Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýr ritstjóri Stúdentablaðsins Blaðið spegill á innra líf skólans STJÓRN Stúdenta-ráðs ákvað fyrirskömmu að ráða úr hópi fjögurra umsækjenda Bjarka Valtýsson í stöðu ritstjóra Stúdentablaðsins fyrir veturinn 2001–2002. Bjarki var spurður hve- nær fyrsta blað undir hans ritstjórn kæmi út. „Ég tek til starfa 15. ágúst nk. og það má búast við fyrsta blaði rúmum mánuði eftir það.“ – Ertu farinn að leggja línurnar? „Já, það eru ýmsar hug- myndir farnar að myndast hvað varðar bæði efni og aðila að ritstjórninni. Vissulega er fullsnemmt að lýsa einhverju yfir hvað þetta snertir, ég get þó sagt að blaðið á að þjóna háskóla- samfélaginu og virka sem eins- konar spegill á það líf sem fram fer innan þess. Hvað þetta varðar er háskólinn prýðileg upplýsinga- veita, sem dæmi um slíkt er af- mæli Háskóla Íslands – það veitir manni þemu upp í hendurnar.“ – Er Stúdentablaðið eingöngu ætlað stúdentum við HÍ? „Fyrst og fremst á Stúdenta- blaðið að segja fregnir og skemmtileg tíðindi frá starfsemi Háskóla Íslands – það kemur til með að beina spjótum sínum að þeim vettvangi. Hins vegar er mikilvægt að blaðið sé aðlaðandi og læsilegt fyrir t.d. eldra fólk sem hyggur á nám eða endur- menntun, sem og framhalds- skólanema sem hyggja á háskóla- nám. Við dreifingu á blaðinu verða þessir markhópar hafðir í huga.“ – En nú eru komnir nokkrir aðrir háskólar – mun þess sjá stað í Stúdentablaðinu? „Það er ekki ætlunin að segja beinar fregnir af lífinu í öðrum háskólum á landinu, enda er af nógu af taka í Háskóla Íslands. En komi upp álitamál eða mál sem snerta t.d. samvinnu HÍ við aðra háskóla þá mun þess að sjálfsögðu verða getið.“ – Hvenær hófst útgáfa Stúd- entablaðsins? „Stúdentaráð tók til starfa 1920 og nokkrum árum síðar hóf Stúdentablaðið göngu sína, það á því augljóslega langa sögu að baki.“ – Hefur þú áður komið að rit- stjórn blaðs? „Já, ég var ritstjóri Munins, skólablaðs Menntaskólans á Ak- ureyri skólaárið 1996–1997. Það var virkilega góður skóli því ég og ritstjórnin sáum ekki aðeins um alla ritstjórn og efnisöflun heldur alla auglýsingasöfnun og að hluta uppsetningu. Við geng- um þannig nær algerlega frá blaðinu sjálfir.“ – Hvað með auglýsingar, er mikið af þeim í Stúdentablaðinu? „Ritstjóri og ritstjórn koma ekki að auglýsingasöfnun fyrir Stúdentablaðið, aðrir aðilar sjá um það. Hlutfall aug- lýsinga er 30 til 40% eins og algengt er með miðla af þessu tagi.“ – Ertu með hug- myndir um breytta vinnslu blaðsins? „Það er ætlun mín að koma blaðinu betur til skila á vefnum www.student.is. Netmál nema innan Háskóla Íslands og þeirra sem eiga heimili á stúd- entagörðunum eru mjög góð, betri en gengur og gerist við t.d. erlenda háskóla eins og t.d. há- skólann í Kaupmannahöfn og há- skólann í Madrid.“ – Hvernig ætlarðu að standa að efnisöflun? „Það býr margur ritsnillingur meðal nema við Háskóla Íslands. Ég ætla mér að draga þá úr skel sinni. Til að hrinda þessu í fram- kvæmd er ætlunin að vera í góðri samvinnu við formenn einstakra félaga innan skólans og ekki síst skorarformenn sem hefðu þá samband við kennara, sem sjá einna helst hvernig ritfærni nem- endanna er háttað. Einnig er mikilvægt að leita inn í sem flest- ar deildir svo að fjölbreytileikinn verði sem mestur. Reynt verður að kafa ofan í sem flest mál.“ – Eiga svona blöð eins og Stúd- entablaðið ríkt erindi í öllu upp- lýsingaflæði samtímans? „Já, fullkomlega. Stúdenta- blaðið hefur ákveðna sérstöðu í þessu upplýsingaflæði því að blaðið tekur ákveðinn pól í þá átt sem koma skal, í blaðinu koma fram hugsanir þeirra sem eru í mótun – framtíðarfólksins á vinnumarkaði Íslendinga. Þess vegna hefur miðillinn ákveðið for- spárgildi hvað varðar það sem koma skal og þær hugmyndir sem krauma undir niðri.