Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. DREGIÐ var í Happdrætti Há- skólans í gær og hlaut 25 ára gömul kona hæsta vinninginn, en 5 milljónir og 110 þúsund krónur komu í hennar hlut. Í samtali við Morgunblaðið sagðist vinnings- hafinn vera alveg í skýjunum. Hún hefði fengið hringingu frá Happdrætti Háskólans um fimm- leytið í gær þegar hún var stödd á Skólavörðustígnum, á leiðinni heim úr vinnu. „Ég var einmitt að hugsa um að ég ætti engan pening,“ sagði hún og lýsti því hversu utan við sig hún hefði verið í símanum. Hún hefði síðan gengið áfram Skólavörðustíginn, brosandi út að eyrum og ekki tekið eftir neinu í kringum sig. „Ég trúði þessu ekki strax og hringdi hálftíma seinna til að athuga hvort ein- hver hefði verið að bulla í mér. En það reyndist ekki vera.“ Tólf vinkonur á leið upp í sumarbústað Miðinn var keyptur á Netinu í janúar og er þetta í fyrsta skiptið sem vinningur kemur á hann. Vinningshafinn er með tvö númer í Happdrætti Háskólans og sagð- ist svo sannarlega ætla að eiga miðana áfram. Aðspurður hvað gera eigi við peningana sagðist vinningshafinn ætla að byrja á því að borga skuldir og síðan yrði ef til vill farið út í íbúðarkaup. „Svo set ég þetta inn á góða bók og safna ennþá meira. Þetta kemur sér ótrúlega vel,“ sagði hún og benti á að það yrði þó fagnað um helgina, enda væru þær tólf vinkonurnar á leið upp í sum- arbústað. „Ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu ennþá, að þetta sé í alvöru. Þetta er ein- hver æðisleg tímabundin ham- ingja núna. Ég hef aldrei unnið í lottói eða neinu slíku áður, þetta er í fyrsta skiptið sem ég vinn eitthvað svona,“ sagði hin lukku- lega unga kona þegar Morg- unblaðið náði tali af henni í gær- kvöldi. Vinningsnúmerið var 58197 og var aðeins einn miði seldur með því númeri. Vann rúmar 5 milljónir í Háskólahappdrættinu Var á gangi í bænum þegar hún fékk fréttina SELTA vinnur lítið á nýmáluðum stálskipum og því má telja víst að þetta fley verði ekki ryðinu að bráð á næstunni. Málarinn vand- ar sig við verkið og þótt lítillega slettist á togvírana má láta sér fátt um finnast, þær verða fljótar að hverfa. Morgunblaðið/RAX Vandar sig við verkið ACO-Tæknival hf. birti fyrsta upp- gjör sitt í gær í kjölfar sameiningar félaganna. Tap af rekstrinum fyrir skatta nam 917 milljónum en tap tímabilsins eftir skatta nam 664 milljónum. Lækkunin skýrist af 253 milljóna tekjufærslu reiknaðs tekju- skatts. Árni Sigfússon, forstjóri Aco- Tæknivals, segir að reksturinn sé augljóslega langt undir væntingum. Tölvusala hafi dregist saman um 30% á uppgjörstímabilinu og raf- tækjasala um 50%. „Þessi samdrátt- ur hefur veruleg áhrif á niðurstöður á fyrri hluta árs og munar mörg hundruð milljónum miðað við það sem hefði mátt ætla í eðlilegu ástandi.“ Eigið fé Aco-Tæknivals var neikvætt um 66 milljónir í lok júní en um áramót var eigið fé jákvætt um 592 milljónir króna. Aco-Tæknival sendi Verðbréfa- þingi ekki formlega afkomuviðvörun en áður hefur komið fram að erfið- leikar væru í rekstrinum. Um þetta segir Árni: „Við höfum ítrekað kynnt fyrir Verðbréfaþingi og fjölmiðlum þróun og horfur í rekstri fyrirtæk- isins en hafa ber í huga að það eru þrír mánuðir síðan við hófum sam- einingarviðræður og annað fyrirtæk- ið hefur ekki verið skráð á þinginu.“ Aðspurður segir Finnur Svein- björnsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfaþingsins, að þingið hafi þegar haft samband við nokkur félög en ekki sé ástæða til þess að nafngreina þau að svo stöddu. „Þegar uppgjörs- hrinunni lýkur verður væntanlega greint frá þessu með einum eða öðr- um hætti.“ Gengi bréfa Aco-Tæknivals lækk- aði um 26% í gær. Eigið fé Aco-Tæknivals neikvætt um 66 millj.  Tap Aco-Tæknivals /20 ÍSLENSK tónskáld eiga erfitt með að fá óperur sínar settar upp í stóru leikhúsunum á Íslandi, Þjóðleikhús- inu, Íslensku óperunni og Borgar- leikhúsinu. Í Lesbók eru fimm tónskáld spurð að því hvernig þeim hafi gengið að koma óperum sínum á framfæri og hafa fjögur þeirra þurft að eyða miklum tíma í að ganga með verk sín milli stofnana í von um að fá þau flutt. Að minnsta kosti 31 ópera hef- ur verið samin hér á landi. Þar af hafa átján verið sýndar í heild. Áskell Másson hefur í tíu ár reynt að koma óperu sinni, Klakahöllinni, á framfæri hér á landi, en án árangurs. Ópera Karólínu Eiríksdóttur, Mann hef ég séð, hefur verið sýnd víða er- lendis og er til með erlendum texta, en ekki íslenskum. Erfitt að fá óperur fluttar hér  Íslensk ópera/ Lesbók 4 HLUTABRÉF lækkuðu verulega í verði á Verðbréfaþingi Íslands í gær og fór úrvalsvísitalan niður fyrir þús- und stig. Lækkaði vísitalan um 2,5% og er 988 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri frá áramótunum 1997-98 en þá var hún sett á þúsund stig. Hæst fór vísitalan í 1.888 stig um miðjan febrúar árið 2000 og hefur því lækkað um 48% á einu og hálfu ári. Það sem af er árinu hefur vísital- an lækkað um 24% og 36% undan- farna 12 mánuði. Gengi margra félaga lækkaði mik- ið á Verðbréfaþinginu í gær, þar á meðal Aco-Tæknivals um 25,9%, Op- inna kerfa um 18,4%, Húsasmiðjunn- ar um 9,4%, Íslandssíma um 7,8% og Búnaðarbankans um 6,3%. Úrvalsvísi- talan undir 1.000 stig 2)(  ()11-5)*** )1** )+** )-** )'** )/** ),** )2** ).** ))** )*** 1** !"() ! ! ! ! !  .  . /    0 7  7 8 8 9  > ? $ 8 7  7 8 8 9  )-(*.(**5)(+++3-) .,(*+(*) 51++3'* ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN á Hólmavík stöðvaði 12 ökumenn fyrir of hraðan akstur á Holtavörðuheiði í gær. Sá sem hrað- ast ók mældist á 128 km hraða og mun væntanlega sjá á eftir 20.000 krónum til ríkissjóðs. Þoka og rigning var á heiðinni og því voru aðstæður til aksturs alls ekki góðar. Lögreglan segist undr- ast að hækkun sekta virðist ekki draga úr hraðakstri svo neinu nemi þrátt fyrir að hækkunin hafi verið rækilega auglýst. Þá ættu hin mörgu banaslys að hafa dregið úr áhuga á Íslendinga á hraðakstri. Ók á ofsa- hraða í þokunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.