróður hans í Reykjavík, ræddum
við húsráðendur og hann fékk sér þá
vatn í lófann til að vita hvort það sval-
aði eins vel og fyrr. Enn var það besta
vatn sem hann hafði fengið. Í sömu
ferð áttum við viðdvöl í kirkjugarð-
inum á Melstað og þar signdi hann yf-
ir leiði foreldra sinna í hinsta sinn.
Hann var þá einn orðinn eftir af þess-
um stóra systkinahópi og farinn að
hugsa til þess að kveðja. Í þessari ferð
rifjaðist upp fyrir okkur önnur ferð
sem við fórum einhverjum árum fyrr
upp að Káraborg í Vatnsnesfjalli,
uppi yfir Hvammstanga. Langleiðina
þangað er bílvegur og þegar upp er
komið er víðsýnt yfir Húnaþing og
Strandir. Skyggnið var gott og
glampandi sól og hlýja. Þessir ferða-
dagar eru meðal þeirra sem aldrei
gleymast. Nú þegar förunauturinn
góði er horfinn okkur streyma minn-
ingarnar fram og hugurinn verður
bljúgur frammi fyrir öllum þeim kær-
leik, áhuga og uppörvun sem frá hon-
um streymdi alla tíð.
Um móðurætt föður míns má fræð-
ast betur í bókinni Himneskt er að lifa
eftir frænda hans Sigurbjörn sem
kenndur var við Vísi, en þau Ólöf Sig-
urðardóttir og Sigurbjörn Þorkelsson
voru bræðrabörn – börn hálfbræðr-
anna Sigurðar og Þorkels Halldórs-
sona. Um föðurættina er það að segja,
að móðir Björns Jósafats og amma
föður míns var Kristjana Ebenesar-
dóttir Friðrikssonar, prests á Borg á
Mýrum, en föðursystur hans, þær
Kristín D. Johnson, skáldkona, og
Margrjet J. Benedictson, ritstjóri
tímaritsins Freyju, urðu þekktar í
Vesturheimi.
Guðrún Karlsdóttir
frá Stóru-Borg.
KARL H.
BJÖRNSSON
Fleiri minningargreinar um Karl
H. Björnsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.