Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 15 NEMENDUR í grunnskólum Garðabæjar fá nú 30 nýjar fartölvur til að nota við nám í skólunum. Fulltrúar Garðabæjar og Nýherja skrifuðu nýlega undir samning þessa efnis. Í kaupunum voru einnig sérstakir fartölvuvagnar sem eru tengdir þráðlaust við netkerfi skólanna auk fartölva fyrir alla nýja kennara skól- ans. Í fréttatilkynningu segir að með þessum kaupum stígi Garðabær enn eitt skref í fartölvuvæðingu grunn- skólanna en fyrir ári hafi öllum kennurum og skólastjórnendum ver- ið afhentar fartölvur til afnota í starfi. Fartölvur fyrir nemendur Garðabær HVERFISSAMTÖK Vatnsenda, „Sveit í borg“, mótmæla fyrirhug- aðri uppbyggingu athafnasvæðis í Vatnsendahvarfi og hafa afhent skipulagsyfirvöldum í Kópavogi at- hugasemdir sínar við tillögur að svæðinu. Í fréttatilkynningu frá samtökun- um segir að athugasemdirnar gangi meðal annars út á að háreist og þétt byggð á fyrirhuguðu svæði sé í hróp- andi ósamræmi við staðsetningu svæðisins og byggðina í kring. Svæð- ið sé hluti af útivistarsvæði höfuð- borgarbúa og byggðin í nágrenni þess hafi verið skipulögð undir for- merkjunum „sveit í bæ“. Því komi mjög á óvart hversu mikil byggð sé áætluð á svæðinu. Breytingar á rennsli ofanvatns Samtökin gagnrýna að breytingar á vegakerfi Vatnsendasvæðisins hafi einungis verið auglýstar að hluta í skipulagstillögunum en betra hefði verið að auglýsa þær í víðara sam- hengi, m.a. vegna þess að umferðar- þungir vegir virðist fyrirhugaðir á vatnsverndarsvæði. Þá benda samtökin á að breyting- ar verði á rennsli ofanvatns á svæð- inu þar sem rigningarvatn muni lenda á 1300 bílastæðum, þökum og götum. Hafa samtökin efasemdir um að nægjanlegar rannsóknir liggi fyr- ir um afleiðingar þess fyrir vatnsbú- skap svæðisins. Í fréttatilkynningunni segir að undirskriftir 170 manns í hverfinu, þar sem uppbyggingunni á svæðinu sé mótmælt, hafi einnig verið afhent- ar skipulagsyfirvöldum. Hverfissamtök mótmæla fyrirhuguðu athafnasvæði Vatnsendi NEMENDUR og kennarar í Snæ- landsskóla hófu skólaárið með óhefðbundnum hætti en í síðustu viku var útivistarvika í skólanum. Krakkarnir spreyttu sig á fjöl- mörgum leikjum auk þess sem farnar voru ferðir í Nauthólsvík, Gróttu og farið í fjallgöngur. Þá voru ýmsir útivistarklúbbar og samtök með kynningu á sinni starfsemi. Hápunkturinn var svo á föstu- dag þegar öllum nemendum var skipt upp í 46 hópa og farið var í ratleik í Fossvogsdalnum. Fundn- ir voru kökubotnar, rjómi, ban- anar og áhöld til að skreyta rjómatertu. Þegar hver hópur hafði lokið starfi sínu var tert- unum raðað á borð fyrir framan skólann og var ekki laust við að krakkarnir væru spenntir að sjá hvaða kaka hlyti náð fyrir augum dómnefndar og fengi titilinn „fal- legast kakan“. Ekki fylgir sögu hvaða kaka var valin sú fegursta en að því loknu gátu kökugerðarmeist- ararnir ráðist til atlögu við sína tertu enda sjálfsagt sársvangir eftir afrek dagsins. Ljósmynd/Ásdís Ólafsdóttir 46 rjóma- tertur Kópavogur BORGARRÁÐ hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir svokallaðan Bar- ónsreit, sem afmarkast af Vitastíg, Skúlagötu, Barónsstíg og Hverfis- götu. Eins og Morgunblaðið greindi ný- verið frá verður blönduð byggð með íbúðar- og atvinnuhúsnæði á reitn- um. Undir honum er svo fyrirhuguð tveggja hæða bílageymsla neðan- jarðar þar sem yrðu allt að 250 bíla- stæði. Teiknistofan Úti og inni hann- aði deiliskipulagið. Deiliskipulag Barónsreits samþykkt Miðborg ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.