“ – Verður Stúdentablaðið vett- vangur pólitískra átaka undir þinni stjórn? „Nei, Stúdentablaðið er í eðli sínu ópólitískur miðill og mun verða það áfram undir minni stjórn. En hefð er fyrir því að ein síða sé lögð undir pólitísk skoðanaskipti í hverju blaði og svo verður áfram. – Eru einhver efni þér hugleiknari en önnur? „Ég hef persónulega brennandi áhuga á öllu sem viðkemur frétta- mennsku og menningarmálum. Blaðið á ekki að vera eingöngu fræðandi fréttalega séð heldur á þetta líka að vera skemmtilegt blað. Afþreying á fullkomlega heima í Stúdentablaðinu líka.“ Bjarki Valtýsson  Bjarki Valtýsson fæddist 17. júlí 1976 á Akureyri. Hann tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Akureyri 1997 og BA-próf í almennri bókmennta- fræði með íslensku sem auka- grein frá Háskóla Íslands. Einu af þremur háskólanámsárunum varði Bjarki í Kaupmannahöfn við nám í háskólanum þar. Eftir útskrift fór hann í spænskan há- skóla, Universidad de Complu- tense þar sem hann nam spænsku. Hann hefur starfað á sambýlum og við prófarkalestur. Nú er hann textasmiður fyrir markaðsdeild Stöðvar 2 og rit- stjóri Stúdentablaðsins. Sam- býliskona Bjarka er Hildur Þór- isdóttir, nemi í íslensku við HÍ. Fregnir og skemmtileg tíðindi af starfsemi Há- skóla Íslands „Konan sem kyndir ofninn minn.“ Á VETTVANGI Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar (ILO) hafa verið samþykktar leiðbeinandi reglur um baráttuna gegn útbreiðslu eyðni og um stöðu HIV-smitaðra á vinnu- markaði. Í framhaldi af þessum reglum hyggjast Alþjóðasamtök at- vinnurekenda (IOE) gefa út handbók um eyðni fyrir vinnuveitendur með frásögnum um góða framkvæmd á vinnustað, sem geti orðið öðrum til fyrirmyndar. Samtök atvinnulífsins hafa áhuga á að taka þátt í verkefn- inu og hafa því óskað eftir dæmum úr framkvæmdinni hér. Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlög- fræðingur samtakanna, segir að lítið hafi reynt á þetta hérna. „Við höfum vart orðið vör við vandamál eða feng- ið fyrirspurnir varðandi eyðni eða HIV-smit til okkar hjá Samtökum at- vinnulífsins,“ segir hún, en bendir á að þeim hafi þótt ástæða til að vekja athygli vinnuveitenda á að þarna er að finna leiðbeiningar varðandi með- ferð þessara mála. Hún segir að þau vilji gjarnan fá upplýsingar um reynslu fyrirtækja til að geta miðlað þeim. 23 milljónir HIV-smitaðra á vinnumarkaði Að sögn Hrafnhildar eru leiðbein- ingarnar þáttur í átaki ILO til að draga úr áhrifum eyðni á vinnustöð- um og beinist ekki aðeins að þeim löndum þar sem eyðni er útbreiddust heldur einnig forvörnum á öðrum svæðum. Í fréttatilkynningu stofnun- arinnar kemur fram að af þeim 36 milljónum sem eru taldar smitaðar af HIV-veirunni í heiminum séu að minnsta kosti 23 milljónir á vinnu- markaði. Hún segir að leiðbeiningarregl- urnar sem Alþjóðavinnumálastofn- unin hafi gefið út fjalli um stöðu HIV- smitaðra á vinnustað og hvernig fyr- irtæki og starfsmenn geti tekið á málum og lagt sitt af mörkum til að hamla útbreiðslu HIV-veirunnar. Ný handbók ILO í baráttunni gegn eyðni Vilja fá reynslusögur HIV- smitaðra á vinnumarkaði TILKYNNT var um eld í sumarbú- stað í Miðfellslandi í Þingvallasveit laust fyrir klukkan ellefu á fimmtu- dagskvöld. Ekki var um mikinn eld að ræða og samkvæmt upplýsingum hjá Brunavörnum Árnessýslu hafði kviknað í út frá reykröri frá eld- stæði. Þeir sem í bústaðnum voru höfðu, ásamt nágrönnum, haldið eld- inum niðri. Tiltölulega litlar skemmdir eru á bústaðnum. Eldur í bústað í Þingvallasveit ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.