Morgunblaðið - 25.08.2001, Síða 60

Morgunblaðið - 25.08.2001, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. DREGIÐ var í Happdrætti Há- skólans í gær og hlaut 25 ára gömul kona hæsta vinninginn, en 5 milljónir og 110 þúsund krónur komu í hennar hlut. Í samtali við Morgunblaðið sagðist vinnings- hafinn vera alveg í skýjunum. Hún hefði fengið hringingu frá Happdrætti Háskólans um fimm- leytið í gær þegar hún var stödd á Skólavörðustígnum, á leiðinni heim úr vinnu. „Ég var einmitt að hugsa um að ég ætti engan pening,“ sagði hún og lýsti því hversu utan við sig hún hefði verið í símanum. Hún hefði síðan gengið áfram Skólavörðustíginn, brosandi út að eyrum og ekki tekið eftir neinu í kringum sig. „Ég trúði þessu ekki strax og hringdi hálftíma seinna til að athuga hvort ein- hver hefði verið að bulla í mér. En það reyndist ekki vera.“ Tólf vinkonur á leið upp í sumarbústað Miðinn var keyptur á Netinu í janúar og er þetta í fyrsta skiptið sem vinningur kemur á hann. Vinningshafinn er með tvö númer í Happdrætti Háskólans og sagð- ist svo sannarlega ætla að eiga miðana áfram. Aðspurður hvað gera eigi við peningana sagðist vinningshafinn ætla að byrja á því að borga skuldir og síðan yrði ef til vill farið út í íbúðarkaup. „Svo set ég þetta inn á góða bók og safna ennþá meira. Þetta kemur sér ótrúlega vel,“ sagði hún og benti á að það yrði þó fagnað um helgina, enda væru þær tólf vinkonurnar á leið upp í sum- arbústað. „Ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu ennþá, að þetta sé í alvöru. Þetta er ein- hver æðisleg tímabundin ham- ingja núna. Ég hef aldrei unnið í lottói eða neinu slíku áður, þetta er í fyrsta skiptið sem ég vinn eitthvað svona,“ sagði hin lukku- lega unga kona þegar Morg- unblaðið náði tali af henni í gær- kvöldi. Vinningsnúmerið var 58197 og var aðeins einn miði seldur með því númeri. Vann rúmar 5 milljónir í Háskólahappdrættinu Var á gangi í bænum þegar hún fékk fréttina SELTA vinnur lítið á nýmáluðum stálskipum og því má telja víst að þetta fley verði ekki ryðinu að bráð á næstunni. Málarinn vand- ar sig við verkið og þótt lítillega slettist á togvírana má láta sér fátt um finnast, þær verða fljótar að hverfa. Morgunblaðið/RAX Vandar sig við verkið ACO-Tæknival hf. birti fyrsta upp- gjör sitt í gær í kjölfar sameiningar félaganna. Tap af rekstrinum fyrir skatta nam 917 milljónum en tap tímabilsins eftir skatta nam 664 milljónum. Lækkunin skýrist af 253 milljóna tekjufærslu reiknaðs tekju- skatts. Árni Sigfússon, forstjóri Aco- Tæknivals, segir að reksturinn sé augljóslega langt undir væntingum. Tölvusala hafi dregist saman um 30% á uppgjörstímabilinu og raf- tækjasala um 50%. „Þessi samdrátt- ur hefur veruleg áhrif á niðurstöður á fyrri hluta árs og munar mörg hundruð milljónum miðað við það sem hefði mátt ætla í eðlilegu ástandi.“ Eigið fé Aco-Tæknivals var neikvætt um 66 milljónir í lok júní en um áramót var eigið fé jákvætt um 592 milljónir króna. Aco-Tæknival sendi Verðbréfa- þingi ekki formlega afkomuviðvörun en áður hefur komið fram að erfið- leikar væru í rekstrinum. Um þetta segir Árni: „Við höfum ítrekað kynnt fyrir Verðbréfaþingi og fjölmiðlum þróun og horfur í rekstri fyrirtæk- isins en hafa ber í huga að það eru þrír mánuðir síðan við hófum sam- einingarviðræður og annað fyrirtæk- ið hefur ekki verið skráð á þinginu.“ Aðspurður segir Finnur Svein- björnsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfaþingsins, að þingið hafi þegar haft samband við nokkur félög en ekki sé ástæða til þess að nafngreina þau að svo stöddu. „Þegar uppgjörs- hrinunni lýkur verður væntanlega greint frá þessu með einum eða öðr- um hætti.“ Gengi bréfa Aco-Tæknivals lækk- aði um 26% í gær. Eigið fé Aco-Tæknivals neikvætt um 66 millj.  Tap Aco-Tæknivals /20 ÍSLENSK tónskáld eiga erfitt með að fá óperur sínar settar upp í stóru leikhúsunum á Íslandi, Þjóðleikhús- inu, Íslensku óperunni og Borgar- leikhúsinu. Í Lesbók eru fimm tónskáld spurð að því hvernig þeim hafi gengið að koma óperum sínum á framfæri og hafa fjögur þeirra þurft að eyða miklum tíma í að ganga með verk sín milli stofnana í von um að fá þau flutt. Að minnsta kosti 31 ópera hef- ur verið samin hér á landi. Þar af hafa átján verið sýndar í heild. Áskell Másson hefur í tíu ár reynt að koma óperu sinni, Klakahöllinni, á framfæri hér á landi, en án árangurs. Ópera Karólínu Eiríksdóttur, Mann hef ég séð, hefur verið sýnd víða er- lendis og er til með erlendum texta, en ekki íslenskum. Erfitt að fá óperur fluttar hér  Íslensk ópera/ Lesbók 4 HLUTABRÉF lækkuðu verulega í verði á Verðbréfaþingi Íslands í gær og fór úrvalsvísitalan niður fyrir þús- und stig. Lækkaði vísitalan um 2,5% og er 988 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri frá áramótunum 1997-98 en þá var hún sett á þúsund stig. Hæst fór vísitalan í 1.888 stig um miðjan febrúar árið 2000 og hefur því lækkað um 48% á einu og hálfu ári. Það sem af er árinu hefur vísital- an lækkað um 24% og 36% undan- farna 12 mánuði. Gengi margra félaga lækkaði mik- ið á Verðbréfaþinginu í gær, þar á meðal Aco-Tæknivals um 25,9%, Op- inna kerfa um 18,4%, Húsasmiðjunn- ar um 9,4%, Íslandssíma um 7,8% og Búnaðarbankans um 6,3%. Úrvalsvísi- talan undir 1.000 stig 2)(  ()11-5)*** )1** )+** )-** )'** )/** ),** )2** ).** ))** )*** 1** !"() ! ! ! ! !  .  . /    0 7  7 8 8 9  > ? $ 8 7  7 8 8 9  )-(*.(**5)(+++3-) .,(*+(*) 51++3'* ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN á Hólmavík stöðvaði 12 ökumenn fyrir of hraðan akstur á Holtavörðuheiði í gær. Sá sem hrað- ast ók mældist á 128 km hraða og mun væntanlega sjá á eftir 20.000 krónum til ríkissjóðs. Þoka og rigning var á heiðinni og því voru aðstæður til aksturs alls ekki góðar. Lögreglan segist undr- ast að hækkun sekta virðist ekki draga úr hraðakstri svo neinu nemi þrátt fyrir að hækkunin hafi verið rækilega auglýst. Þá ættu hin mörgu banaslys að hafa dregið úr áhuga á Íslendinga á hraðakstri. Ók á ofsa- hraða í þokunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.